Morgunblaðið - 14.06.1975, Síða 12
Cohen
rnhen hemur
rnhen kenniu^.
jnuia’l «alío3
inwáy U3U°:>
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1975
0 I>að væri synd aA segja að
hljðmsveitin JtJDAS sæti auð-
um höndum þessa dagana. Á
hinum almenna dansleikja-
markaði, þar sem hljómsveitin
er f hópi hinna eftirsóttustu,
styðst hún mikið við tónlist
sem kalla mætti „svart rokk“
en sú tónlist er runnin undan
rifjum blökkumanna f Banda-
rfkjunum og er eins konar
framhald af gömlu soul-
tónlistinni eða blanda af rokki
og soul. Þessi tónlist nýtur
mikilla og sfvaxandi vinsælda
á diskótekum og dansstöðum
erlendis enda dúndurgóð dans-
músík. t rauninni eru Júdas
boðberar þessarar tónlistar
hér á landi þótt fleiri hljóm-
sveitir séu nú farnar að til-
einka sér hana f sívaxandi
mæli. En Júdas hafa f mörgu
öðru að snúast en spila á böll-
um. Að undanförnu hafa þeir
félagar svo að segja haldið til í
húsakynnum Hljóðritunar s/f
í Hafnarfirði og nú nýverið
unnu þeir að gerð sjónvarps-
þáttar sem væntanlega verður
tekinn til sýninga í júlí.
— „Þetta er paradís, — þetta
er lífið," sagði Maggi Kjartans
þegar Stuttsíðan hafði sam-
band við hann í stúdíóinu. —
„Sfðan hljómsveitin varð at-
vinnugrúppa núna 1. júni höf-
um við verið að frá þvi kl. 9 á
morgnana og til 10 á kvöldin,
og lengur um helgar. Það er
gaman að detta út af á kvöldin
og vakna aftur á morgnana án
þess að vera vakinn, bara af
tilhlökkun til að halda vinn-
unni áfram. Núna loksins er
maður kominn i draumaaðstöð-
una, — þ.e. áð geta unnið við
músíkina frá morgni til
kvölds."
• SJÓNVARPSÞATTURINN
er byggður upp á einum degi í
lífi hljómsveitarfélaga. Hann
hefst um morguninn þegar
þeir vakna og fara í bað og
síðan er þeim fylgt eftir í stú-
díóið, veizlu í Grindavík og að
lokum á dansleik f Festi. Þetta
er 100. sjónvarpsþátturinn
sem Egill Eðvarðsson sér um
og verður hann væntanlega
sýndur rétt fyrir verzlunar-
mannahelgina.
• Þá hefur BJARKI
TRYGGVASON iokið við gerð
tveggja laga plötu með aðstoð
Júdasar. Lögin á plötunni eru
„Wild Night“ sem Van Morris-
son gerði frægt á sfnum tíma
og „Tequila Sunrise" sem á
íslenzku ber nafnið „Hver ert
þú“. — „Hugmyndin að gerð
þessarar plötu kom norður á
Akureyri einn daginn þegar
við vorum að leika okkur í
stúdíói Pálma Stefánssonar,"
sagði Maggi. „Þetta er þrælgóð
plata og hún er væntanleg á
markaðinn innan mánaðar.“
0 Um þessar mundir eru
Júdas að vinna að tveggja laga
plötu með SIGRCNU
HARÐARDÓTTUR en bæði
lög og textar eru eftir hana
sjálfa. Um þá plötu sagði
Maggi: „Sigrún er með þetta
allt á hreinu og lögin hennar
eru í einu orði sagt frábær.“
• Þá skal frægan telja
MEGAS, en hann vinnur nú að
gerð breiðplötu þar sem Júdas
sér um undirleikinn. Megas er
við sama heygarðshornið hvað
texta snertir og kvaðst Maggi
þess fullviss að platan mundi
hrista upp í mörgum og jafnvel
hneyksla menn. Fyrir þá sem
þekkja til Megasar kemur það
ekki á óvart. Tónlistarlega
mun þessi plata vera töluvert
öðruvisi en fyrsta plata Megas-
ar, þ.e. að rokkið hefur nú náð
tökum á Megasi og minnir það
nokkuð á feril Dylans á sínum
tíma.
