Morgunblaðið - 10.06.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 1975
35
Valurvann
VALUR og Vfkingur léku í 1.
cleild Islandsmótsins í knatt-
spyrnu í gær og var leikurinn
háður á Laugardalsvelli. Valur
sigraði með 1:0 og var það Atli
Eðvaldsson sem skoraði mark
Valsmanna f síðari hálfleik.
Verður CIA-
skýrslan
birt opinberlega?
Washington 9. júní AP.
FORD Bandarfkjaforseti hélt
fund með fréttamönnum um mið-
nættið f nótt, þar sem gert var ráð
fyrir að hann myndi tilkynna, að
skýrsla Rockefellernefndarinnar
um starfsemi CIA, bandarfsku
L'.vniþjónustunnar, yrði birt opin-
berlega. Starfsemi CIA hefur
sætt mikilli gagnrýni f Bandarfkj-
unum undanfarna mánuði og hún
sökuð um njósnir innanlands og
undirbúning að tilraunum til að
ráða þjóðarleiðtoga af dögum þ. á
m. Fiedel Castro forsætisráð-
herra Kúbu. Rockefeller sagði við
fréttamenn fyrir helgi, að rann-
sóknir nefndarinnar sýndu að
aðeins hefði verið um minnihátt-
ar lögbrot að ræða og ekkert f
skýrslunni myndi koma illa við
Ford forseta. Ford eyddi helginni
í að lesa skýrsluna, milli þess sem
hann lék golf f alls 12 klukku-
stundir.
— Nærri 40 þús.
Framhald af bls. 2
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis, Verka-
lýðs- og sjómannafélögin í Gerða-
hreppi og Miðneshreppi og
Verkalýðsfélögin í Hafnarhreppi
ogGrindavík. Félögin á Vestfjörð-
um — Patreksfirði, Þingeyri,
Flateyri, Suðureyri og tsafirði
hafa einnig öll boðað verkföll
þennan dag, föstudaginn 13. júní,
en verkalýðsfélögin á Snæfells-
nesi eru tveimur dögum síðar á
ferðinni og kemur því ekki til
verkfalla í Stykkishólmi, Ólafs-
vík, Hellissandi og Grundarfirði
fyrr en frá og með sunnudeginum
15. júní.
A vestanverðu Norðurlandi er
hins vegar mjög mismunandi
hvenær verkföll hefjast — á
Hofsósi t.d. 11. júní en 12. á
Sauðárkróki og 16. á Skagaströnd.
En allt frá Siglufirði til Raufar-
hafnar hafa verkalýðsfélögin
boðað verkfall frá og með 11. júní
og svo er einnig um flesta staði á
Austfjörðum nema hvað í Borgar-
firði eystra er það boðað frá og
með 12. júni og 13. júní á Seyðis-
firði. Á austanverðu Suðurlandi
hafa allmörg félög boðað verkföll
12. júni, svo sem Verzlunar-
mannafélag Rangárvallasýslu,
Verkalýðsfélagið Rangæingur,
Verkakvennafélagið Snót Vest-
mannaeyjum og Sveinafélag járn-
iðnaðarmanna í Vestmanna-
eyjum, en Verkalýðsfélagið Þór á
Selfossi og Verkalýðsfélag Hvera-
gerðis og nágrennis, Verzlunar-
mannafélag Arnessýslu og fleiri
hafa boðað verkfall frá og með 11.
júní. Þá er þess að geta að 11. júní
hefst einnig samúðarverkfall
Landssambands vörubifreiða-
stjóra.
— íslendingar til
sólarlanda
Framhald af bls. 2
manns á vegum ferðaskrif-
stofunnar. „Um bókanir fyrir allt
sumarið er það að segja, að það er
allt að verða uppselt í þessar 37
leiguflugsferðir sem Utsýn
stendur að“ sagði Ingólfur en
minnti jafnframt á að verðið nú
væri afár lágt og miðaði að því
fyrst og fremst að gera fólki kleift
að komast til sólarlanda þrátt fyr-
ir versnandi efnahagsástand i
landinu.
Guðni Þórðarson i Sunnu tók 1
sama streng. Hann kvað miklar
b'ókanir hjá ferðaskrifstofunni í
sumar og alveg uppselt í næstu
ferðir til Spánar. „Hjá okkur er
ekki laust pláss i ferð fyrr en eftir
hálfan mánuð," sagði Guðni, en
kvað að öðru leyti nokkur laus
sæti vera í ferðir félagsins i júlí.
