Morgunblaðið - 25.05.1975, Síða 11

Morgunblaðið - 25.05.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975 11 (Ljósm. Eðvarð Sigurgeirsson). Nóvu-deilan: Mannfjöldinn á Torfunefsbryggjunni. Kreppan á Akureyri — Þessi kröppu kjör, ill aðbúð og bláfátækt, stöppuðu stálinu í fólk og þjöppuðu því saman til baráttu fyrir betri lífsafkomu. Verkalýðshreyfingunni óx fiskur um hrygg, og barátta hennar harðnaði mjög á þessum árum. Ég man, að ég tók þátt f Novu- deilunni 1933, og í henni var geysileg harka. En verkalýðsbar- átta þessara ára var ekki óslitin sigurganga. Bæði var við harða andstæðinga að fást, volduga og fjársterka, og svo var hitt, að margt af verkafólkinu sjálfu var á móti baráttunni og var hrætt vió að missa vinnu sína, ef það tæki þátt í aðgerðum á móti þeim mönnum, sem sköffuðu vinnuna. Við vorum alltaf að telja í þetta fólk kjark og segja því, að samtök okkar mundu láta til sín taka og hjálpa því að ná aftur vinnu sinni og rétti sínum, efsvofæri. En það kom aldrei til, ég vissi ekki til þess, að neinn væri látinn gjalda þátttöku sinnar í kjarabaráttunni. Mér var svo sem vel kunnugt um þaó á hinn bóginn, að margir litu svo á, að það gengi glæpi næst að láta sér detta í hug að vinna nokk- urn skapaðan hlut á móti atvinnu- rekendunum, en það var ekki síó- ur fólk í okkar eigin stétt sem hugsaði svo. En samstaða fólksins og trú á samtökin fór smám sam- an vaxandi, þegar það sá, að það vannst, sem barist var fyrir að ná. — Mér þótti þó almennur vilji til samstöðu og 'samhjálpar- láta furðu lengi á sér standa. Eg man eftir, að einu sinni veiktist kona af berklum og þurfti að fara á hæli. Þá var á fundi beðið fyrir drengina hennar tvo, að þeir yrðu teknir á eitthvert heimili, en eng- inn gaf sig fram. Það fór svo, að við tókunn annan drenginn, en hinum var komið fyrir hjá las- burða ömmu hans. Fólk hélt, að það hefði ekkert aflögu og gæti engu á sig bætt. Margir fylltust vonleysi og jafnvel örvilnun, misstu trú á lifið og framtiðina, hugsuðu aðeins um að reyna að bjargast einhvern veginn frá degi til dags. Sumir urðu beiskir og bitrir. Þeim var vissulega vork- unn, þvi að margir höfðu blátt áfram ekkert fyrir framan hend- urnar á sér. Við fundum aldrei til þessa vonleysis, við trúðum því alltaf, að einhvern tíma rættist úr. Þar kom, að sú trú reyndist rétt, sem betur fer. Já, kreppuár- in voru harður skóli, — harðari en svo, að hann væri hollur. Sv.P. Kreppan á Vestfjdrðum Eftir Finnboga Bernódusson, Bolungarvík Helztu bjargvættir Bolvíkinga í kreppunni voru uátarnir: „Mér blöskrar atveg að sjá Bolvíkinga á þessum helvitis rimlapungum sínum drekkhlöSnum úti á hafi í vitlausum veSrum." Menn reyndu að vinna á móti hallærinu 0 Árið 1930 voru afurðir sjó- manna verðlausar. TIu aurar voru greiddir fyrir hvert kíló af stór- þorski, slægðum og hausuðum, og mun minna fyrir ýsu og steinbft. Lúðu vildi enginn kaupa, nema helst herta, og þá bændur í skipt- um fyrir búvöru, en svo hafði gengið frá ómunatfð. Einn ljósblettur var þó i þessu. Árið 1929 til 1935 voru mokaflaár en frá ’35 til '38 fékkst ekki bein úr sjó á miðum Bolvíkinga fyrr en úti á Hala, — og þann fisk hirti togaravargurinn jafnharðan, inn- lendur sem útlendur. Þeim hefir löngum líkað lífið að skafa upp mið Vestfirðinga. Þetta fiskleysi gerði það að verkum að fólk hafði varla til hnífs og skeiðar að talist gæti. Bolvikingar áttu þá aðeins litla báta. Sex til átta tonna bátar voru þá aðaluppistaðan í bátaflota þeirra. Og á þeim sóttu þeir sjóinn miskunnarlaust, eins og orð eins togaraskipstjórans bera með sér. Hann sagði: „Mér blöskrar al- veg að sjá Bolvíkinga á þessum helvitis rimlapungum sínum drekkhlöónum úti á hafi í vitlaus- um veðrum.