Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 Rætt við Valtý Pétursson, listmálara, sem í dag vekur Septembersýninguna frá dauðum á Loftinu við Skólavörðustíg VaKýr Pétursson á vinnuslofu sinni m**i) nokkur af hiitutn „t'iidurfaítldu" Sopl- cmbersýningarv Crk- 0 Myndlistarsýningar eru ekki beinlfnis óvenjulegir vióburðir i menningunni á Islandi um þessar mundir. Myndlistarsýningar sem gera menningu og mannlífi verulegt rúmrusk, koma þvi úr jafnvægi hljóta hins veg- ar að teljast óvenjulegir viðburðir. 0 Á loftinu við Skólaviirðu- stfg verður í dag klukkan 2 opnuð sýning sem tæplega getur talizt annað en óvenju- leg. Þar seilisl Valiýr Pétursson listmálari læp- lega þrjátíu ár aftur í tím- ann og stiilir upp nokkrum af þeim myndum sem senni- lega hafa valdið mest umróti íslenzkrar myndlistarsögu, þ.e. myndum frá árum Septembersýninganna illræmdu. Valtýr hefur dusl- að rykið af um 30 myndum sínum sem hann gerði á árunum 1947, '48 og '49. Þar á meðal eru nokkrar myndir frá fyrstu Septembersýning- unni 1947, en einnig t.d. tvær myndir sem hann málaði á Italíu á þessum tíma og aldrei hafa verið sýndar áður á Islandi. Þelta eru aðallega olíumyndir, auk sex krítarmynda. 0 Þessar myndir voru í eigu Valtýs sjálfs, „og ég hef geymt það sem mér þótti skást. Margar fleiri fóru i rusl, þvi sala mín á Seplembersýningunum fjór- um var vægast sagt ekki mikil, eins og gefur að skilja. Ég seldi eina lltla krítarmynd fyrir 450 kall á sýningunni '47, varla nokkra á sýningunni '48, og sára- lítið á sýningunum '50 og '51." 0 Á sýningunni á Loftinu gefst almenningi kostur á að kynna sér nokkur af þessum verkum sem svo mjög hrelldu samtímann. Lista- maðurinn hefur jafnframt, — með nokkru hiki þó —, verðlagt þau á ný. Sýningin verður opin til 6 í dag, einnig milli 2 og 6 á annann dag hvítasunnu, og síðan á venjulegum verzlunartima til mánaðamóta. „Og það eru allir velkomnir," segir Valtýr. 0 Blaðamaður Morgun- blaðsins ra*ddi í fyrradag við Valtý Pétursson um þessa minjagripi úr menn- ingarstriði, sem varla verð- ur nokkurn tíma háð á ný, og um störf hans að mynd- listarmálum almennt. „ÞETTA ER eiginlega ekki málverkasýning í venjulegum skilningi. Þetta er antik miklu fremur, safngripir. Og ég held ég megi fullyrða að þessi sýning verði aldrei endurtekin" sagði Valtýr í upphafi. „Ég startaði með þetta allt eftir að tvær stúlkur í Mynd- lista- og handíðaskólanum hringdu í mig fyrir nokkrum vikum. Þær höfðu fengið Sept- embersýningarnar að prófverk- efni í skólanum og voru að leita eftir upplýsingum um þetta. Kjartan Guðjónsson hafði víst bent þeim á að ég ætti hugsan- lega einhverjar myndir frá þessum árum, en ég held að mjög lítið sé enn til af myndum frá þessum sýningum, a.m.k. eftir okkur yngri mennina í Septemberhópnum. Mest af þessum myndum hafa farið for- görðum af ýmsum ástæðum. Menn hafa t.d. málað yfir þær til að spara sér efni.“ „En ég fór sem sagt að leita í gömlu dóti hjá mér eftir þessa upphringingu og fann milli 20 — 30 myndir, margar af þeim í pappakassa upp á háalofti hjá tengdamóður minni. Þær voru í alveg furðu góðu ástandi. Það hafði aðeins dottið upp úr tveimur myndum, og þegar ég var búinn að hreinsa þær allar voru þær eins og nýbakaðar lummur. ar sem ég var svo kominn í gang með þessa hrein- gerningu fékk ég áskoranir frá mönnum um að setja þetta upp, og hér er sýningin komin. Það fylgir þessu sVolítið skrýtin til- finning ég hafði ekki litið á þetta í ein 20 ár, og ég held ég hafi fullt leyfi til að lita á þessar myndir sem verk annars manns." 