Morgunblaðið - 24.06.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.06.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNI 1975 *•M,lr SKphe"en; Lokasvar til Skálholtsrektors I. Við erum orðin allmörg, sem höfum dirfst að andmæla skoðun- um rektorsins í Skálholti, sr. Heimis Steinssonar. Sum okkar hefur hann virt svars, en ekki öll, jafnvel ekki stéttarbræður sína alla. Þeir, sem hafa notið þeirrar náðar að fá svar, hafa hinsvegar allir öðlast sömu reynsluna. Þeirra hefur ekki beðið það eitt að verja trúarskoðanir sinar. Fremur lítið hefur reynt á málefnalega baráttu, því sam- kvæmt yfirlýsingum rektorsins hafa þeir flestir lítið vit á sliku, bera varla meira skynbragð á þá hluti „en kötturinn á sjöstjörn- una“, eins og rektorinn orðar það. Persónulegt nið og háð hefur yfirleitt verið hlutskipti okkar af rektorsins hendi. Menn eru í háðungarskyni nefndir „hirðfífl“ og „þríhross“, skoðanir þeirra taldar „moðsuða" og „rakalaust bull“. Um einn er sagt, að hann muni sennilega aldrei skilja vissa hluti, „til þess er honum um of runninn I merg og bein sá andi grunnhyggni og hundavaðsháttar, sem virðist hafa svifið yfir vötn- um fslenskrar trúarhugsunar á fyrstu áratugum þessarar aldar.“ (Tíminn, 5. júní s.l. Leturbr. Þ. St.) I Þjóðviljanum 29. maí s.l. ræð- ir sr. Heimir um annan andstæð- ing sinn. Hann minnist þar á, að af og til verði á vegi fólks fyrir- bæri, sem ganga undir nafninu „feimnismál", sem menn tali helst ekki um, þaðan af siður tali nokkur við þau. Hann telur um- ræddan viðmælanda sinn vera þess konár „feimnismál". Síðan segir hann: „Blaðaskrif hans valda því, að lesandinn skammast sín eitt andartak fyrir það að vera manneskja. Menn staldra við, furðu lostnir — og roðna af blygð- un andspænis þessu fyrirbrigði. Sfðan hraða menn sér á brott. Burt frá þessu, sem þeim ofbauð. — Og koma aldref* aftur í nám- unda við það. — Og minnast aldrei frámar á það. — Aldrei meir!“ (Leturbr. Þ. St.). Gffuryrði Kirkjuritsgreinarinn- ar hafa verið svo mikið rædd, að égþarf ekki að rifjaþau upp. I fyrri svargrein sinni til mín í Morgunblaðinu 23. mai lét sr. Heimir sér nægja að gera Iítið úr greind minni og þekkingu. Það gat ég ósköp vel látið kyrrt liggja, heldur ekki mitt að dæma þá hluti. En í síðari svargreininni í Morgunblaðinu 19. júni koma frá honum hlutir, sem ég er eðlilega viðkvæmari fyrir, af því að þeir varða beinlinis persónulegan heiður minn og mannorð. I fæst- um orðum sagt er því þar haldið fram, að ég sé bæði lygari og lýðskrumari. Þar er það sagt ósatt, sem ég segi til skýringar niðurlagi fyrstu greinar minnar, er sr. Heimir skildi þannig, að ég ætlaði að þjarma svo að honum, að hann neyddist til að yfirgefa Skálholt. Utskýring sú, sem ég gaf samkvæmt bestu vitund og af heilum hug, er ómerk lýst sem ósönn. Ég vil enn ítreka hana sem Athugasemd 1 grein minni um islenzk efna- hagsmál, sem birtist í Morgun- blaðinu 17. júní, þurfa eftirfar- andi atriði leiðréttingu: 1. I 2. málsgrein er rætt um ákvæði stjórnarsáttmálans um 20% aukningu ráðstöfunar- tekna launþega á einu ári. Hér er rangt með farið, því stefnt var að aukningu þessari á tveimur árum. 2. Upphaf siðustu málsgreinar hefur brenglazt í setningu. Átti þar að standa: „Að fortíð skal hyggja þá framtíð skal byggja.