Morgunblaðið - 26.06.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JUNI 1975 Bróðir okkar. + JÓN JAKOBSSON, Einarshöfn, Eyrarbakka, lézt á Borgarspítalanum, þriðjudaginn 24. júní 1975. Fyrir hönd vandamanna, Jakobina Jakobsdóttir, Regina Jakobsdóttir. + PÁLL ÁRNASON, Litlu-Reykjum, er látinn. Vilborg Þórarinsdóttir + Maðurinn minn, GUDMUNDUR f. GUÐMUNDSSON. netagerðarmaður. ÍsafirSi, andaðist i Sjúkrahúsi Isafjarðar að kvöldi 24 júní. Jarðarförin auglýst siðar Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Helga Kristjánsdóttir. t Maðurinn minn, JÓHANNES DÓSÓÞEUSSON, fyrrverandi bóndi að Sveinshúsum í Vatnsfjarðarsveit. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27 júni kl. 1 3.30. Rannveig Kristjánsdóttir. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, GUÐMUNDAR PÉTURSSONAR, kaupmanns frá (safirði. Þorgerður Bogadóttir, börn og tengdabörn. + Öllum er sýndu mér og fjölskyldu minni samúð og vinarhug við fráfall mannsins mins. EINARS JÓNSSONAR, skólastjóra, Ásbyrgi, Bessastaðahrepp, sendi ég hugheilar þakkir. Guðrlður Þórðardóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför, GUÐNA JÓNSSONAR, Kirkjuteigi 11, R. Kristin Vigfúsdóttir, Stella Guðnadóttir, Kjartan Ó. Þórólfsson, Bragi Guðnason, Guðrún Sigurðardóttir, Agústa Vigfúsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Gíslina Vigdis Guðnadóttir,*>Bogi Helgason, Óskar Guðnason, Sigurlaug Guðbjörnsdóttir, og barnabörn. + Hjartkæri eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi JOHAN THULIN JOHANSEN, fulltrúi, Uthlið 8. verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 27, júní kl. 1 30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeir sem vildu minnast higs látna er bent á líknarstofnanir w Þorgerður Johansen Rolf Johansen Kristin Johansen Bertha Johansen Kitty Sigurz Sigurður Sigurz Hulda Johansen Steindór Ólafsson, Þórhallur Dan Johansen Rósa Johansen Thulin Johansen Matthildur Johansen og barnabörn. Guðlaug Gísladóttir fráHólmi-Minning Guðlaug Gísladóttir, fyrrum húsfreyja á Hólmi á Mýrum aust- ur, er látin. Hún andaðist að morgni 19. júní s.l. á Landspítal- anum eftir langvarandi og þung veikindi, fyrst á heimili sinu Sörlaskjóli 7 hér í höfuðborginni, en síðustu tfu vikurnar á Land- spítalanum, þar sem hún naut ágætrar hjúkrunar og nærgætni. Hún hafði lengst af í þessari löngu legu fulla rænu, rétta hugs- un og gott minni, vitandi þess hvað að fór. Guðlaug var fædd að Hofi í ör- æfum á höfuðdaginn 1878 og skorti því aðeins ríflega tvo mán- uði á fullan 97 ára aldur og var þannig i hópi þeirra Islendinga, sem hæstum aldri ná. Foreldrar hennar voru hjónin Vilborg Einarsdóttir og Gísli Jónsson, þá búendur á Hofi í Öræfum. Foreldrar Vilborgar voru hjónin Einar Pálsson og Steinunn Vigfúsdóttir, einnig bú- andi á Hofi. Gísli maður Vilborg- ar var úr Mýrarhreppi , fæddur á Viðborði 1846, sonur Jóns Bjarna- sonar á Brunnhól og konu hans Sigriðar Gísladóttur frá Hörgsdal í Vestur-Skaftafellssýsiu, en Gísli fluttist i öræfin um fermingar- aldur og þá að Hofi. Þar var marg- býit þá eins og enn er. Þau Gísli og Vilborg giftust 1868, en fyrri maður hennar, Þorvarður Árna- son hafði látizt eftir mjög skamma sambúð þeirra. Búskapur Gísla og Vilborgar varð síðan áfram á Hofi, þangað til á vordögum 1881, er þau fluttu sig að Haukafelli á Mýrum og var Gísli þá aftur kominn á æsku- stöðvarnar, hvort sem þvi hefur ráðið „hin ramma taug, er rekka dregur föðurtúna til“ eða ein- hverjar aðrar ástæður, en hann og