Morgunblaðið - 30.05.1975, Síða 5

Morgunblaðið - 30.05.1975, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAI 1975 5 Við afhendingu Barnabókaverðlauna Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar að Höfða í gærdag, — Birgir Isl. Gunnarsson, Guðrún Helgadóttir, Jenna Jensdóttir og Solveig Thorarensen. „Jón Oddur og Jón Bjarni” og „Prinsinn hamingjusami” — hlutu Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar 1 GÆR voru Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar veitt í þriðja sinn, en þau hlutu að þessu sinni Guðrún Helgadótt- ir fyrir bókina Jón Oddur og Jón Bjarni, og Solveig Thorarensen fyrir þýðingu sögu Oscars Wilde, Prinsinn hamingjusami. Jenna Jensdóttir, formaður dómnefndar þeirrar, sem ákveður veitinguna, gerði grein fyrir störfum nefndarinnar, en Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri af- henti verðlaunin. Jenna Jensdóttir sagði: „Ég mæli hér fyrir hönd nefndar Magni dró Reykja- foss til Gufuness REYKJAFOSS var dreginn úr Sundahöfn að Gufunesi í gær af dráttarbátnum Magna og um leið og skipið var komið að bryggju þar var hafizt handa við að losa áburð úr lestum skipsins, en það var með fullfermi af áburði. Nauðsynlegt reyndist að draga skipið, þar sem vélstjórar á kaup- skipunum eru i samúðarverkfalli með starfsbræðrum sinum á stóru skuttogurunum. þeirrar er kvödd var til að meta barnabækur, er komu út á síðasta ári og gera tillögur um verðlaun. Vona ég, að okkur hafi vel til tekizt í þeim vanda, þar sem niðurstaða okkar varð einróma. Það leggur alltaf nokkurn ljóma af vel unnum verkum sé á þau bent, og sá ljómi örvar þann, sem öðlast. Ég held það vaki í okkur öllum þrá til þess að vera fullskyggn á okkur sjálf. Sú þrá fær svölun þegar eitthvað, sem hefur verð- leikagildi ljær vitund okkar lit. Hlutverk allra lista hlýtur að vera að vekja hug okkar til sam- skynjunar, sem hvetur ímyndunaraflið til átaka. I þessu ljósi tel ég, að verðlaun séu mjög jákvæð. Verðlaunahafar eru að þessu sinni þær Guðrún Helgadóttir og Solveig Thorarensen. Guðrún hlýtur verðlaunin fyrir frum- samda barnabók sina, Jón Oddur og Jón Bjarni. I bókinni fer saman vandað mál, léttleiki í frá- sögn, auðugt ímyndunarafl og hlýtt viðhorf tií lífsins. Solveig hlýtur verðlaun fyrir þýðingu sína á ævintýrinu Prinsinn Málverk Svavars á rösklega 250 þús. kr. Kaupmannahöfn 29. maí. Frá fréttam. Mbl. Braga Kristjónssyni RÉTT í þessu var að ljúka hér í Kaupmannahöfn uppboði hjá Listamunauppboðurn „Kunst- hallens auktioner" í Köbmager- gade. Þar voru boðin upp tvö íslenzk málverk, eitt eftir Svavar Guðnason var slegið á 7000 kr. danskar. Þar við bætast kr. 2100 í þóknun og skatta þannig að sam- tals er kaupverðið 9100 kr. danskar eða sem svarar 254.800.- íslenzkum. Auk þess var slegið málverk eftir Þorvald Skúlason, sem fór á danskar krónur 2800 en þar við bætist kostnaður og skattar d. kr. 840 eða samtals 3640 d. kr, sem samsvara 101.920.- ísl. kr. Þykir þetta mjög ódýrt. Ekki var hægt að fá uppgefið hjá uppboðs- firmanu hverjir hefðu keypt lista- verkin. hamingjusami eftir Oscar Wilde. Þýðing hennar er mjög vönduð og frásögnin leikandi fær. Frágang- ur bókarinnar er óvenju vandað- ur.“ Guðrún Helgadóttir þakkaði verðlaunin fyrir hönd þeirra Solveigar, og sagði m.a. að enda þótt þær kynnu báðar vel að meta verðlaunin, þá væri þó mest um vert, að Fræðsluráð viðurkenndi og mæti barnabækur. í ár var verðlaunaupphæð fyrir frum- samda barnabók 75 þús. krónur, en þýðingarverðlaunin 40 þús. kr. Við afhendinguna sagði Birgir Isl. Gunnarsson, að veiting verð- launa fyrir beztu frumsömdu og bezt þýddu barnabókina hefði á sínum tíma verið hugsað sem svar við þeirri gagnrýni, að barnabæk- ur væru síður metnar og siður til þeirra vandað en bóka, sem ritað- ar eru fyrir fullorðna, og sem hvatning til höfunda og þýðenda til að vanda verk sín. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLYSINGA- SÍMINN RR: 22480 VEITIDITHYGLI • • • STÓRKOSTLEGU ÚRVALIAF NÝJUM VÖRUM, SEM TEKNAR VORU UPPÍDAG TD.: í\ *r •— Wí Pjtí I % i i Ú p-f l □ BLÚSSUR OG BOLIR í OFSALEGU ÚRVALI BÆÐI STUTTERMA OG LANGERMA □ RÚLLUKRAGABOLIR ÞUNNIR — MJÖG FAL- LEGIR LITIR □ SJÖL OG PRJÓNASILKITREFLAR □ ÞUNNIR SPORTJAKKAR DÖMU OG HERRA ÚR KAKHI. □ KÁPUR □ HERRAFRAKKAR □ STAKIR TERYLENE & ULLARBUXUR í MJÖG FALLEGUM LJÓSUM LITUM □ FLAUELSFÖT DÖMU OG HERRA □ MJÖG FALLEGIR BLAZER JAKKAR HERRA □ GALLABUXUR UFO □ LJÓS FÖT M/VESTI □ EINLITAR HERRASKYRTUR □ DÖMU OG HERRASKÓR □ NÝ PLÖTUSENDING Þ. Á M. ELTON JOHN □ OMFL.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.