Morgunblaðið - 14.06.1975, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.06.1975, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNÍ 1975 15 Loft í Luanda lævi blandið Myndin er af sovézkri eidflaugastöð f hafnarborginni Berbera f Sómalfu og tekin úr bandarfskum gervihnetti. Sjást á myndinni eldsneytisgeymar, neðanjarðarbyggingar og stöðvar þar sem settar eru saman eldflaugar. Kissinger hvattur til að Bandarík- in rannsaki eldflaugastöðvamálið Luanda, Angola, 13. júní — AP. TIL átaka dró úti fyrir stjórnar- setrinu f Luanda f dag, eftir að handsprengjur sprungu þar og óstyrkur hermaður hóf skothríð til að reyna að dreifa mannfjölda sem þar hafði safnazt saman og er talið að hafi ætlað að ryðjast inn í húsið. Hvftir starfsbræður hans yfirbuguðu hann. Mótmælafundir hafa hvað eftir annað verið haldnir úti fyrir stjórnarbyggingunni og er mikil ólga i borginni, ekki 'sízt meðal hvítra manna sem telja að ekki sé hugað að hagsmunum þeirra og Dregið úr málfrelsi Lissabon 13. júní — Reuter LÖG, sem gefin voru út I dag, banna ráðherrum í portúgölsku '"Stjórninni að gefa út yfirlýsingar, sem ekki eru f samræmi við skoðanir meirihluta ráðherra, sem myndaður er af herfor- ingjum. 1 tilkynningunni um þessi nýju lög var ekki getið um refsingar vegna brota á þeim. Er tilgangur laganna augljóslega sá að draga úr togstreitu á milli þeirra flokka, sem aðild eiga að stjórninni. Þessi ráðstöfun, sem eykur mjög þagnarskyldu ráðherra, er einnig sett I samband við tilraun- ir hins nýkjörna þings landsins, sem að mestu samanstendur af frjálslyndum öflum, til að fá auk- in völd og að fá leyfðar auknar umræður um stjórnmál. 2 drepnir í Belfast Belfast 13. júnl Reuter. TVEIR menn voru drepnir í Bel- fast í gær, þegar sprengja sprakk I bil sem þeir óku. Björgunar- mönnum tókst ekki að koma mönnunum til hjálpar í tæka tíð, þar sem bíllinn varð eitt eldhaf á samri stundu. geti borgarar ekkert snúið sér til að fá leiðréttingu eða fyrir- greiðslu i málum sinum. I dag öku hvítir menn eigum sinum á vöru- bilum að stjórnarhúsinu og hindruðu umferð um næsta nágrenni. Mikil óp og óhljóð upp- hófust og köstuðu ýmsir grjóti og öðru lauslegu að hermönnum sem voru á verði og að gluggum húss- ins. Talið er að handsprengjunni hafi varpað féiagi I MPLA- frelsishreyfingunni. Þá hefur og dregið til tiðinda víðar i Luanda meðal félaga I MPLA og FNLA. I borginni Mal- ange sem er i 200 míina fjarlægð frá Luanda var og sagt að ástandið væri mjög alvarlegt og gæti brugðið til veggja vona. Víetnamar taka kambódíska eyju Washington 13. júní — AP VIETNAMSKAR hersveitir lögdu fyrr i þessari viku undir sig eyjuna, sem bandariska skipið Mayaguez var við þegar það var tekið af Kambódiumönnum 12. mai. Náðu Vietnamar eynni eftir bardaga við fyrrverandi banda- menn sína, her Kambódiu. Eyjan Poulo Wai er 60 sjómílur undan strönd Kambódíu og segir bandaríska leyniþjónustan að Vietnamar hafi sett her þar á landi 10. júní. Bæði Vietnam og Kambódía hafa að undanförnu gert tilkall til Poulo Wai. Vörðust hermenn Rauðu Khmeranna innrásinni en svo fór að lokum að þeir urðu að láta undan siga gegn fyrrverandi bandamönnum sinum. Banda- ríska leyniþjónustan hefur ekki viljað segja hvaðan hún hefur þessar upplýsingar, né hversu mikið mannfall varð I bardagan- um. Er álitið, að bandariskar flug- vélar hafi fylgzt vel með þessu svæði eftir töku Mayaguez. 