“ Reykjavík, 20. júnf 1975, Gunnar Tómasson. sanna og benda rektornum á, að til eru fleiri Ieiðir en þær tvær að sitja að óbreyttu á rektorsstóli eða hverfa norður á kaldan Kjöl. Hin þriðja er einnig til, sú að sjá villu síns vegar og læra þá lexíu, sem unglingum í Skálholtsskóla er vonandi ætluð — að bera þá virð- ingu fyrir skoðunum annarra manna, að reynt sé að ræða bæði um þá og við af sæmilegri kurteisi. Því eins og ég hef áður skýrt fram tekið, þá eru það ekki bara kenningarnar, sem frá Skál- holti koma, sem ég og aðrir hafa viljað mótmæla, heldur einnig og ekki siður „framsetning þeirra.“ Einnig lýsir rektorinn í Skál- holti það ósannindi, er ég segi, að ég hafi gert mér ljóst þegar í upphafi. að ( Kirkjuritinu flutti hann mál existensguðfræðinnar. Ég hef, sem betur fer, næg vitni þess í hópi minna vina, sem ég ræddi þessi mál við. — En fyrst ég vik að existens- eða tilveruguð- fræðinni, þá er vert að minnast þess, að sr. Heimir gerir mikið veður út af því, að ég þekki ekki frjálslyndi hennar í að leggja áherslu á persónulega afstöðu einstaklingsins. Þar er því til að svara, að það er svo með alla guðfræði, að veldur hver á held- ur. Og það dylst engum, að túlkun sr. Heimis er slik, að þar skal allt fellt I kenningarfjötra og allt frjálslyndi þurrkað út. Þess vegna þýðir litið að biðjast undan ályktunum um afturhald. II. Ekki lætur sr. Heimir sér nægja að lýsa mig ósannindamann eða lygara. Lýðskrumaraheitinu þurfti hann að sæma mig einnig. Lýðskrumari er sá talinn, sem tal- ar eins og fjöldinn vill heyra, eig- in sannfæring skiptir þar ekki máli. Hann getur því þurft og hlýtur iðulega að tala gegn betri vitund. Tvöfeldni mun það kallað. Orðið óheilindi skýrir það senni- lega best. Þetta ber ábyrgðarmaður menntastofnunar kirkjunnar, á þeim fornhelga stað Skálholti, starfsbróður sinum á brýn, manni, sem því næst hvern helgan dag stendur í prédikunar- stóli dómkirkju landsins og flytur þar boðskap sinnar köllunar. ,Orð Skálhyltingsins jafngilda því, að sagt sé: Varið ykkur á honum þessum. Hann er bæði óheill og ósannsögull, það er fráleitt að taka mark á honum. Svo alvarlegar eru ásakanir þær, sem á mig eru bornar, og þungi þeirra eykst að mun vegna stöðu þess manns, er þær lætur frá sér fara. Ég hlýt að draga mjög i efa, að ungmennaleið- toganum í Skálholti hafi verið þessir hlutir ljósir, nema þetta eigi að heita nýir starfshættir kirkjunnar, en um þá hluti á m.a. að fjalla á prestastefnunni, sem hefst í Skálholti þann dag sem grein þessi birtist, og er sr. Heim- ir þar einn frummælenda. Hér dregur allt að því, er ég áður nefndi, að hver sem árætt hefur að svara sr. Heimi, þarf, er frá líður og ef hann endist til, ekki aðeins að verja skoðanir sín- ar, heldur einnig mannorð sitt. Sem betur fer eigum við þó undir annan dómara að sækja í þessum efnum en þann, sem í Skálholti situr. III. Svo kemur að því, að beðið er um illindalaus viðskipti og þau vænlegust talin í Kirkjuritinu, þar sem stóryrðin þó upp hófust. Þar við bætist svo líka það, sem að mínu viti er algjör einstæða í blaðadeilum, að sr. Heimir telur sig jafnvel þurfa að biðjast afsök- unar á því fyrirfram, sem þar er væntanlegt i næsta hefti. Flestir fengu nóg af því, sem þar birtist • síðast. Persónulega hlýt ég að telja síðari