Morgunblaðið - 24.06.1975, Qupperneq 16
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNl 1975
Sigurlaug Sœmundsdóttir:
Heimsókn Þjóð-
leikhúss Islands
til Miinchenar
með leikritið
„ Inuk - m aðurinn ’ ’
Dagana 21. til 25. maí haföi
leikflokkur frá Þjóðieikhúsi Is
lands óvænta viðdvöl í Miinch-
en með leikritið „Inuk-
maðurinn". Þetta mun hafa
verið fyrsta heimsókn Þjóðleik-
hússins, jafnvel fyrsta heim-
sókn íslenzks ieikflokks, til
Miinchen, og var því sérstök
ástæða til eftirvæntingar, þar
sem telja verður þá borg meðal
helztu menningarborga í Evr-
ópu. Leiklist og aðrar listir
standa þar með mikium blóma,
og vitnar tala leiklistarhúsa í
borginni um það, en þau eru
alis um 22: opinberir aðilar,
ríki og borg, reka sjö, þ.e.
óperuhús, óperettuhús, þrjú
Ieikhús af mismunandi stærð-
um, auk þess æskulýðsleikhús
og tilraunaleikhús, þar sem
einkum ný framúrstefnuverk
eru uppfærð. Leiklistarhús,
sem rekin eru af einkaaðilum,
eru ekki færri en fimmtán, og
eru þau af ýmsum stærðum.
Sum hafa sérhæft sig, ef svo má
segja og einbeita sér að því að
færa upp vissa tegund verka, að
því er efni og form varðar.
Sýningar Þjóðleikhússins
fóru fram í einu af minni einka-
leikhúsum Míinchenar, theater
k Spielzentrum (leikhús k leik-
miðstöð), en það tekur 85
manns í sæti. Viðfangsefni leik-
hússins eru að jafnaði að efni
til vinstri sinnuð ádeila á ýmis
þjóðfélagsmál, og sum sérstak-
lega samin og uppfærð af ieik-
flokki leikhússins. I stúdenta-
blöðum, sem eru hiiðholl þeim
vinstri sinnuðu öflum, sem
styðja kommúnista, birtast um-
sagnir um leikrit leikhússins,
hvatnin^ar um að sækja þau og
auglýsingar frá leikhúsinu.
Leikhúsið er í nánd við há-
skóla og tækniháskóla borgar-
innar, í hinu víðþekkta stúd-
enta- og listamannahverfi
Schwabing. Eins og títt er um
leikhús af þessu tagi, er theater
k spielzentrum í kjallara fbúð-
arhúss frá því um aldamótin, og
gengið inn í það að húsabaki.
Húsnæðið er því sfður en svo
byggt með þarfir leikhúss i
huga, og allt innan dyra sem
utan hefur á sér blæ bráða-
birgða sem takmarkast við það
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR
Samband hverfafélaga Sjálfstæðismanna í
Reykjaviky
Sumarferð VARÐAR,
sunnudaginn 29. júní
1975.
Að þessu sinni verður fe/ðast um sveitir Borgarfjarðar, skoðuð
Skógraekt rikisins að Stálpastöðum i Skorradal. Ekinn Hestháls
að Reykholti og þar snæddur hádegisverður. Siðan ekið að
Húsafelli með viðkomu við Hraunfossa.
Eftir viðdvöl i Húsafelli verður ekið suðúr Kaldadal i Bolabás,
— þar sem snæddur verður kvöldverður.
Áætlaður komutimi til Reykjavíkur er um kl. 22:00.
Fararstjórn áskilur sér rétt til þess að breyta ökuleiðinni.
Leiðsögumáður verður Árni Óla.
Farðseðlar verða seldir i Galtafelli, Laufásvegi 46, simi 15411
og 17100 og kosta kr. 1.650.00. Innifalið i verðinu er
hádegis- og kvöldverður.