0 Septembersjokk „Annars var ég svolítið hræddur við að fara út í þetta, m.a. vegna þess að ég var aðeins einn af tíu sem mynduðu Septemberhópinn og fólk kynni að halda að þessar myndir mínar væru einhvers konar fulltrúar fyrir September- sýningarnar í heild. Svo er alls ekki. Þetta eru hins vegar nokkuð góð dæmi um það sem ég var að gera á þessum tíma. Alveg eins og þessar myndir hér eru gjörólíkar innbyrðis, þá vorum við i Septemberhópnum ólikir listamenn. Þessar myndir minar má þvi ekki líta á sem það bezta sem var á September- sýningunum. Ég segi ekki held- ur að þessar myndir mínar séu mjög góð myndlist. En ég held að þetta sé svolítið merkileg myndlist. Hér á sýningunni er til dæmis ein abstraksjón frá 1947. Hún er ekki góð mynd, en hún er merkileg vegna þess að hún er eitt af því fyrsta sem gert var hér á landi af þessari tegund af abstraksjón." „Að sama skapi og við tiu vorum ólikir listamenn, þá sjokkeruðum við einnig mis- mikið. Það er erfitt að segja hver sjokkeraði mest, en ég hugsa að það hafi verið við yngri mennirnir. Kristján Daviðsson þótti nokkuð vondur til dæmis. Nína Tryggvadóttir var slæm og ég var alveg afleit- ur. Þá þótti Sigurjón Ölafsson ekki góður,— maður sem ég tel að sé kannski í hópi mestu myndhöggvara sem nú eru upþi í veröldinni. Núna eru fjögur okkar látin, eitt flutt úr landi, en við fimm sem hér erum eftir héldum með okkur eins konar „reunion" í fyrra undir nafn- inu Septem '74. Þá varð nú ekki mikið sjokk." „En Septembersýningarnar 1947 og 1948 ollu alveg ægileg- um skandal hérna, þótt okkur sem stóðum að þeim hafi aldrei komið slíkt til hugar. Það var alls konar og ólíklegasta fólk sem náði ekki upp i nefið á sér yfir þessum mönnum sem „dýrkuðu ljótleikann". Prestar predikuðu meira að segja gegn okkur í ræðum sínum, og mað- ur gat varla labbað um miðbæ- inn án þess aó verða sendur tónninn. Það var verra i þann tið að vera Septembersýningar- maður en að vera kommúnisti, og engu munaði að september- mánuður yrði strikaður út af islenzka almanakinu.“ „Viðbrögðin í pressunni voru líka svolitið skrýtin. Þetta skiptist alls ekki eftir póli- tiskum linum. Þannig bakkaði Valtýr Stefánsson ritstjóri M'orgunblaðsins okkur upp en' Jón Þorleifsson kritiker blaðs ins skammaði okkur hins vegar eins og hunda. Og þetta var alveg eins í Þjóðviljanum." • Tilveran og málverkið „Nei, það hvarflaði ekki að okkur að við myndum valda svona miklu fjaðrafoki, því fór lika fjarri að þessum verkum okkar væri visvitandi stefnt gegn eldri málurum. Þetta kom alveg spontant eftir striðið. Ég var ungur maður, 25 — 6 ára, hafði verið á kafi í alls konar stúderingum, allt frá' ind- verskri heimspeki og upp í Freudískan súrrealisma og spekúleraði mikið i tilverunni óvart. Maður komst ekki hjá þvi á stríðsárunum. Ég hafði líka verið á smá menningarfyll- erii á söfnum vestur I Ameriku. Ég var að reyna að gera mér grein fyrir þvi hvað væri mál- verk og það slær mig núna hversu mikla rækt maður lagði í það að reyna að skapa mál- verk. Hver svo sem árangurinn varð, heid ég að enginn geti borið á móti þvi að þetta hafi verið heiðarleg tilraun. Okkur öllum var sameiginlegur brenn- andi áhugi á að gera betur og öðruvísi en það sem fyrir var, hvernig svo sem það tókst." „Maður var orðinn dauð- þreyttur á þessu íslenzka lands- lagsmálverki og þótti það hafa gengið sér til húðar, þó enn ætti það mikil itök I þjóðinni. Ég man t.d. að Snorri heitinn Arin- bjarnar hélt um þetta leyti sýningu, sem þótti ófær vegna þess að þar voru eintómir bátar en engir Þingvellir. Á þessum tima unnum við i þessu af svo miklum ákafa, að það má segja að það hafi verið upp á líf og dauða. Liklegast hefur maður verið svo heimskur að maður gerði sér ekki grein fyrir erfið- leikunum sem við var að etja. Um leið var maður kannski svona mikill ídealisti. Og sá í- dealismi á minna skylt við mannlífið, meira við sjálfa ex- pressiónina." „Og það er þetta sem gefur þessu gildi Þetta er allt annars eðlis hjá unga fólkinu í dag. Mér finnst það leggja of litla rækt við sitt fag, við málverkið. Þetta fer mikið út I alls konar fikt og leik og steríla pólitik, — ég tala nú ekki um á þessu margumrædda kvennaári." Valtýr á sýiphgunni á Loftinu við eitt umdeildasta verkið: „Sjómannadag": „Það var einn góður maður sem ;stóð fyrir framan þessa mynd og spurði hvort ekki væru nein lög sem gætu verndað fslenzka fánann fyrir svona meðferð, og hvort ég vildi ekki vera svo vænn að fjarlægja hann úr málverkinu sem allra fyrst."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.