Morgunblaðið - 24.06.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.1975, Blaðsíða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNI 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen Möller áttaði sig sljótt, en brást reiður við orð L. kaupmanns og kvað það fjarri góðum siðum að læðast inn í hús manna sem þjófur og koma flatt upp á menn. Ekki grunaði mig það,sagði kaupmaður L., að þú mundir taka svo illa gamanyrð- um mínum; en fyrir því, að þú hefur snúizt þannig undir þetta mál þá skaltu vita, að ekki þykir mér það sóma sér vel fyrir þig, sem ert maður kvongaður, að draga á tálar einfalda og saklausa stúlku, sem er óvitandi um hagi þína; en að öðru leyti virðist mér réttast að láta þetta mál niður falla. En yður, jómfrú Sigríður sýnist mér sæmra að ganga út héðan og tala við Indrða fornvin yðar, sem hér er kominn og stendur hér fyrir utan, en að taka ástarhjali kvongaðra manna. Sigríður stóð upp þegjandi og gekk út í skyndi, en kaupmenn urðu þar eftir og knýttu um þetta. Þegar Sigríður kom út fyrir anddyrið á stofunni, kemur Indriði þar hlaupandi í flasið á henni, og verður þeim báðum í fyrstu svo bilt við, er þau þekktu hvort annað, að hvorugt gat um stund komið upp nokkru orði; en þegar Sigríður loks mátti mæla nokkuð, segir hún: Hvernig stendur á, að ég sé þig hérna, Indriði minn? Guði sé lof, að ég fékk núna að sjá þig; ég held hann hafi sent þig til að hjálpa mér, hann hefur ætíð veitt mér lið, þegar mér hefur legið mest á; en segðu mér, hvaðan ertu kominn? Ég hef verið hérna fyrir sunnan í vetur, síðan ég fékk frá þér bréfið í haust. Hvaða bréf? Ég hef aldrei sent þér neitt bréf; og hvernig átti ég að þora það að skrifa þér til? En ekki ber ég á móti því, að einu sinni var það, að mig langaði til þess, að þú hefðir viljað tala við mig; en þá hafa líkast til þeir, sem þér voru næst skyldir, ekki hvatt þig til þess. Þú segist aldréi hafa skrifað mér til? sagði Indriði. Segðu mér þá, Sigríður mín, hvernig stendur á þessu bréfi? — Hann rétti þá að henni bréfið. Það veit ég ekki, svaraði Sigríður, en þú mátt trúa mér til þess, Indriði, að ég Stúfur litli svörtu og allir voru í sorg og sút, en Rauður riddari sagði, að sér fyndist þeir ekki þurfa að vera neitt stúrnir, því hann hefði bjargað konungsdóttur frá tveim tröllum, og þá myndi ekki vera mikill vandi að ráða við það þriðja. Svo leiddi hann hana niður í hvamminn, en þegar fór að kíða að því, að tröllið kæmi, klifraði hann aftur upp í tréð. Konungs- dóttir grét og bað hann að vera hjá sér, en það þýddi ekkert. — „Það er betra að einn deyi en tveir“, sagði hann sem áður. Þetta kvöld bað Stúfur litli líka um að fá að fara út, og nú lofaði eldabuskan honum það gjarna, því hún hélt að hann skryppi kannske heim til sín og sækti handa henni nokkrar gullgjarðir. En hann varð samt að lofa því, að vera kominn aftur, þegar þurfti að snúa steik- inni. Mw MORöJtv- KAFP/NO Ef ég á að geta pantað eitthvað að borða hér | Dæmafátt öryggi — verðurðu að láta mig þessa tek ég á stundinni. hafa gleraugun mín aft- ur. í sannleika sagt held ég að það leysi ekki vand- '™:iann kringum þrengslin í skólum borgarinnar, þótt þú segir þig úr skóla og hættir hér námi. Maigret og guli hundurinn Eftir Georges Simenon Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir 18 hafði gleymt að slökkva bál, sem hann hafði kveikt til að orna sér við í bátnum... — En þér urðuð einskis vísari? — Nei.. En svo kom starfs- bróður mfnum til hugar gamli varðstaðurinn við Cahelou... Við erum alveg að verða komnir þangað... Sjáið þér köntuðu bygg- inguna þarna yzt á klettinum? Hún er frá sama tíma og kastalarnir hérna f grenndinni... Þessa leið... Gætið yðar að hrasa ekki... Fyrir löngu hélt hér til varðmaður sem átti að láta vita af ferðum skipa sem færu h.já. Það er vftt héðan að sjá... En ég held að það séu liðin ein fimmtfu ár sfðan húsið hefur