fjölskylda hans ílentist í þeirri sveit það sem eftir var ævinnar. Hann gerðist þar fyrirsvarsmaður sveitunga sinna, var hreppstjóri, hreppsnefndar- og sýslunefndar- maður um langt skeið, svo sem heilsa og aldur gerði honum fært. Hann var bóndi í Haukafelli í átta ár eða til 1889 og á Rauðabergi næstu sex árin, en þá flutti hann að Hólmi og var bóndi þar í tvo áratugi eða til 1915. Þar Iézt hann siðla árs 1921, hálfáttræður að aldri, en kona hans, Vilborg, lézt þar aldamótaárið. Af börnum þeirra hjóna náðu fjórar dætur þroskaaldri. Þær hétu: Steinunn, Sveinrún, Guð- laug, og Sigriður. Ölust þær allar upp hjá foreldrum sinum nema Guðlaug sem að verulegu leyti var á unga aldri i Hóium hjá þeim sæmdarhjónum Sigurborgu Sig- urðardóttur og Þorleifi Jónssyni, siðar alþingismanni. Hún var þar einnig eftir fermingu nokkur næstu árin. Steinunn giftist Jóni Stein- grímssyni úr Vestur- Skaftafellssýslu og voru þau nokkur ár búendur í Hólmi i sam- býli við Gísla föður Steinunnar, en fluttu siðar að Arnanesi i Nesj- um. Sveinrún fór til Vesturheims og settist þar að og lézt þar í hárri elli. Sigríður var með foreldrum sínum meðan þeirra naut við, en síðan hjá Guðlaugu systur sinni og manni hennar eftir að þau foru flutt að Hólmi. Eins og fyrr er sagt var Guðlaug i Hólum næstu árin eftir ferm- ingu, allt fram á árið 1904. Þá yfirgaf hún æskustöðvar og skyldulið og fluttist að Hvanneyri í Borgarfirði og var þar og á Hvitárvöllum næstu fjögur árin og stundaði venjuieg heimilis- störf á þessum tveim borgfirzku höfuðbólum. Á Hvitárvöllum var þá rekinn svokallaður mjólkur- skóli undir stjórn H.J. Grönfeldts, sem var józkur mjólkurfræðing- ur, kvæntur Þóru, dóttur séra Þorleifs prests á Skinnastað i Öx arfirði. I þessum skóla Grön- feldts, sem rekinn var nokkur ár stunduðu þær konur nám, sem ráðnar voru til eða ætluðu sér að stjórna rjómabúunum, en þau voru stofnuð mörg á fyrsta áratug aldarinnar í fremstu landbúnað- arhéruðum landsins. Þau voru rekin fram eftir styrjaldarárun- um 1914—1918, en munu flest hafa hætt störfum laust eftir að styrjöldinni lauk. Til rjómabú- anna fluttu bændur rjómann en ekki mjólkina óskilda eins og nú tíðkast til mjólkurbúanna. Þótt Guðlaug nyti þess ekki að stunda nám í skóla Grönfeldts á Hvítárvöllum mun hún hafa stað- ið fullkomlega jafnfætis þeim, sem skólanáms nutu og vann öll þau störf að matargerð, sem þar voru unnin. Störf hennar á skóla- búunum og þá einnig á Hvanneyri á heimili þeirra frú Ragnheiðar Torfadóttur og manns hennar, Hjartar Snorrasonar skólastjóra, sem þjóðkunn voru fyrir árvekni, dugnað og fyrirhyggju um allan heimilisrekstur og önnur störf, hlutu mjög að móta skapgerð og verkhæfni þessarar ungu konu, sem var vel sýnt um hvað hæfði bezt og átti bæði vilja og þrek að tileinka sér eins og bezt mátti verða. Það er ánægjulegt og eftirtekt- arvert að þess sé minnzt nú eftir sjötíu ár, að á árinu 1904 fer ein ung kona og tveir ungir menn úr Hornafirði til dvalar og náms að Hvanneyri f Borgarfirði og koma öll aftur heim til átthaganna, tvennt til starfs langdvölum eða ævina alla og einn um stundar- sakir. Þetta unga fólk var Guð- laug i Hólmi, Jón Eiriksson síðar bóndi og hreppstjóri í Volaseli í Lóni og Jörundur Brynjólfsson, kennari, bóndi í Skálholti og víð- ar, seinna alþingismaður um ára- tugi og alþingisforseti. öll eru þau í fremstu röð aldamótakyn- slóðarinnar, en það er orðið eins- konar heiðursheiti þess aldurs- flokks, sem þá hafði hafið störf eða var kominn að því. Árið 1905 