Morgunblaðið - 26.06.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNI 1975
3
Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, og menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson taka sér sæti
hjá söngkonunni.
FRÁ TÓNLEIKUM
TIL HEIÐURS
MARÍU MARKAN
VINIR og aðdáendur Marfu Markan héldu tónleika í Austurbæjar-
bíói i gærkvöldi I tilefni af sjötugsafmæli söngkonunnar. Komu
fram á tónleikunum margir þekktustu Iistamenn lslendinga,
tuttugu og tveir söngvarar og fimm einleikarar. Það vakti mikinn
fögnuð f lok tónleikanna þegar Guðmundur Jónsson fékk Marfu til
að syngja með sér dúet. Því næst settist Marfa við flygilinn og allir
söngvararnir og áheyrendur sungu saman Ö, blessuð vertu sumar-
sól, við undirleik hennar. Austurbæjarbíó var troðfullt í gærkvöldi
og var Marfu ákaflega vel fagnað.
María við flygilinn og söngvararnir syngja Ó, blessuð vertu sumar sól,
Og áhorfendur taka undir.
ism. Mbl. Sv.Þorm,
Fiskurinn veiddur
við Nýfundnaland
en ekki við ísland
FÆREYSKA blaðið
Dimmalætting hefur það
eftir Birgi Daníelsen, for-
stjóra Föröya Fiskasölu, að
saltfiskur sá, sem Færey-
ingar seldu til Portúgal um
mánaðamótin apríl—maí
Bókagerðar-
menn semja
SAMNINGAR um kaup og kjör
prentara og bókagerðarmanna
voru undirritaðir seint f fyrri-
nótt. Aðild að samkomulaginu
áttu Hið fslenzka prentarafélag,
Graffska Sveinafélagið og Bók-
bindarafélag Islands fyrir hönd
launþega og Félag fslenzka prent-
iðnaðarins fyrir hönd atvinnurek-
enda. Samningaviðræður höfðu
staðið yfir sfðan f fyrri viku.
Samningurinn er nær samhljóða
samningi þeim sem önnur félög
innan ASI gerðu við atvinnurek-
endur á dögunum. Þá er í honum
að finna fimm breytingar frá
fyrri samningi, sumt orðalags-
breytingar og einnig er þar að
finna yfirlýsingu FlP og HlP þar
sem segir, að setjarar skuli hafa
jafnan rétt til útlitsteiknunar
dagblaða og blaðamenn. Gildis-
timi samningsins er til áramóta.
Samningafundi blaðamanna og
útgefenda lauk klukkan 6,30 i
gærmorgun, og hafði þá staðið f
tæpa 17 klukkutfma. Samkomu-
lag tókst ekki.
hafi ekki verið veiddur á
íslandsmiðum heldur við
Nýfundnaland og það sé
algjör fjarstæða, að togar-
arnir hafi farið af íslands-
miðum skömmu fyrir mán-
aðarmót til að koma fiskin-
um á markaðinn á réttum
tíma.
Togararnir, sem talað er um,
segir Birgir, eru Sjúðarberg og
Sundaberg og veiddu þeir allan
aflann, yfir 1300 tonn, á Ný-
fundnalandsmiðum og var aflinn
seldur í Portúgal fyrir 3,9 millj.
d.kr. fyrir hver 670 tonn, ópakk-
að.
Birgir segir, að fyrir stærsta
fiskinn hafi Færeyingar fengið
10,50 til 11,05 pr. kg., en að lik-
indum hafi Islendingar fengið
12,05—12,60 d.kr. fyrir hvert kg
er þeir gerðu sína samninga.
Tónleikar
S.í. í Eyjum
SINFÖNtUHLJÖMSVEITIN
heldur tónleika i Félagsheimilinu
við Heiðarveg i Vestmannaeyjum
laugardaginn 28. júni kl. 16.30.
Stjórnandi er Páll P. Pálsson. A
efnisskránni eru verk eftir
Mozart, Beethoven, Glinka, Odd-
geir Kristjánssbn, Dvorak og
Smetana.
deild - Voru 4
KONUM við nám í Háskóla Is-
lands fjölgaði úr 326 veturinn
1965—66 f 792 veturinn 1974—75.
En á þessum 10 árum fjölgaði
körlum úr 804 f 1757. A tímabil-
inu frá 1967 fram til 1974, að
báðum árum meðtöldum, luku þó
ekki prófi nema 249 konur alls. 12
luku prófi 1967, en 40 árið 1974. A
sama tfma luku 1078 karlmenn
prófi. Þetta kom fram f töflu, sem
Erla Elfasdóttir tók saman um
nám kvenna f háskóla og Maria
Lárusdóttir kennari lagði fram
sem umræðugrundvöll á kvenna-
ráðstefnunni.
Athyglisvert er hvernig konur
við nám f háskólanum skiptast á
námsgreinarnar, en nokkur
breyting hefur orðið þar á, ef
fyrir 10 árum
tekin eru þessi sömu ár. 1965—66
voru t.d. 35 konur i læknisfræði,
n 52 árið 1974—75, hafði ekki
i iölgað mikið. Aftur á móti höfðu
\ erið 4 í verkfræði og raunvis-
indadeild árið 1965—66, en fjölg-
aði upp í 93 árið 1974—75. Heim-
spekideildin er bæói árin fjöl-
mennust, hafði 246 konur fyrra
árið, en 436 hið síðara. I guðfræði
var aðeins 1 kona 1965, en voru 5
sl. vetur, í tannlækningum voru 4,
en orðnar 11 sl. ár, í lyfjafræði
voru þær 8 fyrir 10 árum, en 23
nú, i lögfræði fjölgaði konum úr
21 í 36 á þessum 10 árum, i við-
skiptafræði úr 7 í 34 og auk þess
koma nú til nýjar deildir, þar sem
29 konur eru í þjóðfélagsfræði og
37 í almennri hjúkrunarfræði, en
þar er enginn karlmaður.
ltalska skemmtiferðaskipið
IRPINIA kom til Reykjavíkur
i gærmorgun, en fram-
undir hádegi var ekki út-
lit fyrir að margir af
farþegunum 720 kæmust í
land til að skoða sig um.
Olli því slæmt sjólag, sem
kom í veg fyrir að skipið
gæti lagzt að bryggju í Sunda-
höfn árla morguns og sfðan
gátu skipsbátarnir ekki at-
hafnað sig við skipshlið úti á
sundum. Eftir árangurslausar
tilraunir til að fá stærri skip
til aó flytja farþegana f land
tókst loks að koma skipinu i
Sundahöfn. Ifarþegarnir voru
aðallega Þjóðverjar og fóru
þeir að Gullfossi og Geysi sfð-
degis f gær. Skipið kemur aft-
ur sfðar f sumar og gengur þá
vonandi betur að athafna sig á
Reykjavfkurhöfn en nú...
(Ljósm. Mbl. Sv.Þorm.)