Morgunblaðið - 14.06.1975, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNl 1975
Ottarr Möller:
Flutningaaðilar búi við sömu aðstöðu
Hér á eftir fer ræða, sem Óttar
Mölier forstjóri Eimskipafélags
Islands fiutti á viðskiptaþingi
Verzlunarráðs Islands fyrir
skömmu:
Ég þakka Verzlunarráði Islands
fyrir það lofsverða framtak að
halda þessa ráðstefnu.
Ég hef aðeins fáar minútur til
umráða og mun stikla á stóru
varðandi frelsi og höft i samgöng-
um Islendinga.
Ég hef ávallt verið fylgjandi
sem víðtækustu frelsi í verzlun og
viðskiptum. Þó er öllu frelsi tak-
mörk sett. Arið 1947 gaf ég
Verzlunarráði Islands „Interstate
Commerce Act“, sem eru
bandarisk lög hér að lútandi. Þá
var ég i nefnd, sem skipuð var af
ríkisstjórninni og skilaði áliti í
október 1969 um löggjöf sem mið-
ar að auknu frelsi í verðlagsmál-
um og til að fyrirbyggja einokun,
hringámyndun og óeðlilega við-
skiptahætti.
Til að opna umræður mun ég
minnast á nokkur atriði í sam-
bandi við samgöngumál og úrbæt-
ur sem ég tel nauðsynlegt að gera.
Erlendis eru sérleyfi algeng,
sérstaklega í sambandi við far-
þegaflutninga. En sérleyfunum
fylgja kvaðir og skyldur fyrir sér-
leyfishafa. Sérleyfishafa ber að
halda uppi samgöngum jafnt á
annatímum sem öðrum, þegar
minni flutningar eru. A Islandi
má benda á Strætisvagna Reykja-
Hér fer á eftir erindi Jóns
Magnússonar formanns Félags ís-
lenzkra stórkaupmanna, er flutt
var á viðskiptaþingi Verzlunar-
ráðs tslands fyrir skömmu:
A þeim fáu minútum, sem mér
eru ætlaðar til að lýsa vandamál-
um, sem heildverzlunin á við að
stríða vegna afskipta rikisvalds-
ins af verðlagsmálum, verður að-
eins hægt að stikla á því helzta og
því margt látið ósagt, sem gjarnan
ætti erindi hér.
En áður en ég vík máli minu að
verðlagsmálunum þá þykir mér
rétt að vekja athygli fundar-
manna á því vandamáli, sem hin
frjálsa verzlun á við að stríða i
dag, en það er hinn skefjalausi
áróður vissra pólitfskra afla, sem
markvisst vinna að þvi að gera
þessa atvinnugrein sem tortryggi-
legasta í aogum almennings.
Áróður þessi beinist að því, að
hér sé um stétt manna að ræða,
sem stundi fjárplógsstarfsemi,
stétt braskara og auðvaldssinna,
svo nokkur orð í áróðri þessum
séu nefnd.
En þeir menn er þennan áróður
stunda vita betur.
Þeir vita að stór hluti verzlun-
arinnar er í höndum ríkisins, sam-
vinnuhreyfingarinnar og annarra
félagsforma.
Sjálfir ráða þeir yfir KRON hér
á höfuðborgarsvæðinu — En
þetta er þeim ekki nóg.
Takmark þessara afla er að
grafa undan hinu frjálsa fram-
taki. Þeim er það full ljóst að
þegar því marki er náð, þá er
þeim léttur eftirleikurinn til al-
gjörra yfirráða. Hjá þessum öfl-
um er það tilgangurinn, sem helg-
ar meðalið, og hann er óspart not-
aður.
Stöðugur áróður — sem ekki er
mótmælt — seytlar smátt og
smátt inn í vitund manna, þar til
þeir fara að trúa.
Það að ég vek athygli ykkar á
víkur, sérleyfishafa i farþega-
flutningum með bifreiðum og í
lofti milli staða innanlands, og
sérleyfi Flugleiða í flugi milli
landa. Slík sérleyfi eru fyrst og
fremst miðuð við nauðsyn
þjónustuþega. Tilraunir eru gerð-
ar í áróðursskyni til að gera starf-
semi slíkra fyrirtækja tortryggi-
lega og má þar sérstaklega minna
á umræður, jafnvel á hinu háa
Alþingi Islendinga, í sambandi
við starfsemi Flugleiða. Strætis-
vagnar Reykjavíkur eru reknir
með tapi. Það væri ábatasamt
fyrir einstakling, sem fengi leyfi
til að reka strætisvagn á morgn-
ana, í hádeginu og á kvöldin, en
léti Strætisvagna Reykjavíkur um
rekstur á öðrum tímum dagsins.
