Morgunblaðið - 25.05.1975, Síða 3
Úrslit í verðlaunasamkeppni Álafoss.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975
3
Rúmlega 600
munir bárust
SL. föstudag voru kunngerð úrslit
I hugmyndasamkeppni, sem Ála-
foss h.f. efndi til nýlega. Fyrstu
verðlaun, að upphæð 100 þús.
krónur, hlaut Margrét Jakobs-
dóttir, Reykjavík, fyrir hettu-
jakka, Svava Finnbogadóttir,
Akranesi, hlaut önnur verðlaun,
50 þús., fyrir buxnasett, og þriðju
verðlaun, 25 þús. krónur, hlaut
Margrét Jóhannsdóttir á
Hvammstanga fyrir lopapeysu.
Þess má geta, að þær Margrét
Jóhannsdóttir og Margrét Jakobs-
dóttir eru mæðgur.
Sex aukaverðlaun að upphæð
10 þús. kr. hver voru veitt Birnu
G. Ágústsdóttur, Kópavogi, Helgu
Aspelund, Bolungarvík, Hólm-
frfði Stefánsdóttur, Reykjavík,
Jósefínu Guðmundsdóttur,
Reykjavík, Katrínu Arnadóttur,
Hlíð, Gnúpverjahreppi, og Stein-
gerði Guðmundadóttur, Akureyri.
Alls bárust yfir 600 hlutir í sam
keppni þessa frá rúmlega 200
manns. Álafoss mun á næstunni
gefa út uppskriftir að verðlauna-
mununum. Auk þess verða gefnar
út uppskriftir að munum, sem
ekki hlutu verðlaun, og hefur
Álafoss þegar tryggt sér réttinn
hjá viðkomandi hönnuðum.
Dómnefnd skipuðu Haukur
Gunnarsson, Jón Sigurðsson,
Gerd Poulsen og Pálina Jón-
mundsdóttir.
Stúlkan lengst til vinstri á myndinni er klædd hettupeysunni, sem
fékk fyrstu verðlaun í samkeppninni, en Margrét Jakobsdóttir, sem
hannaði hana og prjónaði, er lengst til hægri. Peysan er prjónuð 1 einu
lagi, þannig að hún er hvergi saumuð saman. Hjá Margréti stendur
Svava Finnbogadóttir, sem gerði alklæði úr lopa, sem hlaut önnur
verðlaun.
Fjölbreytt skáta-
starf að Úlfljóts-
vatni í sumar
AÐ VENJU mun Bandalag ísl.
skáta bjóða upp á fjölbreytt starf
að (Jlfljótsvatni f sumar.
Þar verður rekinn Kvenskáta-
skóli fyrir stúlkur á aldrinum
7—11 ára og eitt námskeið fyrir
stúlkur 11—14 ára. Stúlkurnar
dvelja á fallegum stað við göngu-
ferðir, leiki, föndur og ýmiss
konar skátastörf í 12 daga. Mikil
þátttaka hefur verið i skólanum
undanfarin ár og færri komist að
en vildu.
Nú í sumar er ákveðið að bjóða
upp á útilegu fyrir unglinga á
aldrinum 11—14 ára. Er þar um
að ræða námskeið í alls konar
útilífi og tjaldbúðastörfum,
gönguferðir, náttúruskoðun, átta-
vitakennsla o.fl. sem skátar vilja
gjarnan koma á framfæri.
, Þátttakendur fá bæklinga og
blöð varðandi slík efni
Námskeiðin eru ætluð öllun
unglingum, hvort sem um skáta
er að ræða eða ekki. Námskeiðin
verða frá 20.—27. júní og 28.
júní—5.júlí. Bætt verður við einu
námskeiði ef þátttaka leyfir.
I sambandi við Landsmótið sl
sumar var stórbætt öll útilegu
aðstaða á Úlfljótsvatni. Góð hrein
lætisaðstaða fyrir tjaldbúa er ni
til staðar. Getur hver sem er not
fært sér þessa aðstöðu. Hugsan
lega geta börn tekið þátt í hlut..
útilífsnámskeiðanna ef þau koma
og dvelja með foreldrum sínum í
tjaldbúðum á Ulfljótsvatni. Bæðs
útilífsnámskeiðið og tjaldbúðirn-
ar eru nýjungar i starfi Bandalags
ísl. skáta.
Frá skátastarfi
að Ulfljótsvatni.
. )AMA*lNví5?
Ferðaskrifstofan
Grikkland
Vika I sögufrægri Aþanu og
vika á baðströnd við Korintu-
flóann. Heillandi sumarleyfi.
Brottför um Kaupmannahöfn.
20. ágúst.
2. og 16.
september.
kr. 89.900.-
vikuferðir. *
Brottför
14. júní, 5. júlí,
9 23. ágúst,
6, sept.
Verð frá kr. 59.900.
Júní: 1 ., 8 , 1 5.,
22,-og 29
Júlí: 6 , 1 3., 20. og 26.
Verð með vikugistingu
og morgunverði frá
kr. 43.000.-
Dvöl á góðum hótelum
eða íbúðum á skemmtileg-
asta sumarleyfisstað Spánar
— LLORET DE MAR —
Ódýrar ferðir við hæfi
unga fólksins.
Fyrsta brottför: 2. júní.
Uppselt.
Verðfrá 27.500,-
TORREMOLIIMOS
BENALMADEIMA
FUENGIROLA
Næsta brottför 1. júní,
uppselt.
Verð með 1 flokks
gistingu i 2 vikur
frá kr. 32.500.-
Allir mæla með Útsýnarferðum
Þyzkaland
Vika i Kaupmannahöfn.
í hugum flestra leikur sér-
stakur rómantiskur töfra-
Ijómi um Rinarbyggðir,
nátengdur söngvum og
riddarasögum.
Brottför: 10. júli.
Verð i 15 daga með
gistingu og fullu fæði
l. kr. 59.900.- v
Gullna
ströndin
Lignano
Bezta baðströnd ítaliu.
Fyrsta flokks aðbúnaður
og fagurt, friðsælt um-
hverfi. Einróma álit far-
þeganna frá í fyrra
„PARADÍS Á JÖRÐ'
Næsta brottför 4. júní,
uppselt.
Verð með fyrsta flokks
gistingu frá
kr. 33.800,-
Ítalía
Gardavatnið
2ja vikna dvöl í heillandi
umhverfi Gardavatnsins.
Brottför 1 9. júní
Verð með gistingu
og fullu fa-ði
kr. 61.900.
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17 SIMAR 26611 OG 20100 AMERICAN EXPRESS OG TJÆREBORG EINKAUMBOÐ A ISLANDI