Morgunblaðið - 26.06.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.06.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1975 29 VELVAKAIMDI Velvakancíi svarar í sfma 10-100 'kl. 10.30— 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Látið vita af limlestum lömbum! II.H. skrifar: „í Velvakanda í Morgunblaöinu 19. þ.m. birtist grein undir fyrir- sögninni „Harðsvíraðir öku- menn“, undirrituð með stöfunum Ó.B. I framhaldi af grein þessari langar mig til að segja eftir- farandi: Ekki vil ég taka undir þau orð, að það sé einsdæmi, að ökumenn Iáti vita éf þeir verða fyrir því óhappi að aka á lamb. Hins vegar veit ég, að hitt kemur of oft fyrir, og er það óforskammað ábyrgðar- leysi. Það hroðalegasta er samt það, að stundum er lambið látið liggja limlest eftir á veginum eða við veginn og ekki hirt um að segja til þess, heldur ekið sem skjótast í burtu. Snemma sumars skapast vandræðaástand við þjóðvegi landsins vegna lambfjárins, áður en það er tekið og flutt til sumar- beitar inni á afrétti. Á þeim tíma er mest hættan fyrir ökumenn þá, er um þjóðveg- ina fara. Ég vil hvetja þá öku- menn er fyrir slikum óhöppum verða að láta vita, því að ég veit, að bændur kunna vel að meta slíka ábyrgðartilfinningu og bregðast undantekningarlitið vel við (þ.e.a.s. eins vel og hægt er í þessu tilviki). Alla vega held ég, að ökumenn þurfi ekki að vera inn að kaupa allar tegundir póst- korta, sem hér væru á boðstólum, i enda virtist svo sem sömu kortin væru seld frá ári til árs. Hann vildi að lokum mælast til þess við þá, sem standa að útgáfu og sölu póstkorta, að þeir færu nú að endurnýja úrvalið. Nú mun það vera svo, að póst- kort eru mest keypt hér af erlend- um ferðamönnum, sem fæstir koma hingað oftar en einu sinni. og þessir ágætu menn eru þannig alltaf að kaupa ný og ný kort til að senda vinum og kunningjum út um borg og bí. Þeim pennalata til hugarhægð- ar má benda á það, að í löndum þar sem erlendir ferðamenn eru fyrir löngu orðnir eins og þjóð- flokkur í þjóðinni, eru alltaf sömu kortin til sölu ár eftir ár. 0 Hver er meiningin? Þetta sagði póstkortamaðurinn okkar um leið og hann fór að tala um veðrið, sem við búum við á þessu ágæta sumri. Hann sagðist vera farinn að örvænta um að hér yrði almennilegt veður fram eftir sumri, og máli sínu til stuðnings kvaðst hann vera maður forspár um veðurfar. Hins vegar kvaðst hann láta sér koma til hugar, að 23. júlí birti til og héldist gott veður þá fram í ágúst. Nú er eftir að vita hvort spá- dómurinn rætist. 0 Skordýraeitrið og fuglarnir Bjarni Magnússon skrifar: „Velvakandi góður. Að undanförnu hefur verið rætt um ketti og fugla í dálkum þinum og er ég sammála þeim, sem eru að skammast út í kettina. Hins vegar vil ég benda á i þessu sambandi, að það er fleira en kettir, sem fuglunum stafar hætta af. Margir garðeigendur úða garða sina eitri um þetta leyti árs. Ætlunin mun vera sú að verja trjágróðurinn fyrir ágangi skor- dýra. Ég held þó, að þessir hugsunarsömu garðeigendur geri sér ekki ljóst, að um leið er verið að eitra fyrir öðrum lifverum, s.s. fuglunum. Það þarf enginn að láta sér detta í hug, að eitrið, sem fólk er varað við að koma nálægt í allt að fjórtán daga eftir úðun, sé fuglum skaðlaust. Margsinnis hefur verið bent á það, að skorkvikindunum megi halda i skefjum með öðru en eiturúðun. Árangursrikt er að sprauta vatni á trén, eftir þvi sem sumir garðyrkjumenn segja. Bjarni Magnússon.