Morgunblaðið - 10.06.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 1975
Nærri 40 þúsund
manns í verkfall
takist samningar ekki
YFIR sjötíu verkalýðsfélög um
allt land höfðu í gær sent Vinnu-
veitendasambandi Isiands til-
kynningu um verkfallsboðun og
lætur nærri að launþegar innan
þessara félaga séu um 85% félaga
I Alþýðusambandi tslands eða
upp undir 40 þúsund manns. Fé-
lögin á Stór-Reykjavíkursvæðinu
hafa öll boðað verkfall frá og með
11. júní að frátöldu Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur sem
boðað hefur verkfall frá og með
18. júní, en úti á landi er fyrsti
verkfallsdagurinn dálftið breyti-
legur — á Suðurnesjum er hann
t.d. 13. júnf, á Snæfellsnesi 15.
júní, og á Vestfjörðum 13. júnf. A
austanverðu Norðurlandi og all-
flestum stöðum á Austfjörðum
byrjar verkfallið 11. júnf en á
Suðurlandi ýmist 11. eða 12. júní,
hafi samningar ekki tekizt fyrir
þann tfma.
Hinn 11. júní hefst þannig verk-
fall í Reykjavík og nágranna-
bæjum. Það eru Verkalýðsfélögin
Dagsbrún og Framsókn, Tré-
SV-land, Norður-.
land og A ustfirðir
ll.júní, Suðurnesja-
menn og Vestfirð-
ingar lS.júní
Sókn frestar
verkfalli
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
fresta boðuðu verkfalli
Starfsstúlknafélagsins
Sðknar fram til miðviku-
dagsins 18. júní n.k.
Guðmunda Helgadóttir for-
maður Sóknar sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær, að þetta
hefði verið ákveðið á fundi með 9
manna samninganefndinni síðast-
liðinn föstudag og með þeim skil-
yrðum að ekki þyrfti að boða
verkfall á ný.
Af þessum sökum kemur því
ekki til neinna stöðvana á sjúkra-
húsunum og fleiri stöðum, þar
sem félagar Sóknar munu starfa,
næstu daga.
smiðafélag Reykjavíkur, Iðja,
félag verksmiðjufólks í Reykja-
vik, Hlff í Hafnarfirði, Verkalýðs-
félag Akraness auk landsfélaga,
svo sem Félags járniðnaðar-
manna, Rafiðnaðarsambands Is-
lands, Félags bifvélavirkja, blikk-
smiða og bflamálara, Mjólkur-
fræðingafélag íslands og ASB-
félag afgreiðslustúlkna i brauð-
og mjólkurbúðum. Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur boðar
hins vegar verkfall hinn 18. júni.
Rafiðnaðarsamband Suður-
nesja fylgir hins vegar ekki lands-
sambandinu heldur boðar verk-
fall 13. júní eins og önnur verka-
lýðsfélög á Suðurnesjum, svo sem
Framhaid á bls. 35
MUNAÐARNES —
Munaðarnesi.
Munaðarnes:
Séð yfir matstofu
þjónustumiðstöðvarinnar
Ljósm. SJ.
24 ný orlofshús tekin í
notkun um næstu helgi
UM NÆSTU helgi verða tekin f |
notkun 24 ný orlofshús f
Munaðarnesi f Borgarfirði. Verða
orlofshús á þcssum stað þá orðin
alls 68 og öll f eigu aðildarfélaga
BSRB. Ekki eru fyrirhuguð fleiri
orlofshús á þessum stað að sinni,
að sögn forráðamanna BSRB, sem
sýndu fréttamönnum staðinn og
aðstæður þar um s.l. helgi.
30 Volvoar seldust
sem heitar lummur
BIFREIÐAINNFLYTJENDUM
ber nú saman um að bifreiðasalan
hafi tekið ofurlftinn fjörkipp í sl.
viku. Telja þeir að hann megi að
íslendingar flykkjast
suður til sólarlanda
FYRIRSJAANLEGT er að mikill
fjöldi tslendinga muni halda til
sólarlanda nú í sumar. Sam-
kvæmt upplýsingum sem Morg-
unblaðið hefur aflað sér eru mikl-
ar bókanir hjá stærstu ferðaskrif-
stofunum f þessar ferðir, og að
sögn Guðna Þórðarsonar í Sunnu
lf‘ur út fyrir að ferðamannafjöld-
inn suður eftir verði sfzt minni en
t.d. f fyrrasumar. Að þvf er Ing-
ólfur Guðbrandsson í Utsýn sagði
Mbl. ber hins vegar að hafa hug-
fast f þessu sambandi, að ferða-
skrifstofurnar hafa lækkað
þessar ferðir sínar töluvert frá
því sem upphaflega var ráð fyrir
gert, þannig að hagnaðarvon
þeirra vegna þessa reksturs er
þannig töluvert minni en undan-
farin ár.
