Morgunblaðið - 14.06.1975, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1975
5
Ávarp forsætisráðherra
í boði ríkisstjórnarinnar
á Þingvöllum
Heimsókn
yðar hefur
innsiglað
vináttu þjóða okkar
KARL Gústaf Svfakonungur ok
Geir Hallgrfmsson forsætisráð-
herra gangatil boðs rfkisstjórnar-
innar í Hótel Valhöll. A eftir
þeim koma forsetahjónin, dr.
Kristján Eldjárn og frú Halldóra,
og frú Erna Finnsdóttir.
(Ljósm. Mbl. Ó. K. Mag.)
Hér fer á eftir ávarp það, sem Geir Hallgrfmsson forsætisráð-
herra flutti I boði ríkisstjórnarinnar til heiðurs Karli 16. Gústaf
Svfakonungi í Hótel Valhöll á Þingvöllum í hádeginu f gær:
Herra konungur
yðar hátign.
Herra forseti, virðulega for-
setafrú Góðir gestir.
Mér er það sérstök ánægja að
bjóða yður velkominn til Þing-
valla í nafni íslenzku ríkis-
stjórnarinnar.
Þér hafið nú, herra konung-
ur, séð ólíkar hliðar lands vors,
kynnzt náttúru þess, sem agað
hefur og alið tslendinga í 1100
ár, litið mannvirki, sem flest
eru gerð síðustu áratugina og
dvalizt hér örlagaríka daga i
samskiptum landsins barna,
þegar tekizt hefur yerið á um
kaup og kjör.
Það er merkileg tilviljun, að
þessa sömu daga er gengið frá
víðtækum kjarasamningum
bæði í Svíþjóð og tslandi. Við
höfum dáðst að því, hvernig
Svíum hefur tekizt að jafna
óhjákvæmilegan hagsmuna-
árekstur á þann veg, að það
hefur orðið þjóðarheildinni til
heilla.
Við viljum gjarnan einmitt
taka Svía okkur til fyrirmyndar
í þessum efnum og vonum að í
kjölfar kjarasamninga okkar
skapist festa í þessum efnum
eins og yður í Svíþjóð hefur
auðnazt að ná.
Samskipti þjóða vorra hafa
um langan aldur verið á þann
veg, að á þau hefur ekki borið
neinn skugga. Erfitt er raunar
að meta með algildri mælistiku,
hvernig samskiptum ríkja skuli
háttað, svo að þau verði talin
þannig að ekki verði á betra
kosið. Inn I slfkt mál blandast
margir óskyldir þættir. I sam-
búð þjóða eins og einstaklinga
eru það oft viðbrögð á örlaga-
tímum, sem sýna best vinarhug-
inn. Við Islendingar minnumst
í þessu sambandi hvernig
sænska þjóðin brást við, þegar
fréttirnar bárust um eldgosið í
Vestmannaeyjum í ársbyrjun
1973. Það veitir öryggi að vita
af góðum vinum og frændum,
sem taka þannig þátt í áföllum.
Ég leyfi mér að fullyrða, að
við Norðurlandabúar höfum
rétt fyrir okkur, þegar við höld-
um þvf á loft, að samvinna okk-
ar innbyrðis og friðsamlegt við-
horf gagnvart öðrum sé til
fyrirmyndar.
Þessu hefur ekki ávallt verið
þannig farið. Rifja má upp
gamla sögu eftir franska
sagnaritarann Dudo, kanúka.
Hann dregur upp fremur
óskemmtilega mynd af forfeðr-
um okkar Norðurlandabúa, vik-
ingunum, þegar þeir héldu til
landvinninga í Frakklandi f
upphafi niundu aldar. Dudo
greinir frá orðaskiptum milli
Franka og víkinga á þennan
veg — Frankarnir hafa orðið
fyrst:
„Við erum riddarar sendir af
Frankakonungi og krefjumst
þess, að þið segið okkur, hverjir
þið eruð, hvaðan þið komið og
hvers þið óskið.
— Við ætlum að leggja undir
okkur Frankaríki.
— Hvað heitir höfðin£i ykk-
ar?
— Ekkert, við erum allir
jafnir.
— Viljið þið ganga á vald
Karli Frankakonungi, þjóna
honum og hljóta fyrir ríkuleg
laun?
— Við munum aldrei lúta
neinum. Þau laun þykja okkur
bezt, sem við öflum með vopn-
um og hreysti.
