Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 Sveinn Björnsson og kona hans Sólveig Erlendsdóttir við eitt verka Sveins á sýningunni, „Sá sem stjórnar plássinu". sýningarskrá hefur Sveinn birt úrdrætti úr nokkrum blaða- dómum frá því hann hélt sýn- ingu 1 Charlottenborg í Dan- mörku 1965 og eru þeir mjög lofsamlegir. Eru gagnrýn- endurnir þar sammála um að Sveinn sé sterkur og svipmikill málari en jafnframt nokkuð ofsafenginn. En hvenær hefur yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði eiginlega tíma til að mála allar þessar myndir? „Ég er nú þannig maður,“ segir Sveinn „að mér þykir gaman að vinna og flestallar þessar myndir eru málaðar á nóttunni. sýninguþá við hana” „Ef ég hef ákveðið vil ég ekki hætta — segir Sveinn Björnsson listmálari og lögreglu- foringi, sem opnar sýningu á Kjarvalsstöðum í dag SVEINN Björnsson listmálari og lögregluforingi úr Hafnar- firði opnar mikla sýningu á verkum sfnum f vestursal Kjarvalsstaða f dag. A sýning- unni eru 84 myndir allar mál- aðar f olfulitum. Þær eru málaðar á árunum 1960 og fram til dagsins f dag. Flestar myndanna eru frá sfðustu 2—3 árum þar af nokkrar máiaðar f nýrri vinnustofu sem listmál- arinn hefur komið sér upp f Krfsuvfk. Þar hefur hann góða aðstöðu til að mála stórar myndir en það er hans mesta yndi. Sýningin verður opin klukkan 14 til 22 alla daga vik- unnar einnig mánudaga, en þá er venjulega lokað að Kjarvals- stöðum. A hvftasunnudag opn- ar sýningin ekki fyrr en klukk- an 15 enda má ekki sýna á messutfma á þeím degi. Allar myndirnar eru til sölu. Sýning- unni lýkur sunnudaginn 25. maf. „Til að fyrirbyggja allan mis- skilning vil ég taka það fram að ég sótti um að sýna hér á Kjar- valsstöðum áður en allt vesenið þar byrjaði," sagði Sveinn er blaðamaður Mbl. hitti hann sem snöggvast að máli á Kjar- valsstöðum. „Ég sendi dóm- nefndinni sem þá sat 10 myndir og fékk það svar að ég fengi að sýna. Og ég er nú einu sinni þannig gerður að ef ég hef ákveðið sýningu þá vil ég ekki hætta við hana. Ég vil halda mínu striki og ég hefði frekar sagt mig úr FÍM frekar en hætta við ef ég hefði verið í þeim félagsskap. Ég fékk nú reyndar ekki inngöngu í FlM þegar ég sótti um það fyrir 12 árum, hef líklega ekki þótt nógu góður. Siðan hef ég ekki haft áhuga á þvf að sækja um inngöngu." A sýningu Sveins kennir margra grasa enda stærsta sýn- ing sem hann hefur haldið til þessa. Þarna er að finna fanta- síur, sjávarmyndir og mótív sem eru alveg ný hjá Sveini, sjór og himinn. Fantasfurnar byrjaði Sveinn fyrst að mála í Krísuvík en sjávarmyndirnar eru minningar frá þeim tfma er hann stundaði sjóinn sem ungur maður um 13 ára skeið. Sfðasta stóra sýning Sveins var f Norræna húsinu fyrir 4 árum og þá sýndi hann eingöngu vatnslitamyndir. Hann hefur haldið fjölmargar sýningar hér heima og erlendis og hann hefur m.a. sýnt í Bandaríkj- unum, Þýzkalandi, Júgóslavíu og Danmörku. I litprentaðri Þegar ég er búinn í vinnunni slappa ég af fyrir framan sjón- varp á kvöldin og þegar það er búið byrja ég að mála og er eitthvað fram eftir nóttu. Stundum kemur útkall þegar ég er að mála og þá er ekki annað að gera en henda pensl- inum og þjóta af stað til að rannsaka afbrotamál í Hafnar- firði, Kjós, eða jafnvel upp í Hvalfirði. Ég fer líka oft á hest- bak og hef mikla ánægju af. Og mér finnst ég hvergi betur skynja náttúruna en á hestbaki. Til vinnu mæti ég klukkan 8,30 á morgnana og er þá oft búinn að fá mér sundsprett í sund- lauginni í Hafnarfirði til að hressa mig upp fyrir daginn. Ég held það eigi vel við að rifja það upp hér ? Kjarvalsstöðum sem Kjarval sagði einu sinni: „Listin er vinna og aftur vinna“. Og eftir því sem ég vinn meira í brauðstritinu fer ég af meiri krafti í málverkin. Ég get ekki verið án málverksins, ég er eins og alkohólisti, ég get ekki hætt.