Samkvæmt þeim upplýsingum
er Ingólfur Guðbrandsson veitti
Morgunblaðinu var uppselt í síð-
ustu ferðir Otsýnar til Spánar og
Italíu en þar dveljast nú um 400
Framhald á bls. 35
nokkru leyti rekja til árstfmans
og einnig verkfallsins, þar eð
menn þykjast sjá fram á enn
harnandi tíma að þvf loknu og
telji því ráðlegast að leggja í
þessa f járfestingu þegar f stað.
Gunnar Ásgeirsson hjá Velti
tjáði Morgunblaðinu, að hann
hefði orðið var við að heldur
lifnaði yfir sölu notaðra bíla, en
Veltir hefði þó nýverið selt 30
nýja Volvo bíla og ekki verið í
neinum vandræðum að koma
þeim út. Þá eftirspurn hafi að
vísu mátt rekja til þess, að Veltir
hefði fengið um 300 þúsund
króna verksmiðjuafslátt á þessar
bifreiðar, þannig að þær kostuðu
um 1700 þúsund krónur í stað 2ja
Framhald á bls. 35
Jafnframt fjölgun orlofshúsa í
Munaðarnesi hefur verið unnið
að því að bæta aðstöðu alla fyrir
dvalargesti. Þjónustumiðstöð hef-
ur verið stækkuð og þar er m.a.
matsala með sjálfsafgreiðslusniði
sem mun taka 160 manns f sæti
þegar hún verður fullbúin. Þang-
að er öllum heimilt að koma,.
ferðamönnum jafnt sem dvalar-
gestum í Munaðarnesi. Fyrirhug-
að er útibú frá Kaupfélagi Borg-
firðinga þannig að dvalargestir
geta bæði keypt tilbúnar máltíðir
eða eldað sjálfir ef þeir kjósa
heldur.
Yfir sumartfmann er hvergi
nærri hægt að fullnægja eftir-
spurn eftir dvöl í Munaðarnesi og
hefur dvalartíminn smá saman
verið að lengjast. Þá hefur það
farið f vöxt að BSRB leigi félags-
samtökum aðstöðuna f Munaðar-
nesi fyrir ráðstefnuhald utan hins
venjulega orlofstfma.
Mismunandi viðbrögð ferða-
skrifstofa við verkfallinu
Nauðgunarmálið:
Tveir piltar úrskurðaðir
í 20 daga gæzluvarðhald
TVEIR piltar, 17 og 19 ára
gamlir, voru í gær úrskurðaðir f
20 daga gæzluvarðhald hvor
vegna gruns um að þeir hafi
nauðgað 25 ára stúlku f
Reykjavík aðfararnótt s.l. laugar-
dags. Yngri pilturinn hefur viður-
kennt verknaðinn en sá eldri neit-
ERUÞEIR
AÐ
FÁ’ANN?
Miðfjardará
Benedikt á Staðarbakka
skýrði okkur frá því, að veiði f
Miðfjarðará hefði byrjað 6. júní
og veiddust 9 laxar fyrsta
daginn, allt vænir fiskar. A há-
degi í gær voru 25 laxar komnir
á land, en veitt er með 6 stöng-
um. Benedikt hafði eftir veiði-
mönnum að talsvert mikill
fiskur væri kominn í ána, en
slíkt er fremur óvenjulegt á
þessum árstíma.
Norðurá
Veiði hefur glæðzt mikið í
Norðurá síóustu daga og síðasta
holl, sem var við veiðar í ánni1
fékk 44 Iaxa. Alls hafa nú feng-
izt 90 laxar úr Norðurá, frá því
að veiðin hófst þar 1. júní s.l.
Þyngsti laxinn, s&m fengizt
hefur í ánni í sumar reyndist
vera 20 pund og veiddist hann á
maðk. Þennan fallega lax fékk
Guðlaugur Bergmann kaup-
maður.
Framhald á bls. 35
ar þvf að um nauðgun hafi verið
að ræða og kveður samfarir sfnar
og stúlkunnar hafi farið fram
með hennar vilja. Það er Saka-
dómur Reykjavíkur sem hefur
rannsókn þessa nauðgunarmáls
með höndum.