Aftur á móti væri svo að segja
fullbókað orðið í ferðir Sunnu í
ágúst og september á þá þrjá staði
á Spáni sem Sunna hefur ferðir
til — Mallorka, Costa del Sol og
Costa Brava. Guðni taldi þannig
ljóst að farþegafjöldi Sunnu í
sumar yrði mjög svipaður og í
fyrrasumar.
Pétur Helgason hjá Urvali sagði
að forstöðumenn ferðaskrif-
stofunnar væru mjög ánægðir
með útkomuna það sem af væri
sumri og eftirspurn eftir ferðum
til sólarlanda hefði farið fram úr
björtustu vonum. Kvað hann
margar ferðir á vegum ferðaskrif-
stofunnar til Mallorka senn full-
bókaðar.
— 30 Volvoar
Framhaid af bls. 2
milljóna eins og bílarnir i næstu
sendingu koma til með að gera.
Hjá bifreiðadeild StS höfðu
menn einnig orðið varir við að
ofurlítið hefði lifnað yfir bifreiða-
sölunni upp á síðkastið. StS hefur
auglýst bandariska bíla á hag-
stæðu verði, sem felst í því að hér
er um að ræða sendingu frá fyrra
ári, og er töluverð eftirspurn eftir
þeim.
Hjá Sveini Egilssyni fengum
við svipuð svör. Sala bifreiða
hefur heldur verið að glæðast nú
fyrir verkfallið, og seljast nú í
kringum 20 bifreiðar á viku,
meðan algengast var áður að viku-
lega seldust milli 10 og 15
bifreiðar. Þessi sala er þó hreint
smáræði miðað við góðærin,
þegar iðulega seldust um 70
bifreiðar í viku hverri.
— Nauðgun
Framhald af bls. 2
karlasalerni við Hegningarhúsið
og ætlað að nauðga sér þar. Piltar-
nir hættu reyndar við þá ráðagerð
og dógu stúlkuna með sér upp á
Skólavörðustíg. Fóru þeir með
hana inn í húsagarð og þar var
henni nauðgað af yngri piltinum.
Enn héldu piltarnir af stað með
stúlkuna og neyddu hana til að
koma með sér niður í Þingholts-
stræti þar sem þeir fóru með hana
1 húsagarð og nauðguðu henni
báðir. Eftir það slepptu þeir
stúlkunni en höfðu áður spurt
hana hvort hún myndi nokkuð
kæra til lögreglunnar, og þorði
hún ekki annað en neita því.
Allan tímann sem stúlkan var í
höndum piltanna voru þeir með
hótanir í hennar garð, jafnvel hót-
anir um líflát og gat hún því ekki
hrópað á hjálp. Gripu þeir stund-
um fyrir munn stúlkunnar til að
kæfa hróp.
Eins og vænta mátti var stúlkan
mjög miður sín eftir atburðinn og
kærði hann ekki fyrr en siðdegis
á laugardag. Rannsóknarlögregl-
an í Reykjavík hóf þegar eftir-
grennslan og studdist við smá-
vegis upplýsingar sem stúlkan gat
gefið um piltana. Voru þeir hand-
teknir s.l. sunnudagskvöld á
heimilum sinum í Kópavogi og
færðir í fangageymslur. Voru þeir
yfirheyrðir strax um nóttina og
játaði sá yngri en hinn eldri hefur
neitað að um nauðgun hafi verið
að ræða, heldur hafi samþykki
stúlkunnar til samfaranna komið
til. Rannsókn málsins heldur
áfram og verða piltarnir á meðan
í gæzluvarðhaldi. Þeir voru báðir
ölvaðir umrædda nótt.
—140%
Framhald af bls. 36
mánaðarlaun mjólkurfræðings á
hæsta kaupi með föstum auka-
greiðslum sem þeim fylgja gætu
orðið allt að kr. 192.653.00.
Samsvarandi laun I dag ásamt
hliðstæðum föstum aukagreiðsl-
um eru krónur 83.843.00 á
mánuði. Hér er þvi um að ræða
kröfur um að laun mjólkurfræð-
inga hækki um allt að kr.
108.810.00 á mánuði.
Mjólkurfræðingar hafa boðað
verkfall í mjólkursamlögunum
þann 11. júní n.k. til þess að
fylgja fram framangreindum
kröfum.
