Morgunblaðið - 25.05.1975, Page 30
3(j MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975
Sigfús J. Johnsen:
Hlaðgerðarkot í Mosfellssveit.
í ARATUGI og jafnvel ár-
hundruð hefir mannkynið barist
gegn ýmsum sjúkdómum, sem
herjað hafa. Hér á Islandi hefir
árvökulum brautryðjendum tek-
ist að skapa virka samstöðu fólks-
ins í landinu í baráttunni við
ýmsa þætti sjúkdóma, er herjað
hafa þessa þjóð likt og flestar
þjóðir aðrar. 1 þeirri baráttu ber
ef til vill hæst starf S.I.B.S. og
baráttu þeirra samtaka gegn
berklaveikinni. Yms önnur líkn-
ar- og mannúðarfélög hafa og bar-
ist við hina ýmsu þætti sjúkleika,
er í dag hrjá fólk um heim allan.
Þar hefir í flestum tilfellum
tekist að skapa þróttmiklar sveitir
baráttumanna er einbeitt hafa
orku sinni að tilteknum viðfartgs-
efnum og í flestum tilfellum með
mjög umtalsverðum árangri. Þar
hafa og komið til hin ýmsu líknar-
félög og félagssamtök karla og
kvenná er hafa látið sig varða
einstaka þætti slikra mannúðar-
og líknarmála og mætti um það
nefna ótal dæmi, sem sýna og
sanna hvern hug íslenskt fólk
getur borið til slikrar hjálpar-
starfsemi. Varla verður með
sanni sagt að þjóðin bregðist
nema vel við þá er kvatt er dyra
hjá einstaklingum og fjölskyld-
um, ef fólk sér fram á að einhver
umtalsverður árangur hafi náðst
eða sé að vænta af viðkomandi
starfi. I þeim þáttum, sem ekki
hefir þegar verið sinnt af
einstaklingum eða samtökum
mun því fremur vera um að ræða
skort á samtökum er myndað
gætu almenna samstöðu til að
sinna viðkomandi málefnum,
fremur en að hér sé beinlínis um
áhugaleysi fólks að ræða.
Mér kemur þetta í hug er ég
hugsa til þess hve sárt það tekur
margan einstaklinginn, fjölskyld-
ur, heimili og heilar ættir að
þurfa ár eftir ár að horfa upp á
allar þær hörmungar, er stöðugt
drífa yfir af völdum ofneyslu
áfengis. Það má telja til hreinna
undantekninga að hitta fyrir fjöl-
skyldu þar sem þetta stóra vanda-
mál hefir ekki þegar sett sínar
rúnir og mörk á heimilis- og fjöl-
skyldulíf viðkomenda. Bölið er að
mínu mati ómælanlegt hvað
áhrærir uppeldis- og félagslegar
hliðar þó ekki sé þá tekinn með sá
skattur er menn greiða dýrastan
með eigin lífi vegna áfengisins.
Hér er þó ótalin fjármálalega
hliðin og allar þær hliðarverkan-
ir, er af þessu bölu steðja, fyrir
einstaklinginn heimilin og þjóð-
ina í heild.
Um þetta þarf ekki mörg orð.
Þétta eru staðreyndir, sem margir
hafa mikið skrifað um og allir
þekkja að einhverju. I þessu máli
vantar þvi ekki orð heldur athafn-
ir. Það vænti ég að við séum öll
sammála um. Fyrirmyndirnar
bæði til góðs og ills eru til staðar.
Eflaust má með sanni segja að
meira fari fyrir þeim dæmum er
við höfum um það sem miður fer í
þessum efnum en hinum, en hafa
ber þá í huga að við erum gjarnan
mjög kröfuhörð og gagnrýnin á
athafnir og gjörðir þeirra tiltölu-
lega fáu einstaklinga, er láta sig
þessi mál einhverju varða. Við
erum oft dómhörð á þá aðila er
við sjálf ætlum að láta leysa þetta
verkefni fyrir okkur vitandi það
að hér er þó á ferðinni sameigin-
legt viðfangsefni og vandamál,
sem allir ættu að geta sameinast
um að snúast gegn.
Alrangt væri að segja að hér á
landi væri ekkert gert í þessum
málum. Margir hafa hér lagt hönd
á plóginn og sumir af mikilli at-
orku. Flest er það starf, sem hér
er átt við, byggt á fyrirbyggjandi
starfi, sem erfitt er að meta hver
árangur hefir orðið af, en í ein-
hverju hefir okkur enn mistekist
og það næstum með öllu. Sú var
tíðin að störf góðtemplara voru
veigamestu þættir í áfengisvörn-
um hérlendis. Einhverra hluta
vegna hafa þessi samtök ekki náð
í dag þeim árangri er forvígis- og
baráttumenn þessara samtaka
væntu frá upphafi. Eflaust gætu
þessi samtök náó miklum mun
lengra með nútímalegri vinnu-
brögðum og á ég þá við nánari
tengingu við vandamálið í raun. I
sjálfu félags- og atvinnulífinu. Eg
fullyrði þetta vegna þess að ég
þekki af eigin raun störf annarra
samtaka, þar á ég við A.A.-
samtakanna, sem í dag eru mun
virkari á almennum vettvangi.
