Morgunblaðið - 14.06.1975, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNl 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
Ójá, Guðrún mín, sagði Sigríður,
maður veit oft, hverju maður sleppir, en
ekki, hvað maður hreppir — en þei, þei,
þarna úti ég sé barið; hann lætur ekki
lengi bíða sín, sá sem að þér sækir.
Það var kaupmaður Möller, sem þar
var kominn, og heilsar hann þeim blíð-
lega, en Guðrún verður fyrri til máls og
segir:
Nú, hvernig stendur á, að þér sneiðið
yður hjá að taka þátt í gleðinni og
glaumnum í kvöld?
Og ég veit það ekki, sagði Möller, mér
fannst, að ég hefði enga löngun til þess í
kvöld; ég hélt, að mér mundi leiðast þar,
og því var ég heima; en nú hefur það
komið fram á mér, sem ég ætlaði að
varast, mér tók að leiðast, og því kom ég
hingað.
Og hér voru sumir, sagði Guðrún, og
leit brosandi til Sigríðar, að óska þess, að
þér væruð komnir, svo að allt saman fer
nú eftir óskum.
Sigríður þagði og roðnaði við, því hún
vissi, hvað Guðrún átti við; en kaupmað-
ur sneri málinu til Sigríðar og segir:
En einkum var það þó yður, bústýru-
efnið mitt, sem ég þurfti að tala við i
—COSPER---------------------------
Það cr ckki til neins nú, að þú scgir að cg
hafi rétt fyrir mcr, þvl að ég cr orðin sammála
þér nú.
_____________________________________
kvöld; ég þarf að ráðgast um hitt og þetta
við yður, áður en við flytjum saman; það
er nú til að mynda eitt, húsakynnunum
þarf að umbreyta, mig vantar bæði búrið
og eldhúsið fyrir yður; smiðirnir koma til
mín á morgun, og því þætti mér bezt að
heyra, hvað þér leggið til um það,
hvernig við eigum að haga því öllu
saman; ætli þér vilduð ekki gjöra svo vel
og bregða yður yfi,r um snöggvast núna?
Ég hef lítið vit á því, kaupmaður góður,
sagði Sigríður, og í kvöld er það orðið of
seint.
Það er nú satt, jómfrú góð, en skoðið
þér til, ég vildi heyra, hvað yður litist,
áður en farið er að hreyfa við nokkru, og
nú flanaði ég til að segja þeim að koma
undir eins á morgun, og því væri það, ef
þér hefðuð tíma og tækifæri í kvöld.
En þér viljið nú líklegast ekki hafa mig
með, herra Möller, að leggja á ráðin með
ykkur, sagði Guðrún og kinkaði kolli
framan i kaupmann.
Stúfur litli
því í vasa sinn, því þegar enginn var í því,
þá var það eins lítið og það var þegar
kerlingin gaf Stúf það. Svo fína fólkið úr
konungshöllinni sá ekki annað en lítinn
tötradreng. Konungur spurði hvaðan
hann væri, en það sagðist Stúfur ekki
vita, og ekki kvaðst hann heldur vita,
hvernig hann væri þangað kominn, en
hann bað svo vel um að fá að vera i
konungsgarði, og fá eitthvað að snúast
þar. Var honum þá sagt, að hann gæti
borið vatn og eldivið fyrir eldabuskuna.
Þegar Stúfur kom heim í höllina, sá
hann að hún var öll tjölduð svörtum
tjöldum, bæði hátt og lágt, bæði utan og
innan, bæði veggir og þak, hann spurði
eldabuskuna, hversvegna þetta væri
gert. „Jú, það skal ég segja þér“, sagði
hún. „Það er fyrir löngu síðan búið að
lofa að gefa þrem tröllum konungs-
dótturina, — þau neyddu konunginn til
þess, — og næsta föstudagskvöld kemur
eitt þeirra og sækir hana. Að vísu hefir
hann Rauður riddari, einn af hirðmönn-
um konungsins, sagst geta frelsað hana,
en menn eru nú ekki alveg vissir um það,
og þessvegna er nú þessi sorg og sút“.
Þegar föstudagskvöldið kom, fylgdi
Rauður riddari prinsessunni niður í
hvamm einn fyrir neðan höllina, en
þangað átti hún að fara, til þess að hitta
Aðeins aksturinn kemur í minn hlut — allt
hitt í þinn.
Nú hefur vatnsæðin Rétt dagsins fyrir tvo
enn bilað hjá Gísla á og — taflmenn — takk.
horninu!
Maigret og guli hundurinn
Eftir Georges Simenon
Þýðandi Jóhanna
Kristjónsdóttir
11
llvernig leizt yður á öll fútaförin f
húsi læknisins.
— Ég hef sent sýni af öllu til
rannsóknar ... Ég tók lfka af-
steypu af fótaförum mannsins og
hundsins. Þaó var töluvert mikið
vcrk skal cg segja yður. Hafið þér
einhver frekari áform?
1 stað þess að svara tók Maigret
minnisbók upp úr vasa sfnum og
rétti hana að unga manninum,
sem las hikandi röddu: Ernst
Michoux (gengur undir nafninu
Michoux læknir). Sonur verk-
smiðjueiganda f Seine-et Oise
sem var kosinn á þing eitt kjör-
tfmahil. Féll næst. Varð síðar
gjaldþrota. Faðirinn látinn. Móð-
irin afskiptasöm og sérkennileg.
