Morgunblaðið - 14.06.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNl 1975
31
Greiðslur til dóm
ara meðal mála
KKÍ-þings
ÁRSÞING Körfuknattleikssam-
bands íslands verður haldið I
dag og hefst kl. 10 f.h. að Hðtel
Esju.
Ekki liggja nein stórmál
fyrir þinginu svo vitað sé um,
en þó má nefna að lagðar verða
fram lagabreytingar vegna
Mótanefndar — tillaga um
greiðslur til dómara sem dæma
f deildarkeppni o.fl.
Eitt mál, sem vitað er að
koma mun til umræðu, er hvort
æskilegt væri að fá erlenda
leikmenn til keppni með 1.
deildarliðum. Að vísu er ekki
auðvelt við þetta að eiga eins og
afstaða ÍSÍ til málsins er í dag,
en vitað er að mikill áhugi er
meðal margra félaga á þvi að fá
þetta mál í gegn. Einkum og sér
f lagi mun hér átt við banda-
ríska leikmenn, en þeir leika
nú með liðum í nær öllum lönd-
um Evrópu og hafa drifið
körfuknattleikinn upp þar sem
þeir hafa komið.
Um önnur mál sem koma til
umræðu og afgreiðslu þingsins
er ekki vitað. Tillögur sem þar
eru bornar upp eru sjaldnast
birtar fyrir þingið, þótt slíkt
væri æskilegt.
Fjármálin mun að sjálfsögðu
bera á góma, enda eru þau
áhyggjuefni KKÍ eins og ann-
arra sérsambanda. Velta Körfu-
knattleikssambandsins hefur
aukizt gífurlega á stuttum tíma,
og segja má að allar klær hafi
verið hafðar úti til að ná endum
saman fjárhagslega.
Ekki er búizt við miklum
breytingum á stjórninni; Einar
Bollason formaður gefur kost á
sér til endurkjörs, og ekki er
vitað um mótframboð.
Hljómplötufyrir-
tækið vann
smjörlíkisgerðina
SG-hljómplötur báru sigur úr být-
um I Firmakeppni KKI sem er
nýlokið, en fyrir það fyrirtæki
keppti hinn kunni körfuknatt-
leiksmaður úr Val Þórir Magnús-
son. Keppnin fór þannig fram, að
allir leikmenn sem skipuðu Iands-
liðshópinn urðu sér úti um fyrir-
tæki til að keppa fyrir, og léku
einn gegn einum. Sá sem tapaði
tvívegis var úr keppni.
Urslitaleikurinn f keppninni
var leikinn fyrir stuttu, og léku til
úrslita Jón Sigurðsson (Smjörlíki
h.f.) og Þórir Magnússon (SG-
hljómplötur) en báðir höfðu
tapað einum leik fyrir lokaviður-
eignina.
Urslitaleikurinn var mjög
spennandi og lauk með sigri Þóris
sem skoraði 15 stig gegn 13
stigum Jóns.
gk.
SVAVAR Gests tekur við sigur-
launum ( firmakeppni KKl úr
hendi Einars Boilasonar.
Gilroy fékk sekt
VALSMENN hafa komið sér upp
sinni eigin aganefnd f knatt-
spyrnu og verða þeir sem gerast
brotlegir við þær reglur sem
settar hafa verið að gjöra svo vel
að greiða fjársektir. I lok
keppnistfmabilsins verða reikn-
ingarnir svo gerðir upp.
Sektir eru fyrir að koma of
seint á æfingar, að mæta til leiks f
óburstuðum skóm, og fleira mætti
nefna í svipuðum dúr. Þá verða
þeir sem fá rauð spjöld eða gul að
greiða sektir, en hugmyndin að
þessari aganefnd er komin frá
þjálfara Valsmanna, Joe Gilroy. A
þriðjudaginn var Gilroy þó einn
af þeim fyrstu til að fá sekt, er
hann stóð á linunni í 1. flokksleik
Vfkings og Vals og leiðbeindi sín-
um mönnum. Hafði dómarinn
eitthvað við það að athuga, og
þegar Gilroy neitaði að fara af
lfnunni fékk hann gula spjaldið.
Dómarinn lét þar við sitja og
áfram stóð þjálfarinn á línunni;
en hann verður væntanlega að
greiða sektina.
Þjóðhátíðar-
sundmót
SUNDKEPPNI fer fram f Laugar-
dalslauginni f tilefni 17. júnf há-
tfðahaldanna og hefst keppnin
klukkan 15.30 á þjóðhátfðardag-
inn. Keppt verður í eftirtöldum
greinum:
100 m skriðsundi karla
200 m fjórsundi karla
100 m bringusundi karla
100 m skriðsundi kvenna
4x100 m fjórsundi karla.
