Morgunblaðið - 14.06.1975, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1975
Konungur Svíþjóðar heimsækir ísland
„ Þetta hefur ver-
iö stórkostlegt ’ ’
— sagöi Karl 16. Gústaf Svíakonung-
ur viö lok íslandsheimsóknarinnar
OPINBERRI heimsókn Karls
16. Gústafs Svíakonungs til
íslands lauk síðdegis í gær,
er þota konungs hóf sig á loft
frá Reykjavíkurflugvelli. Kon-
ungur var þá nýkominn úr
ferð til Þingvalla og Hvera-
gerðis, en í þeirri ferð hafði
hann sko'ðað dælustöð Hita-
veitunnar að Reykjum í Mos-
fellssveit, gengið niður
Almannagjá og komið á Lög-
berg, skoðað Peningagjá og
Þingvallabæinn, snætt
hádegisverð í boði ríkis-
stjórnarinnar í Hótel Valhöll,
opnað borholu í Hveragerði
og skoðað þar gróðurhús og
goshver.
0 Dælustöð skoðuð
f gærmorgun var ekiS til Þing-
valla, en á leiðinni höfS viðkoma I
dælustöð Hitaveitu Reykjavlkur
að Reykjum I Mosfellssveit. Birgir
fsl. Gunnarsson borgarstjóri,
Ólafur B. Thors forseti borgar
stjórnar og Jóhannes Zoéga hita
veitustjóri tóku á móti gestum og
sýndu þeim dælustöðina. Meðal
annars var gengiS niður I kjallara
og þóttf flestum nóg um hitann
þar niðri, enda var hann svipaður
og I gufubaði.
Til Þingvalla var komið um kl.
10.30 og var staðnæmzt á barmi
Almannagjár, þar sem séra Eirlkur
Eirlksson þjóðgarðsvörður tók á
móti gestunum. Virtu menn fyrir
sér útsýnið yfir Þingvelli og dr.
Sigurður Þórarinsson fræddi
konunginn um jarðfræði og jarð-
sögu svæðisins. Var slðan gengið
niður gjána 1 átt að Lögbergi.
£ Saga Þingvalla rakin
Á Lögbergi var numið staðar um
stund og Þór Magnússon þjóð-
minjavörður flutti erindi um sögu-
frægð Þingvalla. Lýsti hann starfs-
háttum Alþingis til forna og
minjum þinghaldsins á staðnum.
Gekk hann slðan með konungi út
eftir Almannagjá, yfir Öxarárbrú
og niður á Flatirnar og ræddi við
hann um Þingvelli.
Þaðan héldu konungur, forseta-
hjónin og örfáir aðrir niður að
„Peningagjá" og skoðuðu hana,
en gengu næst I Þingvallabæinn,
þar sem Guðmundur Benedikts-
son ráðuneytisstjóri og Hörður
Bjarnason húsameistari tóku á
móti þeim og sýndu þeim húsa-
kynnin og kirkjuna.
0 Hádegisverðarboð
ríkisstjórnarinnar
Klukkan 12 á hádegi hófst
hádegisverðarboð rlkisstjó, ar-
innar til heiðurs konungi I Hótel
Valhöll. Geir Hallgrlmsson forsæt-
arsteiktur Þingvallasilungur.
lambakótelettur, rjómarönd og
kaffi. Forsætisráðherra hélt ræðu
til heiðurs konungi og konungur
flutti stutt þakkarávarp.
Frá Þingvöllum var ekið I átt til
Hveragerðis, niður með Þingvalla-
vatni og Soginu, framhjá Sogs-
virkjunum og niður með Ingólfs-
fjalli. Er til Hveragerðis kom var
fyrst haldið upp I Reykjadal, en
þar átti að opna borholu og sýna
gestum þann feikna gufukraft,
sem þar hefur verið leystur úr
læðingi.
