Morgunblaðið - 14.06.1975, Page 32
TROPICANA
sólargeislinn
frá Florida
iLYSINGASIMINN ER:
22480
JW*r0»nbI«bií>
LAUGARDAGUR 14. JtJNl 1975
frá síðasta ári
VEGNA hækkana á oliu á
þessu ári hefur olíustyrkur
ríkisins yerið hækkaður
nokkuð frá síðasta ári. Þá
var hann kr. 7800 á hvern
einstakling í íbúð, en er nú
kr. 8200. Þessar upp-
lýsingar fékk Mbl. í gær
hjá Yngva Ólafssyni,
deildarstjóra í viðskipta-
ráðuneytinu, en það ráðu-
neyti sér um greiðslu
styrksins.
Að sögn Yngva er ekki vitað
hver heildargreiðslan verður á
þessu ári, en styrkurinn er
greiddur ársfjórðungslega, fyrstu
þrjá ársfjórðungana kr. 2000, en
þann sfðasta kr. 2.200. Þá spurð-
um við Yngva, hve mikið þær
tafir, sem orðið hefðu á hitaveitu-
framkvæmdum í Hafnarfirði og
vfðar, hefðu kostað ríkið. Hann
sagði, að þvf væri ekki hægt að
svara að svo komnu.
Ljósm. Mbl. Br.H.
NYIR KJARASAMNINGAR — Klukkan 06.45 í gærmorgun settust fulltrúar Alþýðusambandsins og
Vinnuveitendasambandsins að langborði í húsakynnum rfkissáttasemjara og undirrituðu nýjan samning
um kaup og kjör eftir langt og strangt samningaþóf. Vinnufriður var tryggður f landinu til ársloka.
Samninaamir voru sambukkt-
ir i öllum félöaunum í gær
Verkföll hafin á nokkrum stöðum norðanlands og í Rangárvallasýslu
□-----------------------------□
, pSjá frásdgn af samningafundinum bls. 3. ^ ,
0 NYJU kjarasamningarnir
miili Alþýðusambands Islands og
Vinnuveitendasambands Islands
og Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna voru hvarvetna
samþykktir af yfirgnæfandi
meirihluta félagsmanna þessara
samtaka. Fulltrúar ASl og VSt
undirrituðu samninginn kl. 06.45
f gærmorgun og strax á eftir
undirrituðu fulltrúar Verzlunar-
mannafélags Reykjavfkur og
Kjararáðs verzlunarinnar sam-
komulag hliðstæðs eðlis. Hafði
lokagerð samninganna reynzt taf-
samari en flestir hugðu, þvf að
flestir áttu von á þvf á fimmtudag
að hægt yrði að undirrita samn-
ingana þá um miðnættið.
• Þrátt fyrir að með þessum
samningum hafi verkföllum verið
afstýrt um mestan hluta landsins,
hefur þó komið til vinnustöðv-
unar f tveimur landshiutum — á
Norðurlandi og f Rangárvalla-
sýslu, þar eð nokkur verkalýðsfé-
lög á þessum slóðum áttu ekki
aðild að samkomulagi ASl og
VSl. Vinnustöðvun verkalýðsfé-
laganna f Rangárvallasýslu hefur
leitt til þess að öll vinna við Sig-
ölduvirkjun hefur lagzt niður. 1
báðum tilfellum hafa launþegafé-
Lítið miðar í deilum
flugmanna og sjómanna
á stóru skuttogurunum
Sláttur hafínn
á Þorvaldseyri
Borgareyri 13. júní
VORIÐ hefur verið l^alt hér, yfir-
Ieitt sólarlítið og þurrkasamt og
oft frost um nætur. Sem sagt
tlðarfar óhagstætt. Fénaðurhefur
orðið að vera of lengi á túnum
vegna þess að úthagi hefur ekki
sprottið. Verkfall hjá Áburðar-
verksmiðju ríkisins hefur valdið
miklu tjóni. Dæmi eru til að
bílstjórar hafi orðið að biða í 40
kist. eftir afgreiðslu. Margir eru
nýbúnir að fá áburðinn og
því ekki að fullu lokíð að dreifa
honum, svo sláttur er ekki al-
mennt á næsta leiti. Þó eru til
undantekningar.
Eggert Olafsson á Þorvaldseyri
hóf slátt i dag og flytur hann
grasið til vinnslu i graskökuverk-
smiðju sem nokkrir bæhdur þar í
sveit stofnuðu og starfræktu i
fyrrasumar.
Fréttir eru engar af storkinuir,
þessa dagana, þó er vonandi að
hann lifi góðu lífi.
Fréttaritari
Sáitasemjarar ríkisins þeir
Torfi Hjartarson og Logi
Einarsson, voru með tvo
sáttafundi í gærkvöldi.
Torfi sat fund með flug-
mönnum og vinnuveit-
endum þeirra og Logi með
sjómönnum á stóru skut-
togurunum og útgerðar-
mönnum.
Fundur flugmanna og vinnu-
veitenda hófst kl. 14 i gær og stóð
fram til kl. 20 er matarhlé var
gert fram til kl. 21, en þá hófst
fundur á ný. Að sögn Torfa bjóst
hann við, að fundi yrði haldið
áfram eitthvað fram eftir nótt-
unni, en sagði að litið hefði miðað
í samkomulagsátt.
Fundur deiluaðila f togara-
deilunni hófst kl. 17 og milli kl.
