Morgunblaðið - 14.06.1975, Síða 30

Morgunblaðið - 14.06.1975, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNl 1975 Hörður Hilmarsson spáir um leikina í 1. deild: „Verðum einir efstir að umferðinni lokinni” HÖRÐUR Hilmarsson fyrirliöi Valsmanna er ókvíðinn fyrir leik Vals og FH, sem fram fer i Kapla- krika í dagv Hörður spáir 2:1 Vals- sigri og því, að eftir fjórðu um- ferðina verði Valsmenn í efsta sæti deildarinnar. Hann spáir jafntefli í Eyjum i leik IBV og lA, trúir á öruggan sigur Keflvíkinga gegn Víkingum, og að KR-ingar skori sitt fyrsta mark í leiknum gegn Fram á morgun — og að það mark nægi Vesturbæjarliðinu til sigurs. — Við vinnum FH ekki nema 2:1, og ástæðan er heimavöllur þeirra í Kaplakrika, malarvöllur sem við erum ekki vanir, en þeir hins vegar gjörþekkja, sagði Hörður. — Það er óvíst hvort tveir af leikmönnum Valsliðsins verði með gegn FH, Kristinn Björnsson hefur verið meiddur og Ingi Björn Albertsson hefur verið erlendis. Að sjálfsögðu munar um Staðan f 1. deild er þessi: Staðan f 2. deild: Akranes 3 12 0 8:2 4 Selfoss 4 3 1 0 11:2 7 Valur 3 12 0 1:0 4 Þróttur 4 3 1 0 10:3 7 Fram 3 2 0 1 2:1 4 Breiðablik 3 3 0 0 15:0 6 Keflavik 3 111 1:1 3 Ármann 3 1 1 1 5:4 3 FH 3 111 3:8 3 Haukar 3 1 0 2 6:5 2 IBV 3 0 2 1 1:2 2 Völsungur 3 0 1 2 0:5 1 Víkingur 3 0 2 1 1:2 2 Reynir 3 0 0 3 1:11 0 KR 3 0 2 1 0:1 2 Víkingur 3 0 0 3 3:21 0 Matthías og Teitur með tvö mörk hvor ÞEIR Matthías Hallgrímsson og Teitur Þórðarson hafa báðir skor- að tvö mörk i leikjum Islands- mótsins og eru þeir einir um það. Hins vegar hafa skorað eitt mark hver, þeir Leifur. Helgason FH, Þórir Jónsson FH, Ólafur Daní- valsson FH, Steinn Jónsson Fram, Marteinn Geirsson Fram, örn Óskarsson IBV, Gunnar örn Kristjánsson Vfkingi, Karl Þórðarson IA, Arni Sveinsson IA, Hörður Jóhannesson IA, Jón Gunnlaugsson lA, Grétar Magnússon IBK og Atli Eðvalds- son Val. Það er athyglisvert að KR-ingar hafa enn ekki skorað mark í 1. deildinni og sömuleiðis að nýliðar FH eru þeir einu sem hingað til hafa skorað mark í öllum leikjum sínum. Skagamennirnir hafa hins vegar skorað flest mörkin, eða 8. 1 2. deild hafa verið skoruð tals- vert fleiri mörk en f þeirri fyrstu. Eftirtaldir leikmenn hafa skorað flest mörk í þeirri deild: Sumarliði Guðbjartss. Self., 7 Hinrik Þórhallsson Breiðab., 6 Ingi Stefánsson Arm., 3 Þór Hreiðarsson Breiðab., 3 Þorvaldur Þorvaldss. Þrótti, 3 Heiðar Breiðfjörð Breiðab., 2 Loftur Eyjólfsson Haukum, 2 Ólafur Friðrikss. Breiðab., 2 Ólafur Jóhanness. Haukum, 2 '''í', Marteinn Geirsson þakkar Arna Stefánssyni fyrir frábæra frammistöðu í leiknum gegn ÍBK. Árni, Dýri og Karl eru með flest stigin ÞRtR leikmenn, sem allir eru á hraðri uppleið, hafa hlotið flest stigin f einkunnagjöf blaða- manna Morgunblaðsins: Dýri miðvörður Valsmanna, Árni markvörður Framara og Karl út- herji Akurnesinga. Annars eru á lista yfir þá leikmenn, sem hlotið hafa 8 stig eða fleiri f þremur fyrstu umferðunum, eftirtalin 11 nöfn: Arni Stefánsson Fram, 10 Dýri Guðmundsson Val, 10 Karl Þórðarson ÍA, 10 Einar Gunnarsson IBK, 9 Marteinn Geirsson Fram, 9 Tómas Pálsson IBV, 9 Diðrik Ólafsson Víkingi, 8 Gunhar Guðmundsson Fram, 8 Jón Gunnlaugsson IA, 8 Ólafur Danfvalsson FH, 8 MatthíasHallgrimsson IA, 8 Morgunblaðið tók upp þá ný- breytni er Islandsmótið í 1. deild hófst að gefa dómurum einkunnir fyrir frammistöðu þeirra í leikj- um, og verður þeim sem stendur sig bezt samkvæmt þeirri einkunnagjöf væntanlega veitt viðurkenning í haust. Aðeins tveir dómarar hafa enn þá dæmt tvo leiki í deildinni og hafa þeir báðir hlotið 5 stig, Ragnar Magnússon og Eysteinn Guð- mundsson. þessa tvo menn, en það er mikil breidd í Iiðinu hjá okkur og góðir leikmenn koma í staðinn fyrir þá ef þeir geta ekki leikið. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vera með í toppbaráttunni í sumar og höfum ekki efni á að missa stig til FH-inga sem þó verða um miðja deild í ár. Um leik IBV og IA sagði Hörður að um skemmtilegan og góðan leik yrði að ræða. Vest- manneyingarnir ættu einn af sínum góðu dögum og léku mjög vel. Skagamennirnir hefðu einir liðanna í 1. deild komið eins sterkir til mótsins og hann hefði búizt við. — Annars spilar ósk- hyggjan inn í þennan spádóm hjá mér, því við Valsmenn ætlum okkur að vera einir í efsta sætinu að umferðinni lokinni, og til að svo megi verða mega Skagamenn- irnir ekki vinna leikinn í Eyjum, sagði Hörður. — Keflvíkingarnir verða ekki I neinum erfiðleikum með Víkings- liðið sem er lakasta liðið í 1. deild um þessar mundir. Þeir hafa misst marga góða menn frá því I fyrra og hafa ekki yfir mikilli breidd að ráða. En þetta á eftir að lagast hjá Víkingunum þegar líð- ur á, þó svo að þeir verði að bíta i það súra epli að tapa stórt gegn IBK i dag, 0:3. — Leikur Fram og KR verður leikur sterkra varna og sterkra markvarða, þar sem ekki verða skoruð mörg mörk. En KR- ingarnir merja sigur með eina marki leiksins og geta þakkað þann sigur meiri hörku og fast- mótaðra leikskipulagi. Þessi voru orð fyrirliða Vals- liðsins, Harðar Hilmarssonar, ný- liðans í landsliðinu, sem kom svo þægilega á óvart í leiknum gegn A-Þjóðverjum. Svo er að sjá hversu sannspár hann reynist. J>lot)iimMii^i^ CMID Sumarliði Guðbjartsson stekkur hæst leikmanna Þróttar og Selfoss, en ekki tókst honum að skora. En með marki sfnu f leiknum hoppaði hann f efsta sæti markaskorara 2. deildar. Selfoss og Þróttur efst í annarri deild SELFYSSINGAR skutust upp á toppinn f 2. deild er þeir gerðu jafntefli við Þrótt á Þróttarvellin- um. Hafa bæði Þróttur og Selfoss hlotið 7 stig eftir fjóra leiki, en markatala Selfyssinganna er heldur hagstæðari. Breiðablik er eina liðið f 2. deildinni, sem ekki hefur tapað stigi og reyndar enn ekki fengið á sig mark, en sjálfir hafa þeir skorað einu sinni. Ilafa Blikarnir leikið þrjá leiki og eru vfsir til að fara upp fyrir Þrótí og Selfoss með þvf að sigra Völsunga fyrir norðan f dag. Eftir jafna baráttu í 90 mínútur varð 1:1 jafntefli niðurstaðan í leik Þróttar og Selfoss, og voru þau úrslit mjög við hæfi í jöfn- Guðmundur Þórarinsson um möguleikana á EM í Portúgal: „Eigum að verða neðstir en œtlum að koma á óvart,f — VIÐ eigum samkvæmt öllum formúlum og fyrri úrslitum að verða neðstir í stigakeppninni, sagði Guðmundur Þórarinsson landsliðsþjálfari f frjálsum fþróttum, er Morgunblaðið ræddi við hann f gær um mögu- leika tslendinga í Evrópu- keppninni f frjálsum fþróttum sem hefst f Lissabon f Portúgal í dag. — En við sjáum nú hvað setur, bætti Guðmundur svo við, strákarnir hafa hug á að snúa öllum hrakspám okkur f hag