— Hvað ætlizt þið þá fyrir?
— Hypjið ykkur tafarlaust
héðan! Við kærum okkur
kollótta um orðaskak ykkar, því
síður munum við skýra ykkur
frá áformum okkar.“
Hér á Þingvöllum var reynt
að leysa ekki úr ágreiningi á
þann veg, sem að framan er
lýst. Þvert á móti leituðust
menn við að ná samkomulagi,
svo að friður rikti í í litlu sam-
félagi. Þetta tókst ekki alltaf og
sundurlyndið varð raunar sjálf-
stæði okkar á þjóðveldisöld að
fjörtjóni. Sagt er, að þrátt fyrir
allar tæknilegar og efnalegar
framfarir, hafi maðurinn lítið
breytzt að því leyti, að hann er
oft tregur að láta stóryrðin
víkja fyrir sáttfýsinni. En
báðum þjóðum okkar er ljóst,
að bæði inn á við og út á við er
það ekki lengur markmiðið að
neita viðræðum við þann, sem
-er okkur ósammála. Þvert á
móti hvetjum við til sem nán-
astra viðræðna milli einstakl-
inga og þjóða, svo að misskiln-
ingur um fyrirætlanir valdi
ekki óeiningu.
Ferð yðar til Islands að þessu
sinni er nú að ljúka. Við höfum
dregið fram á slðasta dag að
sýna yður þann stað, sem okkur
er helgastur, Þingvöll. Hér eru
jafn tignir gestir og þér auð-
fúsugestir. Hér kemur þjóðin
saman þegar hún minnist tíma-
móta í sögu sinni. Hér lögðu
forfeður okkar grundvöllinn að
þjóðveldi sínu, þar sem vilji
fólksins fékk að njóta sín og
deilur voru settar niður. A
Norðurlöndum hvort sem um
er að ræða lýðveldi eða
konungsveldi þarf hvorttveggja
til, svo að lýðræðislegt stjórn-
skipulag okkar fái þrifizt,
þjóðarvilja (folkvilja) og kon-
ungshugsjón (kungstanke).
Þjóðarviljinn verður að vera
borinn uppi af konungshug-
sjón.
Þegar við nú kveðjum yðar
hátign, erum við þess fullviss,
að heimsókn yðar hefur inn-
siglað vináttu þjóða okkar og
sannfæringu um að hvort-
tveggja þjóðarvilji og konungs-
hugsjón verði að njóta sín, svo
að löndum okkar megi vel
farnast.
Ég vona, að ferð yðar hátign-
ar til íslands hafi verið yður
ánægjuleg. Ég veit að öll ís-
lenzka þjóðin hefur fylgzt náið
með komu yðar og hún kveður
yður með ósk um, að móttökur
hennar hafi verið virðingunni
fyrir yður og þjóð yðar sam-
boðnar. í von um að heimferð
yðar gangi að óskum lyfti ég
glasi mínu fyrir yður og allri
sænsku þjóðinni.
Norðursjórinn:
SÖLUR UNDIR LÁG-
MARKSVERÐI EBE
SJÖ síldveiðiskip seldu sfidarafla
í Danmörku í gær og hjá fimm
skipanna reyndist meðalverð pr.
kg. vera undir því lágmarksverði,
scm framkvæmdastjórn Éfna-
hagsbandalags Evrópu hefur
krafizt að selt sé fyrir. Ekki er
vitað hvernig þetta mál mun þró-
ast, en Mbl. er kunnugt um, að
framkvæmdast jórnin hefur
a.m.k. tvisvar sinnum kvartað við
viðskiptaráðuneytið vegna slldar-
salanna.
Um síðustu helgi voru islenzku
síldveiðiskipin búin að veiða
3.311 lestir af sild í Norður-
sjónum á þessu ári, en fram til 1.
júlí mega þau veiða samtals 4500
lestir. Frá 1. júli fram til áramóta
mega skipin veiða 6000 lestir
rúmlega, en þessi kvóti var ákveð-
inn á fundi Norðaustur-
Atlantshafsnefndarinnar i Lon-
don á dögunum, og Islend-
ingar eru ekki skyldir til að hlíta
honum, ef þeir mótmæla þessari
samþykkt. Um þessar mundir
eiga skipin aðeins eftir að veiða
800—900 lestir til að fylla
kvótann fram til 1. júli og afla-
brögð mega verða mjög treg ef
það á ekki að takast fyrir þann
tíma.
