Morgunblaðið - 30.05.1975, Síða 15

Morgunblaðið - 30.05.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 15 U-2 njósnavél hrap ar við járntjaldið Washington 29. mai — Reuter BANDARtSK njósnavél af gerð- inni U-2 hrapaði til jarðar f Vest- ur-Þýzkalandi í dag, aðeins um 135 km frá austur-þýzku landa- mærunum. Var vélin að reyna nýjan rafeindaútbúnað, að því er heimildir innan bandarfska varnarmálaráðuneytisins hermdu í kvöld. Flugmaðurinn komst heilu og höldnu til jarðar í fall- hlff. Bandaríski flugherinn lagði áherzlu á, að vélin, sem er ein af Meiri olía finnst á svæði Dana í Norðursjó Kaupmannahöfn 29. maí Reuter DANSKT fyrirtæki hefur kunn- gert um nýjan olíufund á yfir- ráðasvæði Dana á olíuleitarsvæð- unum í Norðursjó. A.P. Möller, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði að rannsóknir á stað þessum sem er kallalur N-2 væru mjög örvandi og mætti framleiða um 500 þúsund til milljón tunnur af olíu á ári. Rannsóknir fóru fram á 2.289 m dýpi. fimm slfkum sem bækistöð hafa í Bretlandi, hefði aðeins verið f til- raunaferð, hefði ekki haft ljós- myndaútbúnað og engin vopn. Talsmaður neitaði því að hún hefði verið í njósnaferð til Austur-Þýzkalands. Orsök slyss- ins er ókunn. Kosið í Finnlandi í september Helsingfors 29. maí — NTB FULLTRUAR flokkanna fjögurra í finnsku samsteypu- stjórninni lögðu í dag til að Kekkonen, forseti, boðaði til kosninga f haust, og telja flest- ir að þær verði 21. eða 22. september. Rfkisstjórnin hefur lýst sig reiðubúna til að segja af sér, en líkur benda til, að nokkrir dagar muni a.m.k. líða áður en hún lætur form- lega af völdum, þar eð Kekkon- en telji að þingið þurfi að vinna áfram að mikilvægum málum. Því mun stjórnin ekki segja af sér fyrr en þinglausn- ir fara fram, og þá fyrst mun skýrt opinberlega frá kjördegi. Miklar ör- yggisráð- stafanir — vegna komu Fords til Madrid Madrid 29. maí — AP ÖRYGGISRÁÐSTAFANIR í Mad- rid vegna komu Fords Banda- ríkjaforseta til Spánar á laugar- dag eru umfangsmeiri en nokkur dæmi eru til um þar i landi, og er Iögreglan sögð hafa handtekið marga menn f öryggisskyni. Hundruð fbúða og verzlunar- húsnæðis á leið þeirri sem Ford og Franco einræðisherra munu aka hafa verið grandskoðuð, og lögreglan hefur beðið eigendur að tæma hús sín og láta húsvörðum í té lyklana. Ýmis stjórnmálasam- tök hafa lýst mikilli andstöðu við komu Fords, og falangísk æsku- lýðssamtök hafa hvatt til mót- mælaaðgerða. Ný fóstureyðing- arlöggiöf í Noregi — og einn biskup hefur þegar sagt af sér í mótmœlaskyni 0 NORSKA stórþingið sam- þykkti f kvöld umdeilt fóstur- eyðingarfrumvarp sem lög og skömmu eftir að frétt barst um samþykkt þess sagði Ler Lönning, einn af tfu Noregs- biskupum, af sér f mótmæla- skyni og segir AP- fréttastofan að til fleiri ámóta tfðinda kunni að draga, þar sem flestir forystumenn kirkjunnar hafa lýst sig andvfga nýju löggjöf- inni. Norska löggjöfin gerir ekki ráð fyrir, að fóstureýðing sé heimil óskoruð að ósk konu, heldur eru tveir læknar sem hafa úrslitavald um hvort leyfi er veitt. Nýju lögin eiga þó að tryggja konum meira öryggi í þessum málum en verið hefur og einfalda framgang málsins frá þvf að kona óskar eftir þungunarrofi. Kona sem fær neitun getur sfðan áfrýjað til nefndar og á að sitja f henni að minnsta kosti einn félagsráð- gjafi. Þá er gert ráð fyrir að nú megi taka með í reikninginn félagslegar aðstæður konu sem forsendu leyfis til fóstureyðing- ar en samkvæmt fyrri lögunum var aðeins tekið mið af læknis- fræðilegum ástæðum. Enda þótt þarna hafi nokkur rýmkun verið gerð segir AP- fréttastofan að eftir sem áður muni verða mjög erfitt að fá löglega fóstureyðingu í Noregi. Mjög miklar deilur haf a verið um frumvarpið og mörgum þótt það ganga of langt i „frjáls- ræðisátt." Jafnaðarmanna mannaflokk- ur Trygve Bratteli, sem lagði fram frumvarpið, leggur á- herzlu á, að með þessu verði fóstureyðingar svo til frjáls- ar, en um það eru skiptar skoðanir. Lönnig biskup, sem sagði af sér f mótmælaskyni við sam- þykkt frumvarpsins, hvatti í út- varpsviðtali prestastétt lands- ins til að sýna samstöðu og þjóna áfram guði en ekki rfkinu. Herinn sker upp herör gegn öfgahópum í Portúgal: Mörg hundruð Maó- istar handteknir Rebublica komið út á ný Lissabon 29. mai AP — VELVOPNAÐAR Reuter herlögreglu- Grechko gagnrýn- irVesturlönd Moskva 29. maí AP. VARNARMALARAÐHERRA Sovétrfkjanna Andrei Grechko bar Vesturlöndum það á brýn f dag að þau gerðu ekKert til að draga úr spennu I Suðaustur- Asfu, Miðausturlöndum og á Portúgal skarst úr leik á OECD-fundi PORTUGAL skarst úr leik í dag á ráðherrafundi Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu, OECD, í Brtissel, er efnahagsmálaráð- herra landsins, Mario Mureira, tilkynnti, að Portúgalar myndu ekki taka þátt f endurnýjun sam- komulags um að draga úr við- skiptahömlum. Sagði ráðherrann, að Portúgalar yrðu að draga mjög úr innflutningi vegna minnkandi gjaldeyrisforða, sem lækkaði um 440 milljónir dollara á fyrstu fjór- um mánuðum ársins. Hann bað um skilning OECD-landa á þess- um aðgerðum Portúgala, og kvað áhrif þeirra ekki skipta miklu máli þar eð aðeins 0,5% viðskipta á OECD-svæðinu færu um Portú- gal. Hins vegar samþykktu öll hin aðildarlöndin að endurnýja þetta samkomulag, og lýstu þau í yfir- lýsingu fundarins fullvissu um að stefna þeirra myndi leiða til batnandi atvinnu- og efnahags- ástands í Evrópu. eystri hluta Miðjarðarhafsins. Sagði hann að fhlutunar- og yfir- gangsstefnan hefði hvergi látið á sjá og segja mætti að þau reyndu þvert á móti að viðhalda og jafn- vel auka á erfiðleika og spennu f þessum heimshlutum. Grechko sagði að Vesturlönd væru á kafi í vfgbúnaðarkapp- hlaupi og ekkert benti til að þau væru að draga úr vopnabúnaði sfnum né uppbyggingu þungra og langdrægra vopna. Er talið að með þessum orðum sfnum hafi Grechko átt við þau orð sem James Schlesinger, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, lét falla nýlega um liðsafla Atlantshafs- bandalagsins í Mið-Evrópu. Þá hafa Sovétmenn einnig gagnrýnt tilraunir Schlesingers til að fá Evrópuríki til að verja meira fé en áður til varnarmála. Þá sagði Grechko það lfka augljósa ætlun „heimsvaldasinna" að koma upp breiðfylkingu sem væri andsnúin Sovétríkjunum og fá Kínverja á einhvern hátt inn f þá fylkingu. sveitir réðust I dag til atlögu við öfgasinnaðan maóistaflokk, Hreyfinguna fyrir endurskipu- lagningu öreigafiokksins, MRPP, gerðu húsleit I skrifstofum hans allt frá Coimbra í Mið-Portúgal til hafnarborgarinnar Setubal á suðurströndinni, handtóku 200—500 manns og gerðu mörg bflhlöss af bæklingum og búnaði upptæk. Það var herlögreglan, Copcon, sem gerði áhlaupin, og í Lissabon réðst hún með skothríð inn i aðalstöðvar flokksins undir forystu Jaimc Neves, ofursta, sem MRPP sakaði nýlega um að vera fasista og þátttakanda í mis- heppnuðu byltingartilrauninni f marz s.I. Þá gáfu hlaðamcnn úr hópi jafnaðarmanna I kvöhl út fyrsta tölublaðið af málgagni flokksins, Republica, eftir lokun- ina 20. maí. Hinir handteknu voru fluttir til Caxiasfangelsisins utan við Lissa- bon, sem eitt sinn var notað af einræðisstjórninni sem steypt var í byltingunni í fyrra. Að sögn Copcon er tala hinna handteknu 200, en talsmenn flokksins sögðu að talan væri fremur 5—600, þ.á m. aðalritari flokksins, Arnaldo Matos. Atti siðar að flytja fangana til Berlengaseyja undan strönd Mið-Portúgals, að sögn talsmann- anna. Copcon sagði að með þessu væri verið að hegna þeim sem báru ábyrgð á töku og mis- þyrmingum þriggja hermanna sem MRPP kvað vera fasista, og virtust handtökurnar vera eins konar hefnd eftir að fregnir bárust um það f gær, að einn mannanna þriggja hefði verið al- varlega pyndaður af flokksmönn- um MRPP. Flokkur þessi hefur haft sig mjög í frammi i Portúgal, og sagði Copcon, að hann hefði sifellt ögrað yfirvöldum. Flokkurinn hefur ráðizt bæði á kommúnista og herforingjahreyfinguna, og gert aðsúg að bandaríska sendi- ráðinu. Honum var bannað að taka þátt í kosningunum i fyrra mánuði, og kommúnistar eru sagðir hafa lagt hart að hernum að banna flokkinn með öllu. I gærkvöldi hylltu 10.000 kommúnistar herforingjastjörn- ina á svölum forsetahallarinnar. Við byggjum Gamanleikurinn góðkunni sýndur í Austurbæjarbíói til ágóða fyrir Húsbyggingarsjóð Leikfélagsins. Skemmtið ykkur og hjálpið okkur að byggja leikhús. M iðnætursýning í Austurbæjarbíói laugardagskvöld kl. 23.30. Aðgöngumiðasalan í Austurbæjarbiói er opin frá kl. 16.00 í dag. Sími 11384. Við byggjum leikhús

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.