Morgunblaðið - 10.06.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.06.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 1975 i n Morgunstund með Gísla Halldórssyni og starfsfólki ÍSÍ INNAN vébanda lþróttasam- bands Islands eru rútnlega 50 þúsund manns og eru samtökin þvf einhver fjölmennustu félaga- samtök hér á landi. Höfuðvfgi ISl er f Iþróttamiðstöðinni f Laugar- dal og þangað lögðu Morgunblaðs- menn leið sfna á föstudaginn f sfðustu viku. Ætlunin var að k.vnnast nánar innviðum stofnun- arinnar, fræðast um hið daglega starf með rabbi við starfsfólk sambandsins og Gfsla Halldórs- son forseta tSl. Þau eru fjögui sem starfa allan daginn hjá ÍSl. Hermann Guðmundsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri frá því 1951 og var áður varaforseti ISl, en fannst það ekki eiga saman að sitja í stjórninni og vera starfs- maður um leið. Sigurður Magnús- son er skrifstofu- og útbreiðslu- stjóri ISI og hefur starfað hjá ISl síðastliðin 4 ár. Sigurður hafði þó áður haft með höndum forystu- starf í íþróttahreyfingunni. Hann var framkvæmdastjóri ÍBR 1948—53 og i stjórn HKRR. Siðan sneri hann sér að verzlunarstörf- um og vann við þau í 17 ár eða þar til hann kom til ISt fyrir fjórum árum. Tvær skrifstofustúlkur eru í starfi hjá tSÍ, þær Jóhanna Þor- steinsdóttir og María Ragnars- dóttir. Þegar okkur bar að garði voru þær önnum kafnar, önnur vélritaði bréf til menntamálaráð- herra, þar sem ISl fór fram á aukin fjárframlög, og hin vann að því að fjölrita ársskýrslu Körfu- knattleikssambandsins. Gisli Halldórsson forseti ISl rekur eigið fyrirtæki og vinnur aðeins í sjálfboðavinnu fyrir sam- bandið, en þær eru ótaldar stundirnar sem hann fórnar fyrir ISI. Gisli gaf sér tíma til að setjast niður og rabba við Morgunblaðs- menn yfir kaffibolla á föstudag- inn, en Gisli, sem nýlega er orð- inn sextugur, hefur verið forseti ISI frá því 1962. Aður var hann formaður Iþróttabandalags Reykjavíkur. KAFNAR NORÐUR- LANDAÞINGIÐ I VERKFÖLLUM? Starfið undanfarna daga hefur einkum beinzt að undirbúningi fyrir Norðurlandaþing iþrótta- leiðtoga, en það á að halda hér á landi um miðjan mánuðinn. Hefur mikið starf verið unnið f þessu sambandi, en nú er útlit fyrir að fresta verði þinginu vegna yfirvofandi verkfalla og þá morgunstund sem við dvöldum hjá ISl f íþróttamiðstöðinni hafði framkvæmdastjórinn samband við kollega sína á hinum Norður- löndunum og tjáði þeim hvernig málin stæðu. Dagskipunin fyrir þá þremenningana, Gisla, Hermann og Sigurð, var ströng og meðal annarra verkefna var fundur með Ölympiunefnd, ferð austur á Laugarvatn vegna íþróttamið- stöðvarinnar þar, undirbúningur og þá breytingar á áætlun Norðurlandaþingsins, bréfaskrift- ir og ársskýrsla Körfuknattleiks- sambandsins. Auk þess að sinna Morgunblaðsmönnum og margs annars. GJÖRBREYTT AÐSTAÐA EFTIR TILKOMU IÞRÓTTAMIÐSTÖÐVANNA Iþróttamiðstöð I Laugardalnum hefur gjörbreytt allri aðstöðu Iþróttasambands Islands. ÍSÍ hefur þar skrifstofur sínar og fundarherbergi. 12 sérsamband- anna af 15 leigja þar húsnæði fyrir starfsemi sina og Knatt- spyrnusambandið á þar sitt eigið, mjög gott húsnæði. Með tilkomu Iþróttamiðstöðvarinnar hafa sér- samböndin fengið fastan sama- stað, en áður hefðu mörg þeirra ekki i neitt hús að venda og voru nánast með starfsemi sína á göt- unni. Gísli Halldórsson sagði að þó svo að íþróttamiðstöðin í Laugardalnum gerði í dag meira en að hýsa starfsemi ISI og sér- sambandanna þá væri ljóst að vélrita ársskýrslu körfuknattleiks- manna. innan nokkurra ára þyrfti ISl enn að bæta við sig. Á Laugarvatni á íþróttasam- bandið efri hæð heimavistarhús- næðis íþróttakennaraskólans og með samningi við yfirvöld menntamála tryggði ISl sér af- notarétt af húsnæði Iþrótta- kennaraskólans og íþróttavall- anna á Laugarvatni yfir sumar- tímann. I fyrrasumar voru þar yfir 3500 dvalardagar og búizt er við að aðsóknin þangað verði i sumar í algjöru hámarki. TRIMMHERFERÐIN TÖKST EKKI SEM SKYLDI Fyrir fjórum árum hleypti Iþróttasambandið af stokkunum mikilli trimmherferð. Arangur í þessari herferð hefur því miður að mörgu leyti ekki orðið eins góður og búizt hafði verið við. Þó svo að „fþróttir fyrir alla“ hafi verið vel tekið af