Morgunblaðið - 25.05.1975, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.05.1975, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Að byggja á raun- hæfum forsendum Kaupkröfur Alþýðu- sambandsins vegna þeirra kjarasamninga, sem nú standa fyrir dyrum, hafa vakið almenna athygli sakir þess, hversu fjarlæg- ar þær eru raunverulegum aðstæðum í þjóðarbú- skapnum. Öllum er ljós sá vandi, sem þjóðin stendur frammi fyrir vegna rýrn- andi kaupmáttar, en jafn- framt er það deginum ljös- ara, að úr þeim erfiðleikum verður ekki bætt með því að semja um hærra kaup- gjald, sem einungis er unnt að greiða með innstæðu- lausum ávísunum. Alþýðusambandið byggir kaupkröfur sínar nú á for- sendum, sem engan veginn fá staðizt. Þær eru byggðar á kjarasamningum, sem gerðir voru í febrúar 1974, en forystumenn launþega- samtaka, vinnuveitenda og allra stjórnmálaflokka hafa viðurkennt, að þeir hafi verið óraunhæfir verðbólgusamningar. Vinstri stjórnin, og þar með ráðherrar Alþýðusam- bandsins, viðurkenndi þessa staðreynd, þegar hún bannaði greiðslu vísitölu- uppbóta á laun fyrir ári. En jafnframt þeirri laga- setningu stóðu ráðherrar Alþýðubandalagsins aö til- lögum á Alþingi, sem gerðu ráð fyrir, að allar kaup- hækkanir febrúarsamning- anna, er færu yfir 20%, yrðu afnumdar. Fyrir réttu ári var það þannig viðurkennt af þeim stjórnmálaflokkum, sem1 stóðu að vinstri stjórninni, að febrúarsamningarnir hefðu verið svo óraunhæf-| ir, að ekki hefði verið hjá því komizt að banna að verulegu leyti framkvæmd þeirra með lögum. Frá því að þessir samningar voru gerðir hefur kaupmáttur útflutningstekna þjóðar- búsins rýrnað um nærfellt 30%. Hverjum heilvita manni hlýtur því að vera ljóst, þegar á þessar að- stæður er litið, að engin rök hníga að því að miða kaupkröfur nú við þá papp- írssamninga, sem gerðir voru í febrúar1974. Það hlýtur að koma.flest- um kynlega fyrir sjónir, eftir þau miklu ytri áföll, sem við höfum orðið fyrir á síöasta ári, þegar því er haldið fram, að við getum uppfyllt þá kjarasamninga, sem menn viðurkenndu fyrir þessi áföll, að hefðu verið langt umfram getu þjóðarbúsins. Þessi viðmið- un Alþýðusambandsins fær því engan veginn stað- izt. Flestir hljóta að sjá, að kaupkröfur nú verður að miöa við raunhæfari grundvöll, ef ekki á að stefna þjóðinni út í algjört öngþveiti. Samninganefnd Alþýðu- sambandsins hefur lýst yf- ir því, að það sé hennar skoðun, að þjóðfélagið í heild þoli þessar kröfur, þótt ljóst sé, að þjóðarbúið hafi orðið fyrir áföllum. Þeir erfiðleikar, sem þjóðarbúið á nú við að stríða og Alþýðusam- bandið telur að eigi engin áhrif að hafa, felast m.a. í 30% rýrnun kaupmáttar útflutnings- tekna, rúmlega 1.600 millj. kr. neikvæðri gjaldeyris- stöðu og áætluðum við- skiptahalla á þessu ári upp á a.m.k. 12.300 millj. kr. Gert er ráð fyrir, að þjóðar- framleiðslan á þessu ári dragist saman um 2% og raungildi þjóðartekna á mann minnki um 8%. Þar að auki er ljóst, að ekkert bendir til þess, að útflutn- ingsverðlag muni fara hækkandi á næstunni. Við megum jafnvel búast við meiri erfiðleikum á erlend- um mörkuðum. Það eru þessar aðstæður sem gert hafa það að verk- um, að lífskjör þjóöarinnar hafa versnað, svo sem raun ber vitni um. En um leið verða menn að átta sig á því, að lífskjörin verða ekki bætt með ávísunum, sem ekki er til innstæða fyrir. Þess vegna verður að leggja áherzlu á það, að þær kjarabætur, sem nú verða ákveðnar, taki mið af raunverulegum aðstæðum í þjóðfélaginu. Kauphækk- anir, sem ekki eru reistar á eðlilegum forsendum hafa vitaskuld ekkert gildi, þær