Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 10.06.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 1975 Sr. Þórir Stephensen: Skálholts- rektor svarað Hinn 16. mal s.l. birti ég hér i Morgunblaðinu nokkrar athuga- semdir við margnefnda Kirkju- ritsgrein sr. Heimis Steinssonar Skálholtsrektors. Viðbrögð hans í svargrein hinn 23. maí s.l. voru þau fyrst að gera litilfjörlega per- sónu mína að umtalsefni, sem mér finnst heldur litlu skipta -málefnalega séð. Þá hluti ræði ég að sjálfsögðu ekki við sr. Heimi, enda liggur mér í léttu rúmi, hvað hann segirummig persónulega. Um hitt hefur mér ekki staðið á sama, en það eru kenningar hans í Kirkjuritinu sem og framsetn- ing þeirra. Þess vegna reis ég upp til andmæla. Sr. Heimir gengur svo langt að draga látna ættmenn mína inn í þessa umræðu, þótt ég fái ekki frekar séð, að þeir komi því mál- efni við, sem hér hefur verið til umræðu. En fyrst hann nefnir Stephensenættina og „Leirgerði" (Aldamótasálmabókina) í sömu andrá, þá er rétt, að ég Iáti þess getið, að mér finnst ég aldrei hafa þurft að minnkast mín fyrir ætt mina, og með útgáfu „Leirgerðar“ gerði ættin kristni og kirkju í landinu þó það gagn, að i senn var djöflinum útrýmt úr sálmabók kirkjunnar og grallarasöngurinn niður lagður, sem sr. Heimir og ýmsir fleiri hafa lagt mikla áherslu á að innleiða hér á ný og færa með því islenskt guðþjón- ustuform í miðaldabúning. Nóg um þetta, en hvað um mál- efnin? Þar var sáralitlu svarað og mörgu af misskilningi, sem ég mun síðar skýra. II. Fyrst langar mig til að vikja ö.iítið að þeim fullyrðingum sr. Heimis, að grein hans hafi verið ætluð nánast fræðimönnum ein- um. Hann fer m.a.s. svo óvirðuleg- um orðum um Kirkjuritið, að hann vill ekki unna því heitisins fjölmiðill. Hann segir og: „Grein mín .. . var fáum ætluð, og aldrei var það markmið mitt, að hún kæmist í hámæli.“ Mér verður þá á að spyrja: Var hér eitthvert feimnismál á ferð? Ég leyfi mér þó að draga í efa, að svo hafi átt að vera, fyrr en þá e.t.v., er við- brögð almennings við greininni fóru að verða höfundinum ljós. Til að skýra mál mitt nánar, skal þess getið, að Kirkjuritið er nú sent út í 1000—1100 eintökum auk einhverrar lausasölu, sem að þessu sinni varð óvenju mikil. Af þessum kaupendafjölda eru að- eins 100—150 guðfræðingar, enda getur sr. Heimir þess sjálfur í greininni, að hann viti, að fleiri muni læsir á mál hans. Við þetta má svo bæta því, að i Kirkjuritinu er sérstakur „Þáttur um guð- fræði“, sem sérstaklega er ætlað- ur til birtingar greina um guð- fræðileg efni, þau sem reikna má með, að höfði ekki sérstaklega til áhuga almennings. En hvorki bað sr. Heimir um, að grein hans væri birt í þessum þætti, né heldur sáu forráðamenn ritsins ástæðu til að birta hana undir slíkri fyrirsögn. Hún er því og verður almenn grein, enda að mestu laus við fræðimannamál, skrifuð á kjarn- yrtu alþýðumáli. Það verður því ■að virða mönnum til vorkunnar, þótt þeir hafi e.t.v. ekki áttað sig strax á öllu þvi myndmáli, sem þarna var á ferð. T.d. munu marg- ir guðfræðingar bæði innan og utan háskólans hafa verið dálitla stund að átta sig þar á ýmsu eins og