Morgunblaðið - 30.05.1975, Page 25

Morgunblaðið - 30.05.1975, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 25 fclk í fréttum Ferðin „út í bláinn ” segja dönsku blöðin + I danska dagblaðinu AKTU- ELT er skýrt frá einkennilegri ferð hennar hátignar Margrétar drottningar og manns hennar, Hinriks prins, til Sovétríkj- anna nú á dögunum. Þar segir að þegar þau hafi lagt frá bryggju um borð í „Dannebrog" hafi verið með öllu óvfst um tiihögun ferðarinnar. Burtséð frá því að þau ætiuðu að heim- sækja Leningrad — Moskvu og Tbilisi var engin áætiun til yfir ferðina sem dagblaðið nefnir „ferðina út í bláinn“. Þar er einnig talað um að yfirleitt sé það venja að þegar látið sé nið- ur í töskurnar fyrir svona ferð- ir þá sé það gert með hliðsjón af ferðaáætluninni — en hér hafi hún ekki verið til svo að um hafi verið að ræða hálf- gerða handahófspökkun; sitt lítið af hverju. Þegar „Danne- brog“ lagði frá bryggju var Hinrik prins í einkennisbún- ingi sem yfirhöfuðsmaður flotadeildar, en hann mætti vera viðbúinn því að þurfa að nota dökk föt mestallan tíma heimsóknarinnar; þannig vildu rússarnir hafa það. Kjóll og hvítt væri ekki notað i Sovét- ríkjunum eftir byltingu, og nú væru einkennisbúningar ekki i tízku_ þar heldur. Allavega verða þau hjónin og þeirra fylgdarlið reynslunni ríkari, nefnilega að ferðast óundirbú- ið til annarra landa. + Jóakim litli prins grét þegar mamma og pabbi fóru að heiman. Meistari í póker + Það var sjómaðurinn Brian Roberts sem sigraði í heims- meistarakeppninni í póker sem fram fór í Las Vegas nú fyrir skömmu: 21 pókerspilari tók þátt f keppninni, hver um sig var með 10.000 dali sem sjóð, og síðan var spilað þangað til einn hafði unnið alla fúlguna. Eins og við sjáum á meðfyigjandi mynd þá er það Brian sem er að sópa að sér peningunum og áhorfendur horfa andaktugir á þennan pókermcistara. Brian sagði eftir keppnina að hann hefði gaman af að spila flest spil þar sem peningár væru í boði, það eina sem máli skipti væru hversu hár „potturinn" væri. Gefur tvíbura- systur nýra . . . + Tvíburasysturnar Barbara og Carol Searing (vinstra megin á myndinni) eru mjög háðar hvor annarri. Þær búa í Home wood, Illinois í Bandaríkjun- um, og þar gangast þær þann 23. júní undir aðgerð sem teng- ir þær enn nánar. Barbara þjá- ist af meðfæddum nýrnasjúk- dómi og hefur verið í stöðugum rannsóknum og læknismeðferö sem vonandi verður ekki leng- ur nauðsynlegt eftir aðgerðina 23. júní, því þá verður annað nýra systur hennar, Carol, grætt í hana. Læknar Barböru halda því fram að þar sem þær séu tvíburar eigi ekki að vera nein hætta á að lfkami Barböru hafni nýranu. ölbreytt úrval af buxum í mörgum efnum, sniðum og litum ^ÞIÐ TAKIÐ RÉTT SPORo c7WEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA I VORo Málarinn á þakinu velur alkydmdlningu með gott veðrunarþol. Hann velur ÞOL fró Mólningu h.f. vegna endingar og nýtni. Einn líter af ÞOLI þekur um það bil 10 fermetra. Hann velur ÞOL fró Mólningu h.f. vegna þess að ÞOL er framleitt í 10 fallegum staðallitum, — og þegar kemur að mólningu á gluggunurn, girðingunni og hliðunum, blandar hann litina samkvæmt nýja ÞOL litakortinu. Útkoman er: fallegt útlit, góð ending. Mólarinn á þakinu veit hvað hann syngur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.