Morgunblaðið - 26.06.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JUNÍ 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80 Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanfends í lausasölu 40,00 kr. eintakið Senn líður að því, að ríkisstjórnin taki ákvörðun um útfærslu fisk- veiðilandhelginnar í 200 sjómílur í samræmi við stefnuyfirlýsingu sína. Mikió starf hefur verið unnið til þess að undirbúa jarðveginn fyrir þessa mik- ilvægu ákvörðun. Fullvíst er, að fyrr hafa ekki farið fram svo víðtækar viðræö- ur við aðrar þjóðir, þegar fiskveiðilandhelgin hefur verið færð út. Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, átti sl. mánudag fund með Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands. Á þessum fundi ítrekaði Geir Hallgrímsson þá ákvörðun íslenzku ríkis- stjórnarinnar að færa fisk- veiðilandhelgina út í 200 sjómílur á þessu ári. Jafn- framt gerði hann forsætis- ráöherra Breta grein fyrir þeim ástæðum, er liggja að baki þessari ákvörðun. Að öðru leyti snerust viðræð- ur forsætisráðherranna um þróun hafréttarmála að undanförnu og samskipti landanna almennt. Á fundinum óskuðu Bretar eftir viðræðum við íslendinga, þar eð samn- ingar þeirra um veiðiheim- ildir hér við land renna út 13. nóvember n.k. Engar samningaviðræður fóru fram um þau efni. Af Is- lands hálfu var einvörð- ungu verið að gera grein fyrir ákvörðun ríkisstjórn- arinnar og þeim mikilvægu hagsmunum er að baki henni liggja. Geir Hall- grímsson, forsætisráð- herra, hefur á þessu ári átt viðræður við fjölmarga þjóðarleiðtoga um þessi málefni, sem hafa þjónað þeim tilgangi fyrst og fremst að skýra málstað ís- lands og ítreka ákvörðun- ina um útfærslu í 200 sjó- mílur á þessu ári jafnframt þvi sem fjallað hefur verið um framvindu mála á haf- réttarráðstefnunni og mót- un hafréttarreglna. Engum vafa er undirorp- ið, að viðræður þessar hafa haft mjög mikla þýðingu og þær munu gera okkur hægar um vik að standa á rétti okkar þegar þar að kemur. Snemma á þessu ári fór forsætisráðherra vestur um haf og ræddi þá þessi málefni all ítarlega við Trudeau forsætisráð- herra Kanada. Þær viðræð- ur voru þýðingarmiklar sakir þess, að Kanadamenn hafa ekki ósvipaðra hags- muna að gæta og við og hyggja einnig á útfærslu fiskveiðimarkanna. Á haf- réttarráðstefnunni hafa þeir einnig verið í hópi þeirra ríkja, sem hvað ákafast hafa barizt fyrir 200 sjómilna fiskveiðilög- sögu. Við eigum því trausta bandamenn í Kanada önd- vert við það sem var á fyrri hafréttarráðstefnunum. Afstaða Bandaríkjanna hefur einnig breytzt í veru- legum atriðum frá því að hafréttarráðstefnur voru haldnar 1958 og 1960, en þá voru þau í hópi þeirra ríkja, er voru helztu drag- bítar á víðáttumikla fisk- veiðilögsögu. Nú hefur orð- ið kúvending á afstöðu Bandaríkjamanna í þess- um efnum eins og fram hefur komið á hafréttar- ráðstefnunni og þegar öld- ungadeild Bandaríkjaþings samþykkti sl. vetur laga- frumvarp um 200 sjómílna efnahagslögsögu, þó að það hafi ekki fengið afgreiðslu í báðum þingdeildum. Einnig vegna þessarar afstöðubreytingar Banda- ríkjanna var það málstað okkar til framdráttar, að Geir Hallgrímsson skyldi ræða þessi málefni sérstak- lega við Ford Bandaríkja- forseta í tengslum við leið- togafund Atlantshafs- bandalagsins nú i vor. Við það tækifæri ræddi forsæt- isráðherra einnig við kanslara og utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands og utanríkisráðherra Bret- lands. Eftir fundinn með Wilson á mánudag hefur forsætisráðherra þvi rætt landhelgisútfærsluna og gert grein fyrir sjónarmið- um íslands á fundum með