“ Varanlegt slitlag Ljósmynd Mbl. Emilía. Simon Vaughan baritonsöngvari, Sigríður E. Magnúsdóttir og Jónas Ingimundarson, en þau leika og syngja á síóustu tónleíkum vetrarins f Háskólanum. Síðustu tónleikar Há- r skóla Islands í vetur á veginn ALÞINGI hefur ákveðið að veita fé til að setja varanlegt slitlag á veginn milli Keflavíkur og Garðs en hann mun vera rúmlega 7 kíló- metrar að lengd. Að sögn Sigurð- ar Jóhannssonar vegamálastjóra verður verkinu skipt í tvennt, olíumöl lögð á helming vegarins í sumar og hinn helminginn næsta sumar. Þetta verður stærsta fram- kvæmdin á Reykjanesi í sumar, hvað varðar lagningu á varanlegu slitlagi. I framhaldi af þessu sneri Mbl. sér til Finnboga Björnssonar odd- Sinfónían að Flúðum NÆSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands utan Reykja- víkur verða haldnir á vegum Tón- listarfélags Árnessýslu að Flúð- um í Hrunamannahreppi föstu- daginn 23. maí kl. 9.30. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson. Flutt verða verk eftir Beethoven, Grieg og Mozart. Sinfóniuhljómsveitin hefur á undanförnum árum oftast haldið tónleikana á vegum Tónlistar- félags Árnessýslu á Selfossi, en að þessu sinni verða þeir haldnir í Félagsheimilinu á Flúðum. til Garðs vita í Garðinum og ræddi við hann um fyrirhugaða vegarlagn- ingu og byggðarlagið. Finnbogi sagði: „Þegar nú liggur Ijóst fyrir að ákveðið er að hefjast handa um byggingu vegar með varanlegu slitlagi milli Kefla- víkur og Garðs þá nálgast endalok mikils baráttumáls okkar Garð- manna. Það gefur auga leið, að byggðarlag eins og Garður sem hefur mjög takmarkaða hafnarað- stöðu og þarf að flytja til sín landleið allar þær sjávarafurðir sem vinna á og þær fullunnu frá sér, hlýtur að fagna þessum mála- lokum þótt að við hefðum að sjálf- sögðu kosið að fá allan veginn nú í ár. Einnig náðist nú sá áfangi, að vegurinn Garður — Sandgerði var tekinn með og til hans ákvarð- að það sem við getum nefnt opnunarframlag. Það er góður áfangi því töluverðum hluta sjávarafla okkar er ekið þaðan. Ég leyfi mér fyrir hönd okkar Garðmanna að þakka fjármála- ráðherra, samgönguráðherra, þingmönnum kjördæmisins svo og öðrum þeim sem lagt hafa hönd að því að þetta geti gerzt sem fyrst, þann skilning sem þeir hafa sýnt á þörf okkar fyrir góðar samgöngur. Við höfum að sjálf- sögðu óttazt það að fram- kvæmdum yrði frestað þar sem Framhald á bls. 47. t vetur hefur Háskóli tslands haldið 10 tónleika í Félags- stofnun stúdenta og hafa þeir verið sóttir af fólki utan Háskól- ans sem innan. Siðustu tónleikar þessa háskóla- árs verða haldnir á hvitasunnu- dag kl. 15 í Félagsstofnuninni. Þar syngja þau Sigríður E. Magnúsdóttir og Simon Vaughan við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar lög eftir Schubert, Schumann, Duparc, Hugo Wolf, Brahms og Benjamin Britten. Sigríður E. Magnúsdóttir er um þessar mundir að æfa sjálfa Carmen i Þjóðleikhúsinu fyrir flutning næsta haust. Simon Vaughan er ungur enskur baritonsöngvari, nemandi Antons Dermota í Vínarborg og er hann nú þegar orðinn athafnasamur tónleikahaidari heima hjá sér í Englandi og einnig i Austurriki og á Italíu. Fyrstu tónleikar Háskólans voru i nóv. s.l. Þá lék Barokkvint- ett Kammersveitar Reykjavíkúr, i nóvember söng Elísabet Erlings- dóttir íslenzk þjóðlög, Kammer- sveit Reykjavíkur lék í nóvember Framhald á bls. 47. Jóhann G. opnar sýningu JÓHANN G. Jóhannsson opnar málverkasýningu i dag, laugardag að Hamragörðum, Hávallagötu 24. Sýningin verður opin klukkan 3—10 og stendur hún til sunnu- dagsins 25. mai. 37 verk eru á sýningunni, oliu- og vatnslita- myndir. Allt eru þetta nýjar myndir. Einnig mun Jóhann kynna nýja tveggja laga hljóm- plötu sem væntanleg er á mark- aðinn í næstu viku. Verður platan leikin annað slagið á meðan sýn- ing stendur yfir. Steingrímur sýnir í Eden STEINGRlMUR Sigurðsson opn- aði í gærkveldi málverkasýningu i Eden í Hveragerði, og'er þetta 22. einkasýning hans. A sýningunni eru alls 35 verk, öll ný, mest olíumálverk og vatns- litamyndir. Sýningin verður opin fram yfir hvitasunnu. Ragnar Lár sýnir á Húsavík RAGNAR LAR, sem í vetur hefur starfað sem kcnnari við Barna- og ungiingaskólann á Skútustöðum í Mývatnssveit, opnar sýningu f barnaskólanum á Húsavik í dag, laugardag, og lýkur sýningunni á 2. í hvítasunnu. Sýningin er opin frá 4—22 daglega. Á sýningunni eru 20 olíumál- verk og 7 vatnslitamyndir, enn- fremur penna- og pensilmyndir, tréristuþrykk, dúkristuþrykk og álímíngarmyndir. Ragnar sýndi fyrst í Ásmundar- sal árið 1956, en þetta er viða- mesta sýning hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.