Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25, MAl 1975
13
Uvað er „kreppa '? Eru kjör okkar
orðin „kröpp" þegar við höfum ekki
bolmagn til þess að endurnýja tveggja
ára gamlan, milljón króna bíl . . . eða þegar við
verðum að taka á honum stóra okkar til þess
að standa i skilum með afborganirnar af
ibúðinni . . . eða þegar við verðum jafnvel
(aldrei þessu vant) að velta þvi fyrir okkur
tvisvar, hvort við höfum efni á því að fljúga i
sumarfri til sólarlanda eða i vetrarfri til Sviss,
þegar skammdegið byrjar að þrúga okkur?
Rosknir Islendingar muna þó annarskonar
kreppu? Hér segir nokkuð frá árunum þeim — i
þegar það var „helsta stöðutáknið að getaj
tekið vel á móti gesti, sem að garði bar, ehdal
var hann oft svangur eftir langa göngu". »
„Þetta voru alveg ótrú-
legir erfiöleikar, sem ég
þarf ekki að taka fram að
ég vona að eigi aldrei
eftir að endurtaka sig.“
Þetta sagði Gfsli Sigur-
björnsson forstjóri á
Elliheimilinu Grund er
við ræddum við hann um
almenYiingseldhúsið í
Reykjavík, Mötuneyti
safnaðanna, eins og það
var nefnt, sem stofnað
var haustið 1932 til að
reyna að sjá bágstöddum
atvinnuleysingjum borg-
arinnar fyrir brýnustu
lffsnauðsynjum. Gísli
var þá gjaldkeri og fram-
kvæmdastjóri fram-
kvæmdanefndar Mötu-
neytisins, en í nefndinni
áttu sæti alls 17 manns,
fulltrúar safnaðanna
tveggja, Fríkirkjunnar
og Dómkirkjunnar, auk
þess sem borgin átti þar
einnig fulltrúa.
^ Mötuneytið hóf starf-
semi sína 8. október
1932, og það starfaði
þennan erfiða vetur
fram f mafmánuð 1933,
en næsta vetur var svip-
aðri starfsemi haldið
áfram í nafni Vetrar-
hjálparinnar. „Upp úr
því fór svo að rofa til, að
mig minnir,“ sagði Gísli.
Þessi góðgerðarstarf-
semi fór fram í Franska
spftalanum, svonefnda,
við Lindargötu, þar sem
nú er gagnfræðaskólinn.
„Þetta hús átti bærinn,“
sagði Gísli, „og þennan
vetur lagði bæjarsjóður
til einar 16000 krónur til
starfseminnar, og ríkið
4000 krónur. En aðallega
var þetta nú drifið áfram
með gjöfum sem við lýst-
um eftir f blöðum og í
útvarpinu.“
„Þarna komu fjölskyldur at-
vinnuleysingjanna. Fólkið kom
með börnin sfn og beið í biðröð-
um eftir máltíðunum. Við
sendum lika út mat heim til
þeirra sem voru lasburða og
veikir, og til þeirra heimila sem
voru barnmörg, og mæðurnar
gátu ekki tekið börnin með sér í
mötuneytið. Þetta var alveg
óskaplegt ástand. Við gáfum
t.d. lika út mjólkurseðla, og
fólkið fékk kannski 1 eða l'A
litra af mjólk fyrir tiu daga,
eftir því hversu barnmörg
heimilin voru. Þá reyndum við
að útvega fólkinu kol til að hita
upp húsin og útbýttum kola-
seðlum, þvi engin var þá hita-
veitan. Við söfnuðum skóm og
stígvélum og höfðum mann til
að reyna að laga þau til. Sauma-
stofu höfðum við sem saumaði
föt upp úr gömlum görmum og
safnað var út um bæinn með
góðri hjálp bæjarbúa. Og á
prjónastofu mötuneytisins voru
prjónaðar sem hlýjastar flíkur
handa fólkinu þennan vetur, en
ullina gáfu ýmsir velunnarar."
