Morgunblaðið - 25.05.1975, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
Ég held við verðum það líka líkt báðar,
sagði Sigríður; en það var auðséð, að
Guðrúnu líkaði ekki þetta svar, því hún
fann, að í því lá, að Sigríður vantreysti
því, að hún gæti líka náð í kaupmann, og
svaraði heldur þurrlega:
Það er þá ekki fyrir það, þó þeim þyki
það sumum ólíklegt núna, þá getur drott-
inn minn á einhvern hátt séð fyrir mér;
þeir eru ekki allir farnir burtu héðan,
sem nú eru hérna í Víkinni.
Að svo mæltu felldu þær Guðrún talið;
en svo fór, að spár Guðrúnar áttu sér
ekki langan aldur, því daginn eftir að
þær stallsystur ræddust þetta við, kom
Möller þar og bar það upp fyrir Sigríði,
að hann hefði ásett sér að bjóða henni að
fara með sér, eður, sem hann komst að
orði, biðja hana að gjöra sér þá ánægju
að lofa sér að hafa hana fyrir fylgistúlku
á dansleiknum. Sigríður svarar tilmælum
hans hæversklega, en bar það þó fyrir, að
hún væri harla fákunnandi í þess háttar
efnum og óvön að koma á slíka gleði-
fundi. Möller sagði um það, að hinum
—COSPER------------------------
Rólegur — rólegur. — Pabbi er hjá þér
v
fallegu stúlkunum fyrirgæfist mikið í því
efni, þó þær bæri ekki ævinlega sem
kunnáttulegast fótinn í dansinum. Nú
þótt að Sigríði væri um og ó að fara með
Möller, þótti henni það réttast að neita
ekki svo siðsömum tilmælum orsaka-
laust, og bar hún þetta mál undir mad-
dömu Á., og sagði hún, að raunar hefðu
þau hjónin verið búin að ásetja sér að
láta hana fara með sér til dansleiksins, en
þar eð Möller hefði boðið henni, gæti og
farið vel á því, að hún tæki því boði, og
skyldi hún þó engu að síður vera þeim
hjónum mest fylgisöm. Er þetta því næst
afráðið, og leið nú svo fram eftir vikunni,
að ekki er Guðrúnu boðið, en engu að
síður hafði hún mikinn starfa alla þá
Kvennagullið
þá skal hún fá dúkinn minn,“ sagði pilt-
ur. „Ekki skal ég gera henni neitt, en ef
hún er hrædd, getur hún gjarna haft
fjóra varðmenn inni.“
Að þessu gekk konungsdóttir. Piltur-
inn svaf á gólfinu fyrir framan rekkju
prinsessunnar og fjórir hermenn voru á
verði, heldur vígalegir, en þótt konungs-
dóttir hefði ekki sofið mikið fyrri nótt-
ina, þá svaf hún enn minna þessa nótt,
henni kom ekki dúr á auga, hún varð að
horfa á piltinn allan tímann, svo laglegur
fannst henni hann, og samt fannst henni
nóttin allt of stutt.
Um morguninn var farið með piltinn út
í hólmann, en það var víst ekki gert að
vilja konungsdóttur, svo hrifin sem hún
þegar var orðin af honum. Og þegar
verðirnir komu með grautinn og mysuna
til lýðsins úti á hólmanum, þá leit enginn
við því fremur en daginn áður, og á því
voru konungsmenn heldur ekkert hissa,
en hitt fannst þeim undarlegt, að enginn
skyldi vera þyrstur. En svo komst einn af
mönnum konungsins á snoðir um það, að
pilturinn hafði í fórum sfnum krana, er
hafði þá náttúru, að ekki þurfti annað
en að skrúfa frá honum, þá fékk
hann bestu drykkjarföng, sem hugs-
ast gat, öl, mjöð, og vín. Þegar
hann kom aftur heim til hallarinnar,
var honum jafn liðugt um mál-
beinið og í fyrri skiptin. Hann sagði
miklar sögur af ferðinni út í hólmann, og
hve auðvelt væri að fá þar hin ágætustu
drykkjarföng. „Slíkur mjöður og öl hefir
MEí>
MORö-JN-
KAfnnu
Nei, hann pabbi er ekki heima.
Heyrðu, viltu ekki reyna að
skýra það fyrir frænda þínum í
Ástralíu, að það sé mið nótt hér
um slóðir.
Líkiö ö grasfletinum
___________________
Eftir: Maríu Lang
ÞýSandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
_______________________________________/
63
bet til máls. Róleg og stillileg
röddin harst til okkar úr rökkrinu
og við lögðum við hlustirnar af
ósvikinni athygli.
— Ég býst við að Margit hafi á
réttu að standa . . . við erum loks
kornin að þeim púnkti að sann-
lcikurinn verður að fá að koma í
Ijós. Og nú þegar ég sit hér og
hugsa til baka, freistast ég til að
spyrja mig hvers vegna ég reyndi
að leyna þvi. En . . . það er langt
síðan . . . allt var öðruvísi þá. Ég
var það líka.
— Ja, ég verð að búa ykkur
undir það, að þetta er heillöng
saga og hún er í sjálfu sér hvers-
dagsleg, en ég býst þó við að
ykkur þyki hún sérstæð á köflum.
Kannski jaðrar hún við að vera
giæpsamleg, ég hef velt vöngum
óspart yfir þessu, en mér hefur
aldrei tekizt að komast að niður-
stöðu.