Stjórnvöld beittu sér fyrir
sameiningu Flugfélags tslands og
Loftleiða til að bæta samgöngur í
lofti og til aukinnar hagkvæmni í
rekstri og til að styrkja sam-
keppnisaðstöðu íslenzkra flug-
félaga gagnvart erlendum keppi-
nautum. Það ber að harma, að
nokkrum dögum eftir að Flugleið-
ir var stofnað, var nýjum aðila
leyfð kaup á tveimur þotum og
mér er spurn, til hvers var verið
að sameina Flugfélag Islands og
Loftleiðir?
Margsinnis hafa verið færð rök
fyrir þvi, að álögur ríkis og bæjar-
félaga séu margfaldar á skip í
innanlandsflutningum, miðað við
vörubíla og flugvélar. Eimskipa-
félag Islands hefur óskað eftir því
við ríkisstjórnina, að hún skipi
þessu máli hér, er fyrst og fremst
til að vara við hættunni og jafn-
framt hvetja verzlunarstéttina til
að koma af stað öflugri upplýs-
ingastarfsemi, er sanni neytend-
um að hagstæðasta vöruverð og
vörugæði fást aðeins I frjálsri
samkeppnj og frjálsu markaðs-
kerfi.
Það væri því verðugt verkefni
þessa Viðskiptaþings að hrinda af
stokkunum slíkri upplýsingaþjón-
ustu.
Því að áróðri á frjálsa verzlun
verður aðeins hrundið með rök-
um.
Lögmann er ekki hægt að sann-
færa með hjartnæmum orðum —
Hann lætur aðeins sannfærast, ef
honum er mætt með öðrum laga-
fyrirmælum, sem ganga gegn
þeim, sem hann styðst við.
Þetta verðum við að gera okkur
ljóst og sigur okkar vinnst aðeins
með öflugu upplýsingastarfi.
Við verðum að kynna fyrir
neytandanum hvað vöruverð er
— Efla verðskyn hans — Efla
þekkingu hans á vörugæðum og
hvert gildi frjáls verzlun hefur
fyrir hann.
Skýrgreina hvað álagning á
kostnaðarverð vöru er.
Er það hreinn gróði, sem renn-
ur óskertur í vasa heildsalans eða
kaupmannsins eða gegnir álagn-
ing einhverju öðru hlutverki —
og þá hverju?
Og þá kem ég að verðlagsmálun-
um.
Samkvæmt tilkynningu verð-
lagsnefndar nr. 14 — 1975 frá 30.
apríl, er tilkynnt hámarksálagn-
ing á vörur í heildsölu frá 5,3% til
13,5%.
Við skulum nú lita á ársreikn-
ing velrekins fyrirtækis i heild-
verzlun og kanna hvaða hlutverki
þessi álagning þjónar.
Þá kemur i ljós að 60% af álagn
ingunni fóru í laun og launatengd
gjöld, en samkvæmt skilgreiningu
þrjá óvilhalla menn i nefnd til að
rannsaka þessar álögur og til að
gera tillögur um að þær verði
samræmdar. Flugvélin, bíllinn og
skipið eru öll nauðsynlég
flutningatæki og hagsmunum al-
mennings er bezt þjónað með þvi
að þau búi við sama rétt og greiði
sambærileg gjöld til hins opin-
bera og þá mundu samgöngur á
sjö innanlands batnatil muna.
Undanfarin ár hefur viðgengizt
að íslenzkt flugfélag, sem annast
vöruflutninga, fái beinan styrk úr
ríkissjóði, þegar flogið er til
Evrópulanda. Hálfur tollur er
greiddur af flugfragt i áætlunar-
flugi. Eimskipafélagið hefur farið
þess á leit, að hálfur tollur verði
einnig greiddur af flutningsgjöld-
um með skipum. Hér er að minu
áliti um óréttlæti að ræða. Eim-
skipafélag íslands hafði skatt-
frelsi til ársins 1952. Það reyndist
illa fyrir félagið og tafði upp-
byggingu skipastólsins. Allskonar
kvaðir voru settar á félagið vegna
skattfrelsisins og það notað I
áróðri gegn því. Ég tel að þessi
friðindi munu reynast illa fyrir
Flugleiðir.
Undanfarna áratugi hafa
flutningsgjöld til landsins með
skipum verið meira og minna háð
verðlagsákvæðum. Nú munu um
70% af heildargreiðslum lands-
manna fyrir farmgjöld vera frjáls
og er hér um að ræða útflutning
og svokallaðan stórflutning. 30%
er háð verðlagsákvæðum. Það eru
Iaunþega eru um 90% af þessu
fólkilágtekjufólk.