“ Þannig leit hann á sjósókn Bol- víkinga i þá tíð. Menn reyndu að vinna móti hallærinu með ýmsu móti, að eiga sér kindur, rækta sér rófur og kartöflur, taka upp mó til eldi- viðar eða surtarbrand til þess að losna sem mest við kolakaupin, sem þá voru flestum ofviða. Á sumrin var farið á síld, og margir fóru suður á vertíð, og menn björguðu sér með ýmsu öðru móti. Þó gáfust allmargir upp og fluttust til Reykjavíkur eða i suðurnesjadýrðina. En síðan 1940 hefir hamingju- hjól Bolvikinga snúist þeim til hagstæðari áttar, fyrst að visu hægt, en sifellt hraðar. Og nú er atvinnuleysi í Bolungarvík fyrir löngu farið að heyra sögunni til. Allt árið 1940 hækkaði fiskverð margsinnis, svo var íshúsið stækk- að og farið að kaupa fisk til flök- unar. Siðan hefir atvinnuleysi verið óþekkt í Bolungavik. „Það sem bjargaði var fiskurinn og lýsið’ Rabbað við hjónin Höllu Guðrúnu Markúsdóttur og Guðmund Illugason hreppstjóra á Seltjarnar- nesi um heimilishald og störf á kreppuárunum 0 ÞEGAR erfiðleikar kreppuáranna fóru að segja til sín að marki, var Guðmundur Iliugason, hreppstjóri á Seltjarnar- nesi, ungur maður, ný- fluttur vestan af Snæfells- nesi til Hafnarfjarðar ásamt konu sinni, Höllu Guðrúnu Markúsdóttur, og áttu þá fjórar dætur. Sjálf- ur er Guðmundur ættaður frá Skógum í Flókadal í Borgarfirði en fyrst eftir að þau Halla Guðrún gengu í hjónaband stundaði hann búskap f sambýli við tengdaföður sinn vestur í Kolbeins- staðarhreppi. % Við sóttum þau hjónin heim á dögunum og báðum þau að segja okkur eitthvað um daglegt iíf fjölskyldufólks á þessum tíma, hvernig það lifði og starfaði og hélt heimilum sfnum gangandi. Guðmundur kvaðst hafa verið að því leyti betur settur en margir aðrir, að hann hefði oftast haft einhverja atvinnu. Að vísu komu dauðir tímar inn á milli og kaupið var alltaf lágt, og þau urðu að gæta ýtrustu ráðdeildar og spar- semi í hvívetna til að hafa í sig og á „en,“ sagði Guðmundur, „aðrir voru verr settir, nema kannski þeir sem voru fastráðnir hjá at- vinnufyrirtækjum.“ I ársbyrjun 1933 réðst Guð- mundur til lögreglunnar í Reykja- vík. Það gerðist eftir slaginn fræga í Góðtemplarahúsinu 9. nóvember 1932, þar sem til um- ræðu var lækkun tímakaups manna i atvinnubótavinnunni, sem bærinn hafði. komið á lagg- irnar, — því. að þá voru senn uppurnir. þeir peningar, sem til launagreiðslna höfðu verið ætlað- ir. Varð þetta mikill og blóðugur slagur, þar sem bareflum var ó- spart beitt og rúður allar brotnar í húsinu. Margir slösuðust, þar á meðal þó nokkrir lögreglumenn, ogsumir alvarlega. Um þessar mundir var Guð- mundur búsettur í Hafnarfirði, vann þar verkamannavinnu. „Þeir sóttu mig þangað eftir slag- inn,“ sagði hann, „fyrst i varalög- regluna og síðan var ég ráðinn þegar þeir fjölguðu í fastaliðinu á næsta ári úr 27 mönnum í 41. Upphaflega var samþykkt að bæta við 21 manni og sóttu 160 manns um stöðurnar. I þá daga voru lögreglumenn kosnir af bæjarstjórn og þegar til kom, tókst ekki samkomulag um nema 14 menn, því að lögreglustjórinn, sem þá var, Hermann Jónasson, neitaði að taka inn aðra menn en þá, sem hann hafði sjálfur mælt með. Ég mátti vel við una, var einn af fjórum, sem fengu öll atkvæði bæjarstjórnarfulltrúa og með- mæli lögreglustjóra. En fram til þess tima hafði ég verið á nokkuð lausum kili.