kom ungur sveinn austan úr Rangárþingi að Hvann- eyri til náms í búnaðarskólanum þar. Hann hét Halldór Eyjólfsson og var sonur Guðrúnar, systur Runólfs Halldórssonar stórbónda á Rauðalæk i Holtum og manns hennar, Eyjólfs Guðmundssonar bónda í Lambhaga á Rangárvöll- um. Hann stundaði búfræðinám til ársins 1907 og tók próf úr skólanum það vor. Þau Guðlaug og Halldór felldu hugi saman og giftust 31. október 1908 hjá séra Vilhjálmi Briem presti á Stað á ölduhrygg. Vorið 1908 höfðu þau flutt sig vestur á Snæfellsnes i prestakall séra Vilhjálms og urðu þau hon- um og fjölskyldu hans handgeng- in og störfuðu á því heimili meira og minna á þessum árum. Hafði Halldór sum árin forstöðu á búi hans. Séra Vilhjálmur varð um þessar mundir að hverfa frá emb- Hreinn Kristjánsson stýrimaður - Minning Það er ætíð sárt að kveðja góðan vin. Ekki sízt, þegar skiln- aðarstundina ber svo brátt og óvænt að og raun varð á um minn góða vin, Hrein Kristjánsson, sem lézt í bifreiðarslysi aðfaranótt þjóðhátíðardags 17. júni síðast- liðinn. Hreinn heitinn var fæddur í Reykjavik 28. nóvember 1948. Móðir hans er frú Kristín Hrafn- fjörð, en hann ólst upp hjá kjör- foreldrum sínum, Sigurlaugu Líkafrónsdóttur og Kristjáni Ólafssyni á Isafirði, frá þriggja vikna aldri ásamt þremur börnum þeirra hjóna, þeim Stellu, Gunnari og Þóri, sem sjá nú á bak ástkærum bróður. Ég minnist Hreins heitins sem glaðværs og óstýriláts drengs í æsku. Er óhætt að segja, að þar var engin lognmolla á ferð þar sem Hreinn var, slík var lífs- gleðin og athafnaþráin. Eins og nærri má geta, varð sjórinn og sjómennskan honum hugleikin, og á fimmtánda ári lá leið hans 1 fyrsta sinn úr föður- húsum á sjóinn, sem sfðan átti hug hans allan og starfskrafta. 25. desember 1963 verður hann fyrir þeirri sáru reynslu, að kjörmóðir hans, Sigurlaug Líkafrónsdóttir, lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir þung og langvarandi veikindi, og tók Hreinn þann atburð mjög nærri sér. Eftir það má segja, að Hreinn hafi átt sitt heimili á sjór,- um, á bátum og þó lengst á togur- ,um, og þar mun hafa vaknað áhugi hans á að afla sér mennt- unar og réttinda til skipstjórnar. Varð það til þess, að árið 1971 kémur hann heim til tsafjarðar og innritast þar i stýrimanna- skólann. Eins og nærri má geta varð það þungur róður fyrir Hrein, sem aldrei hafði verið gef- inn fyrir kyrrsetur og inniveru, og háfði því litla undirstöðu- menntun. Kom þá bezt fram þrautseigja Hreins og áræði, að honum skyldi takast að ná þeim áfanga, sem verið hafði lífs- draumur hans, en hann útskrif- aðist úr Stýrimannaskólanum f Reykjavík í vor með góðum vitnis- burði. Arið 1972 eignaðist Hreinn son sem skírður var Kristján, og á hann heima á Akureyri hjá móð- ur sinni, Önnu Bjarnadóttur. Um likt leyti kynntist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni, Elínu Eyjólfsdóttur, og stofnuðu þau heimili hér f Reykjavík. Er óhætt að segja, að kynning og sambúð þeirra Elínar hafi orðið Hreini hvatning og lyftistöng við námið f Stýrimannaskólanum, enda studdi Elín hann með ráðum og dáð. Mun samband þeirra alla tíð hafa verið óvenjunáið og innilegt. 9. nóvember 1973 eignuðust þau Elín elskulega dóttur, sem skírð var Soffía, og má nærri geta um harm þeirra mæðgna við hið svip- lega fráfall elskaðs föður og eigin- manns. Vil ég votta þeim mæógum mina innilegustu samúð, sem og öðrum ástvinum Hreins heitins Kristjánssonar. Megi Guð blessa minningu hans. Arnór Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.