því t.d. að „klakinn kaldi" væri táknmynd varðandi boðskapinn um „lögmál og fagnaðarerindi“. Skýrar en svo var ekki skrifað. En hvað um það, „klakinn kaldi“ er langt frá þvi að vera eina leiðin til Krists. Sú var að vísu leið Páls postula, en aftur ekki Péturs eða hinna postul- anna, sem frá er sagt. Pétur kom til Jesú vegna fagnaðarerindisins eins. Þetta hefur alla tíma farið mjög eftir manngerðum, og ég hygg það sé svo enn í dag, að leið meiri hluta manna til Krists sé miklu fremur í gegnum fögnuð barnatrúarinnar, sem svo þróast eftir eðlilegum leiðum, en í gegn- um einhverja örvæntingu, sem aftur leiðir til s.n. „frelsunar“ á ákveðnum stað og stund. III. Sr. Heimir telur mig misskilja sig, er ég finn í grein hans „glötunarboðskap". Ekki vil ég samþykkja það. Hitt má vel vera, að hann misskilji mig og haldi, að ég sé þarna að væna hann um helvítiskenningu. Þann lærdóm er ég vanur að kalla „útskúfunar- kenningu“. Glataður maður er týndur, horfinn, ekki endilega út- skúfaður. Eg tel, að mér hafi ver- ið vel ljóst, hvað sr. Heimir var þarna að túlka. Því til sönnunar er rétt ég vitni til prédikunar minnar á hvítasunnudag, sem því var flutt áður en sr. Heimir reit ummæli sín. Ég benti þar fyrst á, að i raun væri kenningunni um ódauðleik sálarinnar hafnað i Kirkjurits- greininni, þvi eina vonin um líf væri þar talin í gegnum hina „hreinu trú“ á Krist. Annars ligg- ur leiðin út í „Ginnungagap eyð- ingar og tóms“. Síðan segir orð- rétt: „Hér er því glötunarboð- skapur á ferð, en þó ekki í hinum forna búningi fordæmingar og ei- lifrar kvalar, heldur er nú boðuð eyðing eða útslokknun." — Jafn- framt benti ég á, hve stórhættu- leg slik kenning er, því mjög er hætt við, að hún leiði til siðleysis. Sá maður, sem veit sig fyrirfram dæmdan til eyðingar og gleymsku hann á þá hugsun ákaflega nærri sér, að það skipti nákvæmlega engu máli, hvernig hann breytir I lífinu. Hitt er kannski enn gleggra, að ýmsir mundu gjarnan kjósa þetta til að losna undan ábyrgð. Ég veit, að það fer ekki mikið fyrir guðfræðiþekkingu minni, sé hún borin saman við það, sem ýmsir aðrir geta státað af. Þó leyf- ist mér kannski að vita hluti eins og þá að það er fullkomlega rétt hjá rektornum, að existensguð- fræðin hefur verið nefnd framúr- stefna. Og þess vegna hefur hún þá líka miklu fremur verið talin róttæk (radikal) en frjálslynd (liberal). Það getur, að minum dómi/aldrei verið rétt að kenna við frjálslyndi þá hluti, sem eru svo róttækir að vilja reyra allt og fjötra í kenningarleg bönd. Slíka hluti nefni ég afturhald. IV. örlitið langar mig til að víkja enn að sálarrannsóknum, þótt mér finnist reyndar ýmsum öðr- um standa það nær. Þótt þær hafi enn ekki borið gæfu til raunvís- indalegra sannana fyrir fram- haldslífi, þá er langt frá þvi, að sálarrannsóknastefnan hafi geng- ið hér sporlaust yfir jörð. Það er t.d. henni að þakka og hinni frjálslyndu guðfræði ekki síður, að hinn voðalegi „dauðageigur" liggur alls ekki lengur þungt á okkur Islendingum almennt. Þessar stefnur hafa útrýmt hel- vitisóttanum, sem áður var svo algengur, en hafa í staðinn inn- leitt traust á það, að kærleikur Guðs nái út