“ hélt Guðmundur áfram frásögn sinni. „Ég hafði flutzt i Hafnarfjörð árið 1928. Þá höfðu brezkir útgerðar- menn, svonefndir Hellyers- bræður, undanfarin ár gert þaðan út sjö togara og með tilkomu þeirra dreif fólk þarna að víða frá og fjölgaði mjög í bænum. Nú töldu þessir menn útgerðina ekki lengur borga sig og fóru burt og þá varð fljótt tilfinnanlegt at- vinnuleysi. Eftir voru fáeinir tog- arar í eigu Islendinga, en það dugði skammt — og ástandið var víðast að verða þannig á öðrum stöðum, að þeir gátu ekki bætt á sig fólki. Ég gekk í Verkamannafélagið Hlif og var kosinn ritari þar fljót- lega, sennilega af því að ég skrifaði sæmilega," sagði Guð- mundur hlæjandi og bætti við. „Þar stóð ég fyrir einu verkfalli, — þvi stytzta sem ég hef heyrt getið. Þannig bar við, að formað- ur félagsins, Björn Jóhannesson, var veikur, þegar að því kom, að vörubilstjórar í félaginu ákváðu að fara í verkfall til áréttingar kaupkröfum sinum. Þeir röðuðu bílunum sínum á bryggjuna eld- snemma um morguninn og stöðv- uðu alla umferð — og um hádegi sama dag var búið að semja. Kaupið hækkaði um 50 aura á tímann.“ — Hverjir voru viðsemjendur þeirra? „Utgerðarmennirnir, — en það var svo sem ekki samstaða hjá þeim í upphafi um að standa gegn kröfunum, þess vegna leystist þetta svona strax.“ — Hvernig voru húsakynni Atökin blóðugu í Góðtemplara- húsinu þann 9. nóvember 1932 # IIAVISTIÐ 19112, nánar tiltekið 9 nóvem- ber, leiddi kreppuástandió í Reykjavfk til blóóugra átaka, einhverra hinna mestu, sem um getur í sögu borgarinnar á þessari öld. Þrengingar kreppuáranna áttu sinn þátt f því ad heróa og efla verkalýósharáttuna í fslenzku þjóólffi og þegar á áttunda hundraó nianna voru komnir á atvinnuleysisskrá f höfuóstaónum. settu samtök verkamanna og sjómanna fram kröfur um, aó bæjarstjórn kærni á laggirnar atvinnuhótavinnu. Vió þessum kröfum var oróió í ágúst- mánuói 1922 eftir talsveró átök, ryskingar og jafnvel fangelsanir helzto talsmanna verka- manna, —og þá meó þeim hætti, aó atvinnu- leysingjar fengu vinnu eina til þrjár vikur í mánuói, eftir framfærslubyrói hvers og eins. Daglegur vinnutfmi var <> klst. og dagkaup 9 krónu r. I nóvember varó ljóst, aó lítió var eftir af því fé, sem bærinn hafói ætlaó til atvinnu- bóta og ákvaó bæjarstjórn þá aó lækka tima- kaup þeirra, sem atvinnubót av inmina höfóu. Þessu vildu verkamenn ekki unaog kröfóusl þess, aó kauplækkunin yrói numin úr gildi. Var haldinn fjöldafundur í Midlnejarskólan- um og farin kröfuganga uni bæinn — og borgarstjóra og forsætisráóherra afhentar samþykktir verkamanna. Málió var því aftur tekió til umræóu i ba jarsljórn á fundi i Góótemplarahúsinu, 9. nóvember og lyktaói því fundahaldi meó blóóugum bardaga, þar sem fjölmargir hlutu alvarlega áverka og meiri háttar spjöll voru unnin á fundar- húsinu. Kn kaupió varó hió sama og áóur og rfkisstjórnin leysti ntálió meÓ’ því aó leggja frant til atvinnubótavinnunnar 75.000 krón- ur og útvega aóra eins upphæó aó láni. 1 frásögn af þessunt átökum f bókinni „Oldin okkar“ kentur m.a. frant, aó ástandió var þannig I júlf 1932, aó þá voru á atvinnu- leysisskrá 723 menn sent höfóu fyrir 2402 manneskjunt aósjá. Samkvæmt athugun sent geró var af hálfu atvinnuleysisnefndar verkalýósfélaganna, höfóu meóallaun 447 Dagsbrúnarmanna. sem þá voru kontnir á atvinnuleysisskrá, verió unt 110 krónur á mánuói frá áramótum 1931—32. en nteóal- húsaleiga söniu ntanna verió (>(>,99 kr. á niánuói. Þessir 447 menn höfóu á framfæri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.