0 Að lokum skal þess getið
að Júdas sjálfir eru nú að fara
út í gerð breiðplötu sem þeir
munu taka upp hjá Hljóðritun
s/f. Bjóst Maggi við að eyða
u.þ.b. tveimur mánuðum í
stúdíóinu og má því segja að
þetta sumar verði sannkallað
,,stúdíósumar“ hjá þeim félög-
um og þeir komi vart út úr því
nema þá rétt til að spila á
böllum... sv.g.
MIKLAR tröllasögur
hafa gengið um hljóm-
sveitina CHANGE að
undanförnu og ber ekki
öllum saman í þeim efn-
um. M.a. gekk það fjöll-
unum hærra að mikil
upplausn ríkti í herbúð-
um þeirra og að hljóm-
sveitin væri í þann veg-
inn að leysast upp enda
hefðu mál ekki þróazt
eins og búizt hafði verið
við. Það er að vísu rétt,
að einhver bið hefur
orðið á heimsfrægðinni,
sem Barnum (upptöku-
meistarinn sem hingað
kom um jólaleytið)
lofaði okkur, en Barnum
þessi mun nú vera úr
sögunni, a.m.k. hvað
í/arðar framtíðarvonir
Change, enda sam-
skiptum hans og hljóm-
sveitarinnar að fullu
lokið.
En ekki er öll nótt úti
enn. Nýjustu heimildir
herma að allt sé í lukk-
unnar velstandi, —
breiðpiata langt á veg
komin og að þeir séu nú
komnir á samning hjá út-
gáfufyrirtækinu Chappel
Klúbbur
gngnara
stóríram-
KvætuAtmuiu
Ekkert verður úr þvl, að Leonard
Cohen og fleiri heimsþekktir lista-
menn. auk nokkurra danskra hljóm-
sveita, komi hingað til lands I bráð á
vegum Klúbbs 32. Þá hefur klúbbur-
inn og hætt við mikið auglýsta ferð
slna á Wembley-hljómleika Elton
Johns og fleiri I Lundúnum siðar I
þessum mánuði.
Ástæðan fyrir þvl, að hætt var við
að fá Leonard Cohen hingað til
lands, er sú, að sögn Sigurjóns
Sighvatssonar, eins stjórnarmanna
Klúbbs 32, að kostnaður hefði verið
óviðráðanlegur. — Það var I raun-
inni ekkert vandamál að fá manninn
hingað, sagði Sigurjón I spjalli við
Stuttslðuna, — en kostnaður hefði
orðið svo mikill, að ég sá ekki fræði-
legan möguleika á að það væri hægt.
Hætt var við förina á Elton John-
hljómleikana vegna slæmrar þátt-
töku — en áður hafði kvisazt, að
ekki nema um það bil helmingur
þeirra, er klúbburinn hafði auglýst
að kæmu fram á hljómleikunum,
myndu troða upp — þar á meðal
stórnúmer eins og Stevie Wonder,
Doobie Brothers og fleiri. Þykir ekki
laust við, að einstakir stjórnarmenn
Klúbbs 32 hafi verið full málglaðir I
upphafi. Sigurjón sagðist gjarnan
vilja það láta koma fram, að það
væri hægara sagt en gert að fá
hingað erlenda skemmtikrafta til
skemmtanahalds. Upphaflega hefði
t.d. Leonard Cohen átt að kosta
1200 sterlingspund, eða rúmlega
420.000 Isl. krónur. Auk þess átti að
greiða ferða- og uppihaldskostnað
fyrir listamanninn og fylgdarlið hans.
En svo gerist það, að Sögn Sigur-
jóns, að haft er samband við um-