Til dæmis voru prjónaðar á
þriðja hundrað flíkur fyrstu
tvo mánuðina. sem mötuneytið
starfaði, en stöðugt var einnig
safnað fatnaði meðal almenn-
ings sem brást afar vel við.
Fyrsta gjöfin sem mötuneytinu
barst utan af landi var t.d.
pakki með fallegum telpukjól
og kertapakki frá ónafngreind-
um sjö ára gömlum dreng á
Bolungarvík.
En aðalstarfið fólst samt í
matargjöfunum. Fyrsta daginn
sem mötuneytið starfaði voru
gestir aðeins 32. Annan daginn
64. Attunda daginn 110. Og
strax tveimur mánuðum slðar
fengu milli 250 og 360 manns
spítalanum við Lindargötu.
Auk sjálfboðaliða við
starfsemina unnu 5 stúlkur í
eldhúsinu, og ráðskona var
Helga Marteinsdóttir veit-
ingakona. „Hún ( stóð sig
alveg eins og ljón,“ sagði Gísli.
„Ég hef sjaldan haft duglegri
konu I vinnu.“ Þess má geta til
fróðleiks að mánaðarkaup
ráðskonunnar var þá krónur 80,
stúlkurnar fengu 270 krónur til
samans.
„Fólkið var yfirleitt mjög
prútt og þakklátt sem kom til
okkar,“ sagði hann ennfremur,
„og ég tek það fram að þetta
hefur verið erfiður gangur
fyrir marga. Það hefur ekki
verið sársaukalaust fyrir móður
að senda barnið sitt til að biðja
Gísli Sigurbjörnsson:
„Þetta þjóöfélag þarf lik-
lega að fara á husinn..."
(Ljósm. Mbl. E.B.B.)
að svara einni slíkri ásökun i
Morgunblaðinu og þar segir
m.a.: „Starfsemi Mötuneytis
safnaðanna er að sjálfsögðu
upp yfir allar stjórnmáladeilur
hafin og ekkert tillit tekið til
hvaða stjórnmálaflokka menn
teljast. Kemur því ekki til mála
að vísa mönnum frá af þeim
ástæðum, heldur er það
einungis gert þegar um
einhverja þá er að ræða, sem
geta fætt sig sjálfir og þurfa
enga hjálp að fá. Er oss ekki
kunnugt um að neinir
„hálaunaðir æsingamenn"
borði I Mötuneytinu . . . Það
skal og tekið fram að sumir
þessara manna, sem „Þ“ á við
greiða við og við fyrir mat sinn
þegar þeir eiga nokkra
peninga. Einnig er vert að geta
þess aðæinn þessara manna fór
að tilhlutan eins af
undirrituðum nokkra daga
uppí sveit til þess að taka upp
kartöflur og kom að afloknu
verki með það sem hann hafði
fengið I kaup — einn poka af
kartöflum — og gaf til
mötuneytisins.
Erum vér fullvissir að
bæjarbúar munu vera á voru
máli um að hættulegt og
skaðlegt sé fyrir starf það, sem
nú hefur verið hafið til þess að
bæta hag þeirra sem við
erfiðust kjör eiga að búa, að
»Ekki sársaukalaust að
þurfa að biðia um matff
mat dag hvern í mötuneytinu
eða heim til sín, þar af allt að
helmingurinn börn. I
jólamánuðinum þetta ár komu
þannig 4846 fullorðnir og fengu
mat hjá mötuneytinu og 2692
börn. Fyrir jólin útbjó
mötuneytið sérstaka jólapakka
sem sendir voru til heimila sem
við örðug kjör áttu að búa.
„Við gáfum um 40.000
máltíðir þennán vetur,“ sagði
Gísli, „og í þvl sambandi er rétt
að benda á að íbúar
Reykjavíkur voru um 30.000
talsins um þetta leyti."