Mbl. reyndi i gær að ná tali af
talsmanni mjólkurfræðinga, en
það tókst ekki.
— Eru þeir
Framhald af bls. 2
Nokkrar ár
opnaðar í dag
Eftir því sem þátturinn hefur
komizt næst, þá verða nokkrar
þekktar laxveiðiár opnaðar í
dag og á næstu dögum eru árn-
ar opnaðar Iaxveiðimönnum
hver af annarri. Meðal þeirra
áa, sem veiði hefst i í dag, eru
Elliðaár, Þverá í Borgarfirði og
Laxá í Aðaldal. Þá er t.d. vitað
að Grimsá í Borgarfirði verður
opnuð til laxveiða 15. júni.
— Baknefnd ASÍ
Framhald af bls. 36
Þetta þýðir að hærri laun hækka
hlutfallslega minna en lægri laun,
gagnstætt þvf sem áður var.
Samkvæmt þessari nýju kröfu-
gerð hækkar 6. taxti Dagsbrúnar
um 38,5% eða um 17.330 kr. eins
og áður. Kaup málmiðnaðar-
manna hækkar hins vegar um
32,5% í stað 50% samkvæmt fyrri
kröfugerð. Áttundi taxti Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur
hækkar um 29% í stað 33% áður.
Trésmiðir fá 29,3% hækkun í stað
80% eins og fyrri útreikningar
gerðu ráð fyrir, og rafvirkjar fá
32,1% hækkun í stað 52,2%.
í inngangi að hinum nýju út-
reikningum baknefndar Alþýðu-
sambandsins segir, að grunnvið-
miðunin sé núverandi grunnkaup
að viðbættri þeirri 6,18% vísitölu-
uppbót, sem reiknuð sé hlutfalls-
lega á grunnkaupið. Mánaðar-
kaup nú sé 8.400 kr. hærra en
grunnviðmiðunin, en þar er átt
við launajöfnunarbæturnar 3.500
kr. frá því 1. október og 4.900 kr.
frá þvf í marz. Þá segir, að krafa
Alþýðusambandsins sé sú, að allir
fái 17.330 kr. kauphækkun (100
kr. á tímann) auk þess að 8.400
kr. komi óskertar þar sem um
skerðingu hefur verið að ræða.
Kaupið eftir þá hækkun, sem nú
semdist um, yrði grunnkaup varð-
andi vfsitöluútreikning.
— Kaupskip
Framhald af bls. 36
Vinnuveitendasambandinu fyrir-
heit um að taka málið til endur-
skoðunar ef eitthvað jákvætt
kæmi upp í togaradeilunni. Sfðan
gerðist það allt um leið, að sátta-
nefnd er skipuð i deiluna og for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar enn-
fremur látinn aðstoða deiluaðila.
Jafnframt er höfðað mál fyrir
Félagsdómi. Nokkru eftir að þjóð-
hagsstjóri og sáttanefnd tóku til
starfa komu þau með viðræðu-
grundvöll. „Hann felur ekki t sér
neina lausn, en mér sýnist hann
vera viðræðugrundvöllur“, sagði
Ingólfur, „sem ekki hefur verið
fyrir hendi allar götur frá því I
fyrra. Þar er um að ræða það sem
við köllum stefnumarkandi
breytingu.“
Félagsdómur hafði þau áhrif,
að vélstjórar ákváðu að biða með
að aflétta verkfallinu. Var búizt
við því að dómur yrði kveðinn
upp fremur fljótt, en þar sem það
dróst og útséð var að skipin
kæmust ekki út fyrir allsherjar-
verkfall, var ákveðið að aflétta
verkfallinu.
Um það leyti, sem kaupskipin
byrjuðu að sigla út úr Reykja-
vikurhöfn hvert af öðru brugðu
blaðamenn Morgunblaðsins sér
niður á höfn og spurðu nokkra
vélstjóra hvernig verkfallið hefði
leystst. Sumir sögðust ekki hafa
hina minnstu hugmynd um það.
Það hefði aðeins verið hringt og
sagt að búið væri að leysa deiluna
og sigla ætti i dag. Enginn fundur
hefði verið boðaður f félaginu.
