Morgunblaðið - 25.05.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975
7
Sr. BOLLI
GÚSTAFSSON
í Laufási:
Einkennilegt er þaö
í .landi, þar sem kvartað
er um trúardeyfð, að ekk-
ert fær meira á menn en ef
einhver tekur mikið upp í sig
á prenti um trúarleg málefni.
Segi maðurinn sannleikann á
þann veg, að hann bitur og
rífur og slær, þá ætlar allt vit-
laust að verða. Venjulegast er
offorsið svo mikið, að menn
mega alls ekki vera að þvi að
lesa greinar hver annars til
enda, því þeim er þá svo i mun
að láta ljós sitt skína og um
þessi mál hafa allir svo dæma-
laust mikið að segja. Gerast
veðurhljóð mikil sem sterkviðri
sé í nánd. Mikil blessun væru
þeir stormar, ef þeir hreinsuðu
dálítið til, feyktu burt föln-
uðum laufum andlegrar stöðn-
unar og síðan kæmi þá hress-
andi regn áhugans, sem fyllti
guðshúsin af trúarþyrstu fólki.
En við megum vera þess full-
viss að ekkert nýtt gerist. Þegar
þeir reiðu og hneyksluðu,
frjálslyndu og þröngsýnu, hafa
slett úr klaufum viðeigandi
skætingi, þykjast haf'a komið
lagi hver á annan, eru þá sælir
og ánægðir með árangur, sem
var jafnstaðgóður og Badedas
eða „foambath with the natural
fragrance of pine“. Svo liða ár
og deilurnar falla furðufljótt í
fyrnsku. Þess vegna er ekki
hægt að rökræða um þessi mál í
tímariti, sem kemur kannski
aðeins tvisvar út á ári, að allt
loft er þá úr mönnum, ef þeir
gefa sér tíma til að hugsa, lesa
og láta sér renna reiðina. Þegar
áhuginn hefur legið í láginni
um skeið hefst sama sagan á ný.
Ef einhver ímyndar sér t.d., að
enginn hafi gengið lengra en
hinn örlyndi vinur minn, séra
Heimir Steinsson, í því, að
skamma sálarrannsóknarmenn,
þá má benda á það, að árið 1922
ritaði biskupinn yfir íslandi,
herra Jón Helgason, sem var
brautryðjandi frjálslyndrar
guðfræði eða nýguðfræði á Is-
landi: „Frá þeirri stund, er jeg
las um þetta ógeðslega fyrir-
brigði vorra tíma, hefi jeg verið
mjög eindreginn mótstöðu-
maður spiritismans og allrar
þeirrar óhæfu, sem fylgismenn
hans hafa í frammi. Jeg tel
spíritismann nánast vera hina
ömurlegustu vandræðauppbót
trúarbragðanna og boðskap
hans handan að auðvirðilegt
hjal, algerlega engisvert þeim,
I hverra hjörtu Guð hefir fyrir
heilagan anda látið „þekking-
una á dýrð Guðs skina fram á
ásjónu Krists“. Gort spírit-
ismans af vísindum og visinda-
legum sönnunum virðist mjer
vera hreinasti hjegómi." Þetta
leyfði hans herradómur sér að
rita um starf sálarrannsóknar-
manna í Reykjavík og það í
erlent blað. Þýðing greinar-
innar er eftir séra Harald Níels-
son prófessor, sem var að
vonum harla óánægður með
þessi ummæli kirkjuhöfðingj-
ans, en hann gætti ýtrustu
kurteisi og forðaðist að væna
andstæðing sinn um það, að
hann gengi í miðaldamyrkri, en
komst svo að orði: „EF allar
fregnirnar, er spíritistar telja |
sig hafa fengið að handan, t.d.
Júlíubréfin, bók G. Vale Owens
prests í 4 bindum, ritenska
prestsins Staitons Móses og ýms
önnur, eru algerlega engisvert |
hjal, ÞÁ ætla jeg að leyfa mjer
að segja, að þá fer margt í
Gamla testamentinu að verða
rusl í minum augum. — Munið
eftir, að jeg sagði rusl. — Mjer
blöskrar, að nokkur skuli tala
svo um allan þann yndislega og
huggandi boðskap, sem kominn
er yfir landamærin fyrir ást og
frábæran dugnað þeirra, sem
komnir eru yfir um á undan
oss.“ Þeim varð heitt í hamsi
„Andatrú
nokkur
var
einnegin
með”
þá, blessuðum guðfræðingun-
um, og létu reiði sína jafnvel
bitna á heilagri bók. Séra Frið-
rik Friðriksson undi illa þeim
ummælum: „Jeg læt mjer
nægja það, sem heilög ritning
gefur mjer, því hún er mjer
heilög bók af guði innblásin frá
fyrstu síðu til hinnar síðustu,
og það særir mig að heyra talað
óvirðulega um gamla testa-
mentið, því svo mikla leiðbein-
ingu og uppbyggingu hefi jeg
haft af því, og mjer hefur fund-
ist guð tala við mig í hverjum
kapítula þess, jafnvel í ættar-
tölunum." Hinn virti æskulýðs-
leiðtogi kvaóst ekki óttast aðrar
stefnur, „því ég veit, að sjer-
hver sú planta, sem vor
himneski faðir hefir ekki
gróðursett, verður upprætt fyr
eða síðar; en jeg held mjer fast
við það, sem jeg hafði reynt alla
tíð siðan Jesús mætti mjer pers-
ónulega á dimmri nótt úti á
Atlantshafi." — Við upphaf
fjórða áratugarins gerði Hall-
dór Laxness harða hríð að
spiritistum og egndi upp á móti
sér harðsnúið lið; menn eins og
Einar H. Kvaran, Jakob Smára
og Jónas Þorbergsson, sbr.
greinar í Dagleið á fjöllum.