I húsaleigu, ljós og hita fóru
12% í aðstöðugjöld 7,2% sölu- og
ferðakostnað 8,5—sími, telex og
burðargjöld 7,5% vextir 7% —
Þetta gerir samtals 102,2% — En
þá er eftir ýmis annar rekstrar
kostnaður uppá 14,6% en það er
rekstur bifreiða, prentun, ritföng,
umbúðir, auglýsingar, félags-
gjöld, viðhald áhalda, vátrygging-
ar o.fl.
Sem sagt, þessu velrekna fyrir-
tæki vantaði 16,8% til að álagn-
ingin nægði fyrir reksturskostn-
aðinum.
Af þessari upptalningu má
launþegum I verzlunarstétt vera
ljóst að þegar nú stjórnvöld lækka
álagningu um 25% á réttum 5
mánuðum, með því að beita hinni
frægu 30% reglu sem þeir rök-
styðja með aðeins einu orði —
hefð — þá er með slíkum aðgerð-
um verið að ráðast beint að laun-
þegum og atvinnuöryggi þeirra.
Nýlegagat forsætisráðherra
þess í ræðu varðandi efnahags-
vandann að mestu máli skipti, að
við lærðum af reynslunni og lét-
um okkur hana að kenningu
verða.
Höfum við þá nokkuð lært af
reynslunni? Erum við ekki alltaf
að grípa til sömu gömlu úrræð-
anna?
Erum við ekki I þessu efni þræl-
ar fortiðarinnar i stað þess að
vera fyrirheit ókomins tima?
Þið kannist eflaust við söguna
um manninn, sem keypti herta
þorskhausa á sjö aura stykkið, og
endurseldi þá á sex aura. Og þeg-
ar hann var spurður hvernig
hann færi að þessu, þá svaraði
hann: ,,Ég næ þessu upp á velt-
unni.“
Hvernig snýr dæmi þetta gagn-
vart verzluninni i dag, þegar
gengi krónunnar er fellt og verzl-
uninni fyrilskipað með lagaboði
flutningsgjöld fyrir svokallaða
stykkjavöru. Eimskipafélagið,
Hafskip og Skipadeild S.I.S. flytja
stykkjavöruna, sem háð er verð-
lagsákvæðum. Aðrir skipaeigend-
ur sigla með varning sem er ekki
háður verðlagsákvæðum.
Vonir standa til að þessi mál fái
réttláta afgreiðslu hjá stjórnvöld-
um.
Stundum heyrist sagt, að Eim-
skipafélagið hafi einokun á
flutningum á sjó til landsins.
Þetta er mikill misskilningur. öll-
um erlendum skipafélögum er
heimilt að reka siglingar til Is-
lands. Þau gera það ekki vegna
fyrirsjáanlegs tapreksturs. Hörð
samkeppni er milli Eimskipa-
félagsins og annarra islenzkra
skipafélaga. Að tölu til á Eimskip
um helming af islenzkum skipum,
sem annast vöruflutninga. Höft
og ranglát verðlagsákvæði hafa
tafið uppbyggingu skipastóls
félagsins.
Ég tel að bezta leiðin til bættra
lífskjara sé aukið athafnafrelsi,
með vissu aðhaldi stjórnvalda
með stærri viðskiptaeiningum, að
öllum sem annast almenna
þjónustu sé skylt að birta
reikninga sína, eins og Eimskipa-
félag Islands, Islenzka Alfélagið
og Samband ísl. samvinnufélaga
gera í dag. Þá tel ég að almennt
eigi fyrirtæki, sem ekki eru sam-
keppnisfær, að fá að heltast úr
lestinni og að bankar og fjármála-
stofnanir eigi að beina fjármagn-
Jón Magnússon.
að afhenda vörubirgðir sinar
langt undir verðmæti þess gjald-
miðils, sem í gildi var, þá vöru-
kaup voru gerð?
Og síðan sagt: „Þetta er allt í
stakasta lagi — þið náið þessu
upp á aukinni veltu.“
Með sliku lagaboði er verið að
afhenda gjaldeyrisvarasjóð — i
formi vörubirgða — langt undir
skráðu gengi. — Hér á sér stað
eignaupptaka, sem nemur mörg-
um milljörðum króna.
Þetta útaf fyrir sig er undrun-
arefni og með öllu óþekkt fyrir-
bæri í öðrum löndum, enda gildir
þessi regla ekki þegar rikið á i
hlut. Það lætur loka sinum verzl-
unum samdægurs og gengið er
fellt og fyrirskipar endurmat á
vörubirgðum sínum til samræmis
við hið nýja gengi. Sama gildir
um aðflutningsgjöld.