76 slösuðust 1 járnbrautarslysi Mons, Belgiu 13. júní Ntb. AÐ MINNSTA kosti 76 manns slösuðust þegar hraðlestin milli Amsterdam, Brússel, Paris fór út af teinunum og þeyttist niður háa fjallshlið I grennd við belgísku borgina Mons i gær- kvöldi. Tveir hinna slösuðu voru taldir I lifshættu, en hinir hlutu aðeins litil meiðsl. Washington 13. júní Reuter. Henry Kissinger utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna var f dag hvattur til að sjá til þess, að Bandarfkjastjórn þægi boð frá Washington 13. júni AP BANDARfKIN munu fijótlega leyfa nokkur hundruð pólitfskum flóttamönnum frá Chile að koma til Bandarfkjanna að þvf er tals- maður utanríkisráðuneytisins sagði f dag. Það var aðstoðarutan- rfkisráðherrann William D. Rogers sem sagði þetta á lokuðum fundi dómsmálanefndar öldunga- deildarinnar. Ekki hefur verið látið uppskátt um, hve margir fá landvistarleyfi f Bandarikjunum, en einn nefndarmanna sagði að það yrðu að likindum 1200 karlar með eig- inkonur sínar og börn sem eru nú I Argentinu og Perú og hafa látið i ljós áhuga á að fá að flytjast til Bandarikjanna. Þjóðhöfðingi Chile, Augusto Pinochet, hefur sagt að Chile- Sómalfu til að ganga úr skugga um sannleik frétta þaðan um að Sovétar væru að kom sér upp eld- flaugastöðvum f landinu. Það var John Culver, öldungadeildarþing- stjórn muni leysa úr haldi nokkra pólitíska fanga að beiðni Alþjóða- rauðakrossins og annarra mannúðarsamtaka sem vinna að bættum hag flóttamanna. Talsmaður dómsmálanefndar- innar sagði að nú væri vitað að um það bil sex þúsund pólitiskir fangar væru f Chile og sumir þeirra hefðu setið i fangelsi alveg frá þvi að Salvador Allende for- seta var steypt af stóli f hægri- byltingu 1973. Talið er að fyrstu chileönsku flóttamennirnir muni koma til Bandarikjanna á næstu dögum. Þeir munu ekki þurfa að dveljast I flóttamannabúðum, vegna þess að fjöldi þeirra er ekki meiri en svo að stjórnvöld telja viðráðan- legt að fá fólkinu fljótlega sama- stað og atvinnu. maður, sem reit Kissinger bréf og bað hann að beita áhrifum sfnum til að bandarfski sendiherrann f Sómalfu færi f heimsókn til Berbera og kynnti sér málin og skýrði sfðan frá þvf hvað fyrir augu bæri. James Schlesinger varnarmála- ráðherra Bandarikjanna hafði borið að myndir sem teknar hefðu verið úr gervihnöttum staðfestu að Sovétríkin væru að komá sér upp eldflaugaaðstöðu í Sómalíu. Aftur á móti bar utanríkisráð- herra landsins, Omar Artheh Ghalib, til baka þessar fréttir og bauð erlendum sérfræðingum f heimsókn til Berbera að skoða sig um. Fimm dóu í námuslysi Barnsley, Englandi 13. júní — Reuter ORKUMALARAÐHERRA Bret- lands, Anthony Benn, kom i dag að kolanámunni f Yorkshire þar sem fimm námumenn létust i gærkvöldi þegar sprenging varð í námunni, 400 metrum fyrir neð- an yfirborð. Auk þess slasaðist einn mannanna mjög alvarlega. Benn sagði að þetta hörmulega slys væri áminning um það hversu hættulegt starf náma- mannanna væri og oft yrði að greiða háu verði þau kol sem fengjust i landinu. Benn lofaði