“ hræddir um að fá skammir eða svívirðingar frá þeirra hendi. Ég vil svo þakka Ó.B. fyrir gagnlega grein, sem ég vona að verði þarft umhugsunarefni fyrir þá hina „harðsvíruðu ökumenn". H.H.“ 0 Druslugangur við Lögberg Sig. H. Jóhannsson skrifar: „I gærkvöldi fórum við hjónin upp að Lögbergi og gengum það- an út hvilftina, allt út fyrir eyði- býli, sem ég veit ekki hvað heitir. Þar f.vrir utan er allt sundurskor- ið af allbreiðum skurðum, hálf- fullum af vatni og leðju. Á bökk- um þessara skurða liggja kolryðgaðar gaddavirsflækjur. Þegar við koraum þarna út eftir veittum við athygli svörtum tvilembingum, sem greinilega höfðu tapað af móðurinni. en hana fundum við niðri I einum skurðinum, rammlega flækta í eina af þessum gaddavírsflækj- um, og gat hún sig lítið hreyft. Það var ekki sérlega auðvelt að ná rollunni upp úr þessu og greiða hana úr virnum, en tókst þó. Greinilegt var að hún var búin að vera lengi i skurðinum, þvi að hún var orðin giorhungruð, og hefði augum hennar verið hætt fyrir hrafninum, hefði hún verið þarna einni nótt lengur. Ég vil benda á það, að á öllu þessu svæði er sóðaskapur með afbrigðum, en aðalhættan stafar af gaddavirsflækjum, sem liggja úti um allt. Mér finnst tæpast hægt að láta skepnur ganga laus- ar þarna, — þær eru alla vega i hættu. Er ekki tilvalið til að fá eitthvað af þeim hundruðum unglinga, sem nú ganga atvinnulausir, til þess að hreinsa svolítið til þarna i grenndinni, a.m.k. fjarlægja eitt- hvað af gaddavirsdruslunum. Ég held, að það verk borgaði sig. Sig. H. Jóhannsson". 0 Fátæklegt póstkortaúrval Maður kom að máli við Vel- vakanda og kvartaði yfir því hve póstkortaúrvalið i verzlunum borgarinnar væri fátæklegt. Mað- ur þessi sagðist vera pennalatur með afbrigðum, en hins vegar gerði hann talsvert af þvi að senda vinum sínum erlendis og jafnvel hér innanlands nauðsyn- legar orðsendingar á póstkortum, þvi að þannig þætti sér i ininna ráðizt en ef hann setti sig i hátið- legar stellingar við bréfaskriftir. Maðurinn sagðist löngu vera bú- Ilann kemur meó þennan hræði- lega hund, sem hefur manns- augu... Maigret reis seinlega úr sæti og sló úr plpunni sinní á skósólan- um. Og læknirinn endurtök eynidarlega: — Eg velt aó yður finnst ég huglaus. Og ég er viss um að ég mun kveljast hryliilega I nótt út af nýranu... Maigret stóð þarna eins og and- stæða við fangann, andsta'ðan við æsinguna, hræðsluna og sjúkleikann, andstæðan við þessa skefjalausu hræðslu. — Viljið þér að ég sendi lækni til yðar? — Nei. Ef ég vissi að von væri á einhverjum, yrði ég enn hrædd- arí. Eg myndi halda það væri IIANN... hann sem kæmi... maðurinn með hundinn... brjálaður maður mcð gulan hund... Það lá við að tcnnurnar skylfu i munninum á honum. Haldið þér ekki að yður takist að handsama hann og ráða niður- lögum hans og gula hundsins. Þvf að hann getur ekki verið annað cn brjáiaður. Þér htjótið að sjá það sjðlfur... —.... ■ .....‘ ■ . .................. HOGNI HREKKVÍSI Heimsfrægar glervörur, kunnar fyrir listfenga hönnun og frumlegt útlit. littala glervörur eru ein fallegasta tækifærisgjðf, sem hægt er að hugsa sér. Komið og skoðið úrvalið í verzlun okkar. HUSGAGNAVERZLUN , w . KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. \aö/ Laugavogi 13 Rovkjavik sími 25870 Við ætlum að senda Högna í sumarbúðir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.