Morgunblaðið - 10.06.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.06.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JUNI 1975 21 Þróttarar halda strikinu, unnu Hauka 3:1 Jón Þorbjörnsson hinn efnilegi markvörður Þróttar stöövar eina af sóknarlotum Haukanna, eftír að knötturinn hefur farið yfir Halldór Bragason, fyrirliða Þróttar. Slakur leikur við slæmar aðstæður ÞAÐ VAR ekki rismikil knatt- spyrna, sem leikmenn Þróttar og Hauka sýndu í 2. deild á föstu- dagskvöldið. Völlur Þróttar við Sæviðarsund, þar sem leikurinn fór fram, var bæði harður og þurr, þannig að rykmökkur þyrlaðist upp, jafnvel við hina minnstu hreyfingu leikmanna. Við slíkar aðstæður hlýtur að vera erfitt að leika góða knatt- spyrnu. Ég tel því, að liðin búi yfir mun meiru en þeim tókst að sýna í þessum leik. Þróttarar hafa yngt mjög upp lið sitt og meóal leik- manna eru margir skemmtilegir og efnilegir leikmenn, sem gaman verður að fylgjast með. Markvörð- urinn, Jón Þorbjörnsson, er t.d. mjög mikið efni og mega Þróttar- í heimsókn hjá ÍSÍ Framhald af bls. 17 um iþróttir fyrir fatlaða. Ahugi á þessari starfsemi hefur verið mik- ill og þegar hafa verið stofnuð félög á Akureyri og í Reykjavík. Hafa þessi félög haldið mót, í bogfimi og bowling við mikla ánægju þátttakenda. Nú nýlega barst ÍSl svo boð frá fram- kvæmdaaðiljum Ölympíuleik- anna í Kanada þar sem Islending- um er boðin þátttaka í OL fyrir fatlaða næsta sumar. Af þátttöku verður ekki þá, en vonandi þegar fram í sækir. Grunnskóli ÍSl er nýr liður í starfsemi ISl og hefur nú starfað í eitt ár. Hafa 60 manns lokið a-stigi skólans en honum er skipt í fjórar einingar, a, b, c og d. Eftir a-stigið verður skólinn í höndum sérsambandanna þvi þá kemur sérhæfingin til sögunnar. Til þessa hefur skólinn verið kennd- ur á fjórum stöðum, í Menntaskól- anum í Reykjavík, í Reykholti, í Hveragerði og hjá Iþróttabanda- ar þakka honum öðrum fremur, að þeir fóru með bæði stigin frá þessum leik, sem var mun jafnari en markatalan segir til um. Það var Baldur Hannesson, sem skoráði fyrsta markið fyrir Þrótt á 15. mín. með aðstoð frá varnar- manni Hauka. Komst hann inn- fyrir og skaut að markinu, en þar var þá kominn varnarmaður, sem ætlaði að skalla frá, en tókst ekki lagi Reykjavíkur. Iþróttasam- bandið hefur farið þess á leit við skólastjóra Iþróttakennaraskól- ans á Laugarvatni að þar verði nemendur ) undirbúnir fyrir grunnskólann, en það hafa eink- um verið íþróttakennarar sem annazt hafa kennsluna í grunn- skólanum. „REYNUM AÐ FYLGJAST MEГ Til að slá botninn í þetta rabb um ISI er ekki úr vegi að mirinast á samskipti ÍSl við útlönd. — Við höfum stöðug samskipti við iþróttasambönd í öðrum löndum, sagði Gísli Halldórsson. — Við sækjum fundi Norðurlandasam- bandanna slíkan fund á að halda hér í næstu viku. Þar er m.a. á dagskrá að taka Færeyinga inn í Norðurlandasamstarfið formlega þannig að við verðum sex í stað fimm í þessum samtökum. Svo sækjum við ýmsar aðrar ráðstefn- ur og fundi i Evrópu og reynum að fylgjast eins vel með þvi sem er að gerast og við getum, sagði Gisli Halldórsson að lokum. betur til en svo, að knötturinn fór í netið. — Á 27. mín. var svo hinn gamalkunni Halldór Bragason á ferðinni og skoraði annað mark Þróttar. Nokkur þvaga var fyrir framan mark Hauka og hrökk knötturinn frá markstönginni til Halldórs, sem var ekki seinn á sér og skallaði hann i netið. Eftir markið sóttu Haukar nokkuð og voru nálægt því að skora, en Jón Þor- björnsson hélt hreinu. Sérstak- lega munaði litlu á 33. mín. er markakóngur Hauka Loftur, Eyjólfsson, var kominn frir inn- fyrir, en Jón kom út á móti hon- um og varði vel. Skömmu fyrir lok hálfleiksins, eða á 42. mín. bætti Erlendur Björnsson 3ja markinu við fyrir Þrótt. Vörn Haukanna opnaðist illa, þannig