og koma á óvart eins og knattspyrnumennirnir hafa gert að undanförnu. Guðmundur sagðist gera sér miklar vonir um að nokkur Is- iandsmet Ifti dagsins ljós á þessu móti. — Kastgreinarnar eru sterkar hjá okkur og ég vonast eftir meti f spjótkasti, kúluvarpi og sleggjukasti. Þá eru einnig möguleikar á þvf að strákarnir slái til og setji met f hindrunarhlaupínu, 400 m grindahlaupi, 10 km og jafnvel í 1500 metrunum. Ef allir verða f sfnum bezta ham ættu sjö ný Islandsmet þvf að geta orðið staðreynd á þjóðarleikvang- inum f Portúgal. Hitinn f Lissabon hefur verið mikill sfðustu daga, frá 30 og upp f 38 gráður, en Einar Frf- mannsson fararstjóri fslenzka liðsins sagði að menn létu hit- ann ekkert á sig fá, undir- byggju sig af krafti fyrir keppnina og ætluðu að gera sitt bezta. Fyrirfram virðast mögu- leikar Islendinganna vera mestir gegn Irum og heima- mönnum, en báðar þessar þjóð- ir hafa alla sfna beztu menn með og árangur keppenda þessara þjóða var betri en búizt var við, og eftir honum að dæma verður botnsætið Is- lendinganna. — En sigur ættum við að geta unnið I spjót- kasti, kúluvarpi og í kringlu- kasti þar sem enginn hefur roð við Erlendi Valdimarssyni. Keppnin hefst klukkan 18 f dag og lýkur um klukkan 20 á morgun. um leik. Selfyssingarnir áttu fleiri tækifæri í fyrri hálfleiknum, en Þróttarliðið í þeim síðari. I hálf- leik var staðan 0:0, en fljótlega í seinni hálfleiknum skoruðu Þróttarar og var það hálfgert slys hjá varnarmanni Selfyssinga. Hann hugðist senda knöttin aftur fyrir mark, en ekki tókst betur til en svo að knötturinn lenti í eigin marki. Selfyssingar létu þó ekki deigan slga og er um 20 mínútur voru til loka léiksins tókst markakónginum mikla, Sumar- liða Guðbjartssyni, að koma knettinum aftur fyrir Jón Þorbjörnsson í marki Þróttara. Var há sending gefin inn í teig Þróttara, Jón misreiknaði Knött- inn og var illa staðsettur er Sumarliði nikkaði knettinum yfir hann í markið. Selfossliðið hefur aldrei byrjað keppnistímabil eins vel og i ár, og ef svo heldur sem horfir þá verð- ur liðið í baráttunni um sæti í 1. deildinni i haust. Er liklegt að þar standi baráttan við Blikana, Þrótt og engin ástæða er til að afskrifa Haukana, þrátt fyrir að þeir hafi tapað 4 stigum. Tvö lið úr 2. deild eiga möguleika á að komast upp í 1. deild, sigurliðið í 2. deild, að sjálfsögðu, og lið númer 2 leikur við botnliðið úr 1. deildinni, en í haust á að fjölga í 1. deild um eitt lið. —áij Um helgina 1. DEILD: Laugardalur, laugardag kl. 16: VlKINGUR — IBK Kaplakriki, laugardagur kl. 14: FH — VALUR Veslmannaeyjar, laugardagur kl. 14: iBV — 1A Laugardalur, laugardagur kl. 20: FRAM — KR, 2. DEILD: Kaplakriki, sunnud. kl. 16: HAUKAR — VlKINGUR Arskógsvöllur, laugardag kl. 16: REYNIR — Armann Húsavfk, laugardag kl. 14: VÖLSUNGUR — BREIÐABLIK, 3. DEILD LAUGARD. KL. 16.00 Þorlákshöfn: ÞÖR — NJARÐVÍK Grindavík: UMFG — LEIKNIR Vfk í Mýrdal: USVS — AFTURELDING Grundarfjörður: GRUNDFIRÐINGAR — BOLVlKINGAR Borgarnes: SKALLAGRlMUR — SNÆFLLL Þingeyri: HVl — iBl Laugar: EFLING — UMSS Akureyri: KA — LEIFTUR Fáskrúðsfjörður: LEIKNIR — ÞRÓTTUR. KVENNAKNATTSPYRNA, SUNNUDAGUR KL. 14.00 Kaplakriki: FH — HAUKAR Stjörnuvöllur: STJARNAN — UBK Framvöllur: FRAM — ÞRÓTTUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.