Einmitt þar hafa augu margra
opnast fyrir því að hér væri á
ferðinni sjúkdómur, sem hægt
væri að halda niðri og jafnvel að
lapkna með því fyrst og fremst að
byggja meðferðina á sjúklingnum
á þeim grunni er samtökin byggja
á þ.e. hinn trúræni grunnur
ásamt stöðugri sjálfsrannsókn
samhliða viðurkenningu á að
einstaklingurinn sjálfur finni að
hann á hér við vandamál að etja
og hafi sjálfur vilja til að leysa.
Tugir, jafnvel hundruð manna
eru talandi dæmi um árangur af
þessari leið. Margir þessara
manna hafa um margra ára skeið
bent á þá miklu þörf, sem ávallt
er til staðar fyrir að veita mönn-
um og konum athvarf og stuðning
á erfiðustu augnablikunum, ein-
mitt þegar sjúklingurinn fær
löngun til að losna úr viðjum
Bakkusar, sem oft kemur í kjölfar
sárrar reynslu, glataðra vona og
fjölskyldumissi, svo ekki sé talað
um alla þá einstaklinga er koma
vinasnauðir, peningalausir og
ráðvilltir úr fangelsum eða vist-
heimilum þar sem ekki hefir tek-
ist að sjá þeim fyrir húsnæði,
viðurværi eða atvinnu að afplán-
un lokinni. Ef einhversstaðar
skortir verulega á til góðra átaka í
þessum málum, þá er það einmitt
i slíkum tilfellum, sem því miður
eru langtum og mörg.
Fyrir rúmlega þrem árum hóf
ungur maður starf hér í borg við
þetta viðfangsefni. Þessi ungi
maður hafði orðið fyrir miklum
trúarlegum áhrifum af starfi
hvitasunnumanna. Þetta var
maður með mikla og bitra lifs-
reynslu að baki. Hann hafði
gengið gegnum hinn dýra skóla
reynslunnar sem sýnt hafði
honum botn þess lífs er hér á
jörðu er Iifað. Hann hafði á stuttri
ævi í kjölfar langrar drykkju i
áratug komist í kynni við og
ánetjast ofnotkun Iyfja í ýmsum
myndum. Hverskonar fíkniefni
og deyfilyf voru honum orðin
ómótstæðilegur þáttur lífsins.
Samhliða þessu og i kjölfarið
fylgdu svo hin margvíslegu af-
brot.
Þessi maður náði að losna úr
öllum þeim fjötrum er hann var í
flæktur. Hann þakkaði Guði
einum og hóf að framkvæma
þakkargjörð sína með því að
aðstoða þá er hann kallaði utan-
garðsmenn þjóðfélagsins, einmitt
þá er orðið höfðu að ganga í gegn-
um raunir svipaðar og hann
sjálfur. Hann ástundaði samkom-
ur hvítasunnumanna og leigói sér
bílskúr við Sogaveginn þar sem
hann gat hýst þessa utangarðs-
menn og veitt þeim viðtal og
skjól. Hér gátu ræðst við jafn-
ingjar. Hér varð vandamál hinna
hans. Ótrúlegur árangur náðist
hjá fjölda manna á skömmum
tíma.
Til þess að leyfa þér lesandi
góður að kynnast öðru en mínu
sjónarmiði til framhalds þessa
máls afréð ég að hitta að máli
nokkra af þeim mönnum er þarna
og síðar hafa átt kynni af þessu
starfi sem nú í dag er flutt úr
bílskúrnum við Sogaveginn i góð
húsakynni í Hlaðgerðarkoti í Mos-
fellssveit, sem Samhjálp hvíta-
sunnumanna réðst í kaup á fyrir
þessa starfsemi. Með þeim kaup-
um var stigið gagnmerkt spor sem
mjög er þakkarvert öllum er að
stóðu.
XXX
Við erum komin í Hlaðgerðar-
kot. Hluti vistmanna situr við
borð. Óræðir hugir þessara
manna stefna fyrir mér allir í
eina átt. Hér ætla þeir að kljást
við höfuð vandamál lífs síns og
vinna sigur. Tökum þá tali.
Það er svo mikil
gleði og rósemd
yfir heimilinu
Ég er 35 ára. Hér er ég búinn að
dvelja í hálfan mánuð. Hvað varð
til þess að ég kom hingað? Nú, ég
var búinn að drekka mikið, sóa
öllu mínu, vinnu, félögum, eigin-
konu og börnum, öllu vegna víns-
ins. Ég sá ekkert nema svart. Ég
var hættur að stunda mína iðn en
fór á sjóinn nokkra túra í senn.
