Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAt 1975 35 Ennþá hægt að syngja á Akranesi Akranesi 15. maí. NÚ LIGGJA hér 3 skip hreyf- ingarlaus í höfninni vegna verk- falls og samúðarverkfalls. Togar- inn Vikingur, flutningaskipið Álafoss og ferjan Akraborg. Það lítur út fyrir að flestar bjargir verði bannaðar bráðlega, eftir er aðeins að loka fyrir landveginn og drykkjarvatn úr Akrafjalli. Það er þó eitt gott í þessum verkfalla- málum, það að kirkjuorganistar hafa samið um kaup þannig að það er ennþá hægt að syngja við undirleik. — Júlíus. — Attræður Framhald af bls. 34 ávallt þannig að telja sjálfsagða þá fyrirhöfn, sem hann hefur þurft að leggja á sig okkar vegna. En auðvitað hefur Bjarni notið aðstoðar sfnnar fjölskyldu við símaþjónustuna. Um árabil átti Bjarni sæti í hreppsnefnd Borgar- hafnarhrepps. 1953 gerðist Bjarni húsvörður Iðnskólans við Vonarstræti í Reykjavík. Það starf mun hanri hafa rækt með trúmennsku og skyldurækni. Þá vetur, sem þau hjónin dvöldu í Reykjavík var oft gestkvæmt hjá þeim af Suður- sveitungum, sem leið áttu til höfuðborgarinnar og öórum gestum. Þar var einkar ánægju- legt að sækja þau heim eins og annarsstaðar þar sem þau hafa átt heimili. Það var okkur hér í Suðursveit ánægjuefni þegar Bjarni og J>óra fluttust hingað aftur og á Jaðri hafa þau búið síðan með Ingimari og hans fjölskyldu. Eg veit að hugur margra leitar til Bjarna á þessum merku tímamótum, því hann er vinmargur og nýtur mikilla vinsælda allra þeirra, sem hafa kynnst honum. Er ég ein i þeim hópi, sem flyt honum hugheilar hamingjuóskir á afmælisdaginn og þakka ára- tuga ágæt kynni. Lifðu heill. H.G — Þessi sýning Framhald af bls. 11 sanngirni og þekkingu. Og það er útbreiddur misskilningur, sem ég vil gjarnan leiðrétta, að ég hafi gegnum árin hrósað ab- strakt list meir en fígúratífri list. Ég tel víst að ef þetta yrði athugað þá myndi hið gagn- stæða koma í ljós.“ „Þó að ég sé nú búinn að böðlast í myndlist í allan þenn- an tlma finnst mér ég enn vera eins og á fermingaraldri í fag- inu, og ég vil engu spá um hvernig ég á eftir að mála héð- an í frá. Ef ég ætti að defínera sjálfan mig myndi ég kalla mig rómantískan expressíónista. Ég er einn af þessum köllum sem dettur ýmislegt í hug, en fátt af þvi verður að raunveruleika. Ég held að fáir menn hafi bar- izt jafn mikið gegn því að verða málarar og ég. Ég ætlaði að verða eitthvað allt annað. Og enn koma tímabil þar sem ég óska einskis fremur en að skipta um hlutverk. Fa mér trillubát. Það hvarflar líka stundum að mér, að stunda myndlist á Islandi sé alveg eins og að gera út loðnu- fiskirí uppi á miðjum Vatna- jökli. Samt finnst mér nú að ég hafi aldrei nógan tíma til að mála, og ég held að ég hafi aldrei haft meiri nautn af því að mála. Og þó. Þegar ég horfi á þessar gömlu myndir mínar hér á loft- inu fer ég að efast um það.“ Sérdu þaó sem Það þarf ekki að vera. Enda þótt allir landsmenn njóti sömu dagskrár, er afar mismunandi hvað fólk sér, og kemur þar margt til, léleg sjónvarpstæki, slæm mót tökuskilyrði og umdeild dagskrá. Við ráöum ekki bót á efnisvali sjónvarpsins né heldur lögum við móttökuskilyrðin, en sért þú að Komdu í heimsókn og sjáöu. hugsa um að endurnýja sjónvarpstæki eða kaupa þitt fyrsta.þá viljum við benda þér á að þaó sem þú sérð, það sérðu best í Nordmende sjónvarpstæki. Við höfum svart/hvít og litsjónvarpstæki i úrvali á verði frá 60.000 krónum. Skipholti 19 sími 23800 Klapparstíg 26 sími 19800 Sólheimum 35 MUNIÐ KAPPREIÐAR FÁKS ANNAN í HVÍTASUNNU KL. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.