Lagt verður af stað frá Austurvelli klukkan 8 árdegis stundvís-
*e9a- Ferðanefnd.
alnauðsynlegasta: sviðsbúnað-
ur, innréttingin og stóiarnir,
sem er samahsafn af stofu-,
borðstofu- og veitingahússtól-
um úrýmsum áttum.
Heimsókn Þjóðleikhússins til
Múnchenar var kunngerð með
nokkurra daga fyrirvara með
smáfrétt í fréttadálki um leik-
húsmál í dagblaðinu „Abend-
zeitung", síðan með veggspjöld-
um (plakötum) í nánd við há-
skólann, flugblöðum meðal
stúdenta, og sýningardagana
fimm var auglýsing frá leikhús-
inu i dagblöðum borgarinnar,
en þar mátti meðal annars lesa:
Frá heimsleikhúshátíðinni í
Naney — Þjóðleikhús Islands
— Inuk (maðurinn) —Eskimó-
ar leika kúgunarsögu Eskimóa.
Fyrstu þrjár sýningardagana
var aðsókn dræm, en hún jókst
og siðustu sýningarnar fóru
fram fyrir fullu húsi og hafði
aukastólum verið bætt við.
Undirtektir áhorfenda voru
mjög góðar og mikið lófatak
sfðustu kvöldin.
I tveim af fjórum dagblöðum
Múnchenar birtust umsagnir
um Ieikinn og fer þýðing á
þeim hér á eftir:
Umsögn I dagblaðinu
„Múnchner Merkur" föstudag-
inn 23. maí 1975.
Kvöld á Grænlandi.
„Inuk — maðurinn" heitir
gestaleikur Þjóðleikhússins í
Reykjavík í thetar k spielzentr-
um (leikhúsi k leikmiðstöð). I
tvö ár hefur leikflokkurinn
föndrað við það, kynnt sér sögu,
limaburð og hárgreiðslu Græn
lendinga. Það er nærri þvi orð-
ið til eitthvað á borð við lifandi
þjóðháttasafn, sem á töframátt
sinn að rekja til framandleik-
ans.
Þarna, á ferköntuðu kjallara-
sviði, sem er tjaldað svörtu,
stendur stór trérammi, strengd-
ur selskinnum. Þegar leikend-
urnir ganga inn í hvítum segl-
strigabúningum sinum, virka
þeir í fyrstu eins og geimfarar,
sem koma til tunglsins. Þeir
laða fram rétt hughrif hjá
áhorfendum með hljóðum, láta
vind hvína. Við hin ýmsu dýra-
hljóð man maður eftir: Þetta
hefur maður nú þegar heyrt
hjá Grzimek.
(Skýring þýðanda: Dr. Bern-
hard Grzimek, prófessor i dýra-
fræði og fyrrverandi forstöðu-
maður dýragarðsins i Frank-
furt, er mjög þekktur fyrir
sjónvarpsþætti sína og blaða-
greinar um dýralíf, en einnig
fyrir baráttu sína fyrir náttúru-
vernd og friðun.)
Þeir leika selsdráp, liggja
fjögur á gólfinu, á meðan sá
fimmti læðist að. Mjög áhuga-
verður er veiðibráðardansinn.
Þeir sýna, hvernig lífssviðið
breytist með byssum og pening-
um, að ofneyzla áfengis varð
mikið vandamál. Og þeir láta
þjóðlagið í lokin hljóma eins og
mótmælasöng: regnhlíf,
plastikpokar, niðursuðudósir
lenda i ruslatunnunni.
Maður fær aðeins að vita, hve
indælt var, áður en landið
fannst, þegar mokkasínur voru
saumaðar og stigvél tuggin
mjúk, það er sýnt mjög ná-
kvæmlega. Listrænt séð jaðrar
látbragðsleikur þeirra hins veg-
ar við þjóðlega list, sem er
áhugaverð, þótt maður þekki
ekki málið. — Hinar þýzku skýr
ingar af og til gegnum hátalara
Húsgagnasmiður
óskast til að annast viðgerðir og eftirlit
með vörum húsgagnaverzlunar. Vinnu-
tími frjáls. Uppl. í síma 28900.