Ég minnist þess ekki að sem
barn hafi égorðið hrifin af öðrum
piltum en Wilheim. Ég hef sjálf-
sagt varla verið eldri en níu ára,
þegar hann var lautenant og það
var ekki aðeins draumlyndum
augum mlnum, sem fannst hann
óvcnjulega glæsilegur og aðlað-
andi. Fjölskyldur okkar beggja
bjuggu i Dalnum og hittust oft
. . . faðir minn og móðir Wil-
helms voru systkini, eins og þið
kannski vitið. Siðan kom striðið
1914 og Wilhelm kom sjaldan
heim i frí. Þegar styrjöldinni var
að Ijúka fór hann sem sjálfboða-
liði til Finnlands og kvöld hvert
bað ég fyrir honum f bænum
mínum, ég hef á tiifinningunni
að það hafi verið aðalinntak í
bænum mínum um það leyti.
En hann hafði ekki uppgötvað
að hann ætti renglulega og
rómantíska frænku, sem hafði
kjörið hann sína miklu ást. Það
gerði hann ekki fyrr en sumarið
sem ég varð átján ára. Þá fór
hann að hafa mikinn áhuga á mér
og við vorum alls staðar saman.
Næstu ár leit hann Ifklega á mig
sem fast og skemmtilegt sumar-
ævintýri sitt og ég held ekki að
honum hafi orðið ljóst, hversu
heitar tiifinningar mínar voru,
fyrr en fjölskyldur okkar fóru að
skipta sér af sambandi okkar. Við
vorum systkinabörn og nú var
sagt á báðar hliðar að ekkí kæmi
hjónaband til greina með svona
náinn skyldlcika, auk þess taldi
faðir minn, að aldursmunurinn,
sem var fimmtán ár, væri alltof
mikill! Ég var miður min af
harmi yfir þessu og varð veik upp
úr öllu saman, en ég var vægðar-
laus send til útlanda og þegar ég
kom heim vorið 1926 hafði mér að
þvf er ég taldi, tekist að komast
yfir þetta allt saman. Þegar ég
frétti að Wilhelm væri trúlofaður
tók ég það satt að segja hreint
ekkert mjög nærri mér.
Um Jónsmessuna kom Will
óvænt heim. Ilann vildi segja mér
sjálfur að brúðkaup hans ætti að
standa um sumarið, og það fannst
mér mjög hugulsamt og heiðar-
legt af honum — en það var
einnig ákaflega heimskulegt.
Þetta var okkur báðum meira mál
en við vildum vera láta og nú
vöknuðu allar okkar tilfinningar
til lffsins aftur . . . minningarn-
ar, öll okkar heita þrá. Þetta var
nótt töfranna og fullnunarinnar.
Og ég varð ófrisk . . .
Þegar ég gerði mér grein fyrir
ástandi mínu var Wilhelm giftur
Margit. 1 nokkra mánuði var mér
efst i huga að svipta mig lifi, en
loks tók ég á mig rögg og fékk þvf
til leiðar komið að ég fengi að
fara til Stokkhólms og reyna
hæfni mfna sem blaðamaður. Og
nú er komið að þessum fáránlega
kafla i sögu minni. Fáránlegur er
hann vegna þess að maður getur
ekki imyndað sér að til séu mann-
eskjur eins og mfn góða og kæru-
lausa vinkona frá skólaárunum.
Hún heitir Sara Britt Anders-
son . . . ég sé að Christer hefur
heyrt nafnið ... og þá veiztu
sennilega hvernig sagan endar.
Hún annaðist mig af nærfa-rni og
neyddi mig fyrst til að skrifa Wil-
helm og segja honum, hvernig
fyrir mér væri komið. Hann kom
auðvitað eins og kólfi væri skotið
til Stokkhólms og var alveg miður
sfn, vildi skilja við konuna sína
og ég veit ekki hvað, en ég fékk
talið hann ofan af því. Svo kom
Sara Britt mér inn á mæðra-
heimili fyrir harnshafandi konur
og þegar ég hikaði og óttaðist að
foreldrar mínir fréttu þetta eftir
einhverjum leiðum svaraði hún
eins og ekkert væri:
„Þú getur dvalið þarna undir
mínu nafni. Það eru svo margir
sem heita Andersson að fornafni.
Og ég á hvorki foreidra né nána
ættingja, sem fengju siðgæðisflog
ef þeir fréttu af þvf að ég væri
ófrísk.“ Og þar sem hún er
þannig gerð, að hún lætur aldrei
sítja við orðin tóm útvegaði hún
mér snarlega skírnarvottorð, sem
hún stakk niður I töskuna mína,
áður en ég fór af stað.
Og svo fæddist Tommy og
meðan ég var enn alltof veik-
burða til að hugleiða afleið-
ingarnar af þessu sendi ljós-
móðirin sem var forstöðukona
heimilisins tilkynningu til réttra
yfirvalda á grundvelli þessarar
fölsunar okkar. Það hljómar satt
að segja ótrúlega að svo auðvelt
hafi verið að fæða barn f nafni
annarrar konu á fæðingarheimili
og ég geri ekki ráð fyrir að slfkt
gæti komið fyrir nú, en þetta var
sem sagt svona árið 1927 og Sara
Britt sem hafði ærna ástæðu til að
hafa áhyggjur af þessu öllu gerði
gaman að heila klabbinu.
Sfðan kom ég Tommy fyrir á
barnaheimili og fór tii útlanda.
Svo fór ég að skrifa og sem
stundir liðu fram græddi