grein hans til mín í Morgunblaðinu hálfu verri eins og ég hef lýst hér að framan. Á engu af því finnur sr. Heimir þörf að biðja velvirðingar. Hvað mun það þá, sem koma skal og það í Kirkjuritinu? Varla getur rökrétt talist að vænta þar nú friðsam- legri vettvangs en í dagblöðunum og vart getur nokkur búist við að komast hjá meiðandi persónuleg- um ummælum frá rektornum framar, sé miðað við skrif hans fram að þessu og ekki síst siðustu ritsmíð hans. — Hitt getur þá varla nokkurn mann undrað, þótt ég hafi ekki geð í mér lengur til að svara fúkyrðum. Og í hverju einasta atriði, þar sem síðasta Morgunblaðsgrein sr. Heimis vík- ur að málflutningi mínum, er útúrsnúningur á ferð. Ég tel því tilgangslaust að ræða þessi mál frekar við sr. Heimi og lýsi þessum umræðum lokið frá minni hendi með þessari grein. Ég hlýt að telja það fyrir neðan mína virðingu að elta frekar ólar við slíkan málflutning. IV. Afsökunarbeiðni Skálholts- rektors hlýt ég að taka til greina, enda þótt ég telji ljóst, að þar með sé hann orðinn óábyrgur orða sinna. Hitt hlýt ég þó lika að benda á, að ef miða skal af- sökunarbeiðnina og sáttaboð hans við hið einstaklega ,,vinsamlega“ atvinnutilboð hans, þá eru heil- indin þar vafasöm. Allir hljóta að sjá, hve kært honum væri að ráða sem blaðafulltrúa með meiru, að Skáiholti, mann sem af honum sjálfum er yfirlýstur grunnfær- inn ósannindamaður og lýðskrum- ari. V. Ekki get ég látið afskiptum mínum af þessu lokið án þess að víkja enn nokkrum orðum að því, sem mér er meginmál þessarar deilu, en það er afstaða mín til Krists. Trú mín á Krist hefur reyndar fengið nýja nafngift í Skálholti. Ég taldi ritdeilu mína við Á.J. á enda í grein minni s.l. sunnudag, 15.6, en þar sem í grein hans 17.6. s.l. kemur fram meinlegur mis- skilningur eða útúrsnúningur, tel ég mér nauðsyn á að leiðrétta hann. Ég vil samt þakka Á.J. vin amleg orð í minn garð. Ég segi orðrétt i grein minni hinn 12.6.: „Ég hjó i það i grein A.J., að hver grunnur hefði kost- að kr. 500 þús. (bl.s 15 Mbl. 7/6 ’75), en auk þess hefði Víðlaga- sjóður greitt efnið. — Þetta er endemis vitleysa. — A.J. taldi, að verðið hefði átt að vera kr. 200 þús. — Þarna eru seint komin fram fróðleg „sannindi" því að Á.J. hefði getað þénað vel á bygg- ingum grunna fyrir 200 þus. kr. pr. stk„ ef hann hcfði gctað sýnt fram á það, að hann gæti staðið „Grautartrú" er hún nefnd, ,japl og jaml“ það sem ég hef um trúmál að segja. Látum það vera. Trúlega telst það menntunar- skortur í Skálholti að hafa ímugust á slíkum nafngiftum varðandi annarra manna trúar- skoðanir. Sennilegt þykir mér, að þar þyki ekkert skorta á mannást eða mannvirðingu í þessum eða öðrum nafngiftum, sem þaðan hafa komið að undanförnu. En hver er afstaða min til Krists? Og hver er sá stefnumun- ur, sem deilum veldur og hefur lengi valdið hér á landi og víðar? Það er best ég láti fyrrnefnda hvitasunnuprédikun mína bera því vitni, vona hún verði tekin trúanleg. Efnislega var þar þetta sagt: Fyrir mér er Kristur Guðs- sonur og æðsta opinberun Guðs og þvi hlýtur það að vera hið æðsta takmark, að allir eignist trú á hann. Það er líka trú mín, að leiðin til Guðs hljóti alltaf með einhverju móti að liggja i gegnum hann. En eins og honum er gefið allt vald á himni og jörðu eins muni