Morgunblaðið - 25.05.1975, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975
0 Ég hef mikið heyrt tal-
að um kreppuárin upp úr
1930, en ég minnist nú
ekki að þau hafi verið svo
mjög frábrugðin öðrum
hluta æsku minnar. Allir
voru jafn fátækir og þurftu
að gæta ýtrustu sparsemi,
ef ekki áttu að safnast
skuldir, en þær voru bölv-
un hvers manns á þeim ár-
um.
0 Ég minnist þess að faðir
minn keypti jörð sína árið
1919 á 4500 krónur og tók
2000 króna lán með veði í
jörðinni, en það stóð
óbreytt þau 20 ár sem hann
bjó, þótt vextir yrðu að
greiðast skilvíslega.
Hjá okkur byrjaði kreppan við
verðfallið fyrir 1920, er afurða-
Eftir Steinþór
Eiríksson,
Egilsstöðum
Stöðutákn kreppunnar
verð féll um 60—70% á einu ári.
Auðvitað herti eitthvað að á
kreppuárunum raunverulega, en
svo kom kreppulánasjóður til
hjálpar þeim sem mest höfðu
safnað af lausaskuldum. Hins veg-
ar kom engin aðstoð til greina við
þá menn sem höfðu sett veð fyrir
skuldum sínum.
Sjálfsagt hefur kreppulánasjóð-
ur með öllum sínum niðurfelling-
um verið að einhverju leyti nauð-
synlegur, en ég tel að hann hafi
verið mesta áfall sem ábyrgðartil-
finning þjóðarinnar hefur hlotið.
Og þá hófst sú óheillastefna sem
enn þá ríkir, að verðlauna þá sem
safna skuldum, en refsa þeim sem
með iðni og þolinmæði reyndu að
standa í skilum og jafnvel safna
fáeinum krónum til ellinnar.
Ég held að fáir hafi beinlínis
soltið. Þó sá ég börn með útstæð
augu og bogna leggi, — %reinileg
merki um vannæringu. Á okkar
heimili var ekki um slíkt að ræða,
enda var ég eina barnið á
heimilinu. En þess minnist ég að
á vorin var stundum lítið annað
til matar en súrt slátur í tunnu og
mjólkin úr kúnni. Oftast voru þó
til hafragrjón og einhver vottur
af sykri og hveiti, og te úr fjalla-
grösum til drykkju.
Nú á tímum eru allir að reyna
að koma sér upp stöðutákni, t.d.
sumarbústað, hestum eða brúnu
hörundi. I minni æsku var helzta
stöðutáknið að geta tekið vel á
móti gestum sem að garði bar,
enda var hann oft svangur eftir
langa göngu.
vinnudeginum, maður var að
þetta frá því snemma á morgnana
fram undir miðnættið. Guðmund-
ur var i stúku og i Verkamanna
félaginu að stússa. Að maður færi
á skemmtun eða bió — það kom
ekki til mála. Fólk skiptist auð-
vitað meira á heimsóknum en nú
tíðkast, sérstaklega síðan sjón-
varpið kom. Vinir og kunningjar
reyndu að koma saman á afmæl-
um og þegar önnur tilefni voru
til. Það þurfti ekki svo mikið við
að hafa svona almennt, allir áttu í
basli og fátækt, annað þekktist
tæpast.
Á þessum árum var talsverður
munur á Hafnarfirði og Reykja-
vík. I Firðinum þekktust allir, at-
vinnurekendur voru kunningjar
fólksins, með fáeinum undan-
tekningum, og stéttamunar varð
ekki vart í daglegri umgengni. I
Reykjavík gat maður hinsvegar
búið árum saraan í sama húsinu
án þess að kynnast næstu ná-
grönnum.
„Við vorum líka heppin með
það,“ bætti Halla við, „hvað telp-
urnar voru hraustar, og hve vel
þær undu sér í Hafnarfirði, þær
léku sér aðallega uppi á
Hamarstúninu."