yfir gröf og dauða og því sé von mannsins um sáluhjálp ekki bundin við hið jarðneska til- verusvið eitt. Þá eru það „fúskararnir", sem sr. Heimir nefnir svo, þeir Einar H. Kvaran og sr. Haraldur Nfels- son. Ég hygg, að á þeirri tíð, er þeir hófu sálarrannsóknir sínar, hafi Islendingar engan sérmennt- aðan sálfræðing átt. Fáar eða eng- ar háskólagreinar standa þá sálar- fræðinni nær en guðfræðin. Og það mætti rektornum i Skálholti gjarnan lærast, að fleira er menntun en skólaganga. Ritgerð dr. Sigurðar Nordals um Stephan G. Stephansson væri honum þörf lesning þar um. Það er því algjör óþarfi af rektor Skálholtsskóla að óvirða svo minningu jafn ágætra manna sem þessir tveir voru. Og ef allir eru „fúskarar", sem ekki hafa sérhæft háskólapróf eða hliðstæðu þess til starfs síns, hvað höfum við guðfræðingar þá að gera í kennslu og jafnvel skóla- stjórn án kennaraprófs? Er það þá ekki sama „fúskið"? VI. Sr. Heimir leggur til að presta- stefnan svari þvi fyrir hönd ís- lensku þjóðkirkjunnar, hvort eðli- legt og þakkarvert sé, að sálar- rannsóknastefnan þróist innan hennar — eða eigi þar hreint ekki heima. Ég dreg I efa, að prestastefnan sé hér hinn rétti vettvangur, því kirkjan er ekki bara prestarnir, hún er fólkið, söfnuðirnir. Og ég hygg, að sú evangelisk-lútherska kirkja á Islandi. sem ætlaði sér að vísa á bug öllum þeim, sem álita sálarrannsóknir frjálsar hverjum sannleiksleitandi manni, hún yrði ekki stór. Þarna kemur og að atriði, sem mér finnst hafa verið áberandi i skrifum rektorsins: Guðfræðin er fyrir fáa útvalda. Ekki hefur þetta þó verið almenn afstaða inn- an kirkjunnar. Lúther vann stefnu sinni mest fylgi, af þvi að hann gat látið prenta rit sin og þannig kynnt skoðanir sínar með- al almennings. Guðbrandur Þor- láksson var hinn raunverulegi siðbótarmaður hér á landi, og hann varð það með bókaútgáfu handa fólkinu f landinu. Kirkju- ritið sagði lika eitt sinn frá því, að dr. Michael Ramsey erkibiskup af Kantaraborg sat fyrir svörum í breska sjönvarpinu hjá hinum kunna sjónvarpsmanni David Frost. Þá sagðist Erkibiskup hafa „kynnst áhrifamestu vitnisburð- um trúarinnar meðal alþýðu- fólks". VII. Sr. Heimir segir, að sig skipti trúarhugmyndir „meiru en allt annað“. Ég get ekki tekið undir þessi orð, þótt ég sé prestur. Mig skiptir fólkið, söfnuður minn, meiru en allt annað á þessum vettvangi. Kannski er það þess vegna, sem við tölum stundum svolítið hvor framhjá öðrum. En eitt er víst, að í mínum huga er það mælikvarði á gildi trúarhug- mynda og allrar guðfræði, hvaða jákvætt afl slíkt hefur í sér fyrir fólkið, hvaða lífshjálp guðfræðin ber fóikinu. Þegar ég þvi sá til- gangsleysi existentialismans upp- málað á síðum Kirkjuritsins sið- asta, jafnframt því sem margt af grundvallaratriðum kenningar minnar var þar troðið niður í svaðið, þá hlaut ég að rísa gegn slíku. Sr. Heimir getur varla ætl- ast til, að menn trúi því, að ekki hafi átt að taka mark á honum, er hann sker upp herör og skorar á menn með stóryrðum að útrýma ákveðnum hlutum úr kirkjunni og m.a.s. bendir á, að nú sé til þess hagkvæm tið. Það er hann, sem þar gefur upp knöttinn og þarf ekkert að verða