Morgunblaðið - 14.06.1975, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.06.1975, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1975 Samningur ASÍ og VSÍ: Um sex milljarðar í auknar launagreiðslur Breytir þó ekki for- sendum þjóðhagsspár- innar í meginatriðum NIÐURSTOÐUR nýgerðra kjara- samninga milli Alþýðusambands- ins og Vinnuveitendasambands- ins munu ekki raska að neinu ráði þeim áætlunum eða spá sem Þjóðhagsstofnunin hefur gert um verðlags- og kaupgjaldsþróunina hér innanlands og afkomu þjóðar- búsins á þessu ári samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgun- blaðið aflaði sér hjá Þjóðhags- stofnuninni. Vinnuveitendur áætla hins vegar að þessi nýi kjarasamningur muni auka launagreiðslurnar f landinu sem nemur um 6 milljörðum króna og með honum sé teflt á tæpasta vað hvað snertir afkomu sumra at- vinnugreina, sérstaklega þó sjávarútvegsgreinanna. Að sögn Olafs Davíðssonar, hag- fræðings hjá þjóðhagsstofnun- inni, var í febrúarmánuði sl. gerð þjóðhagsspá fyrir þetta ár, sem byggð var á ákveðnum forsendum um kaupmáttinn i landinu og lik- lega þróun kaupgjalds og verð- lags, fiskframleiðslu og afla- bragða, innflutnings og út- flutnings og viðskiptakjara, svo eitthvað sé nefnt. „Niðurstöður þessara samninga eru í aðalatriðum ekkert verulega frábrugðnar þeim forsendum, sem við gáfum okkur þar,“ sagði Ólafur. „Svo að ég held að miðað við að allt annað haldist óbreytt i likingu við þróunina til þessa, hafi ekkert komið fram sem bein- linis breyti spám þjóðhagsstofn- unar fyrir þetta ár I meginatrið- um. Framleiðsla og aflabrögð virðast t.d. ekki ætla að verða langt frá því sem við vorum að reikna með, og útflutningur og innflutningur siðustu mánuðina virðast líka þróast svona nokkuð I þá átt sem við gérðum ráð fyrir, Framhald á bls. 18 GOD SALA: Fékk 94 kr. fyrír kílóið í Bretlandi SKUTTOGARINN Ljósafell seldi 77 tonn af kassafiski f Grimsby f gær fyrir alls 7,3 millj. kr. og var meðalverð pr. kg. kr. 94.20. Þetta þykir mjög góð sala, þar sem mjög mikið framboð af fiski er nú á markaði f Englandi. Afla Ljósafells var ekið frá Granton í Skotiandi til Grimsby, þar sem ekki var talið þorandi að senda skipið þangað vegna and- spyrnu sjómanna i Grimsby gegn sölum ísl. skipa um þessar mundir. Ekki var hægt að selja nema kassafiskinn í morgun og 50—70 lestir af lausum fiski, sem skipið landaði, voru látnar bíða þar til markaðurinn opnar á ný á mánudag. Þá er hætt við, að verð- ið fyrir fiskinn verði ekki hátt, Leiðrétting við frímerkjafrétt MORGUNBLAÐIÐ hefur sannfrétt, að merki Jóns Sigurðs- sonar frá 1911 voru prentuð hjá H. H. Thiele í Kaupmannahöfn, svo sem öll Islenzk frimerki fram að 1930. Þess vegna getur frásögn heimildarmanns blaðsins 12. þ.m. um tilraunaprent þessara frí- merkja hjá Thomas de La Rue i Englandi ekki staðizt. þar sem hann verður þá orðinn gamall, en ef tekizt hefði að selja þann fisk einnig i gær, má búast við að heildarsalan hefði orðið einstaklega góð. Gamall mað- ur í lífshættu MJÖG harður árekstur varð milli tveggja fólksbifreiða á mótum Skúlagötu og Barónsstfgs skömmu eftir hádegi f gær. 1 árekstrinum slasaðist 79 ára gamall maður illa á höfði og liggur hann nú meðvitundarlaus og f Iffshættu á gjörgæzludeild Borgarsjúkrahússins. Áreksturinn varð laust eftir klukkan 13,30. Gamli maðurinn ók Austin-mini bifreið vestur Skúlagötu og hugðist svo beygja til vinstri upp Barónsstfg. Ók hann I veg fyrir Mazda bifreið og varð áreksturinn mjög harður. ökumaður Mazda bifreiðarinnar slasaðist aðeins lítilsháttar en gamli maðurinn klemmdist inni f bifreið sinni og varð honum ekki náð út úr henni nema með kú- beini. Var hann þá meðvitundar- laus. Hann var fluttur á Borgar- sjúkrahúsið þar sem hann gekkst undir höfuðaðgerð og að henni Iokinni var hann fluttur á gjör- gæzludeild sömu stofnunar. Bragi Ásgeirsson við eina mynda sinna. (Ljósm. Mbl. Sv.