— Gengu þær í skóla?
„Það minnir mig nú, að hafi
ekki verið, fyrr en við komum til
Reykjavíkur. Þær voru þó læsar
— ég reyndi að tauta þetta í þær,
en ég man ekki hvort börn fóru
þá 8 eða 10 ára í barnaskóla."
Að lokum spurðum við
Guðmund og Höllu Guðrúnu,
Guðmundur lllugason, hreppstjóri, og kona hans Haila Guðrún Markúsdóttir.
ykkar og mataræði á þessum
árum?
Spurningunni var beint til
hjónanna beggja og þau skiptust
á um að svara, skutu inn setning-
um á víxl eftir því sem minn-
ingarnar vöknuðu.
„Við bjuggum lengst af í tveim-
ur herbergjum og höfðum þar að
auki eldhús. Fyrst höfðum við þó
aðeins eitt herbergi á hæð og eld-
hús í kjallara, og síðasta árið eign-
uðumst við litið bakhús við
Suðurgötuna með tveimur her-
bergjum uppi og eldhúsi og
geymslu. niðri. Við vorum svo
heppin að lenda ailtaf hjá ágætu
fólki.
Svo var bara að fara spart með,
spara hitann, spara rafmagnið,
spara kolin, — auðvitað var eldað
við kol,“ sagði Halla og Guðmund-
ur bætti við: „Þegar koladallarnir
höfðu komið, fórum við kunningi
mir. n stundum niður að bryggju
með troll og slæddum kolamola,
sem hrotið höfðu frá borði. Það
munaði um hvern molann.
„Við vorum svo lánsöm, að Guð-
mundur er bindindismaður,“
sagði Halla,„svo að ekki fór eyrir í
vín og þess háttar. Hvað fatnaði
viðkom, reyndi ég að sauma og
prjóna allt, sem þurfti og nýta
hvert tangur og tetur. Stelpurnar
okkar fengu ekki föt úr nýjum
efnum fyrr en eftir að við fluttum
til Reykjavíkur, þangað til saum-
aði ég allt sjálf á þær upp úr
gömlum fötum af skyldu- og vina-
liði. Það var talsvert verk að
prjóna sokkana, sérstaklega eftir
að þeir voru komnir upp fyrir
hné. Þá þekktust ekki síðbuxur á
stelpum."
— Það hefði kannski verið
betra?
„Já, svo sannarlega hefði það
verið æskilegra."
„Það, sem vafalaust bjargaði
okkur og flestum á þessum
árum,“ sagði Guðmundur, „var að
yfirleitt var hægt að fá ódýran
eða ókeypis fisk.Við fengum rifna
fiska og hausa úr skipunum þegar
þau komu og svo færðu kunn-
ingjarnir og vinirnir okkur f soð-
ið, þegar þeir komu af sjó. Ýmsar
tegundir fiska voru ekki nýttar,
svo sem karfi og steinbítur og þær
var yfirleitt hægt að fá fyrir lítið.
Alltaf var líka hægt að fá lýsi og
lifur og hrogn öðru hverju, sem
telpurnar borðuðu með beztu list,
þó þær væru stundum leiðar á
þessum endalausa fiski og aftur
fiski. Nú— og með þessu hafði
maður kartöflur og smjörlíki."
— Ekki smjör?
„Nei, biddu fyrir þér, aldrei
smjör,“ sagði Halla.
„Brauð og kökur bakaði ég auð-
vitað heima,“ hélt hún áfram, „á
haustin reyndum við að fá kjöt-
skrokka til að salta og slátur tók
ég auðvitað alltaf.“
„Hrossakjöt höfðum við líka,“
skaut Guðmundur inn í, „Ég átti
tvo klára, sem ég slátraði, sitt
haustið hverjum."
— Við hvað starfaðir þú Guð-
mundur þessi ár?