Sundknattleikur verður milli
tveggja úrvalsliða úr öllum
Reykjavikurfélögunum.
Meistaramótið
í sundi hefst í dag
SUNDMEISTARAMÖT Reykja-
vfkur hefst f Laugardalslauginni í
dag klukkan 16 og verður fram
haldið á morgun klukkan 15. Góð
þátttaka er í mótinu, og hið unga
og efnilega sundfólk, sem er f
miklum meirihluta á mótinu, er
líklegt til góðra afreka. Fyrir
bezta afrekið á mótinu er veittur
farandbikar sem gefinn var árið
1971 til minningar um forsætis-
ráðherrahjónin Bjarna Bene-
diktsson og Sigríði Björnsdóttur.
SLEGIÐ af teig á sjöttu braut á Grafarholtsvelli. Mikið hefur áunnizt, en verkefnin framundan virðast
alltaf óendanleg.
Við þröngan kost
Hjá fámennri þjóð eins og okk-
ur Islendingum verður I mörgum
tilvikum útilokað að koma upp
viðunandi aðstöðu fyrir einstakar
fþróttagreinar, nema til komi að-
stoð úr sameiginlegum sjóði okk-
ar allra, eða byggðanna. Gagnvart
slíkri fyrirgreiðslu ættu allar
íþróttagreinar að vera jafnar, en
það er eins og gengur, að „sumir
eru jafnari en aðrir“.
Nýlega var greint frá því f frétt-
um, að raunverulegur kostnaður
á hvern sundgest f sundlaugum
Reykjavíkurborgar væri um 100
krónur — þrátt fyrir mjög góða
aðsókn. Hinsvegar hefur aðgangs-
eyrir að sundstöðum nýlega verið
hækkaður úr 50 krónum í 60.
Borgarsjóður greiðir það sem á
vantar, 40 krónur á hvert manns-
barn f hvert skipti. Annað dæmi:
Það er vitaskuld bölvað að Frans-
menn hlæi að grasinu á Laugar-
dalsvellinum, enda er nú farið að
tala um að klæða hann gervigrasi.
Pjatla, sem er 4x4 fet, eða liðlega
fermetri, kostar 30 þúsund krón-
ur fyrir utan tolia. Kannski ein-
hver vilji skemmta sér við að
reikna út, hvað slíkt mundi kosta
á allan völlinn? Samt hefur ekki
verið talað um svo ég muni, að
framkvæmdin sé fjárhagslega of-
viða. Gott, en hver skyldi borga?
Enda þótt Golfklúbbur Reykja-
víkur sé liðlega fertugur að aldri,
og Golfsamband Islands elzta sér-
samband innan fþróttahreyf-
ingarinnar, hefur hann búið við
þröngan kost að hálfu borgarinn-
ar og mætt ótrúlegu skilnings-
leysi. Ég kann ekkert svívirði-
legra dæmi um opinber afskipti
af iþróttamálum en það, þegar
gamli golfvöllurinn var tekinn og
GR úthlutað í staðinn grýttu
óræktarsvæði. Ég get ímyndað
mér, að heyrast mundi hljóð úr
horni, ef þannig ætti að fara með
eitthvert knattspyrnufélagið,
enda er með ólíkindum, hvernig
golfklúbburinn lét troða af sér
skóinn í þessu máli.
Allt um það er mikið afrek,
hvað búið er að gera í Grafarholti.
Tæpast hefði nokkur maður trúað
því, þegar ýturnar voru fyrst sett-
ar á grjótið, að völlurinn yrði eftir
árabil kominn i það horf, sem
raun bervitni um nú.
Það er athyglisvert, að golf-
klúbbarnir mæta miklu meiri
skilningi og stuðningi í smærri
bæjarfélögunum. Akureyrarbær
hefur gert vel við sinn golfklúbb
og lét hann hafa gott, ræktað land
að Jaðri fyrir 18 holu völl, þegar
GA varð að vfkja með sinn gamla
9 holu völl. Ekki skiptir þó minna
máli, að Akureyrarbær lætur
golfklúbbinn hafa ríflegan fjár-
styrk til uppbyggingar og ræktun-
ar á ári hverju. Á siðastliðnu ári
nám sá styrkur 750 þúsund krón-
um.