Þorm). Að vera með á nótunum Bragi Asgeirsson dregur 40 mgndir r fram í dagsljósið og sgnir „A loftinu ” BRAGI Asgeirsson opnar sýn- ingu á fjörutfu myndum „A loftinu" í húsi Helga Einars- sonar við Skólavörðustfg f dag klukkan tvö. Verður sýningin opin næsta hálfa mánuðinn — virka daga á venjulegum verzl- unartfma og laugardaga frá kl. 9—12 og aftur frá kl. 2—6. „Þessi sýning spannar heilan aldarfjórðung — allt frá því að ég var 18 ára nemi f handiða- skólanum og fram til þessa dags,“ sagði Bragi þegar hann var inntur eftir þvi af hvaða toga myndirnar fjörutiu væru. „Samt sem áður er þetta ekkert úrval eða þaulhugsuð yfirlits- sýning heldur eru hér á ferð- inni myndir sem ég hef verið að tína til og jafnvel finna, setja á karton og innramma nú I vetur." 1 fremsta sýningarherberg- inu á loftinu eru tilrauna- kenndar myndir frá þvi að Bragi var i handiðaskólanum hér heima, “sem ég vona að sýni að ég hef verið með á nót- unum frá . fyrstu tíð,“ segir Bragi, „tréristur frá 1953 og módelmyndir sem ég gerði í Róm árið 1954. Hér I næsta her- bergi er lika konumynd sem er mér sérlega kær. Hún átti að vera á fyrstu sjálfstæðu sýning- unni minni en konan sem myndin er af bannaði mér það þvi að henni fannst hún svo ljót. En síðan hafa tfmarnir breytzt og ég get varla ímyndað mér að nokkur fetti fingur út I hana.“ I innsta herberginu eru svo sfðustu myndir Braga, sem hann hefur verið að vinna að á þessu ári og næstu árum á und- an, og þær munu ekki koma á óvart þeim er fylgzt hafa með myndlistarferli Braga á sl. ár- um nema hvað þær eru minni. „Það var gott að fá þennan sýn- ingarsal hér á loftinu," segir Bragi, „gaman að geta boðið upp á „intíma“ sýningu í svona lókali. Það býður upp á litlar myndir, en t.d. í Norræna húsinu, þar sem ég sýni I haust, mun ég ekki sýna nema stórar myndir i framtíðinni. Smáar myndir njóta sin þar ekki.“ Flestar myndirnar á sýning- unni eru til sölu enda þótt Bragi segist geta tekið undir það með Valtý Péturssyni sem sýndi á loftinu á undan Braga, að það sé nánast heimskulegt að vera að selja gamlar myndir á verðbólgutimum. „A sýning- unni I Norræna húsinu t.d. át verðbólgan líklega um þriðjunginn af þeim hagnaði sem ég hafði af sölunni vegna þess hversu mikið af greiðslun- um var í formi afborgana til mismunandi langs tima,“ segir Framhald á bls. 18 Ráðstefna um iðnað á Austurlandi um helgina Samband sveitarfélaga f Austurlandskjördæmi gengst fyrir ráðstefnu um iðnað á Austurlandi um þessa helgi. Verður hún haldin á Hallorms- stað og stendur f tvo daga. Ráð- stefnan er liður f þvf að afla og miðla þekkingu um iðnþróun hér á Iandi almennt og Austurlandl 56% kjarabœtur á lœgstu laun frá því í september Framfærduvísitalan hefur hækkað um 43,4% ÞEGAR litið er áþróun lægstu launa frá sl. hausti, kemur f ljós, að kjarabætur á lægstu laun hafa numið allt að 56%, þegar tekið hefur verið tillit til skattalækkana og áhrifa