„Það var eitt og annað, sem til
féll, mest við' uppskipun og ferm-
ingu, en líka í fiskinum. Þrjú
sumur var ég í burtu, fyrst á
Álafossi, annað sumarið í sand-
græðslunni í Gunnarsholti og
þriðja sumarið í kaupavinnu.
Einn vetur var ég um tíma nætur-
vörður hjá lögreglunni í Hafnar-
firði í veikindaforföllum eins lög-
regluþjónsins.
Eitt ár var ég svo afgreiðslu-
maður á bifreiðastöðinni Aðal-
stöðinni, Ég var hvergi fastur
starfsmaður, en ég vann talsvert
hjá verktökum Jóni og Gísla og
hjá útgerðarfélaginu Akurgerði,
sem gerði út togarana Volpole og
Sviða. Sá fyrrnefndi var seldur úr
landi en Sviði fórst með allri
áhöfn á Breiðafirði.“
—■ Var engin atvinnubótavinna
í Hafnarfirði?
„Nei, — hinsvegar var bæjarút-
gerðin stofnuð upp úr þessu.
Henni stjórnaði framan af mjög
áhugasamur maður, Ásgeir
Stefánsson. Hann tók að sér fram-
kvæmdastjórnina kauplaust
fyrstu árin. Hann átti \og rak
byggingarfyrirtæki ásamt bræðr-
um sínum. Varð ríkur af
byggingu . St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði, en þeir bræður tóku
það verk að sér í akkorðsvinnu.“
— Og hvað gerðuð þið ykkur
svo til dægrastyttingar í frítím-
um, ef einhverjir voru?
„Ég var nú oftast heima," svar-
aði Halla. „Það vildi teygjast úr-
hvort vonleysi hefði sett svip sinn
á líf fólks á þessum árum. Þau
svöruðu því neitandi. „Alls ekki.
— Fólk reyndi að bjargast eins og
bezt það gat og lifði í voninni um,
að senn rynnu upp betri og bjart-
ari tímar. Gættu að því, að fólk
hafði þá ekki kynnzt neinum
munaði, það áttu allir í basli og
fátækt. Það var ekki fyrr en í
stríðinu, að fólk kynntist betra
lífi. Þá fengu allir vinnu og allir
urðu ríkir. . . “
mbj.
sfnu 533 börn og 36 gamálmenni. Meðaltokj-
ur 276 atvinnulausra sjómanna höfðu á sama
tíma verið um 160 kr. á mánuði og þeir höfðu
383 börn og 14 gamalmenni á sínu framfæri.
l’m það leyti, sem bæjarstjórnarfundurinn
blóðugi var haldinn, höfðu um 200 manns
verið í at\ innubótav innunni. Samþykkf hafði
verið að lækka kaup almennra verkamanna
úr 1,50 kr. á kist. f 1,00 kr. klst. og annað
kaup hlutfallslega — og verkamenn, sem
fyrr segir, ekki viljað við það una og sam-
þykkt kröfur til bæjarstjórnar um að nema
þessa samþykkt þegar úr gildi.
Umræddur bæjarstjórnarfundur hófst kl.
10 fyrir hádegi og urðu þegar miklar
umræður um atvinnuleysismálin. Mæltist
illa fyrir á áheyrendabekkjum, þegar matar-
hlé var gert án þess að niðurstaða lægi fyrir,
en eftir að lögreglustjóri hafði gefið loforð
um að aðgangur að fundarsalnum skyldi
verða frjáts að loknu matarhléi hurfu menn
á brott „eftir nokkurt þóf og lítils háttar
stympingar“, segir í „Öldinni okkar".
Fyrstur á mælendaskrá eftir hádegi var
Jakob Möller, sem hafði lagt fram tillögu
um, að bæjarstjórn héldi fast við fyrri
ákvörðun sína. „Er hann hafði talað litla
stund gerðist ókyrrð mikil f salnum. og þó
einkum utan dyra. Kröfðust þeir, er þar
voru, að fá að komast inn, en lögreglan varði
húsdyrnar. Var stöðugt þrýst fastar á, og að
lokum greip lögreglan til trékylfa sinna.