geta aðeins aukið á erfið- leikana. Ríkisstjórnin hefur fylgt þeirri stefnu að gera sér- stakarráðstafanirtilþess að treysta aðstöðu þeirra, sem við verst kjör búa. Þetta hefur m.a. verið gert með launajöfnunarbótum og umtalsverðum skattalækk- unum. Rétt er að hafa í huga, að vísitala fram- færslukostnaðar hefur hækkað um 1416% frá því um áramót, en á sama tíma hafa kauptaxtar láglauna- fólks hækkað um allt að 13% og annarra launþega innan Alþýðusambandsins um 10 til 11%. Við þetta bætast svo þær hagsbætur, sem skattalækkanirnar veita. Kjarabætur þessara hópa hafa því haldizt í hendur við verðlagshækk- anir frá áramótum. Ef menn vilja forðast nýja kollsteypu i efnahags- málum, er eðlilegt að leggja til grundvallar kaupkröfum, að kjör manna versni ekki frá því sem verið hefur og leggja um leið áherzlu á, að kaup- máttur launa verði aukinn um leið og efnahagsbatinn kemur fram. Með því að byggja kjarabætur nú á þessum forsendum, er unnt að tryggja raunhæfan árangur. Þeir sem á hinn bóginn telja að ný verð bólguholskefla komi ekki að sök fyrir launþega skella að sjálfsögðu skoll- eyrum við þessúm stað- reyndum. En þeir sem vilja ná fram raunhæfum kjara- bótum við þessar erfiðu að- stæður, hljóta að leggja áherzlu á, að óraunhæfar forsendur séu ekki lagðar til grundvallar kröfugerð. Vandi á höndum I almennum stjórnmálaumræð- um, sem fram fóru á Alþingi Is- lendinga fimmtudaginn 20. marz sl., vöktu upphafsorð tveggja forystumanna stjórnarandstöðu- flokka verðskuldaða athygli: MAGNÚS TORFI ÖLAFSSON: ,,Við erum í vanda staddir, Is- lendingar. Vandamálin, ýmist heimatilbúin eða aðvífandi utan úr heimi, hrannast að eins og. óveðursský, og vera má, að sort- inn eigi eftir að dökkna. Lítil huggun er í því að allt umhverfis okkur eiga þjóðir við svipaðar þrengingar að búa og eru reyndar sumar hverjar öllu verr á vegi staddar, þar sem yfir hefur dunið sannkölluð kreppa með til- heyrandi atvinnuleysi, meira en þekkzt. hefur um daga þeirrar kynslóðar sem nú er um miðjan aídur. Undirrót okkar vanda er alþjóðleg hagsveifla á óvenju- hraðri og harkalegri niðurleið." RAGNAR ARNALDS: ,,Ekki er seinna vænna að fá hér á Alþingi almennar útvarps- umræður um hinn ískyggilega efnahagsvanda, sem nú sækir að, og fer stöðugt vaxandi." Og síðar: „Öllum er ljóst að oft getur verið nauðsynlegt að lækka seglin og draga úr framkvæmdum, einkum á það við á miklum þenslutím- um.“ Þessi alvöru- og viðvörunarorð forystumanna stjórnarandstöðu- flokka eru allrar athygli verð og fá raunar aukinn þunga í skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá 20. maí sl„ þar sem segir svo m.a.: Viðskiptakjör „Bráðabirgðaniðurstöðutölur liggja nú fyrir um verðvísitölur innflutnings og útflutnings, sam- kvæmt verzlunarskýrslum, fyrsta ársfjórðungs 1975. Samkvæmt þessum tölum er útflutningsverð- lag í erlendri mynt 4—6% lægra á 1. ársfjórðungi 1975 en var að meðaltali í fyrra, og 10—12% lægra en á sama tíma í fyrra. Almennt innfiutningsverðlag er hinsvegar 9—11% hærra í erlendri mynt en að meðaltali í fyrra og 24—26% ha'rra en á 1. ársfjórðungi 1974, einnig reiknað í erlendri mynt. Þessar tölur eru nálægt spám Þjóðhagsstofnunar um þetta efni frá því um áramót. Tölur þessar sýna, að viðskipta- kjör 1. ársfjórðungs 1975 eru 28—29% lakari en á sama tíma í fyrra." Siðar segir: „Engin-merki er enn að sjá um bata á útflutn- ingsmarkaði. Þvert á móti eru ýmsar blikur á lofti í markaðsmál- um sjávarafurða i helztu við- skipta- og samkeppnislöndum okkar. Stórauknir styrkir til sjávarútvegs í Kanada, Noregi og