Árið 1940 ritaði Laxness
(vattv. dagsins): „En um anda-
trú má hiklaust fullyrða, að
þótt iðkanir hennar séu að sínu
leyti ekki sjúklegri en t.d. hjá
„hinum heilögu hoppurum",
(„holy rollers“, Fíladelfíu-
mönnum), þá gerir þessi trúar-
flokkur sig sérstaklega hvimr
leiðan vegna þess moldviðris af
uppgerðarvisindum og
,,fræði“legum dellubókum, sem
heiðarlegir, lærðir heimskingj-
ar eða truflaðir gáfumenn
þyrla látlaust kringum þetta
klúsaða sambland af brjálsemi,
prakkaraskap og fimmta flokks
loddaralistum, sem nefnt er
miðilsstarfsemi.“ Einhver hefði
nú talið þetta ærumeiðandi um-
mæli. En svona veður detta
niður eins og áður getur og fyrr
en nokkurn varir er komið
blankalogn. Sumir fara á
miðilsfund og aðrir í kirkju eða
á samkomu og enn aðrir fara
bæði á miðilsfund og í kirkju.
Þeir síðast nefndu velja að
sjálfsögðu messugjörð sem þá,
er Hannes Pétursson yrkir um í
Rímblöðum:
„Móses og Kristi og postula Páli
hann pakkaði saman í fjálglegu máli.
Andatrú nokkur var einnegin meó.
Okkur féll ræóan hió bezta í geð.“
Það er forvitnilegt að kanna
viðhorf skálda á þessum efnum,
ef þau láta þau í ljós, eins og
Hannes Pétursson að loknum
lestri bókar um sálarrannsókn-
ir:
Það stoðar ekki neitt
þótt nú hafi ég kannað
þessa frægu bók.
Ég bíð sem fyrr. Annað
um lífið er það
sem ég þrái að frétta
— óljóst, en samt
enn nær en þetta
hátignarfjas
um framlíf og drauga
— heimsrásin séð
með hálfu auga.
Nei, gefist mér þá
hinn gamli dauði
eða vegur alls lffs
í víni og brauði.“
BATAR TIL SÖLU!
3-4-5-6-7-8-9-10-11-12-14-15-17-18-20-22-26-
28 - 30 - 37- 38 - 40 -.42- 44-45 - 48 - 51 - 52 - 54 - 56 - 60 - 62 -
63 - 65 - 66 - 67 - 71 - 73 - 74 - 75 - 80 - 86 - 90 - 104- 127 - 147 -
1 50 - 200 - 21 8 - 227 - 250 tonn.
Fasteignamiðstöðin.
Hafnarstræti 11. Sími 14120.
ÁRGERÐ 1975 — VÖNDUÐUSTU HJÓLHÝSA-
TJÖLD í EVRÓPU — ENGiNN VAFI!
Eigum á lager tjöld á:
SPRITE 400
SPRITE ALPINE
EUROPE390
CAVALIER 440 GT
ÚTVEGUM TJÖLD Á ALLAR GERÐIR HJÓLHÝSA.
2 VERÐFLOKKAR.
LEITIÐ UPPLÝSINGA OG PANTIÐ TÍMANLEGA.
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919
FJÁRFESHNG-
ENDURMAT
Á bak við hverja SELKÓ hurð er 25 ára reynsla
í smíði spónlagðra innihurða. Skipulögð fram-
leiðsla SELKÓ innihurða hófst hjá Sigurði Elías-
syni h. f. fyrir 15 árum. í ár fögnum við því tvö-
földum áfanga í hurðasmíði.
Einkunnarorð framleiðslunnar hafa ætíð verið
hin sömu: Vönduð smíði, góður frágangur og
failegt útlit. Enda hafa SELKÖ hurðir fyllilega
staðizt erlenda samkeppni um árabil.
Þess vegna er það mjög algengt að þeir, sem
vilja endurnýja útlit eldra húsnæðis með t. d.
tvöföldu gleri, nýjum húsgögnum, og fallegum
teppum, fjárfesti einnig í nýjum SELKÓ inni-
hurðum.
SELKÓ innihurðir gefa heimilinu traustan og
áferðarfallegan svip, samræma heildarútlit hús-
næðisins við nýja búslóð, og hækka verðmæti
íbúðarinnar, þegar meta þarf til skipta eða end-
ursölu.
Þér tryggið útlit og verðmæti íbúðarinnar með
SELKÓ innihurðum.
SELKÓ INNIHURÐIR — GÆÐI I FYRIRRÚMI
SIGURÐUR
IU4-! ELÍASSON HE
AUÐBREKKU 52,
KÓPAVOGI, SÍMI 41380