öerðist þá allsnarpur bardagi fyrir dyrum
úti, og fékk lögreglan ekki varið dyrnar. Svo
mikill hávaði var nú orðinn i salnum, að ekki
heyrðist mannsins mál. Var jafnan gert hróp
að ræðumanni, er hann reyndi a<) (ala, og
varð hann að hætta. Eftir ftrekaðar en árang-
urslausar tilraunir til a<) þagga niður
hávaðann, sleit fundarst jórinn, Pétur
Halldórsson, fundinum. óx nú hávaðinn um
allan helming. Hrópuðu ýmsir, að bæjar-
stjórnin skyldi verða barin, ef atvinnuleysis-
málið yrði ekki tafarlaust tekið fyrir á ný.
llrðu þarna hrindingar nokkrar og smápústr-
ar en hróp mikil og köll til bæjarfulltrúanna.
Samtímis þessu byrjuðu menn að halda
ræður til mannfjöldans af steingarðinum úti
fyrir húsinu. 1 ræðum þessum voru m^nn
hvattir til að knýja bæjarstjórnina til hlýóni
með valdi. Magnaðist ókyrrðin heldur við
ræðuhöld þessi.“
Samkvæmt frásögn bókarinnar hitnaði
mönnum æ meira í hamsi og f sviptingunum
særðist einn af lögreglumönnum illa á höfði.
Nokkrir bæjarfulltrúar reyndu að stilla til
friðar, en kom fyrir ekkl. „Þótti sýnt að
meiri hluti næðisl fyrir því, að atvinnubóta-
vinnunni yrði haldið áfram með sama kaupi
og verið hefði, á meðan ekki yrði öðruvísi
ákveðið. Var nú skorað á áheyrendur að
spilla ekkl friði, svo að hægt væri að setja
fund á ný og afgreiða málið á þessum grund-
velli. En margir fundarmanna harðneituðu
að verða við þessum áskorunum, nema því
aðeins, að jafnframt væri fjölgað í bæjar-
vinnunni."
Eftir þetta æstist leikurinn um allan
helming. Menn ætluðu að ráðast á bæjarfull-
trúana, en lögreglunni tókst að verjast
áhlaupinu svo að þeir kæmust niður í kjall-
ara hússins og þaðan út um bakdyr. (ierður
var aðsúgur að tveimur fulltrúum á feíðinni
út og féll annar þeirra, Jakob Möller, í
götuna, en ,J<omst svo leiðar sinnar Iftið eitt
hraktur."
En bardaginn í húsinu hélt áfram og varð
æ heitara f kolunum. „Var gripið tíl allra
þeirra vopna, sem tiltæk voru, stólar borð og
iH'kkir brytjaðir niður og notaðir sem bar-
efli. Lögregluþjónarnir neyttu kylfanna, og
urðu ýmsir fyrir höggum.“ Var svo áfram
haldið og endaði með þvf að slagurinn barst
út á Kirkjutorg og um næstu götur og hlutu
margir áverka, suma alvarlega, en „ekki er
þó talið, að neinn hafi hlotið IffshaMtuleg
meiðsl i orustunni."
I (aóðtemplarahúsinu var allt á tjá og
tundri, hver einasta rúða brotin í húsinu og
húsmunir flestir brotnir og bramlaðir.
Að kvöldi þessa dags ræddu þeir Pétur
Halldórsson og Héðinn Valdimarsson við
Asgeir Asgeirsson forsætisráðherra og fjár-
málaráðherra um framlag rfkissjóðs til at-
vinnubótavinnunnar og náðist þá það sam-
komulag sem fyrr var frá greint, að stjórnin
legði til 75.000 krónur og útvegaði 75.000
krónu lán að aukí. „Var síðan ákveðið að
atvinnubótavinna yrði unnin fyrir sama
kaup og áður og tilkynning þess efnis lesin í
útvarpinu."