Grundvallarstaðreynd þess að
komast að sannleika og kjarna
einhvers máls, er að það sé rann-
sakað frá réttu og heilbrigðu sjón-
armiði. Það má segja að sjónar-
mið skapi fyrirbærið.
Og nú langar mig til þess að
sýna ykkur þetta fyrirbæri i
formi verðlagsákvæða i heildsölu.
Fyrir vöru, sem kostar í smá-
sölu með söluskatti kr. 2502.00
fær heildverzlunin kr. 102.00 mið-
að við 6,6% hámarksálagningu
eða um 4% af vöruverðinu. Þessi
6,6% álagning á að standa undir
öllum tilkostnaði heildverzlunar-
innar vegna vörukaupanna,
Ottar MöIIer.
inu til fyrirtækja sem eru vel
rekin og geta lagt fram tryggingar
fyrir lánum og sýnt fram á starfs-
grundvöll.
Það er min skoðun, að
Verzlunarráð Islands eigi að vera
útvörður frjálsrar samkeppni og
stuðla að þvi að öll rekstrarform
búi við sömu aðstöðu af opinberri
hálfu.
Ég skora á forráðamenn
Verzlunarráðs íslands að styðja
þær sjálfsögðu réttlætiskröfur,
sem hér hafa verið færðar fram
og rökstuddar.
Samgöngur milli landa hafa
aldrei verið betri en í dag. Innan-
landssamgöngur á sjó þarf að
bæta og hefi ég bent á leiðir til
þess.
Samgöngur eru lífæð verzlunar
og viðskipta. Samgöngutæki í
eigu Islendinga eru máttarstólpi i
sjálfstæðisbaráttu Islendinga.
þ.e.a.s. vinnulaunum, húsaleigu,
fjármögnun, dreifingarkostnaði,
aðstöðugjaldi o.fl.
En söluskatturinn einn sem er
20% á lokastigi vöruverðsins og
ekki kallaður álagning, er í þessu
dæmi tæplega helmingur af inn-
kaupsverði vörunnar. Og ef við
bætum við tolli (35%) þá er hlut-
ur hins opinbera orðinn 80% af
innkaupsverði vörunnar.
Ætli hinn almenni neytandi
geri sér fyllilega ljóst hve gifur-
lega stór þáttur ríkisins er í vöru-
verðinu, sem hann greiðir dags
daglega?
Væri ekki þörf á ströngu verð-
lagseftirliti með þætti rikisins í
verði innfluttra vara og upplýsa
hinn almenna neytanda hve stór
hlutur rikisins er i vöruverðinu?
Annað dæmi um hámarksálagn-
ingu langar mig til að skýraykkur
frá, en það fjallar um tvö verðtil-
boð, sem heildverzlun fékk i vöru
af sama gæðaflokki. Hámarks-
álagning var hér 8%.
Tilboð A hljóðaði upp á kr. 200
per vörueiningu komin I vöru-
geymslu innflytjandans og með
8% álagningu átti hann þvi að fá
kr. 16,—
Tilboð B hljóðaði hinsvegar
uppá kr. 100. Einnig komið í vöru-
geymslu, en nú átti innflytjand-
inn aðeins að fá krónur 8.—. —
Sem sagt, hámarksákvæðin refsa
fyrir að gera hagstæð innkaup.
Og að lokum þetta. — Það er
engin þjóð eins háð út- og inn-
flutningi sínum og við Islending-
ar og þvi skiptir það höfuðmáli
fyrir afkomu okkar að vel sé
vandað til þessara atvinnuvega og
leitað beztu og hagkvæmustu
kjara.
Á s.l. ári nam heildarinnflutn-
ingur okkar 52,5 milljörðum og
skiptist hann i þrjá aðalflokka
þ.e. neyzluvörur 16 milljarða,
rekstrarvörur 17 milljarða og
fjárfestingarvörur 19 milljarða.
I hlut heildsöludreifingarinnar
kom um 31 milljarður. Fjárhæð
þessi sýnir hve þýðingarmikill at-
vinnuvegur innflutningsverzlun-
in er, og hve mikilvægu hlutverki
hún gegnir í þjóðarbúinu.
Og þar sem nú stór hluti þessa
innflutnings er í eigu fólksins þ.e.
rikisins, samvinnuhreyfingarinn-
ar og annarra félagsforma, sem
telja sig bezta verðlagseftirlitið.
Erum við þá ekki að kasta á glæ
miklum fjármunum í rándýra
Framhald á bls. 23
_ r
Jón Magnússon formaður F.I.S.:
Þegar ríkið tekur 80%
af innkaupsverði vöru