Bretlandi. Tollahækkanir á fisk- afurðum á Spáni, Nigeríu, Bret- landi og Danmörku. Utflutnings stvrkir á fiskafurðir í löndum Efnahagsbandalagsins. Lönd- unarbann i V-Þýzkalamli. Takmörkun innflutningsleyfa á Spáni. Og síðast en ekki sízt lækkandi verð á helztu sam- keppnismatvælum fiskafurða á Bandaríkjamarkaði. Þannig virð- ist ekki hyggilegt að búast við að markaðsverð helztu útflutnings- afurða okkar fari hækkandi á næstu mánuðum. Nokkrar vonir má e.t.v. binda við lækkun inn- fluttra hráefna og rekstrarnauð- synja, enn enn sem komið er virð- ist ekki unnt að reikna með betri viðskiptakjörum 1975 en þeim, sem nú ríkja.“ Greiðslu- jöfnuður og gjaldeyrisstaða I skýrsiu Þjóðhagsstofnunar er spáð 14% magnaukningu vöruút- flutnings og er þá miðað við stöðuga verðmætasköpun. Enn- fremur 17—18% magnminnkun vöruinnflutnings. En vegna versnandi viðskiptakjara, sem spáin gerir ráð fyrir, er búizt við 12.000 milljóna vöruskiptahalla, miðað við gildandi gengi. Við þennan halla bætist um 300 m. kr. halli á þjónustujöfnuði. Við- skiptahallinn er því áætlaður um 7% af vergri þjóðarframleiðslu 1975, samanborið við tæplega 12% á sl. ári. Vegna óhagstæðra ytri aðstæðna er því ekki búizt við nema mjög takmörkuðum bata á viðskiptum við útlönd. Spár Seðlabankans gera því ráð fyrir því á ofangreindum forsendum, að gjaldeyrisstaðan geti batnað lítilsháttar á árinu, þó einsýnt sé, að lítið má út af bera til að gera þá batavon að engu. Þjóðhagsspáin bendir til um 2% minnkunar þjóðarframleiðslu á árinu 1975 og um 6% minnkun- ar raunverulegra ráðstöfunar- tekna þjóðarinnar vegna áhrifa versnandi viðskiptakjara. Raun- gildi þjóðartekna á mann virðist því munu minnka um 7—8%. Þessum breytingum í þjóðar- búinu kann að fylgja minni eftir- spurn eftir vinnuafli. Og enn- frekari röskun á efnahagsjafn- vægi, sem skerðir rekstrarstöðu atvinnufyrirtækja, sem í dag er eins tæp og hún getur frekast orðið án samdráttar og meiri eða minni stöðvunar rekstrar, hlýtur að bjóða heim hættu á umtals- verðu atvinnuleysi, eins og raun er á orðin víða um lönd, s.s. í Danmörku. Ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar Við þær aðstæður, sem nú rikja í þjóðarbúinu, myndi nýtt, al- inennt launaskrið bjóða heim hættuástandi. Allar efnahagsráð- ^tafnir núverandi ríkisstjórnar hafa fyrst og fremst við það miðazt að tryggja rekstur helztu atvinnugreina okkar, sem voru komnar á barm rekstrarstöðvun- ar. Áframhaldandi rekstur at- vinnutækjanna var og er forsenda þess, að hægt sé að halda uppi fullri atvinnu í landinu og áfram- haldandi verðmætasköpun í þjóðarbúinu. Þetta hefur að mestu tekizt. Með hliðsjón af ríkjandi kringumstæðum og þess ástands, sem er á vinnumarkaði nágrannaríkja, er hér um umtals- vert afrek að ræða, sem ekki hef- ur verið gefinn nægilegur gaum- ur af öllum almenningi. Jafnhliða hefur ríkisstjórnin kostað kapps um, að sú kjara- skerðing, sem hlaut að fylgja í kjölfar stórlega skerts kaup- máttar þjóðarframleiðslunnar (útflutningsafurða okkar), kæmi sem minnst við hina lægst iaunuðu í landinu. Fyrstu skref ríkisstjórnarinnar i því efni voru launajöfnunarbætur og hækkun tekjutryggingar aldraðra og öryrkja, sem áttu að vega að nokkru á móti óhjákvæmilegri kjararýrnun og auka á Iauna- jöfnuð í landinu. Að auki komu Verðbólguskattur á íbúðir almennin skattalækkanir til láglaunafólks: tekjuskattslækkun um 1000 milljónir, útsvarslækkun um 400 milljónir og tolla og söluskatts- lækkun um 600 milljónir til árs- loka (sem þýða 850 m. kr. á árs-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.