Ég aflaði oft mikilla peninga á
tiltölulega stuttum tíma en þeim
var svo öllum sóað á þeim eina
eða tveimur sólarhringum er i
landi var stoppað. Allt fór i
brennivín, sukk og vitleysu.
Þegar peningarnir voru þrotnir
átti ég hvergi höfði minu að halla.
Fólkið mitt, bræður mínir og vin-
ir voru hættir að tala við mig og
vildu hvorki sjá mig né heyra. Ég
svaf þá oft á hitastokkunum í
Öskjuhlíðinni. Bókstaflega ail-
staðar þar sem skjól var að fá
fyrir veðri og vindum. Þetta voru
gististaðirnir, ef maður fann þá
ekki einhvern sem hægt var að
drekka með og njóta þá um leið
húsaskjóls. Raunverulega hélt
Bakkus mér þannig í klemmu til
áframhaldandi drykkju. Félags-
skapurinn var oft miður góður
upp úr þessu öllu. Ég fór að ger-
ast brotlegur við lögin. Ég hlaut
því að lenda á Litla-Hrauni.
Þaðan fór ég, að ég taldi, á núlli
við þjóðfélagið. Kom þaðan út
dómalaus og kvittur við sam-
félagið. Fullur ásetnings um að
nú skyldi Bakkus ekki taka mig
aftur leit ég tiltölulega björtum
augum til framtíðarinnar. Þó var
ég bæði peningalaus, húsnæðis-
laus og vinnulaus. Ég lenti þó
strax á hálfs mánaðar fylliríi.
Skömmu síðar var ég búinn að
kalla alla ógæfuna yfir mig aftur
og orðinn á ný brotlegur við lögin.
Þá fór ég í alvöru að hugsa til
þeirra manna, sem frelsast höfðu
frá þessu gegnum Flladelfiu. Þar
á meðal til Georgs Viðar, því ég
hafði þekkt hann frá fornu fari.
Eitt kvöldið, þegar ég eigraði
um göturnar sníkjandi peninga
eða sígarettur í miklum kulda,
hugsaði ég með mér að gera nú
upp sakirnar. Binda endi á þetta
líf, eða snúa blaðinu við. Ég var
mjög illa fyrirkallaður. Þunnur
og þráði brennivín. Samt fór ég á
samkomu í Fíladelfíu. Fyrsta
samkoman fannst mér öfgakennd.
Ég hugsaði: Þetta fólk er allt stór-
bilað. Eftir samkomuna fékk ég
eftir miklar fortölur inni á
Farsótt þessa nótt.
Svo er það viku seinna að ég var
á leiðinni niður Laugaveginn. Þá
með nokkrar krónur, sem ég fékk
að láni hjá vinum mínum, og ferð-
inni var heitið á vínsöluhús. Mér
snerist hugur. Ég ákvað á fara á
samkomu og hlusta á Einar Gisla-
son. Hugur minn opnaðist og ég
sá að þarna voru útréttar hendur
mér til hjálpar. Hálfum mánuði
síðar hitti ég einn vina minna,
sem ég hafði áður drukkið mikið
með. Ég gat varla trúað mínum
eigin augum. Svo mikil breyting
var á honum orðin. Hann sagði
mér að hann hefði verið i Hlað-
gerðarkoti og væri nú steinhættur
að drekka.
Þá sneri ég mér til Georgs
Viðar. Hann vildi allt fyrir mig
gera. Það er satt, svo satt sem ég
sit hér hjá þér að það henti mig,
sem ég hélt að aldrei ætti eftir að
henda mig, að ég neitaði víni. En
þennan tima hefi ég margsinnis
neitað því. Ég hefi verið í bænum
að selja happdrættismiða Sam-
hjálpar og þá hitt marga af kunn-
ingjum minum sem boðið hafa
mér vín. Ekkert slíkt hvarflar að
mér. Tíminn hér uppfrá hefir
liðið vel. Ég ræði mikið við Georg.
Ég hefi verið tekinn inn í sam-
félagið og ég reyni að aðstoða
eftir föngum. M.a. með því að
vinna við að koma saman rútubíl,
sem heimilið hefir eignast. Það er
svo mikil gleði og rpsemd yfir
heimilinu.
Jú, ég hafði áður reynt önnur
heimili. Einu sinni reyndi ég að
komast inn á Klepp. Ég fór
þangað. Ég átti þá fyrst að tala við
þennan og hinn. Það var ekkert
pláss fyrir mig fyrr en eftir svo og
svo langan tima. En yrði ég þá
tilbúinn að fara þar inn? Við því
fékk ég aldrei svar. Það reyndi
aldrei á það.
Jú, ég hefi sannarlega misst
allt. Konuna mína og fjögur börn.
Konan skildi við mig. Einbýlis-
húsið mitt missti ég einnig. Og að
lokum drakk ég út fyrirtæki mitt,
sem var nýtt 300 fermetra verk-
stæði.
En hér er eitthvað að gerast
Georg Viðar.