Morgunblaðið - 14.06.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 14.06.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNl 1975 7 STAKSTEINAR I Sparnaður | var dyggð Á þessari öld hefur íslenzkt þjóðfélag' I breytzt úr fðtæku, van- . þróuðu og frumstæðu I samfélagi í nægtaland á nútímavísu, sem býður upp á framtíðarvelmeg- I un, ef við kunnum fót- um okkar forráð. Tækni- • og iðnvæðing þjóðarinn- I ar, samhliða aukinni menntun og þekkingu þjóðfélagsþegnanna, á I þar mikinn hlut að máli. Stærstur er þó hlutur • þeirrar kynslóðar, sem tók frumstætt þjóðfélag i arf, um og upp úr alda- j mótum, og skilaði niðj- um sínum nægtalandi; | það er sú kynslóð, sem I nú er komin til efri ára, eftir erfitt en farsælt ævistarf. Þessi kynslóð leit á I sparnað sem dyggð. Það I sparifé, sem hún lagði fyrir til efri ára og fól ríkisbönkum til varð- veizlu og ávöxtunar, varð veltufé atvinnu- I rekstrarins (verðmæta- sköpunarinnar) í landinu , og frumafl alhliða upp- I byggingar í þjóðfélag- inu. Menntunaraðstaða. • félagslegt öryggi og þau ■ vopn i lífsbaráttunni, I________________________ sem við búum að í dag, var að verulegum hluta sótt I ævistarf þessarar kynslóðar. Verðbólgan og eldri kynslóðin Það er hafið yfir allan ágreining, að við stönd- um í ógoldinni þakkar- skuld við hina öldnu I þjóðfélaginu. En hvern veg hefur þjóðfélagið, ríkisbankarnir, farið með sparifé hinna eldri, sem af fyrirhyggju var lagt fyrir til elliára. Lífs- gæðakapphlaupið, óraunsæið og verð bólgubálið hafa etið það upp, gert verðmæti þess að engu. Sá sparnaður, sem vissulega var dyggð, og undirstaða framfara í þjóðfélaginu, náði sinum tilgangi í stórbættu þjóðfélagi til viðtakandi kynslóðar. En laun þjóðfélagsins til þeirra, er með sparnaði gerðu áformin að veru- leika, urðu verðleysi sparifjárins. Lífeyrir lagður til hliðar varð litils sem einskis virði, er til hans þurfti eða þarf að grípa. Og verðbólgubálið vex með ári hverju. Sem dæmi má nefna, að fyrir rúmu ári, nægði ein nilljón króna fyrir tveimur bifreiðum af VW-gerð, en nú nægir hún tæpast fyrir einni. Er ekki kominn timi til þess að hyggja að rétti hinna eldri, rétti spari- fjáreigenda og gildi sparifjár borgaranna fyr- ir þjóðfélagið i heild? Er ekki timabært að árétta i verki þau fornu sann- indi, að sparnaður sé dyggð? Þjóðarheildinni nauðsynlegur? Fortíð, nútíð og framtíð Sú þekking og reynsla, sem tekin er i arf, eru verðmæti, sem hljóta að verða undir- staðe þess, er framþró- unin leiðir til. Nútiminn verður að standa traust- um fótum i fortíðinni ef hann á að bera ávöxt i framtiðinni. Það er þvi óhjákvæmilegt að horfa um öxl, er stefnan fram á við er mörkuð. Nú. þegar kjarabarátt- an er komin á lygnan sjó sátta á ný, mættu stjórnvöld, sem og al- menningur, hyggja að hlut hinna eldri i þjóðfé- laginu. Ekki sízt þvi, hvern veg varzla og ávöxtun sparifjár þess hefur tekizt. Og hvort ekki megi og sé óhjá- kvæmilegt að rétta hlut þeirra, sem verst hafa orðið úti i verðbólguþró- un siðustu ára. Annað væri naumast verjandi. Allir góðir menn fagna þvi að sættir hafa tekizt á islenzkum vinnumark- aði. Hin hógværari og réttsýnni öfl á báða bóga hafa afstýrt lang- varandi verkföllum og vandræðum i þjóðfélag- inu. Afskipti ríkisstjórn- ar og stjórnskipaðrar sáttanefndar eiga og stóran hlut i lausn vinnudeilunnar. Hér hef- ur giftusamlega tekizt til. Og allur þorri fólks er léttari á brún i dag en verið hefur um nokkurra vikna bil. Stöku öfga- menn eru þeir einu, sem harma það, að hjá alvar- legum átökum var kom- izt. Sá skuggi er þó enn á lofti, sem hér hefur verið gerður að um- ræðuefni, hlutur hinna eldri, hverra sparifé var borið á bál verðbólgunn- ar. Þeir. sem lögðu grunninn að velmegun okkar. glötuðu einir ávöxtum sins ævistarfs. Þórður Jónsson, Látrum: Fólk, litir og loftfyrirbæri Það var sunnudaginn 27/4 síðastliðinn að ég opnaði sjón- varpið og var þá á skerminum hugguleg ung kona, virtist sitja fyrir svörum. Ég náði því ekki strax hvað hún var að tala, en svo fór hún að tala um liti á vistarverum manna, og áhrif þeirra á fólkið, skaphöfn þess og liðan. Þar með var athygli min vakin, því það er mál, sem ég hef löngum velt fyrir mér og lesið nokkuð um. Þetta var þá þátturinn „Það eru komnir gestir“, en því miður náði ég ekki nafni kon- unnar, en hún var innanhúss- arkitekt. Ég hef oft furðað mig á því hversu eigendur hinna ýmsu vistarvera eru hirðulausir um í hvaða litum þær eru málaðar, og þá sérstaklega um borð í