verið notað... Maigret ýtti upp hurðarskrifii og kom inn f herbergi með ójöfnu leirgólfi. Gegnum smáar skot- raufir var útsýni út á opið haf. Á veggnum hinum megin var aðeins einn glerlaus gluggi. A veggina höfðu verið ristir stafir með hnff. A gólfinu lá skft- ugt pappfrsdrasl og sorp af öllu tagi. — Já, svona er þá umhorfs... Það var maður sem bjó hér aleinn f næstum þvf fimmtán ár... Hann var dálftið sér... Eins konar villi- maður... Hann svaf þarna f horn- inu og kærði sig hvorki um kulda, rakc né storm. Hann var mjög furðulegur. Þegar Parísarfólkið kom hingað á sumrin, skrappp það stundum hingað og stakk að honum fáeinum frönkum... Maður sem seldi póstkort fékk þá hugmynd að taka myndir af honum og selja myndirnar við innganginn. En svo dó hann f strfðinu ogengum hefur nokkurn tfma dottið f hug að hreinsa hér til eftir hann... Og svo datt mér f hug f gær að þyrfti nú cinhver að fela sig væri þetta kannski ein- mitt rétti staðurinn til þess .. Maigret gekk upp mjó þrep sem voru hoggin inn I múrinn og stóð þvfnæst í varðherbergi cða réttara sagt eins konar turni, sem opinn var til allra hlfða, svo að gott útsýní var yfir - allt nágrennið. — Hér var útsýnisstaðurinn... áður en vitinn var byggður, var kveikt bál fyrir utan... Nú, en sem sagt snemma f morgun fórum við félagi minn sem sagt hingað... Við læddumst að húsinu... Og niðri — einmitt þar sem skrftni kallinn sem ég sagði yður frá hafði bælið sitt — sáum við mann og sáum að hann var steinsofandi... geysilega hár maður... Við heyrðum þungan andardráttinn og hroturnar löngu áður en við vorum komnir að honum. Og okkur tókst að setja hann f járn án þess hann vaknaði... Nú voru þeir aftur komnir niður f herbergið, þar sem drag- súgurinn var svo mikili að það fór kuldahrollur um Maigret. — Reyndi hann að veita mót- spyrnu? — Nei, alls ekki... Félagi minn bað hann um skilríki... en hann anzaði ekki.. Þér hafið sennilega ekki séð hann almennilega.. Hann er sterkari en við báðir til samans... Þess vegna þorði ég heldur ekki að slcppa takinu um byssuskaftið eina stund... Því- Ifkar lúkur! Þér eruð nú handstór maður, en reynið bara að Imynda yður hendur, sem eru helmingi stærri en þær og svo allar tattóveraður... — Sáuð þér hvað tattóver- ingarnar þýddu? — Ég sá aðeins akkeri á vinstri hendi og bókstafina S.S. báðum megin. En svo voru einhverjar teikningar... Ein af slöngu sýndist mér. Við hreyfðum ekki við neinu á gólfinu... Lftið á þetta! Það ægði saman ýmsum hlut- um, vfnflöskur, tómar niðursuðu- dósir og nokkrar óopnaðar. Augljóst var að hann hafði kveikt bál á miðju gólfi og þar lá nagað lambslæri, brauðmy Isna og fiskbeín og ýmislegt fleira. — Meiriháttar veizla, virðist vera, sagði ungi lögreglumaður- inn. — Þetta er skýringin á þess- um kvörtunum ölium sem okkur hafa borizt upp á sfðkastið. Við höfum ekki lagt eyrun sérstak- lega við þeim, því að það var allt smálegt f sjálfu sér... Hjá bakaranum var stolið sex pundum af brauði... Karfa með skelfiski hvarf úr fiskibát... for- stjórínn fyrir Pruinier- verksmiðjunni fullyrti að stolið hefði verið humarkassa frá honum að næturlagi... Maigret reyndi að reikna út f huganum á hve mörgum dögum maður sem mikla matarlyst hefði gæti hesthúsað allt það sem Ijóst var að þarna hafði verið snætt. — Vika, tautaði hann. — Já... og með lambslærinu. Svo spurði hann allt f einu: — Og hundurinn? — Já, hundurinn! Við höfum ekki fundið hann... Vitið þér hvað. Ég held að borgarstjórinn sé alveg viti sfnu fjær út af þessu með lækninn. Það kæmí mér ekki á óvart að hann hringdi tíl Parfsar, eins og hann var að tala um... — Var maðurinn vopnaður þegar þið tókuð hann? — Neí! Ég skoðaði I vasana hans meðan félagi minn miðaði á hann byssunni... Það var ekkert að finna á honum nema nokkra smáhluti, sem ekki komu málinu við. Fáeinir frankar, kannski tfu í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.