Skipin. sem seidu i gær, eru þessi: Óskar
Magnússon AK seldi 22.6 lestir fyrir 1.4
millj. kr. og var meðalverðið kr. 64.66, Fifill
GK seldi 55.7 lestir fyrir 1.2 millj. kr., meðal-
verð kr. 22.32, Jón Finnsson GK seldi 24.3
Framhald á bls. 18
Mjólkin ætti að duga eitthvað:
Reykvíkingar drekka
100 þúsund lítra á dag
— Mjólkurbirgðirnar ættu að
endast eitthvað áfram, ef fólk
hamstrar ekki mjólkurvörur,
sagði Guðlaugur Björgvinsson
hjá Mjólkursamsölunni 1 samtali
við Morgunblaðið I gær. 1 fyrra-
dag var allri mjólk ekið út I
verzlanirnar, sem til var I
Mjólkursamsölunni, en venjulega
eru nokkrar birgðir geymdar yfir
nóttina til að aka I verzlanir
næsta morgun og — þvi ættu
verzlanir að vera nokkuð vel sett-
ar.
Að sögn Guðlaugs fara um 100
þús. lítrar mjólkur á Reykjavíkur-
svæðið dag hvern að meðaltali,
stundum eru það 80 þús. lítrar og
stundum 120 þús. lítrar en
nokkur munur er á því hve mikið
selzt á hverjum degi.
Hann sagði að lokum, að hann
þyrði ekkert að segja um fram-
vindu mála i deilu mjólkurfræð-
inga við vinnuveitendur sína.
107 farþegar og 32 bílar
fara út með Smyrli í dag
FÆREYSKA bíla- og farþega-
ferjan Smyrill kemur í fyrsta
skipti til Seyðisfjarðar kl. 16 í
dag og með skipinu 12 farartæki
fyrir utan hjólhýsi -og nokkur
fjöldi farþega. Með þvi fara aftur
107 farþegar til Björgvinjar, 32
bilar og þó nokkur fjöldi hjól-
hýsa, en ekki er vitað nákvæm-
lega hve margir farþegar og bllar
verða til Færeyja.
Að sögn Sveins Guðmundsson-
ar, Fréttaritara Morgunblaðsins á
Seyðisfirði, er nú allt að verða
tilbúið þar til að taka á móti
Smyrli. Búið er að gera skarð i
hafnarbakkann, þannig að hægt
er að aka farartækjum rakleiðis
frá borði eða um borð í skipið. Þá
er búið að koma upp snyrti-
aðstöðu á hafnarbakkanum en
eftir er að ljúka við aðstöðu fyrir
tollgæzluna, en unnið er að þvf
þessa dagana. Ennfremur hefur
verið reynt að snyrta hafnar-
bakkann eftir föngum.
Pétur Helgason hjá Ferðaskrif-
stofunni Úrval sagði þegar
Morgunblaðið ræddi við hann i
dag, að búið væri að staðfesta að
með skipinu kæmu 17 farþegar
frá Bergen, 6 bílar og 1 mötorhjól.
Frá Þórshöfn koma 30 farþegar, 5
bílar og 1 flutningavagn, sem fer
með skipinu út aftur. En vagn
þessi er útbúinn frysti og verður
hann notaður undir islenzkt
lambakjöt, sem fara á til Færeyja
og er notaður þar sem engin
frystigeymsla er í skipinu.
Pétur sagði, að farþegar frá
ísiandi yrðu færri að þessu sinni,
vegna verkfallsóróans um þessar
mundir, en reyndar hefði verið
búið að fá undanþágu fyrir af-
greiðslu á skipinu á Seyðisfirði.
Engu að síður færu 107 farþegar
út til Björgvinjar með skipinu, þá
færu um borð 32 bílar og þó nokk-
ur hjólhýsi. Þá fer eitthvað af
farþegum með til Færeyja, en
ekki er vitað hve margir þeir eru.
Glímumenn styrktir
í Kanadaferð
ISLENZKIR glimumenn munu í
ágústmánuði taka þátt i hátiða-
höldum að Gimli í Manitoba i til-
efni byggðaafmælis íslendinga
þar. Reykjavíkurborg hefur
ákveðið að styrkja þá til
fararinnar með 450 þúsund
krónum.