Hjá einum þeirra fengum við
þær upplýsingar, að ástæðan fyrir
því að verkfallinu hefði verið
aflýst, væri, að megn óánægja
hefði verið með verkfallið meðal
fjölda vélstjóra. Sérstaklega
hefðu vélstjórar hjá einu skipa-
félaganna verið óhressir, þar sem
þeirra skipafélag stæði ekki of vel
að vigi fjárhagslega og þvi hefði
svo getað farið, að það hefði misst
skip, sem það var nýbúið að festa
kaup á og mennirnir vinnuna um
leið. Ennfremur fannst mörgum
vélstjórum, að vélstjórar á minni
skuttogurunum, hefðu fremur átt
að fara í samúðarverkfall en vél-
stjórar á kaupskipaflotanum og
styðja þannig starfsbræður sína á
stærri skuttogurum.
Það var stjórn og trúnaðar-
mannaráð Vélstjórafélags Is-
lands, sem tók þessa ákvörðun.
Ingólfur Ingólfsson sagði i gær
að samúðarverkfallið hefði ekki
sem slíkt verið neitt markmið í
sjálfu sér og eftir að almennt
verkfall væri skollið á töldu vél-
stjórar það ekki lengur þjóna til-
gangi sinum.
I gærkvöldi átti að kveða upp
dóm i máli sem VSl og Vinnu-
málasamband samvinnufélag-
anna höfðuðu gegn Vélstjóra-
félaginu vegna þessa samúðar-
verkfalls. Eftir að ljóst var að
verkfallinu var aflýst var frestur
gefinn og ákveðið að athuga hvort
aðilar vildu halda málinu áfram.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. fékk í gær, mun VSl hafa
ákveðið að halda málinu áfram og
mun þvi sennilega úrskurður
kveðinn upp í dag.
— Republica
Framhald af bls. 1
eins og kommúnistar gerðu, er
þeir lokuðu ritstjórnarskrif-
stofunum.
Joao Gomes fréttastjóri
Republica sagði í dag, að blaða-
menn Republica myndu halda
fast við saksókn á hendur
kommúnistísku prenturunum
nema þvi aðeins, að þeir féll-
ust á að hverfa frá störfum
sinum við blaðið. Visuðu blaða-
mennirnir til loforðs herfor-
ingjastjórnarinnar um að hún
mundi útvega þessum
mönnum stöður við önnur blöð
í landinu, sem flest eru i ríkis-
eign.
20 leiðtogar kristilega demó-
krataflokksins sluppu í dag úr
12 tima umsátri vinstrimanna
og sakaði leiðtogi flokksins,
Costa Figueira, hermenn, sem
áttu að vernda flokksleiðtog-
ana, sem sátu á fundi i Evora
um 160 km fyrir austan Lissa-
bon, fyrir að hafa sýnt algert
getuleysi og afskiptaleysi, er
um 1000 vinstrimenn gerðu
umsátur um fundarstaðinn. Er
hermenn fluttu fundarmenn
loks á brott til herbúða í
grenndinni urðu þeir fyrir bar-
smíð og grjótkasti vinstri
mannanna. Kristilegum demó-
krötum var sem öðrum hægri
flokkum bannað að taka þátt i
kosningunum, sem fram fóru í
landinu i april sl„ en flokkur-
inn fær að starfa áfram.
— Karl 16.
Framhald af bls. 1
greifi og kommendörkapten
Bertil Daggfeldt.
Fylgdarmaður konungs verður
dr. Sigurður Þórarinsson próf-
essor, en fylgdarmaður sænska
utanrikisráðherrans verður
Hörður Helgason, skrifstofustjóri
I utanríkisráðuneytinu.
I fyrramálið heldur Svía-
konungur flugleiðis til Vest-
mannaeyja og eftir stutta viðdvöl
þar verður haldið til Hafnar í
Hornafirði. Þaðan verður ekið til
Skaftafells í Öræfum, en konung-
ur kemur síðan flugleiðis frá
Fagurhólsmýri til Reykjavikur
annað kvöld. Á fimmtudagsmorg-
un mun konungur skoða íþrótta-
mannvirki í Laugardal og haf-
rannsóknaskipið Bjarna Sæ-
mundsson í Reykjavíkurhöfn, en
siðan situr hann hádegisverðar-
boð Reykjavíkurborgar á Kjar-
valsstöðum. Þaðan fer hann i
heimsókn i Norræna húsið og
skoðar síðan Þjóðminjasafnið og
Listasafn Islands. Seinna um
daginn hefur konungurinn mót-
töku í sænska sendiráðinu fyrir
Svia, sem búsettir eru á Islandi,
en um kvöldið heldur hann veizlu
fyrir forsetahjónin og gesti í veit-
ingahúsinu Nausti.
Á föstudagsmorgun verður ekið
til Þingvalla, með viðkomu i
dælustöðinni að Reykjum i Mos-
fellssveit. Hádegisverður verður
snæddur í hótel Valhöll á Þing-
völlum i boði ríkisstjórnarinnar,
en siðan verður haldið til
Hveragerðis og þaðan til Reykja-
víkur. Kl. 17 hefur flugvél kon-
ungsins sig á loft frá Reykjavíkur-
flugvelli og lýkur þar með opin-
berri heimsókn Karls 16. Gústafs
Svíakonungs til Islands.
— Bretar
Framhald af bls. 1
svör við, hver stefna bandalagsins
verður, ef 200 mílna auðlindalög-
saga verður viðurkennd alþjóða-
regla. Er talið að hér sé um erfitt
og viðkvæmt mál fyrir Breta að
ráða.
Fundur NV-Atlantshafs-
fiskveiðinefndarinnar hefst
í London á morgun og þar
munu Kanadamenn m.a. leggja
fram kröfu um, að dregið verði
um 40% úr veiðum erlendra
skipa við Atlantshafsströnd
Kanada. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi Romeos Leblancs
sjávarútvegsráðherra Kanada i
dag.
— íþróttir
Framhald af bls. 15
halda uppi öflugasta iþróttastarf-
inu fari I slika fjármagnsútvegun.
Sem betur fer hafa mjög margir
skilning á þörfum hreyfingarinnar
og sýna henni velvild, og þau eru
t.d. ótalin fyrirtækin sem leggja
verulega fjármuni af mörkum ár-
lega i iþróttastarfsins.
Umrædd fjársöfnun til Frjáls-
iþróttasambandsins færir okkur
hins vegarheimsanninnum það, að
það er ekki nóg að klappa saman
lófunum og hafa hátt til þess að
afla fjár til iþróttastarfsins. Það
sem þremenningarnir voru aðgera
var nákvæmlega það sama og
stjórnir sérsambandanna hafa að
aðalstarfi árið um kring. Munur-
inn var bara sá að þeir virtust ekki
hafa jafnmikinn árangur erfiðis
sins og þær. Ef til vill skilja nú þeir
sem hæst létu i vetur, er FRÍ greip
til þess ..neyðarúrræðis" að gera
samning við tóbaksfyrirtækið.
hvers vegna það var gert, og sé
svo að þessi misheppnaða söfnun
hafi opnað augu einhverra fyrir
vandamálum íþróttahreyfingarinn-
ar við fjármagnsútvegun má segja
að betur hafi verið af stað farið en
heima setið. Það er hins vegar
gömul saga og ný, að þær öldur
sem risa i sambandi við svona mál
eru tiltölulega fljótar að hjaðna og
gleymast.og þvi hætt við að stjórn
FRÍ sem stjórnir annarra sérsam-
banda verði eftir sem áður að
helga starfskrafta sina hinni hefð-
bundnu „betlistarfsemi."
—stjl.
— Stríð eða...
Framhald af bls. 1
frekari bráðabirgðafriðarsamn-
ings við Egypta. Var Rabin for-
sætisráðherra falið að fjalla um
þetta mál við Ford Bandaríkjafor-
seta í viðræðum þeirra, sem hefj-
ast í Washington á morgun. I yfir-
lýsingunni er lögð á það áherzla,
að Israelar geti ekki fallizt á þau
skilyrði fyrir friði, sem Sadat
Egyptalandsforseti setti í friðar-
umleitunum Kissingers í marz.
Sagði i yfirlýsingunni að Israelar
hefðu áhuga á raunhæfum til-
raunum til friðarsamkomulags
fyrir milligöngu Bandaríkja-
stjórnar.
— Smyglið
Framhald af bls. 3
Friðjón Guóröðarson sagði að
lokum, að engar merkingar væru
á brúsunum utan um spírann og
gæti því verið um að ræða iðn-
aðarspiritus eða annan stórhættu-
legan vökva. Slíkt kæmi ekki i
ljós fyrr en búið væri að efna-
greina spírann. Þvi kvaðst hann
vilja vara menn við að drekka
vökvann ef eitthvað hefði borizt í
Iand áður en tollverðir komust á
sporið.