hissa, þótt knötturinn sé sleginn til hans aft- ur og það af fleiri en einum og fleiri en tveimur og það mönnum, sem vilja, að mark sé á orðum þeirra tekið. Þess vegna skirskot- aði ég til þjóðarinnar, af þvi að þar er kirkjan, en ekki bara á prestastefnu. Það var svo sannarlega aldrei meining min að hrekja sr. Heimi frá Skálholti. Þær hugsanir hljóta að hafa fæðst í höfði manns, sem hefur e.t.v. jafnframt verið farinn að heyra bresta í stoðum stofnun- ar sinnar. Mér var það eitt i huga, að ef þessar kenningar sr. Heimis og framsetningarmáti þeirra er það, sem einkenna á boðun Skál- holts framtíðarinnar, þá á þjóðin að fá að vita það i tíma. Þjóðinni þykir vænt um Skál- holt, og við höfum mörg bundið miklar vonir við skólann þar. Ég var sjálfur einn af stofnendum Skálholtsskólafélagsins og hef stutt það siðan. Ég flutti á stofn- fundi þess hlýjar, einlægar kveðj- ur úr Hólastifti, frá Hólavinum, sem glöddust yfir hverju spori f framfaraátt í Skálholti. — Ég fékk líka, ásamt fermingarbörn- um mínum, ágætar viðtökur i Skálholtsskóla á s.l. vetri, er við vorum í Skálholtsbúðum með hluta af fermingarundirbúningi okkar. Þau áhrif, sem við urðum fyrir þar og þá, voru allt annars eðlis en það sem Kirkjuritið flutti. En það eru líka hlutir, sem ég get aldrei samsinnt, hlýt alltaf að vara við. Og hvern skal þá ávarpa, ef ekki almenning í land- inu, þjóðina? Islensk þjóð þráir að heyra frá Skálholti fagnaðarerindi kristin- dómsins, hinn bjarta boðskap lífs og kærleika. Hún þráir, að þaðan komi sá andi, sem veki nýtt líf i kirkjunni, gjöri þar „dyrnar breiðar, hliðið hátt“, efli þar víð- sýni og frjálshuga trú. Hún þráir líka að ungt fólk læri þar, auk Kriststrúar, að bera virðingu fyr- ir manninum, hver sem hann er, af því að hann er Guðs ættar og á sér ódauðlega sál. Þjóðin vill styðja Skálholt til að efla með uppvaxandi kynslóðum virðingu fyrir mannást, hugargöfgi og um- burðarlyndi. Til þess viljum við öll styðja Skálholtsskóla. VIII. Síðasta grein sr. Heimis kom mér á óvart, en mér finnst hún stórt spor í rétta átt. Þar er tóm- inu og útslokknuninni, sem Kirkjuritsgreinin boðaði, hafnað. Þar er lfka játuð trú á framhalds- líf, gagnstætt fyrri kenningum. Þar er jafnvel beðið fyrir öllum framliðnum, sem við margir frjálslyndir guðfræðingar höfum verið lastaðir fyrir af hinum íhaldssamari. Þessi orð þótti mér vænt um, því nú færast leiðir okkar nær hvor annarri. Sr. Heimir kemst þarna að þeirri niðurstöðu, að hann geti falið Kristi hvern horfinn mann. Lengra vill hann að vísu ekki ganga. Ég hefði hins vegar viljað biðja honum þeirrar bjartsýni, að hann mætti treysta því fullkom- lega, að kærleikur Guðs hefði ekki yfirgefið manninn við gröf- ina, heldur mundi Kristur áfram verða hið frelsandi afl a eilifðar- braut mannkyns. Reykjavik, 7. júní 1975. Framhaldsdeild Heyrnleysingja- skólans gefur mjög góða raun ÁÐUR fyrr mátti telja það til undan- tekninga að heyrnskert fólk lærði nokkuð meira en það átti kost á i Málleysingjaskólanum eins og skól- inn hét þá. Þó er kunnugt um nokkra, sem lærðu og fengu réttindi sem fullgildir iðnaðarmenn, og má þar nefna