Það hefur því oft verið ös
og mikið að gera I þessu
líknarstarfi I Franska
um mjólk eða fyrir unga stúlku
að þurfa að smeygja sér I
gamla, slitna notaða skó.“
Framkvæmdanefnd mötu-
neytisins reyndi að afla sér sem
gleggstra upplýsinga um hagi
þeirra sem báðu um hjálp, bæði
með því að spyrja þá sem komu
til að biðja um mat eða annað,
og með því að senda mann inn á
heimili þeirra til að kynna sér
heimilisástæður. „Eg var þarna
meira og minna I öllu,“ sagði
Gísli, „og ég kom inn á mörg af
þessum heimilum. Manni
ofbauð neyðin auðvitað. Þarna
var kuldi. Fólkið hafði ekki
efni á að kynda. Það var heldur
ekki beinlínis bústið. Og það
var klæðlítið. En verst var þetta
vitaskuld með börnin.“
„Auðvitað gat vel komið fyrir
að einhver naut hjálpar sem
hennar þurfti ekki með,“ sagði
Gísli er hann var spurður um
hvort brögð hefðu verið á
misnotkun þessarar aðstoðar.
„Það er aldrei hægt að útiloka
slíkt með öllu. En að þetta fólk
sem þarna kom hafi yfirleitt
verið slæpingjar er al-
veg fráleitt. Þetta var fyrst
og fremst fólk sem var
atvinnulaust og átti ekkert
nema mikið af börnum.“
Samt kom fyrir að gagnrýni
birtist I blöðunum á starf
framkvæmdanefndarinnar.
' Einu sinni var nefndin tilneydd
Rætt við Gísla Sigurbjörnsson forstjóra
um starfsemi Mötuneytis
safnaðanna í Reykjavík veturinn 1932—3
Franski spltalinn við Lindargötu — þar fór starfsemi almenningseldhússins fram.
blanda því á einn eða annan
hátt I stjórnmáladeilur og mun-
um vér því starfa á sama hátt
og hingað til að því leyti.“
I framhaldi af þessu má geta
þess að þeir sem vildu pg gátu
borgað fyrir mat sinn i
mötuneytinu gerðu það, t.d.
gerðu slfkt alls um 60 manns á
einu tveggja vikna tímabili —
kr. 0,50 hver. „En það er alveg
ljóst,“ sagði Gísli, „að það er
enginn sem gerir sér leik að því
að biðja um mat. Síðan hef ég
heyrt frá mörgum þessum
mönnum sem til okkar urðu að
koma, en eru nú komnir I
fremstu röð og forríkir, að þeim
fannst erfitt að þurfa að gera
þetta.“
„Eg var ungur maður, 25 ára
á þessum tíma,“ sagði Gísli
Sigurbjörnsson, „og, ég bafði
ánægju af þessu starfi. Ég
þekkti líka vel ýnn á þetta því
að báðir foreldrar mínir höfðu
unnið að sIJIcu hjálparstarfi. Ég
get nefnUsem annað dæmi um
viðbrögð manna hérlendis við
yfirvofandi kreppu, — islenzku
vikuna sem við stóðum fyrir,
llelgi Bergs og fleiri árið 1931.
Þar hvöttum við þjóðina til að
kaupa islenzka vöru fremur en
útlenda, alveg eins og nú er
farið að gera. Og það bar árang-
ur.“
„Fólk heldur núna að þessi
tlmi komi aldrei aftur,“ sagði
Gísli að lokum, „og auðvitað
vonar maður svo verði ekki. En
það er hættuleg uppreisn í
þjóðfélaginu, mikið stjórnleysi
á flestum sviðum islenzks þjóð-
lífs. Islendingar vilja allir skipa
fyrir, en enginn hlýða. Þetta
þjóðfélág þarf líklega að fara á
hausinn. Þá kynni að koma
fram þau gömlu sannindi, að
neyðin kennir naktri konu að
spinna. Unga fólkíð skilur til
dæmis ekki hvað peningaleysi
er, og í þvi felst hættan."
— a.þ.