þjóðarleiðtogum þeirra ríkja, sem mest gildi hefur að ræða við áður en ákvörðunin um útfærslu verður framkvæmd. Forsætisráðherra hefur þannig rætt þessi málefni við þjóðarleiðtoga þeirra tveggja aðildarþjóða At- lantshafsbandalagsins, sem styöja nú hvað eindregnast 200 sjómílna efnahagslög- sögu, og eins við leiðtoga þeirra tveggja þjóða, sem við höfum átt erfiðust sam- skipti við vegna fiskveiði- lögsögumálanna. Þessar viðræður forsætisráðherra við þjóðarleiðtoga ýmissa ríkja um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar á þessu ári sýna svo að ekki verður um villzt, að traustur grundvöllur hefur verið lagður fyrir útfærsluna. Þá hefur forsætisráð- herra tekið þessi málefni upp á vettvangi Norður- landasamvinnunnar og m.a. rætt þau við forsætis- ráðherra Norðurlanda. Þess er einnig að geta að Evensen, hafréttarmála- ráðherra Noregs, kom hingað til lands fyrir skömmu og ræddi við is- lenzka ráðherra og emb- ættismenn. Þó að Norð- menn hafi farið aðrar leið- ir í þessum efnum en við, er náin samvinna við þá mjög mikilvæg, enda hafa þeir á hafréttarráðstefn- unni verið í forystu fyrir 200 sjómílna efnahagslög- sögu. Evensen hefur þar unnið afar merkilegt starf viö að samræma þær ýmsu tillögur, er uppi hafa verið. Þessar viðræður forsæt- isráðherra við þjóðarleið- toga ýmissa landa eiga ekk- ert skylt við hugsanlegar samningaviðræður um hugsanlegar veiðiheimildir einstakra ríkja, þær eru fyrst og fremst kynning á sjónarmiðum Islands og eindreginni afstöðu og eru því mikilvægur undirbún- ingur fyrir útfærslu fisk- veiðitakmarkanna í 200 sjómílur. Mikilvægar við- ræður við þjóðarleiðtoga Horfurnar í finnskum stjórnmálum Eftir Cotin Narbrough Á þeim fimmtíu og átta árum, sem Finnland hefur veriö sjálf- stætt riki, hafa veriö þar viö völd næstum jafnmargar ríkisstjórnir. Stjórn Kalevi Sorsa, sem nú hefur nýlega farið frá, gæti verið fj*jir- boði breytinga um traustari ríkis- stjórnir þar í landi. Samtimis því virðist vera um nálgun að ræða milli þeirra tveggja stóru pólitisku afla i land- inu, sósíaldemókrata og hins ald- urhnigna forseta landsins, Urho Kekkonens, og gæti það haft i för með sér að unnið yrði afdráttar- lausar gegn þeim öflum, sem eru vinstra megin við miðju. Sorsarikisstjórninni tókst ekki að sitja út kjörtimabilið. Hún tók við völdum I september 1972, og næstu kosningar áttu að fara fram í janúar 1976. Engu að síður tókst stjórninni að sitja að völd- um í 1004 daga og varð önnur langlífasta rikisstjórn Finnlands. Samvinna stærsta flokksins, Sósíaldemókrata, sem ræður 56 sætum af 200 á finnska þinginu, og Miðflokksins, sem hefur 35 sæti, hefur tekizt með afbrigðum vel á margan hátt, þrátt fyrir ým- iss konar ágreining, sem vitað var um fyrir. Aðild að stjórninni átti einnig Frjálslyndi flokkurinn sem hefur 7 þingmenn og Sænski flokkurinn með 10 fulltrúa á þinginu. Valdaöflin tvö innan stjórnar Sorsa, sósialdemókratar og Mið- flokkurinn, munu nær þvi örugg- lega mynda kjarnann i nýrri rikis- stjórn sem mynduð verður eftir kosningarnar í september næst- komandi. Einhver smáflokkanna, sem á pólitísku máli telst nálægt miðju, kynni einnig að fá aðild að henni, en ekki er líklegt að flokk- ar, sem eru langt til hægri eða vinstri, fái sæti i henni. Á hægri væng finnskra stjórn- mála er atkvæðamestur íhalds-, flokkurinn, sem hefur 36 fulltrúa og fær aldrei blessun stjórnarinn- ar í Moskvu, og svo á vinstri vængnum eru kommúnistar með 37 sæti, sem aldrei hljóta blessun heima fyrir. Sorsa var ekki seinn á sér að tjá kommúnistum að hann teldi þá ekki líklega samstarfsmenn. Nú i vor