Asamt syni sfnum hefur hún
reynt að græða fé með þvf að selja
lóðir í Juan Les Pins. Mistókst
gersamlega. Reyndi að koma upp
slíkri sölu f Concarneau og stofn-
aði hlutafélag og notaði sér nafn
látins eiginmanns sfns. Hefur
ekki lagt fram fé sjálf. Reynir að
fá bæjarfélagið til að greiða
rekstrarkostnaðinn.
Ernst Míchoux hefur verið gift-
ur, er fráskilinn. Kona hans er
gift aftur og býr f Lille.
Urkynjunarleg manngerð. A í
peningavandræðum.
Leroy leit á yfirmann sinn, eins
og hann vildi segja: — Og hvað
með það?
Maigret benti á næstu lfnur:
— Yves Le Pommeret. Af
ættinni Le Pommeret. Bróðir
hans, Arthur er framkvæmda-
stjóri stærstu niðursuðuverk-
smiðjunnar f Concarneau. Yves
Le Pommeret er glæsimenni f jöl-
skyidunnar. Hefur aldrei unnið
ærlegt handtak. Hefur fyrir
löngu eytt sfnum hluta fjöl-
skylduauðsins I óráðsfu f Parfs.
Flutti til Concarneau, þegar hann
var að kalla félaus. Kemur engu
að síður virðulega fyrir og er
sundurgerðarmaður í klæða-
burði. A f stöðugum ástarævintýr-
um með ungum stúlkum sem
vinna f verksmiðju bróður hans.
Stöku hneykslismál hefur verið
þaggað niður. Stundar veiðar með
fyrirmönnum og vegna góðra
sambanda hefur hann verið
skipaður danskur vararæðismað-
ur. Verður iðulega að slá bróður
sinn um peninga tíl að greiða
skuldir sfnar.
Jean Servieres (rétt eftirnafn
er Goyard). Fæddur f Le
Morbihan. Starfaði lengi að
blaðamennsku f Parfs og fékkst
þar við ýmis önnur störf, vann
meðal annars við leikhús... Erfði
dágóða peningaupphæð og settist
að í Concarneau. Giftur. Lifir
smáborgaralegu Iffi að flestu
leyti, en fer stöku sinnum til
Brest og Nantes til að ná sér f
kvenfólk. Lifir á eftirlaunum og
ekki af þvf sem hann fær fyrir
blaðaskrif, sem hann er engu að
sfður mjög hreykinn af. Háskóla-
maður.
— Ég er ekki alveg með á
nótunum... stamaði Leroy.
— Nú, ekki það... Látið mig
sjá það sem þér hafið skrifað hjá
yður?
— Já, en... hver hefur sagt að
ég...
— Svona látið mig Ifta á það.
Vasabók Maigrets var ódýr og
með rúðustrikuðum pappfr.
Minnishók Leroys var úr skinni.
Með föðurlegan svip á andlitinu
las Maigret:
1. Málið Mostaguen: kúlan sem
hitti vfnkaupmanninn hefur
senniiega verið ætluð öðrum. Þar
sem ekki var vitað fyrir fram að
hann myndi nema staðar við þess-
ar dyr hefur morðinginn senni-
lega sett fórnardýri sfnu stefnu-
mót þar. Viðkomandi hefur
annaðhvort ekki komið á vettvang
eðaveriðof seinn.
Ef tilgangurinn er ekki sá eini
að trylla bæjarbúa? Morðinginn
hefur staðgóða þekkingu á Con-
carneau (Tekið skal fram að
sfgarettuaska sem fannst á gólf-
inu hefur ekki verið efna-
greind).
2. Málið um eitraða vfnið: A
veturna er veitingastofan f Hotel
de l’Amirel ekki mikið sótt yfir
daginn. Einhver sem cr kunnug-
ur hefur þvf getað gengið óáreitt-
ur inn og blandað eitrinu f
flöskurnar tvær. Þvf liggur beint
við að morðinginn hafi aðallega
verið á höttunum eftir þeim sem
vitað er að drekka Calvados og
Pernod (Það skal þó tekið fram
að læknirinn uppgötvaði hættuna
í tæka tfð).
3. Málið um gula hundinn:
Ljóst er að hann þekkir sig í
kaffistofunni. Hundurinn á hús-
bónda, en hvern? Lftur út fyrir að
vera að minnsta kosti fimm ára
gamall.
4. Málið um Servieres: við rann-
sókn á skrift skal reyna að komast
að þvi hver hefur sent greinina til
Phare de Brest.
Maigret brosti, rétti Leroy bók-
ina aftur og sagði:
— Agætt, ungi vinur.
Og er hann hafði kastað
gremjulegu augnaráði á forvitna
vegfarendur, sem sumir hverjir
lágu með andlitin upp að glugg-
um veitingastofunnar sagði hann:
— Og nú skulum við fá okkur
að borða.
Ef frá var tatinn sölumaðarinn
sem hafði komið um morguninn
voru þeir einir f veitingasalnum
og Emma sagði þeim að Michoux
hefði versnað og hefði beðið um
að fá matinn sendan upp til sin.