20 og 21 var gert matarhlé. Þegar
Morgunblaðið hafði samband við
Loga Einarsson um kl. 23 hafði
ekkert sérstakt gerzt á fundinum,
en hugmyndin var að halda fund-
inum áfram.
lögin sett fram til viðbótar grund-
vallarsamningi ASl og VSl
kröfur um nokkur staðbundin
atriði, að þvf er forráðamenn
þeirra segja, og þeir leggja mikla
áherzlu á. Fulltrúar vinnuveit-
enda munu hins vegar vera ákaf-
lega tregir til nokkurra frávika
frá grundvallarsamningum ASl
og VSI.
EFNI
SAMNINGANNA
Hinir nýju kjarasamningar VSl
og ASÍ gera ráð fyrir um 15,9%
Framhald á bls. 18
Orðukaupun-
um var rift
að ósk Svía
MIKIL reiði greip um sig
meðal fylgdarmanna Svía-
konungs f gærmorgun er
Morgunblaðið birti frétt um
söluna á þjónustuorðu
konungs. Var háttsettur maður
úr lögregluliði borgarinnar
sendur á fund Guðmundar
Axefssonar kaupmanns f
Klausturhólum og óskaði hann
eftir því, að Guðmundur freist-
aði þess að fá orðukaupunum
rift.
Guðmundur tók þeirri mála-
leitan vel og hafði samband við
seljanda og kaupanda
orðunnar. Voru þeir sam-
þykkir því að kaupin gengju til
baka og er orðan komin I
hendur þess manns sem
upphaflega fékk hana frá kon-
ungi. Endurgreiddi hann Guð-
mundi fé það sem hann fékk
fyrir orðuna og siðan endur-
greiddi Guðmundur kaupanda
orðunnar umsamið kaupverð,
20 þúsund krónur.
Aðspurður kvaðst Guð-
mundur ekki hafa neinar
orður né fálkakrossa á boðstól-
um núna, en hins vegar væri
hann nýbúinn að fá til sölu
æðstu heiðursmerki Iþrótta-
sambands Islands og íþrótta-
bandalags Reykjavíkur.
Risagrásleppa á Akranesi:
58 sm að lengd og
10 kíló að þyngd
STÆRSTA grásleppa, sem vitað
er til að hafi veiðzt hér við land,
barst á land á Akranesi á fimmtu-
Undirbjóða Fœreyingar ís-
lenzkan saltfisk í Portúgal?
MORGUNBLAÐIÐ hefur fregn-
að, að fslenzkur saltfiskur væri
undirboðinn á portúgölskum
markaði með fiski sem kallaður
væri Islandssaltfískur. Eftir
þeim upplýsingum, sem blaðið
hefur aflað sér, þá er vart um
annan fisk að ræða en frá Fær-
eyjum, þar sem færeyskir togarar
hafa veitt þorsk við tsland og
saltað um borð, en til þess hafa
þeir leyfi samkvæmt landhelgis-
samningi landanna, og skömmu
fyrir mánaðamót aprfl—maf fóru
t.d. tveir færeyskir togarar
með hálffermi af saltfiski
af Islandsmiðum til Fær-
eyja, þar sem koma þurfti fisk-
inum f land fyrir 1. maf, en hann
átti að afgreiða til útflutnings um
mánaðamótin.
Vegna þessa máls hafði
Morgunblaðið samband við
Tómas Þorvaldsson, stjórnarfor-
mann Sölusambands íslenzkra
fiskframleiðenda og spurði hann
hvort hann hefði heyrt þessa
getið. Tómas sagði, að hann gæti
ekki neitað þvf og þegar hann og
Helgi Þórarinsson hefðu verið að
semja um saltfisksölur til Portú-
gals um mánaðamótin apríl—maí
s.l. hefðu portúgölsku kaup-
endurnir sagt þeim, að þeim væri
boðinn saitfiskur af Islandsmið-
um á lægra verði en íslendingar
vildu selja á. Og eftir því sem bezt
væri vitað væru Færeyingar þeir
einu, sem veiddu í salt hér við
land.
daginn. Grásleppan reyndist vera
58 sm á lengd og hefur að Ifkind
um verið 8—10 kfló að þyngd.
— Ég hefi ekki heyrt um að
stærri grásleppa hafi veiðzt Hér
við land, sagði Sigfús Schopka,
fiskifræðingur, i samtali yið
Morgunblaðið I gær, en hann fékk
haus grásleppunnar til rannsókn-
ar í gærmorgun. Hann sagði að
við athugun hefði grásleppan
reynzt vera 7 ára gömul, en yfir-
leitt verður þessi fiskur ekki eldri
en 5 ára. Hrogn í þessari grá-
sleppu hafa sennilega verið hátt f
3 kg að þyngd, en þau vigta venju-
lega um ‘á af heildarþyngd skepn-
unnar. Annars getur verið, að þau
hafi verið orðin léttari þegar
þessi risa grásleppa veiddist, þar
sem fiskurinn hrygnir í slumpum,
venjulega þrisvar sinnum á
mánaðartimabili.
Sigfús sagði, að fyrir nokkrum
árum hefði veiðzt mjög stór rauð-
magi vestur á Ströndum og við
mælingu hefði hann mælzt 59 sm
langur og aldursgreining sýndi að
hann var 6 ára gamall.
Olíustyrkur hækk-
ar um 400 krónur