húsgagnabólstrara, bak- ara, Ijósmyndara, vagnasmið og klæðskera. i lögum um Heyrnleys- ingjaskólann frá 1962 er heimild til að skólinn aðstoði þá, sem hug hafa á frekara námi, einkum ef það skapi þeim atvinnu og betri lifsskilyrði. Haustið 1971 var óskað eftir heimild menntamálaráðuneytisins til að starfrækja framhaldsdeild við Heyrnleysingjaskólann og hefir skól- anum verið veitt fé til þess siðan. í framhaldsdeildinni hafa nemendur skólans átt kost á allri þeirri að- stöðu, sem skólinn getur þeim i té látið við það nám, sem þeir stunda og geta ekki fylgzt með í öðrum skólum. T.d. hefir einn mjög heyrna- skertur nemandi nú lokið 2ja ára forskólanámi i Myndlista- og hand- Iðaskólanum með frábærum árangri. Til þess að hann gæti iært listasögu, þurfti hann á aðstoð að halda frá Heyrnleysingjaskólanum. Kennari þaðan fylgdi honum I tima i lista- sögu, en hún var kennd í fyrirlestr- um. skrifaði niður efni fyrirlestranna og útskýrði svo fyrir nemandanum á eftir. Stúlka, sem lauk sjúkraliða- námi sl. haust, naut einnig sérstakr- ar hjálpar i Heyrnleysingjaskólanum. Þannig leitast framhaldsdeildin við að veita aðstoð eftir þörfum hvers og eins. Þá njóta allir framhaldsdeildar- nemendur kennslu i islenzku og einnig fá ýmsir þeirra kennslu í ensku. Ungur Islendingur með verulega skerta heyrn hefir lokið iðnskólaprófi i Noregi, og Islenzkur kennari frá Iðnskólanum í Reykjavik. Jón Sætran, kynnti sér rækilega allt fyr- irkomulag iðnskóla fyrir heyrnskerta þar, en það vakti honum mikinn áhuga á að bæta úr brýnni þörf hér heima. Það er ekki ofmælt að hann hafi verið aðalhvatamaður að stofn- un og starfrækslu framhaldsdeildar- innar. Hann hefir skipulagt iðnskóla- námið, komið á náinni samvinnu milli Heyrnleysingjaskólans og Iðn- skólans f Reykjavik. Einn kennari Heyrnleysingjaskólans kennir þær iðnskólanámsgreinar, sem nemendur verða að læra I Heyrnleysingja- skólanum og skólastjóri og kennarar Iðnskólans i Reykjavik hafa reynzt boðnir og búnir til að veita fram- haldsdeildinni alla nauðsynlega aðstoð. Flestir piltanna leggja stund á iðnnám. En sá fyrsti, sem lýkur iðnnámi siðan framhaldsdeildin tók til starfa, er nú að Ijúka verklegu sveinsprófi sem skósmiður. 5 piltar eru nú komnir i samningsbundið iðn- nám; F bifvélavirkjun, netagerð, hús- gagnasmiði og gullsmtði. Framhaldsdeildin við Heyrnleys- ingjaskólann hefir gefið mjög góða raun. Ýmislegt er enn f mótun og mörg skipulagsatriði óleyst, en feng- in reynsla sýnir ótvirætt að heyrn- skertir geta með viðeigandi hjálp aflað sér sömu starfsréttinda og heyrandi fólk á flestum sviðum, þar sem minna reynir á heyrn og mála- kunnáttu. I Heyrnleysingjaskólanum er mik- ■ II áhugi á að fullorðið heyrnskert fólk geti notið endurhæfingar og lært það sem það óskar og skólinn getur kennt því. Heyrandi fólk á þess nú yfirleitt kost að hefja nám við flesta skóla á hvaða aldri sem það er. (Frétt frá Heyrnleysingjaskólanum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 128. tölublað og Íþróttablað (10.06.1975)
https://timarit.is/issue/116184

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

128. tölublað og Íþróttablað (10.06.1975)

Aðgerðir: