Morgunblaðið - 26.06.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JUNI 1975 17 Wilson talar á fundi I barátt- unni fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna um aðildina að Ef nahagsbandalaginu. Tekst Wilson að einangra vinstrimenn? Vinstrisinnar í brezka Verkamannaflokknum hafa brugðizt hart við þeim breyt- ingum sem Harold Wilson for- sætisráðherra gerði á stjórn sinni í kjölfar þjóðaratkvæða- greiðslunnar um aðildina að Efnahagsbandalaginu. Wilson hefur dregið verulega úr áhrif- um vinstrisinna með breyting- unum, en þó er ljóst að ennþá stafar honum töluverð hætta frá þeim. Mikia athygli hafa vakið ummæli höfð eftir frú Judith Hart, sem var vikið úr stjórn- inni, þar sem hún fór með mál sem varða aðstoð við þróunar- lönd. Hún sagði að með breyt- Styrkur sá sem felst í samstarfi miðflokka og vinstriflokka felst í raun og veru í Kekkonen, hinum sterka manni í finnskum stjórn- málum. Hann hefur á síðustu ár- um haft af því vaxandi yndi að leika sitt sjálfstæða hlutverk i stjórnmálurn landsins. Kekkonen hefur gefið í skyn, að hann hafi áhuga á samfylkingu sósíaldemó- krata, miðflokkamanna og komm- únista. Hann gaf kommúnistum tækifæri til að mynda minnihluta- stjórn i maílok, en frá þeim kom afdráttarlaus neitun. En kannski boð Kekkonens þá til kommúnista hafi verið í sjálfu sér jafn innan- tómt og hin framrétta hönd Sorsa fyrrverandi forsætisráðherra. Fyrr á þessu ári komu sósial- demókrtatar meira á óvart en þeir hafa nokkru sinni gert, frá striðs- lokum- að minnsta kosti, þegar þeir tilkynntu að Kekkonen myndi verða frambjóðandi flokksins við næstu forsetakosn- ingar 1978, þegar kjörtímabil hans er til enda runnið. Með því að hafaþannig breytt fyrrverandi erkióvini í opinberan frambjóð- anda til æðsta embættis þjóöar- innar gæti verið að sósialdemó- kratar væru sannfærðir um að Kekkonen stæði við hlið þeirra i samskiptum við kommúnistana. Árangurinn af þessu sögulega bandalagi sem þarna hefur tekizt milli Kekkonens og sósíaldemó- krata gæti orðið til að ryðja braut- ina til meiri stöðugleika í finnsk- um stjórnmálum, svo fremi for- setinn haldi sinni hestaheilsu. í Finnlandi geisaði blóðug borgarastyrjöld árið 1918, áþekk þeirri sem háð var i Rússlandi, en þó var sá munur á að í Finnlandi voru það ekki rauðliðar sem komu út sem sigurvegarar. Félagsleg og pólitisk sár hafa gróið, en örin má merkja. Langtimadraumur sósíal- demókrata er að sameina alla Finna i sama farvegi og mynda þjóðlega fylkingu í stað þess að hafa þann mýgrút stjórnmála- flokka, sem nú starfa í landinu. ingunum á stjórninni væri far- ið inn á hættulega braut sem gæti haft hörmulegar afleiðing- ar fyrir Verkamannaflokkinn. Að dómi Wilsons eru ummæli frú Harts sögð rýtingsstunga í bakið, þar sem hún á frama sinn i flokknum honum að þakka. Enn alvarlegri augum leit Wilson bréf sem honum barst frá 30 harðlínumönnum sem eru kenndir við vikublaðið Tri- bune. Þeir hótuðu að berjast gegn Wilson ef hann viki út af stefnuskrá Verkamannaflokks- ins í kosningunum í fyrra. Wils- on sakaði þá um „móðursýki“ og ,,ónákvæmi“ og þó getur hann tæpast dregið i efa þá fullyrðingu i bréfinu að hann fylgi ekki þeirri stefnu sem stefnuskráin markaði. Samkvæmt stefnuskránni á samkomulag við verkalýós- hreyfinguna (social contract) að liggja til grundvallar baráttu stjórnarinnar gegn verðbólg- unni. Nú eru bæði Wilson og Denis Healey fjármálaráðherra sagðir sannfærðir um að samn- ingar sem verkalýðsfélögin knýja fram séu ein helzta undirrót verðbólgunnar. Því sé Reginald Prentice; lækkaður í tign nauðsynlegt að finna nýjar leið- ir til að halda kaupgjaldi í skefjum. Jafnframt hefur Wils- on skotið sér undan því að þjóðnýta fyrirtæki sem ganga vel þótt stefnuskráin kveði á um þjóðnýtingu. Frú Hart hélt því fram að tilgangur breytinganna á stjórninni hefði verið sá að flytja Anthonu Wedgewood- Benn, eftiriæti vinstrisinna og foringja andstæðinga aðildar- innar að EBE, á öruggan stað. Trúlega var það þess vegna sem hann var sviptur starfi iðnaðar- ráðherra og I staðinn skipaður orkuráðherra. Eftirmaður Benns, Eric Varley, sem áður var orkuráðherra, hefur sjálfur verið andvigur aðild að EBE en fáir ráðherrar hafa gagnrýnt eins harðlega og hann ýmsar byltingarkenndar hugmyndir Benns. Healey fjármálaráð- herra, James Callaghan utan- ríkisráðherra og Roy Jenkins innanríkisráðherra tilkynntu Wilson að þeir mundu allir segja af sér ef Benn yrði áfram iðnaðarráðherra. Þjóðnýting hefur notið öflugs stuðnings f iðnaðarráðuneyt- inu. Þar var Eric Heffer aðstoð- arráðherra áður en hann sagði af sér í vor. Annar aðstöðarráð- herra úr hópi vinstri manna hefur verið fluttur úr þessu ráðuneyti i annað ráðuneyti. Varley er fyrrverandi aðstoðar- ráðherra Wilsons og ljóst er að forsætisráðherrann mun fylgj- ast náið með störfum þess. Brottvikning Benns jafngildir raunar stuðningi Wilsons við frjálst framtak. Því hefur verið haldið fram að yfirlýstur stuðningur Benns við yfirráð verkamanna yfir fyrirtækjum geti orðið til þess að olíufyrirtæki hiki við að ráð- ast í nauðsynlegar fjárfestingar í Norðursjó þar sem hann hefur tekið við stjórn orkuráðuneytis- ins. Hins vegar er talin lítil hætta á þessu þar sem Benn mun ekki sjá um samninga við olíufyrirtækin heldur fjármála- sérfræðingur Wilsons, millj- ónamæringurinn Harold Lever, sem er kanzlari hertogadæmis- ins Lancasters í stjórninni. 1 starfi sfnu sem orkuráð- herra mun Benn stjórna sam- skiptum við voldug verkalýðs- félög, félög námuverkamanna, starfsmanna orkuvera og starfsmanna gasiðnaðarins. Því hafa sumir haldið því fram að völd hans muni aukast i hinu nýja embætti. Benn hefur lengi haldið þvi fram að verkamenn eigi að grípa til beinna aðgerða í stað þess að setja traust sitt á þing og stjórn. Þess vegna er að þvi spurt hvort Benn muni reyna að Ivinda þessum hug- myndum sinum i framkvæmd í nýja embættinu. Þó var Benn tregur að taka við hinu nýja starfi og Wilson hefur vitað að hann vildi ekki hverfa úr stjórninni. Til að vega upp á móti með- ferðinni á Benn ákvað Wilson að reka Reginald Prentice kennslumálaráðherra sem er eins mikil grýlai augum vinstri- manna í flokknum og Benn i augum hægrimanna. Jenkins hötaði þá að segja af sér svo að Prentice fékk starf frú Hart i stjórninni. Þar með var hann lækkaður