0 Konungur skrúfaði
sjálfur frá
Ólafur Sigurjónsson var þar
kominn til að skrúfa frá bor-
holunni, en þetta var tilraunabor-
hola til að kanna gufuaflið. Mátti
sjá, að hýrnaði yfir konungi, er
Karl Gústaf Svfakonungur kveður forsetahjónin, dr. Kristjárn Eldjárn og frú Halldóru, við brottförina frá Reykjavfkur-
flugvelli I gær. Ljósm. Mbl. ÓI.K.Mag.
Grétar Unnsteinsson skólastjóri Garðyrkjuskólans I Hveragerði sýnir konungi
gróðurhús skólans, þar sem m.a. eru ræktaðir bananar, kaffibaunir, epli,
appelsfnur, ffkjur o.fl.
sem konungur heimsótti f Islands-
heimsókninni, og er blaðamenn
spurðu hann é þessari stund um
heildaráhrifin af íslandsheimsókn-
inni, svaraði hann:
„Þetta hefur verið stórkost-
legt."
0 Haldið heim á leið
Frá Hveragerði var haldið beint
til höfuðborgarinnar og hafði kon-
ungur aðeins stutta viðkomu f
Ráðherrabústaðnum.þar sem hann
hefur gist undanfarnar nætur, áð-
ur en hann hélt út á Reykjavfkur-
flugvötl. Á flugvellinum kvöddu
konungur og fylgdarmenn hans
forsetahjónin, dr. Kristján Eldjárn
og frú Halldóru. Geir Hallgrfmsson
forsætisráðherra, borgarstjóra og
ýmsa embættismenn. IMokkur
mannfjöldi hafði safnazt saman á
flugvellinum til að kveðja konung
og var konungur léttur I spori, er
hann hljóp upp I þotuna, sneri sér
við og veifaði fólkinu, og hvarf svo
inn f flugvélina.
Biðu viðstaddir um stund, á
meðan flugmennirnir bjuggu þot-
una undir flugtak, en sfðan var
henni ekið út á brautarenda og
hún hóf sig á loft og stefndi til
norðurs kl. 1 7:10.
íslandsheimsókn Karls 16.
Gústafs Svfakonungs var lokið.
isráðherra og frú Erna Finnsdóttir
tóku á móti konungi við komuna
þangað. Á matseðlinum var glóð-
Undír leiðsögn Jóhannesar Zoega hitaveitustjóra skoðaði konungur dælustöð
Hitaveitunnar að Reykjum I Mosfellssveit.
gufan tók að gjósa út úr rörinu,
sem tengt var borholunni, og fyllt-
ist hann brátt áhuga á að ná valdi
yfir þessu mikla afli, ef svo má að
orði komast. Tók hann að hjálpa
Ólafi að skrúfa frá borholunni og
hafði augljóslega gaman af. Gnýr-
inn, sem fylgdi gufustróknum.var
mun meiri en frá þotunni, sem
flutti konung til landsins, og þótti
gestunum mikið til koma.
Næst var haldið f Garðyrkju-
skóla rfkisins, þar sem skóla-
stjórinn, Grétar Unnsteinsson, tók
á móti gestunum. Leiddi hann
konung um nokkur af gróður-
húsum skólans og sýndi honum
hinar ýmsu tegundir ávaxta og
grænmetis, sem þar eru ræktaðar.
Fékk konungur m.a að sjá hvernig
íslendingar fara að þvf að rækta
kaffibaunir, epti, appelsfnur, ffkjur
og banana. Grétar tók einn banan-
ann og gaf konungi að smakka.
„Stórffnn," sagði konungur er
hann hafði borðað fyrsta bitann,
og tóku fylgdarmenn hans undir
það, er þeir höfðu fengið að
smakka.'Við lok heimsóknarinnar
færði skóJastjórinn konungi að
gjöf myndabók um island, þar sem
m.a. var litmynd frá skólanum.
Loks var komið við hjá hvernum
Glæsi og hann „hvattur til dáða"
með dálitlum skammti af karbfti.
Gaus hann 15 metra háu gosi,
tignarfegu eins og hæfði á þessari
stund. Þetta var sfðasti staðurinn.
Dr. Sigurður Þórarinsson útskýrir jarðfræði Þingvallasvæðisins fyrir Svfakon-
ungi á barmi Almannagjár.