kærleikur hans ná út yfir gröf og dauða og þvi sé maðurinn alls ekki vonlaus um sáluhjálp, enda þótt hann hafi ekki öðlast hina hreinu trú á Krist fyrir and- látið. Það er trú mín, að Kristur verði áfram hið frelsandi afl á eilífðarbraut — mannkyns. Ég veit ekki, hvað sr. Heimir er að tala um gagnvart þvi að fela látinn mann „dýrlingi” eða „draugi". Ég hef aldrei vitað neinn íslenskan, lútherskan prest fela látinn mann öðrum en Guði eða Kristi. En þar greinir á milli, við það tölulega og tímanlega á sfnum tíma“ (feitt letur B.B.). Það sem ég: á auðvitað við, er, að hefði verið samið við A. J. um flesta grunna gegn áðurnefndum skilyrðum, en hann hefði orðið að sýna fram á það tölulega bæði gagnvart efni og vinnu, að tilboð- in stæðust auk krafna um tima. Ef ég væri þarna að gagnrýna verðið á grunnunum almennt, sem ég og margir, sem til þekkja, tel hafa í flestum tilfellum verið hófleg, hefði ég fyrst og fremst verið að gagnrýna sjálfan mig, þar sem ég undirbjó marga grunna — og reyndar lóðasamn- ingaí hendur Guðmundi G. Þórar- inssyni til endanlegrar samþykkt- ar. Það var haft að leiðarljósi að ná fram sanngjörnum, eðlilegum samningum, enda gat það orðið Viðlagasjóði erfitt, ef menn hlypu frá verkum í miðjum klíðum, þar hvort hlutverk kærleika Krists er bundið við jarðlifið eitt eða hvort svo er litið á, að hann hafi vald bæði á himni og jörðu, báðum megin grafar. Ég hef Ieyft mér bæði trúvörn af prédikunarstóli og það að reyna að gera trú mína skiljan- lega fyrir söfnuðum mínum, af því að ég álít, að mikið sé undir því komið, að maðurinn eignist trú á Krist þegar i þessu lifi. En að hann, ef svo verður ekki, úti- lokist alveg frá sáluhjálpinni ann- ars heims og hljóti annaðhvort að lenda i „ginnungagapi eyðingar og tóms“ eða í vítislogum, það mundi ég telja með sr. Matthíasi „lærdóminn Ijóta.“ Ég hef viljað trúa á Krist sem Drottinn minn og frelsara bæði þessa heims og annars, og þannig hef ég prédikað hann, feimnis- laust. Ég þori óhikað að leggja það undir dóm mins himneska föður, hvort ég hafi með þvi varp- að skugga á hreina mynd hans eða gert á nokkurn hátt minna úr hinum upprisna, lifandi Drottni en honum ber. Með þessum orðum Iýk ég af- skiptum mínum af ritdeilu þeirri, sem spunnist hefur um Kirkju- ritsgrein sr. Heimis Steinssonar. Við þau hlýtur að verða að bera sérhvað það, sem fullyrt kann að verða um Kriststrú mína hér eft- ir. Hafi Morgunblaðið þökk fyrir birtingu greina minna. Reykjavík, 22. júní 1975 Þórir Stephensen. sem fella varð sig að ákveðnum timaáætlunum útlendinganna, sem komu með og reistu timbur- húsin. Gagnvart þvi svo að leggja í kostnað við að ganga frá lóðum, vil ég segja það, að mér persónu- Iega fannst ekki fólki bjóðandi að ösla drullu og aur tii að komast að húsunum, eða leikvöllur barna væri sams konar, enda er ég sann- færður um það, að sá kostnaður, sem lagður var i lóðafrágang skil- ar sér fyllilega við sölu tíúsanna. Ég er þeirrar skoðunar, að hin snöru viðbrögð stjórnar Viðlaga- sjóðs í þessum málum hafi verið henni til sóma, þótt endalaust megi deila um smáatriði. Það ætla ég mér ekki að gera, Arni Johnsen. Með kveðju Benedikt Bogason. Benedikt Bogason, verkfrœðingur: r Viðbótarlokaorð til Arna Johnsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.