Morgunblaðið - 25.05.1975, Page 27

Morgunblaðið - 25.05.1975, Page 27
Patreksfjörður: Stofnað félag áhugamanna um dagheimili Patreksfirði, 23. maí. JUNIOR Chambers Patreksfjörð- ur gekkst fyrir almennum borg- arafundi hér á Patreksfirði í gær- kvöldi um byggingu dagvistunar- heimilis fyrir börn. I framhaldi af fundinum var stofnað áhuga- mannafélag um byggingu dagvi^t- unarheimiiis og gengu strax f fé- lagið 46 manns. Kosið var í stjórn félagsins og skipa hana Erna Sveinbjörnsdótt- ir húsfrú, formaður, meðstjórn- endur Jón Magnússon skipstjóri, Karl Jónsson framkvæmdastjóri, Sigríður Gísladóttir og Fríða Bjarnadóttir húsfrúr. Forseti Junior Chambers Patreksfjörður er Sigþór Ingólfsson. Mjög er orð- ið aðkallandi að byggja dagvistun- arheimili fyrir börn hér á Pat- reksfirði og með tilkomu þess myndi losna mikill og góður vinnukraftur bæði til fiskverkun- arstöðvanna og annarra starfa þar sem húsmæður staðarins eru og í flestum tilvikum þjálfaður vinnu- kráftur. Auk þess er fjöldi ungra hjóna að hefja byggingu ibúðar- húsnæðis fyrir sig og mundi þetta létta stórlega undir með þeim. — Páll. Gólf hf. kynnir nýtt gólfefni Nýlega var stofnað nýtt fyrir- tæki í Kðpavogi, Gólf h.f., sem er i tengslum við Málningu hf. Tildrög stofnunar Gólfs h.f. voru þau, að undanfarin ár eru gerðar síauknar kröfur um frá- gang húsnæðis þar sem matvæli eru meðhöndtuð sérstaklega í hraðfrystiiðnaðinum hér á landi, eftir að ný löggjöf var sett um hreinlæti við matvælaframleiðslu f Bandaríkjunum, mesta við- skiptalandi tslendinga. Danska fyrirtækið Leif Christ- ensen A/S sérhæfir sig i fram- Ieiðslu og lagningu gólfefna m.a. til notkunar í sláturhúsum og brugghúsum. Fyrirtækið fram- leiðir og leggur sérstakt efni, epoxy-bundið, en nefnt er Deca- floor. Efni þetta er þeim eiginleikum búið að vera ákaflega slitsterkt auðvelt í ræstingu, þar sem sam- skeyti eru engin, auk þess sem hægt er að hafa yfirborðið ýmist hált eða stamt, eftir því sem við á á hverjum stað. Efnið hentar jafnvel utanhúss sem innan, en lagning þess er þó háð því að hitastig sé yfir 10 gráður þegar það er lagt. Efnið er vandmeðfarið og verð- ur aðeins lagt af sérþjálfúðu starfsliði. Gólf h.f. hefur þegar lagt nokk- ur gólf með efni þessu, m.a. í verkstæðum, bílskúrum og slátur- húsi. Danskir menn frá Leif Christensen hafa haft umsjón með lagningunni í upphafi og séð um þjálfun starfsmanna Gólfs h.f. Decafloor verður, eins og áður er sagt, aðeins selt ákomið, og fer verðið eftir þykkt. Verð á dýrasta gólfefninu, þ.e.a.s. því þykkasta er 4.500 krónur á fermetra ákom- ið og með söluskatti, og mun Gólf h.f. gera föst verðtilboð. [iLÝSINOASIMINN ER: 22480 jMtrgunblabib MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975 27 Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands 22. maí 1975 var samþykkt að greiða 1 2% — tólf af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1 974. H. F. EIMSKIPAFÉLA G ÍSLANDS. Risa hlutavelta verður haldin í Iðnaðarmannahúsinu við Hall- veigarstíg í dag, 25/5 og hefst kl. 1 4.00. Engin núll, ekkert happdrætti 50 kr. miðinn — 10.000 númer Borðtennissamband Islands. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprílmánuð 1975, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10% en síðan eru viðurlögin 1!/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið 21. maí 1 975. —"• Aó sjálf sögdu vegna einstakra gæúa Reyplasteinangrunar. 1. Hitaleióni er mjög takmörkuó (lamdagildi 0,028 - 0,030) 2. Tekur nólega engan raka eóa votn í sig ^pBHI 3. Sérlega létt og meófœrileg Yfirburóir REYPLASTeinangrunar eru augljósir og enn sem fyrr er REYPLAST í fararbroddi. «|: REYPLAST hf. Sjómannadagurinn 1975 Reykjavík Kappróöur — veöbanki Nú verður starfræktur veðbanki í sambandi við kappróðurinn. Róðraræfingar eru hafnar í Naut- hólsvík. ÁHAFNIR SKIPA, starfshópar og aðrir sem áhuga hafa á þátttöku í kappróðri eða öðrum keppnisgreinum dagsins tilkynni sig í síma 83310. Sjómannadagsráð. Atthagafélag Sléttuhrepps efnir til hópferðar til Aðalvíkur og Hesteyrar. Ferðin hefst frá ísafirði föstudaginn 11. júlí kl. 14 með m/s Fagranesi. Messað verður að Stað sunnudaginn 13. júlí kl. 14. Að kvöldi sama dags verður skemmtun í skólahúsinu á Sæbóli. Séð verður fyrir ferð til ísafjarðar laugardaginn 1 9. júlí fyrir þá sem þess óska. Þátttaka tilkynnist fyrir 7. júlí til Ingimars Guðmundssonar, sími 35719, Kristins Gísla- sonar, sími 34456, eða Magnúsar R. Guðmundssonar, sími 3783, ísafirði. Þátttaka eröllum heimil. Athugið breyttan ferðatíma. Stjórnin. W Stúdentasamband Verzlunarskóla Islands: Afmælishóf Stúdentafagnaður Verzlunarskólastúdenta verður haldinn að Hótel Sögu, (Lækjarhvammi), laugardaginn 31. maí n.k. Hófið hefst með borðhaldi kl. 19.15 stundvíslega. Ávarp: Vilhjálmur Þ. Gíslason. Nýstúdentum fagnað: Valgarð Briem. Veizlustjóri: Ólafur Stephensen. V.l. stúdentar, eldri sem yngri eru hvattir til að fjölmenna. Aðgöngumiðar afhentir í skrifstofu skólans. SSVÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.