skipum, þar sem oft er þröngt um fólk og það þarf að búa í langan tíma án þess að koma i land, og er þá oft orðið þreytt- ara en vinna og önnur aðbúð gefur tilefni til. Oft er það, að þetta er málað með þeim lit, sem fyrir er eða þeim sem til er, alveg burt séð frá þvi, sem þægilegast myndi líðan þeirra sem í vistarverun- um búa og gæfi þeim mesta afslöppun. Það eru sjálfsagt aldir síðan menn uppgötvuðu þessi áhrif lita á liðan manna. Heimskauta- farar urðu fljótlega varir við, hvað hin hvita auðn allt um kring var yfirþyrmandi og þreytandi, þó ekki væri nema að horfa á hana, enda mun sá litur reynast flestum erfiður, þó er hann hvað mest notaður á sjúkrahúsum og víðar. M ér er sagt, að sérfræðingar telji, að rneð nógu margbreyti- legum litum rétt völdum, sé hægt að deyfa, eða lama veru- lega lífskraft fólks, æsa það upp, og leika með skaphöfn þess eftir vild. Það skal tekið fram, að ég er enginn sérfræðingur í litum og áhrifum þeirra, en ég hef þó reynt þetta lítilsháttar, eftir að hafa lesið um það i bókum. En aldrei heyrt um það fyrr en í nefndum sjónvarpsþætti, að maður gæti fengið í þessum efnum sérfræðilega þjónustu i henni Reykjavík okkar, og þvi fagna ég, og tel að fólk ætti að notfæra sér þá þjónustu í stór- um stil. Mesta reynsla mín af áhrif- um lita var þann 29/10 ’73, þegar við hér á þessu vestur- horni landsins vorum heiðruð með svo frábærri litadýrð utan- úr geimnum að við höfðum ekki slikt áður reynt og sem hafði mjög svo lamandi áhrif á okkur, og þau áhrif voru stað- reynd en engin imyndun, stað- reynd, sem sannfærði mig um áhrif lita á líf okkar. Eg get ekki fallist á skýringu veður- fræðinga okkar sem þeir gefa á þessum lamandi áhrifum á okkur, i 2. heft. „Veðrið" 1973, og leyfi mér að mótmæla henni, en hún var á þá leið, að við hefðum orðið hrædd. Ég er ekki í neinum vafa, að þar voru áhrif litanna, sem mestu réðu, þótt fleira kunni að hafa verið samverkandi, svo sem óeðlileg rafmögnun loftsins, og eitthvað sem við ekki þekkjum. Hitt get ég fallist á, að upptök þessarar litabylgju séu þau sem veður- fræðingarnir telja í nefndu riti, bls. 58. En þetta er ekki eina ein- kennilega loftfyrirbærið, sem skráð hefir verið hér í sveit og fólkið talið hafa hræðst. I hinni miklu bók, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar, segir Eggert frá fyrir- bæri, sem hann hefir sjálfsagt sjálfur séð, og lýsir í nefndri bók á bls. 228 og vona ég að mér verði fyrirgefið að taka þá greinargóðu lýsingu hér upp: „Lofteldur kallast einkenni- legt fyrirbæri í lofti, sem eigin- lega er vestfirskt, en mest ber á því i nyrðri hluta Barðastranda- sýslu. Hann sést aðeins á vetrum, þegar hálfskýjað er og hvassviðri og skafhrið, en koll- heiður himinn. Á nóttunni og i rökkrinu sýnist þá stundum loftið standa i björtu báli og getur sýn þessi staðið stundar- korn. A jörðu verður albjart líkt og af eldingu, en ljós þetta hreyfist ekki nálægt því eins hratt og eldingarleiftrin. Merkilegasta dæmið um þenn- an lofteld er frá 25. janúar 1762. Orsök þessa fyrirbrigðis er sú, að í hvert sinn, sem vind- hviða kemur og þyrlar snærok- inu uppí loftið, verður allur þessi snjór uppljómaður af ljósi því, sem í loftinu er. Fólk á þessum slóðum skelf- ist mjög við þessa sýn, því það þekkir ekki hina réttu orsök og heldur að hér séu eldingar á ferðum. Skepnur, einkum þó hestar, hræðast lofteldinn einnig. Hestar verða trylltir af fælni og hlaupa i allar áttir og stökkva jafnvel fyrir björg, þar sem þeir hálsbrotna eða lim- lestast á annan hátt. Þetta vill helst til, þar sem klettótt er, einkum i sveitinni næst Látra- bjargi." Gaman væri að vita, hvort okkar ágætu veðurfræðingar þekkja þetta fyrirbæri, sem Eggert lýsir þarna, og hvort þeir eru honum sammála, eða hvort visindin eru nú, meir en 200 árum siðar, búin að fá á þessu aðra skýringu. Konunni, sem ég náði ekki nafninu á og er innanhúss- arkitekt, óska ég velfarnaðar i starfi og veit að hún á eftir að létta mörgum lifið með því að velja rétta liti á hibýli þeirra, og þarf hún varla að kviða at- vinnuleysi í faginu, svo mikil- vægt sem það er. Trio — Hústjöld Vönduð, dönsk hústjöld 12, 16, 1 8 og 22 fm. Stálsúlur — Litekta. Sjón er sögu ríkari. — Komið á sölusýninguna að Geithálsi. Opið til kl. 22 alla daga, einnig um helgar. Tjaldbúðir. ATLAS „BIG DADDY" 15" SPORTHJÓLBARÐAR VERÐ FRÁ 8112.-KR. Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SÍMAR 16740 OG 38900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.