í tign og þar að auki var ráðuneyti hans, sem sér um Eric Varley; tók við af Tony Benn aðstoð við þróunarlönd, sett undir stjórn utanrikisráðuneyt- isins. (Fred Mulley, formaður flokksins, fékk fyrri stöðu Prentice). Urslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar treystu stöðu Wilsons og hann notaði tækifærið til að draga úr áhrifum vinstrisinna. En hann þarf enn á samvinnu þeirra að halda, ekki sizt þeirra vinstrisinna sem ráða lögum og lofum i voldugum verkalýðsfél ögum. Aðstoð þeirra er nauð- synleg ef Wilson á að takast að sannfæra verkamenn um að erfiðir tfmar séu framundan. Jenkins, Prentice og Shirley Williams, enn einn ráðherrann Judith Hart; hvarf úr stjórn- inni úr hægra armi Verkamanna- flokksins, telja að tíminn sé naumur, að Wilson verði að ráðast af alefli gegn óðaverð- bólgu og að hann geti ekki beðið eftir samþykki verkalýðs- forystunnar. Þau telja úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sýna að meðlimir verkalýðs- félaga séu ekki á sama máli og foringjar þeirra og því megi vera að of mikið sé gert úr áhrifum þeirra. Wilson telur aftur á móti nauðsynlegt að hafa gott sam- starf við verkalýðshreyfinguna og er vongóður "um að það geti tekizt. Hann er sagður hafa glaðzt yfir því að einn voldug- asti verkalýðsforinginn, Jack Jones, mun hafa gert sér grein fyrir nauðsyn hói'stillingar í launakröfum. Jenkins er sagður hafa hótað því að segja af sér ef stjórnin gerir engar afgerandi ráðstaf- anir til að afstýra algeru hruni i brezkum efnahagsmálum. Fleiri ráðherrar munu hafa tekið sömu afstöðu. En þó er Wilson talinn hræddari við Benn en þá. Ef verkalýðs- hreyfingin leggur ekki blessun sína yfir baráttu hans gegn verðbólgunni gæti Benn hugsanlega myndað nýtt banda- lag vinstrisinnaðra þingmanna og verkalýðsfélaga. Slíkt bandalag átti hvað mestan þátt í því að síðasta stjórn Wilsons varð nánast óstarfhæf og að hún beið kosningaósigur sinn fyrir ihaldsmönnum 1970. Wilson og Heaiey reyna að laða erlent fjármagn til Bret- lands og halda því fram að brezka stjórnin sé hlynnt frjálsu framtaki þrátt fyrir stefnuyfirlýsingu flokksins. Benn og stuðningsmenn hans eru á þveröfugri skoðun og telja þjóðnýtingu Iausnarorðið. Þeir vilja innflutningshöft til að viðhalda fullri atvinnu og þeir telja fjárhagslegt hrun gullið tækifæri til að stíga skrefið frá kapitalisma til sósfalisma, Alvarlegur klofningur er enn til staðar í brezka Verkamanna- flokknum. Hingað til hefur Wilson alltaf talið að vinstri- sinnar mundu aldrei þora að svíkja sig af ótta við að þar með kæmu þeir íhaldsmönnnum aft- ur til valda. Nú hafa vinstri- menn aftur á móti fyllzt mikilli heiftrækni eftir þjóðar- atkvæðagreiðsluna. Þegar Wilson leggur fram ráðstafanir til að hefta verðbólguna, er hugsanlegt að ýmsir vinstri- menn leggist gegn þeim. Þá getur svo farið að ráðstaf- anirnar fáist ekki samþykktar í þinginu nema með stuðningi íhaldsmanna og frjálslyndra. Þar með kæmi upp algerlega ný staða i brezkum stjórnmálum. Hún mundi bera keim af nokkurs konar þjóðstjórn en öfgamenn til hægri og vinstri yrðu sér á parti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.