IMokkrir vanir
kranamenn
óskast til starfa strax. Einnig nokkrir járn-
iðnaðarmenn.
Upplýsingar í síma 1 1 790, þriðjudag og
miðvikudag 24. og 25. þ.m. Einnig á
skrifstofu vorri á Keflavíkurflugvelli.
íslenzkir aðalverktakar s. f.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar |
Ríka ekkjan
sem ég sendi tilboðið 13.
júni í Morgunblaðinu, vin-
samlegast hringdu í sima
18271 föstudaginn 27. júní
á milli 8 og 9 e.h. eða fyrr er
við á kvöldin.
bíiaf
Fallegur Pontiac
Le Mans árgerð 1972. Til
sýnis og sölu bifreiðarsölu-
skála Þóris Jónssonar, Skef-
unni.
Til sölu
nýtt stillanstimbur: 1x6 336
m og 2x4 184 m. uppl. í
sima 41 277 eftir kl. 1 8,30.
Brotamálmur
Kaupi allan brotamálm lang-
hæsta verði. Staðgreiðsla.
NÓATÚN 27, Sími 25891.
Til sölu
við Þingvallavatn i landi
Skálabrekku 50 fm sumarbú-
staður með aðgangi að vatn-
inu. Tilb. sendist Mbl. merkt:
„Þingvallavatn — 6982" fyr-
ir föstud. 27. júni 1 975.
Verzlið ódýrt
fumarpeysur kr. 1000.—
Siðbuxur frá 1000.— Denim
jakkar 1000.— Sumarkjólar
frá 2900.-- Sumarkápur
5100,—
Verðlistinn, Laugarnesvegi
82.
húsn®6'
Húseignin Skóla-
vörðustig 45
til leigu. Húsið er 2 hæðir,
kjallari og rishæð, gólfflötur
um 90 fm. hver hæð. Hent-
ugt fyrir félagsheimili, skrif-
stofur, heildverslun eða létt-
an iðnað og þess háttar. Upp-
lýsingar i síma 13841 kl.
6— 8 e.h.
íbúð til 2ja ára
Til leigu er 100 fermetra
ibúð á 1. hæð i blokk í Hafn-
arfirði. Sérlega þægileg ibúð.
Hún leigist til 2ja ára —
hugsanlega lengur. Fyrir-
framgreiðsla samkv. sam-
komulagi. Upplýsingar i sima
51 484 eftir kl. 20.
2ja—3ja herb. íbúð
óskast til leigu i Vesturbæ
eða nálægt miðbænum fyrir
1. sept. n.k. Fyrirfram-
greiðsla. Upplýsingar i sím-
um 831 55 og 83354.
Keflavík
Til sölu eldra einbýlishús 5
herb. og eldhús. Um 100 fm
verkstæðishús fylgir með,
tæki og áhöld til bilaviðgerða
geta fylgt. Fasteignasala
Vilhjálms og Guðfinns, simar
1263 og 2890.
Húsnæði til leigu
Einstaklingsíbúð við miðbæ-
inn til leigu fyrir rólega eldri
konu. Upplýsingar í sima
16443.
□ EDDA 59752467 — 1 H
& V.
Kvenfélag Laugarnes-
sóknar
Vestfjarðarferðin verður farin
4 — 7. júlí. Þátttaka tilkynnist
i sima 3741 1 (Margrét),
37475 (Auðbjörg) og
32948 (Katrin) fyrir 27. júni.
Filadelfia Reykjavik
Garðar Ragnarsson og fjöl-
skylda tala á samkomu I
kvöld kl. 18.30.
Framleiðum
nýjar springdýnur. Gerum
við notaðar springdýnur sam-
dægurs. Skiptum einnig um
áklæði, ef óskað er. Sækjum
og sendum ef óskað er. Opið
til kl. 7 alla virka daga. KM
springdýnur, Helluhrauni 20,
Hafnarfirði simi 53044.