auk- inna niðurgreiðslna á land- búnaðarafurðum. Á sama tíma hefur vfsitala framfærslukostn- aðar hækkað um 43,4%. Ef tekið er mið af launum, sem námu 60 þúsund kr. sl. haust, kemur f ljós að þau hafa miðað við sömu forsendur hækkað um 36%. Kjarasamningarnir, sem undirritaðir hafa verið, hafa í för með sér 5300 kr. hækkun allra launa nú þegar. Þeir sem ekki fengu 3.500 kr. launajöfn- unarbætur samkvæmt bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar fá þær nú. Þá hækka iaun þeirra, sem ekki fengu 4.900 kr. launajöfnunarbætur I marz, um þá upphæð. Allir launahópar fá siðan 2.300 kr. hækkun 1. októ- ber n.k. Lægstu laun, sem námu kr. 33.000 í september 1974, hækk- uðií 1. október það ár um 3.500. kr. Fyrsta desember kom til framkvæmda 3% grunnkaups- hækkun, og í marz sl. var samið um 4.900 kr. hækkun launa- jöfnunarbóta. Nú hafa launin hækkað um 5.300 kr. og hækka síðan aftur um 2.300 kr. 1. október n.k. Þessi laun munu þvi hækka á einu ári upp I 49.800 kr. eða um 51%. Þegar tekið hefur verið tillit til þeirra kjarabóta, sem skattalækkanir hafa i för með sér og metnar eru til jafns við 5% hækkun peningatekna og áhrifa aukinna niðurgreiðslna á land- búnaðarvörum, sem metnar eru til 3% launahækkunar, munu kjör samkvæmt þessum launa- taxta samtals hafa batnað um 61% 1. október n.k. Þau hafa því fyllilega fylgt verðlags- hækkunum áþessu tímabili. Laun, sem námu kr. 60.000 I september 1974, hækkuðu um 3% 1. desember og síðan um 4.900 kr. í marz. Nú kemur til framkvæmda 5.300 kr. hækkun og hækkun um 3.500 kr. vegna launajöfnunarbóta frá 1. október í fyrra og þá komu ekki á þetta há laun. Loks bætast svo við 2.300 kr. 1. október n.k. Þá hafa þessi laun hækkað um 17.600 kr. eða um tæp 30%. Þegar tekið hefur verið tillit til kjaraáhrifa skattalækkana og aukinna niðurgreiðslna, munu þessi laun hafa hækkað um 38,1% 1. október n.k. miðað við sama tíma árið áður. sérstaklega, með hliðsjón af þró- uninni á helztu viðskiptamörkuð- um okkar. Þátttakendur í ráðstefnunni eru um 50 talsins. Það eru for- stöðumenn fyrirtækja á Austur- landi og sveitarstjórnarmenn. Á laugardag flytja þessir menn framsöguerindi um ýmsar hliðar dagskrárefnisins: Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðar- bandans, Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. iðn- rekenda, Kjartan Kristjánsson. verkfræðingur hjá iðnaðardeild Sambandsins, Ölafur Gunnars- Framhald á bls. 18 Sáttafundur á Flateyri VERKALVÐSFÉLAGIÐ á Flateyri hélt fund I gær vegna sjómannadeilunnar þar á staðn- um, sem snýst aö verulegu leyti um dagróðrarbáta. Ekkert nýtt kom fram á fundinum, en menn gerðu sér vonir um að einhver árangur næðist á sáttafundi um helgina. va mm ‘bMÁWLt á M V/9 %'ÍóGm AFÍíjR Óhugnanlegur kúadauði Mælifelli 13. júnf. HJÖNIN Felix Antonsson og Monika Erla Sveinsdóttir hafa búið á Ljósalandi í Neðribyggð hálft annað ár. A þessum tíma hafa drepizt hjá þeim 4 kýr með undarlegum og óskýraniegum hætti, en fyrri ábúandi missti og 4 kýr á Ljósalandi. Þegar ein kýrin drapst fyrir skemmstu áleit dýra- læknir, að um rafstraumsút- leiðslu væri að ræða og við nánari rannsókn kom fram, að svo var. Ekki er vitað hvort úr hefur tek- izt að bæta, en menn frá raf- veitunum hafa verið nokkra daga á Ljósalandi. Tjón búenda er mikið og tilfinnanlegt, en álitið að Rafmagnsveitur ríkisins munu Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.