að eftirleikurinn var auðveldur fyrir Erlend. Þegar 15. min voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Guðjón Sveinsson fyrir Hauka. Vildu sumir meina, að hann hefði verið rangstæður, en dómari og línu- vörður voru á öðru máli og dæmdu mark. Undir lok leiksins sóttu Haukar i sig veðrið og gerðu allt hvað þeir gátu til að skora fleiri mörk, en allt kom fyrir ekki þótt stundum munaði mjóu. Þróttur fór þvi með tvö dýrmæt stig frá þessum leik, sem var jafn- ari en markatalan segir til um. Leikinn dæmdi Hinrik Lárusson og gerði það með ágætum. _ híJan. Róleg helgi í golfínu Aðeins opið kvenna- og unglingamót í Grafarholti Undanfarnar helgar hefur hvert golfmótið rekið annað, svo sem títt er á vorin. Oft hefur verið að þvf vikið, að golfmótin séu orðin full mörg og ástæða væri til þess að draga þar eitthvað úr. Samt er tæpast hægt að sjá á kappleikaskrám klúbbanna, að keppnum hafi verið fækkað. Um slðustu helgi bar svo við, að ekkert mót var á dagskrá hjá körlum. Ilinsvegar fór fram á laugardaginn opið kvenna- og unglingamót á vegum Golf- klúbbs Reykjavfkur í Grafar- holti. Keppni um sum verð- launasætin varð svo hörð, að bráðabana þurfti til að skera úr um röð og var það gert á sunnu- daginn. I kvennaflokki urðu úrslit sem hér segir: An forgjafar: högg 1. Jóhanna Ingólfsdóttir GR 92 2. Hanna Aðalsteinsdóttir GK 96 3. Laufey Karalsdóttir GR 98 Laufey varð jöfn Ágústu Dúu Jónsdóttur og vann hana I bráðabana. Með forgjöf: 1. Ágústa Dúa Jónsdóttir GR 98—36 eða nettó á 62 höggum 2. Jóhanna Ingólfsdóttir GR 92—19 eða nettó á 72 höggum 3. Hann Gabríelsson GR 105—30 eða nettó á 75 höggum Unglingaflokkur Hér var miðað við, að unglingarnir væru ekki orðnir 18 ára. An forgjafar: högg 1. Óli Laxdal GR 77 2. Sigurður Pétursson GR 79 3. Eiríkur Jónsson GR 79 Hér urðu þeir Sigurður og Eiríkur jafnir, en Sigurður vann í bráðabana. Með forgjöf: 1. Júlíus Bernburg GR 83—22 eða nettó á 61 höggi 2. Óli Laxdal GR 77—16 eða nettó á 61 höggi 3. Eiríkur Jónsson GR 79—13 eða nettó á 66 höggum. Eins og sjá má, urðu þeir Július og Óli jafnir og gerðu út um röðina í bráðabana. I annan stað urðu þeir jafnir í 3.—4. sæti Eiríkur Jónsson og Tryggvi Traustason GK og einnig þeir háðu bráðabana um röðina. Um næstu heigi verður hald- ið opið mót á Nesvellinum: Pierre Robert flokkakeppni og er það eina opna mótið, sem fram fer á Nesvelli. Sami hátt- ur verður á hafður og tíðkazt hefur, að meistaraflokksmenn munu leika 36 holur á sunnu- daginn. Fyrsti og annar flokkur leika á laugardaginn og aðrir flokkar á föstudag. Með þessu móti verða menn aðeins bundn- ir einn dag yfir þátttökunni. Búast má við góðri þátttöku i þessari flokkakeppni likt og á undanförnum árum. g íslandsmótið 3. deild Austri — Valur 3 : 2 MÖRK AUSTRA: Bjarni Kristjánsson, Anton Pétursson og Alti Aðal- steinsson. MÖRK VALS: Sigmar Ingvarsson og Rúnar Sigurjónsson. Leikur Eskfirðinga og Reyðfirðinga einkenndist af háum spyrnuin og löngum, en lltið sást af skemmtilegum samleik. Austra-liðið var heppið að ná báðum stigunum, en I liði þeirra var þó bezti maður vallarins, hinn bráðcfnilegi Halldór Arnason. Af öðrum leikjum I Austf jarðariðlinum er það að frétta að völlurinn á Vopnafirði er ekki tilbúinn og varð því að fresta leik Einherja og Hattar. Þá fór leikur KSH og Sindra ekki fram; heyrzt hefur að Sindri frá Hornafirði hafi dregið sig út úr mótinu. Þróttur — Huginn 3 : 0 MÖRK ÞRÓTTAR: Björgútfur Halldórsson 2, Sigurður Friðjónsson 1. Þróttararnir höfðu yfirburðí I leiknum og áttu mýmörg marktæki- færi, sem ekki nýttust. Hins vegar voru sóknir Seyðisfjarðarliðsins teljandi á fingrum annarrar handar. Norðfirðingarnir eiga mjög sterku liði á að skipa, liði sem ætlar sér stóra hluti í 3. deilriinni I sumar. UMSS - KS 0 : 1 Siglfirðingar kræktu sér I tvö stig á laugardag þegar þeir sóttu UMSS heim á Sauðárkrók og sigruðu með einu marki gegn engu. Leikurinn, sem fram fór á hinum ágæta grasvelli á Sauðárkróki, var fremur jafn og hefði ekki verið ósanngjarnt að liðin hefðu skipt með sér stigunum. Eina mark leiksins var skorað á markamínútunni miklu. þeirri 43., I fyrri hálflcik, og var það Þorgeir Sigurðsson sem það gerði. Bæði liðin áttu sín tækifæri I ieiknum, sem þó nýttust ekki nema þettaeina. Sigb.G. Leiftur — Efling 3 : 3 Það var mikið skorað af mörkum á Ölafsfirði á laugardag þegar Efling úr Reykjadal kom f heimsókn og lék við heimamenn I 3. deildinni. Alls urðu mörkin sex taisins og skiptu liðin þeim b^óðurlega á milli sfn. Leiftur varð fyrri til að skora. Það var Stefán Jakobsson sem það gerðí á 15. mfn. Skömmu sfðar jafnaði Arnór Benónýsson fyrir Eflingu og hélzt staðan þannig til hálfleiks. Þegar um tuttugu mín. voru af síðari hálfleik hafði Efling bætt tveimur mörkum við, Hermann Jónasson, sem áður lék með VÖIsungi, hinu fyrra, en sfðara markið var sjálfsmark. Það sem eftir lifði tóku leikmcnn Leifturs verulega við sér og höfðu jafnað þegar um fimm mfn voru til teiksloka. Það voru þeir Ingólfur Hannesson og Albert Agústsson sem skoruðu fyrir Leiftur. Leikurinn var ekki sérlega vel leikinn af liðunum þrátt fyrir mörg mörk. Þó höfðu leíkmenn Eflingar uppi meiri tilburði til að leika knattspyrnu en heimamenn og hefði ekki verið ósanngjarnt að Efiing hefði fengið bæði stigin. Sigb. G. USAH - Þór 0 : 1 ÞÖR frá Akureyri lék sinn fyrsta leik í 3. deild á laugardag. And- stæðingarnir voru USAH og fór leikurinn fram á Blönduósi. Augu manna beinast nú-mjög að Akureyrarliðunum, KA og Þór, eftir að Akureyringar hættu að senda sameíginlegt lið undir merkjum IBA. Leikur Þórs og USAH var fremur slakur f heild og Þórsarar fremur heppnir að hljóta bæði stigin, en Þór sigraði með eina markinu sem skorað var í ieiknum og gerði það Öskar Gunnarsson. Sem fyrr getur var lftið um fallega knattspyrnu f þessum leik, aðallega þóf á miðjunni, enda mikill baráttuhugur f mönnum. Sigb.G. UMSE — Magni 1 : 3 UMSE og Magni frá Grenivfk nuettust f 3. deildinni á laugardag, og fór leikurinn fram á grasvellinum við Arskóg. Leikurinn var nokkuð liðlega leikinn, einkum af hálfu Magna, sem sigraði sannfærandi með þremur mörkum gegn einu. t Icikhléi var staðan jöfn eitt mark gegn einu, en gestirnir tóku af skarið f sfðari hálfleik með tveimur góðum mörkum. Mörk Magna skoruðu: Sæmundur Guðmundsson tvö og Hringur Hreinsson eitt. Mark UMSE: Örn Tryggvason. Njarðvilí — Fylkir 1:2 Mörk Fylkis: Ólafur Brvnjólfsson og Grettir Gfslason. Mörk Njarðvíkinga: Slefán Jónsson. Fylkisliðið var talsvert betra í þessum leik og verðskuldaði sig'urinn fyllilega. Ölafur Brynjólfsson sem áður lék með Þrótti skorar orðið f hverjum leik fyrir Fylkisliðið, sem eftir f jóra leiki er komið með átta stig og markatalan er 20:1. Njarðvíkingunum hefur hins vegar ekki gengið eins vel og liðið er búið að tapa þremur stigum. Þeir urðu þó fyrstir til að skora hjá Fylkisliðinu, sem ætlar sér sigur f 3. deildinni f sumar. ÍR - Víðir 2-0 ÍR-INGAR áttu mun meira i þessum leik og var 2—0 sigur þeirra verðskuldaður. Það óhapp varð fljótlega eftir að leikurinn hófst að einn bezti maður ÍR-liósins, Guðmundur Björgvinssóri, fótbrotnaði. Lenti hann í árekstri við einn af ieikmönnum Viðis. Má búast við þvt' að Guðmundur verói aiveg frá knattspyrnuiðkunum i sumar, og getur það ntunað miklu fyrir ÍR-liðið. Staðan í hálfleik í leiknutn á laugardaginn var 1—0, og skoraði Jóhannes Gunnarsson það mark. I seinni hálfleiknum bætti Oskar Jóhannesson öðru inarki við fyrir IR. en eftir atvikum hefðu tnöt kin getað orðið fleiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.