dugnað björgunarliðsins sem vann við að komast niður í nám- una eftir sprenginguna til að huga að mönnunum. I fyrstú hafði verið talið að tveir menn hefðu látizt I spreng- ingunni, en síðar fundust þrír látnir til viðbótar. Tvö hundruð menn voru að störfum i námunni, þegar sprengingin varð og orsök hennar er ekki kunn. Sviptur þinghelgi DANSKA þjóðþingið samþykkti á fimmtudag að svipta þingmann Færeyinga, Erlend Patursson; þinghelgi um stundarsakir. Astæðan er sú að Patursson var í febrúar siðast liðnum dæmdur í 14 daga varðhald vegna meiðandi ummæla um fyrrverandi flokks- bróður sinn. Patursson viðhafði þessi um- mæli i kosningabaráttunni í nóvember í fyrra. Magnaður áróður Sovét- manna gegn Kínverjum Setja fram kenningar um að Mao hafi látið lífláta son sinn Moskva 13. júni AP. SOVÉZKIR fjölmiðl- ar hafa undanfarna daga verið uppfullir af and-kinverskum skrifum og gefur það visbendingu um að Sovétar hyggi á frekari baráttu gegn Kfnverjum. Þess hefur verið getið rækilega í sovézkum blöðum að stjórnin í Peking væri engan veginn ánægð með sigur kommúnista f Vfetnam og f sömu grein var skýrt frá þvf að Mao formaður hefði látið Iffláta sinn eigin son. Vestrænir sérfræð- ingar í Moskvu og annars staðar sem fylgjast með þróun samskipta landanna segja að nokkur öldugangur sé f gagnrýninni og nú væri hálfgert flóð f þessum samskiptum. Andrei Gretsko, varn arm ál aráð herra, hefur nýlega haldið mjög harðskeytta ræðu yfir herfor- ingjaefnum og sagði þar að heimsvalda- sinnar væru að mynda sameiginlega fylkingu með Pek- ingkommúnistum og Valdhafarnir í Pek- ing hefðu opinskátt valið þá togstreitu- leið f samskiptum við Sovétrfkin, sem hindraði öll eðlileg samskipti rfkjanna. Gretsko hefur f þó nokkur önnur skipti tjáð sig mjög hrein- skilnislega um af- stöðu sfna til Kfn- verja og lýst gremju sinni f garð þeirra. Tass-fréttastofan vitnaði nýlega f ævi- sögu Mao tse-tung eftir tvo Sovéta sem minntust þar á son hans, Mao an-yng. Segir frá þvf I bók- inni að sonurinn hefði fallið f ónáð hjá föðurnum, og hann vænti sér engr- ar miskunnar, jafn- vel mætti hann eiga von á þvf að slys yrði sett á svið. Hann dó sfðan að sögn Tass á dularfullan hátt upp úr 1950. Eftir þvf sem bezt hefur verið vitað og haldið hefur verið fram af vest- rænum sérfræðing- um dó sonur for- mannsins f Kóreu meðan styrjöldin þar stóð yfir. Tass-fréttastofan ber ýmsar aðrar heimildir fyrir sig til að sýna fram á hinn fjandsamlega hugsunarhátt kfn- verskra kommúnista og svik þeirra við grundvallarhugsjón- ir marx-leninismans, ma. er vitnað til bóty- ar eftir þýzkan kommúnista, Otto Broun, sem heitir „Chinese Notes 1932—1939“ og segir fréttastofan að þar komi svikin greini- lega f ljós og sú til- hneiging kfnverskra kommúnista að halla sér að hcimsvalda- sinnum og aftur- haldsseggjum. Þá hefur Sovét- stjórnin ásakað Kfn- verja fyrir að styðja herforingjastjórnina f Chile og að hafa svikið nábúa sfna f Asfu, en sú gagnrýni er raunar ekki ný af nálinni og skjóta venjulega sömu mál- in upp kollinum aft- ur og aftur að sögn fréttaskýrenda, af misjafnlega mikilli kynngi. Flóttamenn frá Chile fá að flytjast til USA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.