Akranesbær hefur átt góð sam-
skipti við golfklúbbinn Leyni,
sem þar starfar. Leynir hefur
fengið frambúðarland og völlur-
inn þar er kominn í gott horf,
vegna þess að bæjarfélagið kemur
fram við Leyni á sama hátt og
önnur iþróttafélög. Framlag
bæjarins nam á síðasta ári 170
þúsund krónum, en þar að auki
greiddi bærinn áburðarkostnað,
og áburður á 9 holu völl kostar
vart minna en 150 þúsund núna.
Ölafsvík er aðeins 1100 manna
bæjarfélag og mætti þvf ætla, að
félagsmenn f golfklúbbnum þar
yrðu að kosta framkvæmdir sjálf-
ir. En svo rausnarlega ferst Ólafs-
víkurbæ við hinn nýstofnaða golf-
klúbb, að framlag bæjarins nam á
síðasta ári 120 þúsundum.
I réttu hlutfalli við það ætti
framlag Hafnarfjarðarbæjar til
Keilis að nema 1200 þúsundum.
Sjálfsagt yrðu Keilismenn harla
ánægðir, efþeimáskotnaðist helm-
ingur þeirar upphæðar. Hin sorg-
lega staðreynd er nefnilega sú, að
Keilir hefur undanfarin ár fengið
25 þúsund frá Iþróttabandalagi
Hafnarfjarðar, sem mér skilst að
hafi verið ágóði af einhverri sölu
17. júní — en ekki krónu úr
bæjarsjóði. Félagssvæðið næryfir
Garðahrepp og Kópavog einnig.
Framlag Garðahrepps var 40 þús-
und krónur árið 1967, en í fyrra,
sjö árum sfðar, var sú upphæð
komin i 25 þúsund. Og þótt Kópa-
vogur sé. tíu sinnum stærri en
Ólafsvik, var framlag Kópavogs-
bæjar til golfsins kr. 25 þúsund á
síðasta ári.
Eins og sakir standa eru árs-
gjöld fullorðin.na karlmanna kr.
15 þúsund f golfklúbbnum á
Reykjavíkursvæðinu. Þar er þó
svo naumt reiknað, að sú upphæð
hrekkur aðeins fyrir fasta-
kostnaði við rekstur, svo sem
vinnulaunum, áburði og viðhaldi
véla.
Allir golfklúbbar landsins eru
með velli f uppbyggingu; þar er
enn víðast leikið af bráðabirgða-
teigum, bunkera vantar og flat-
irnar hafa ekki verið byggðar upp
eins og þarf. Naumast er til króna
í þessa uppbyggingu; menn bíða
og vona að skilningur bæjarfélag-
anna vakni.. Allt hefur setið við
það sama f langan tíma. Rekstur-
inn einn er svo umfangsmikill og
dýr, að árgjöld þyrftu helzt að
hækka verulega frá því sem nú
er. Við fjarlægjumst þá um leið
það markmið, að golf geti orðið
almenningsfþrótt og það er mið-
ur. Þannig hlýtur þróunin að
verða á þeim stöðum, þar sem
stuðningur og skilningur bæjar-
félaga er lítill eða enginn.
g-
ÍBR heiðrar ald-
inn íþróttamann
IÞRÓTTABANDALAG Reykja-
víkur heiðraði nýiega hinn
aldna heiðursmann Þórarin
Magnússon. Var hann sæmdur
æðsta heiðursmerki IBR, lBR-
stjörnunni. Fór afhendingin.
fram á nýafstöðúum formanna-
fundi IBR. Þórarinn sat f stjórn
Ármanns um árabil og hefur
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir íþróttahreyfinguna.
Hefur Þórarinn hlotið öll æðstu
heiðursmerki félags sfns auk
heiðursmerkis sérráða og
landssambanda.
I fjölda ára þótti ótækt að
halda iþróttamót, nema fá Þór-
arin sem yfirtímavörð, enda ná-
kvæmni hans og samvizkusemi
orðlögð meðal fþróttamanna. I
sambandi við sundið hefur Þór-
arinn verið stoð og stytta sund-
manna, því þótt hann væri
störfum hlaðinn, átti hann allt-
af tíma aflögu fyrir íþróttirnar.
Þórarinn liefur alltaf verið
algjör bindindismaður og mjög
áhugasamur um að hvetja
menn til bindindis og almennra
íþrótta og þá aðallega sundsins.
En þá íþrótt stundar hann enn
af fullum krafti.
A meðfylgjandi mynd sést
Ulfar Þórðarson formaður IBR
afhenda 'Þórarni IBR-
stjörnuna, og með þeim á
er Sigurgeir Guð-
framkvæmdastjóri
myndinni
mannsson
IBR