flutti hann ræðu á 30. flokks- þingi sósialdemókrata í háskóla- bænum Jyvaskyla, tveimur dög- um eftir að stjórn hans hafði sagt af sér. Gerði hann grein fyrir þeim skoðunum flokks síns að vegna ágreinings innan Kommún- istaflokksins væru fulltrúar hans óhæfir til að eiga aðild að sam- steypustjórn. En innan flokksins hefur staðið barátta í tíu ár milli harðlínumanna og þeirra afla, sem hægar vilja fara I sakirnar og hófsamari teljast. Enda þótt hinni svokölluðu Finnsku breiðfylkingu tækist það á árunum upp úr 1960 að setja kommúnista undir sama hatt og sósialdemókrata og miðflokka- menn, hefur hugmyndafræðileg- ur ágreiningur splundrað inn- Forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar nú er Keijo Liin- amaa byrðis samstöðu flokksins, sem er á margan hátt voldugur (og skyldu höfð í huga hin nánu bræðratengsl hans við sovézka ná- granna), og var það ástæðan fyrir þvi að kommúnistar hurfu úr breiðfylkingunni i marz 1971. Sið- an hafa þeir valið þann kostinn að vera i stjórnarandstöðu en taka ekki á sig ríkisstjórnarskyldur. Engu að síður rétti Sorsa þó vinarhönd i átt til kommúnista í ræðunni í Jyvaskylda, en sú hönd var býsna tómleg. Samkvæmt mati Sorsa eru aðeins tveir vinstri flokkar i landinu, sósialdemókrat- ar og kommúnistar. Þar á milli rúmast ekkert. Þessi stefna er ekki ólík þeirri sem harðlínu- Olavi J. Mattila er utanrfkisráð- herra. kommúnistar halda fram i gagn- rýni sinni á Lýðræðisfylkinguna sem er að meirihluta kommúnísk- ur flokkur, en á þó að hafa yfir- bragð Dubeekisma. En samkvæmt skoðanakönnunum hefur flokkur- inn jafnan hallað sér að kommún- istum í kosningum. Sú skoðun er almenn, að sósíal- demókratar hafi undanfarið sveigt talsvert til vinstri. Minna má á að Ulf Sundquist, mennta- málaráðherra og aðeins þritugur að aldri, var kjörinn ritari á flokksþinginu, en hann telst til vinstri arms flokksins. Sorsa vildi ekki gera of mikið úr róttækninni við blaðamenn, en þetta getur ekki þýtt annað en að flokkurinn hygðist tryggja sér nokkurn skerf af atkvæðum sem kommúnistar hafa fengið. Oðru kosningahrópi frá sósíal- demókrötum var einnig komið til kjósenda fyrir nokkru. Þar var sett fram krafa um aukið ríkiseft- irlit með efnahagsmálum, þjóð- nýtingu banka, lyfjaverzlunar og tryggingafélaga og skyldi þessu lokið fyrir árið 1980. Ekki er þó búizt við neinum umtalsverðum breytingum á styrkleikahlutföllum stjórnmála- flokkanna í kosningunum I sept- ember. Þvi er spáð að hægriflokk- arnir muni ná rúmlega 50% at- kvæðanna. En vitað er að sósíal- demókratar munu leggja allt kapp á að smala til sín eins miklu af vinstri atkvæðum og kostur verður á. Þetta gæti tekizt að vissu marki og gæfi þá flokknum svipaða forystuaðstöðu og bróður- flokkur hans í Svíþjóð. Þar hefur flokkur Olofs Palme stýrt þjóðar- búi þrátt fyrir minnihlutafylgi með þvi að sveifla sér á milli hægri og vinstri afla i atkvæða- leit. Þó að Finnar geti ekki tekið starfsaðferðir Palmes og flokks hans algeru traustataki og heim- fært þær upp á Finnland — sér- staklega þar sem forsetinn hefur mikið vald — gæti það orðið sóal- demókrötum í Finnlandi nokkur fyrirmynd í framtíðinni. Það sem varð núverandi rikis- stjórn að falli kom ekki á óvart og var ekki nýtt af nálinni og sá ágreiningur hagsmuna sem þar varð hefur rikt innan hennar frá byrjun. Hefur þessi skoðanamun- ur iðulega skotið upp kollinum, ekki sízt þegar launamál eða land- búnaðarmál hafa verið í brenni- depli, en framan af greip Kekkon- en forseti I taumana og leysti þau á prúðan og eindreginn hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.