forystumönnum í iþróttahreyfingunni og sömu- leiðis af almenningi þá skorti mannskap til að taka að sér fram- kvæmdir og skipulagningu. Forystumenn þessarar herferðar telja þó ótviræðan árangur hafa komið fram með aukinni aðsókn að sundstöðunum stöðugt vaxandi áhuga á skíðaíþróttinni og síauk- inni eftirspurn eftir iþróttahús- um. — Því miður hefur ekki tekizt að gera trimmið að sjálfstæðri grein innan íþróttahreyfingarinn- ar, sagði Sigurður Magnússon, sem haft hefur veg og vanda af skipulagningunni. — En við viss- um þegar í upphafi að við vorum að byrja á starfi sem engan enda hefur og starfið er i fullum gangi. Iþróttaforystan hefur nóg á sinni könnu í sambandi við keppnis- íþróttirnar og ræður ekki við þessa viðbót sem almennings- íþróttirnar eru. Við þurfum að fá nýja leiðtoga í þessa grein og nú vinnum við að því að gera al- menningsíþróttirnar að afli I skólunum og vonandi tekst okkur að stofna nýtt sérsamband innan ISl sem hefur á sinni könnu skólaíþróttir. HUSNÆÐISLEYSI HÁIR STARFSEMINNI Iþróttasambandið gerði í vetur áætlun um byggingar íþrótta- mannvirkja. I skýrslu um þá áætl- un leggur ISl til að á næstu árum verði byggð 27 ný iþróttahús sem verði 22x40 metrar að lengd. Sömuleiðis er f skýrslunni lagt til að nokkrar sundlaugar verði á næstu árum byggðar og þá hafðar 25 metrar á lengd í stað 16 % eins og hingað til hefur verið algeng- ast. ' — Við rekum okkur á það haust eftir haust að iþróttafélögin verða að úthýsa fjölda áhugasamra iðk- enda, sagði Gísli Halldórsson. I þessum tillögum okkar um bygg- ingu íþróttamannvirkja leggjum við áherzlu á þrjú atriði, það er að öll nýju mannvirkin þjónað Jóhanna Þorsteinsdóttir gaf sér tlma til að líta upp og brosa þó mikið vasri að gera við fjölritunina. iþróttafélögunum, skólunum og síðast en ekki sízt almenningi. Við vonumst til að tekið verði tillit til óska okkar því ljóst er að nauðsyn krefst þess að fleiri og stærri hús verði byggð. Það er sama hvar drepið er niður fæti, íþróttahúsin á stöðunum eru I stöðugri notkun og færri komast að en vilja, sagði Gísli. MISMUNANDI DUGUR I HÉRAÐSSAMBÖNDUNUM Eitt af verkefnum Hermanns framkvæmdastjóra er að sjá um Texti: Ágúst I. Jónsson Myndir: Friðþjófur Helgason. samband ISI við héraðssambönd- in. Sagði Hermann að yfirleitt gengju þau samskipti snurðulaust fyrir sig og stærsti hluti héraðs- sambandanna væri mjög dugandi. Svo væru önnur sem væru dauf- ari og það væri greinilegt að þau sem hefðu ráð á að ráða sér fram- kvæmdastjóra til starfa væru mun virkari í iþróttastarfinu. Hér skaut Gísli Halldórsson þvi inn í að auk þess sem íþróttastarf- ið væri gróskumesta æskulýðs- starfið í landinu þá væri iþrótta- starfið mjög gagnlegt í hinni svo kölluðu byggðastefnu. — Sveita- stjórnir ættu að sinna iþrótta- og æskulýðsstarfinu meira þvi það gerir það að verkum að æskufólk- ið helzt frekar heima á hinum minni stöðum. I fyrra var sveitarstjórnum á landinu skrifað bréf þar sem þess var farið á leit að meira fé yrði veitt til iþróttamála. Hafa mörg þeirra tekið vel þessari málaleit- an og mörg þeirra styðja orðið myndarlega við bakið á íþrótta- hreyfingunni á hverjum stað. Aníiars eru fjármálin höfuðverk- ur hjá ISl eins og víðast annars staðar. I haust jók Alþingi þó framlag sitt til íþróttanna á fjár- lögum, en þeir félagar sögðust vona að það væri aðeins skref í rétta átt. GRUNNSKÓLI OG IÞRÓTTIR FATLAÐRA Samkvæmt upplýsingum þeirra ÍSl-manna eru um 8% þjóðarinn- ar með skerta hreyfiorku, eiga við blindu að stríða eða annað, sem dregur úr starfsþreki þeirra. — Okkur fannst þetta of stór hópur, ‘ sem við gerðum ekkert fyrir, sögðu þeir félagar, og ákváðum því fyrir nokkru í samráði við viðkomandi aðila að taka upp á stefnuskrá ISI það sem við köll- Framhald á bls. 21 •t"'U^i^rÚskrif*,®fus*lö'’i ***' *"isii U:ilI(li^rsson, forsetl Isl o* Hermann GuOmundsson, framkvæmdastjóri Isl. Myndina tók Frlðþjðfur fyrir framan bækistöð I Iþróttamiðstoðinni r Laugardal °g baksýn mi sjá mannvirki Laugardalsvallarins. Er með sanni hægt að segja að Laugardalurinn sé nú orðinn höfuðvigi Islenzkra iþrótta. bæði I varðar keppnisaðstoðu og Iþróttlr og stjórnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.