Stúlkan kom til lögreglunnar
síðdegis á laugardag og kærði
nauðgunina. Sagðist hún hafa
verið á gangi á mótum Laugaveg-
ar og Vegamótastígs á þriðja
timanum nóttina áður og hafi hún
verið á leið heim til sín í Þingholt-
in. Umræddir piltar hafi þá komið
til sfn og verið með ljótt orðbragð.
Hafi þeir síðan neytt sig inn á
Framhald á bls. 35
Verkfall V.R.
18. júní
VEGNA formgalla á ákvörðun
um vinnustöðvun 11. júnf og
athugasemdar eins viðsemjenda
Verzlunarmannafélags Reykja-
vfkur þar um var samþykkt á
fundi f trúnaðarmannaráði V.R.
6. júní að vinnustöðvun sem
boðuð hafði verið 11. júnf komi
til framkvæmda frá og með mið-
vikudeginum 18. júnf nk.
(Fréttatilkynning frá V.R.)
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér f gær
til forráðamanna stærstu ferða-
skrifstofanna og spurðist fyrir
um hver yrðu viðbrögð ferðaskrif-
stofanna vegna hinna fjölmörgu
farþega er dveljast suður f lönd-
um, ef til allsherjarverkfalls
kemur f vikunni.
Ingólfur Guðbrandsson for-
stjóri Utsýnar tjáði Morgunblað-
inu, að f reynd reiknaði ferða-
skrifstofan alls ekki með að stöðv-
un yrði á flugi af völdum verk-
falls og áætlaði ferðir suður á
bóginn 15., 16., og 18. þm. Fullt
væri í allar þessar ferðir og úti á
Spáni og Italfu dveldust nú um
400 manns sem ættu að fara heim
með flugvélum fyrrgreinda daga.
Ef hins vegar til allsherjar verk-
falls kæmi og flugmenn semdu
kvaðst Ingólfur hins vegar hafa
skrifað Flugfélagi Islands bréf og
óskað eftir því að fundin yrði
lausn á þessu vandamáli, t.d. með
þeim hætti að eldsneyti yrði tekið
í Skotlandi sem nægja myndi þot-
um Fl, til að komast til og frá og
farþegarnir bæru töskur sfnar
sjálfir í land. Ingólfur kvaðst ekki
eiga von á að verkfallsmenn
reyndu að hindra slikt og benti á
að t.d. á Italíu léti verkalýðshreyf-
ingin slíkt ávallt afskiptalaust f
verkföllum þar um slóðir. Kvaðst
Ingólfur raunar ekki sjá hvers
hagur það væri að hindra fólk f að
njóta sumarleyfa sinna.
Guðni Þórðarson í Sunnu sagði
að á vegum ferðaskrifstofunnar
væri f jölmargt manna nú í útlönd-
um, — á þremur stöðum á Spáni
og einnig í Kaupmannahöfn.
Hvað gerðist ef verkfall skylli á
kvað Guðni enn óráðna gátu en
hann átti þó von á að heimild
fengist til að flytja fólkið heim,
sem erlendis dveldist þegar til
verkfallsins kæmi. Guðni sagðist
hins vegar ekki hafa á prjónunum
neinar áætlanir um breytta til-
högun vegna verkfallsins og vera
undir það búinn að þurfa allt eins
að hætta við ferðir af þeim sök-
um. Sunna myndi virða allar regl-
ur f verkfallinu og ekki bregða út
af þeim nema með leyfi og í fullu
samráði við verkfallsaðila.
Pétur Helgason hjá Úrvali sagði
að í athugun væri hjá ferðaskrif-
stofunni hvernig bruðizt yrði við
ef til verkfalls kæmi en um þessar
mundir eru um 130 manns erlend-
is á vegum Úrvals.
4 samningafundir
hófust í gærkveldi
SAMNINGAFUNDIR hófust í
gærkveldi milli ASI og vinnuveit-
enda og byrjaði fundurinn
klukkan 21. Jafnframt hófst
fundur með samninganefnd
verzlunarmanna og við-
'semjendum þeirra. Einnig var
fundur í kjaradeilu flugmanna og
Flugleiða h.f. Loks hófst fundur
með mjólkurfræðingum í gær-
kveldi klukkan 20.30.
Verkalýðs-
foringjar
í útlöndum
ENDA þótt verkfall eigi að
skella á um miðnætti hafa
tveir af helztu verkalýðsfor-
ingjum Alþýðubandalagsins
haldið til útlanda og munu
sitja ráðstefnu t Finnlandi.
Eru það Jón Snorri Þorleifs-
son og Benedikt Davfðsson.
A.m.k. annar þeirra mun
hyggja á sumarleyfi að ráð-
stefnunni lokinni.