Morgunblaðið - 26.06.1975, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNt 1975
SUMARGLEÐI A FERÐ — Sumargleði hljömsveitar Ragnars Bjarnasonar ásamt Ómari Ragnarssyni og
Halla og Ladda, er nú senn að verða fleyg og mun fyrst leggja leið sína um Vesturland. Þeir flytja tveggja
tfma samfellda skemmtidagskrá, með dansieik á eftir. Á hverri skemmtun verður nýstárleg spurningar-
keppni og eru góð verðlaun i boði. Þá verður spiiað bingó og er ferð til sólarlanda að verðmæti 50 þús. kr.
I vinning. Einnig verða haldnar sérstakar barnaskemmtanir þar sem því verður við komið.
— Samningar
Framhaid af bls. 32
held þetta sé að settlast", sagði
Torfi Hjartarson sáttasemjari.
Hann vildi þó ekki spá um það
hvenær deilunni lyktaði, og sagði
sérkröfur yfirmanna vera eitt af
spurningamerkjunum.
I fyrrinótt settu matsveinar
fram sérkröfur, sem komu hnút á
samningaviðræðurnar, en um
kvöldmatarleytið í gærkvöldi
hafði greiðzt úr þeim hnút.
Bjartsýni virtist sem sagt ríkja I
Tollstöðinni I gærkvöldi og aðeins
tímaspursmál hvenær nýir samn-
ingar verða undirritaðir.
— Réttarhöld
Framhald af bls. 32
legur. Næstir komu fyrir réttinn
skipverjar af báti frá Kópaskeri,
en þeir töldu sig hafa séð Fróða á
togveiðum á Axarfirði þann 17.
júnf. Ekki vannst tfmi til að
spyrja skipstjórann á Fróða um
þetta atriði. Lauk réttarhöld-
unum f gær um kl. 10:30, en
verður væntanlega fram haldið í
dag.
Á laugardaginn höfðu verið
dómkvaddir menn að ósk land-
helgisgæzlunnar til að meta afla
og veiðarfæri Fróða, er hann var
kominn til Siglufjarðar þá um
morguninn.
— Islenzku-
námskeið
Framhald af bls. 2
styttri ferðir um nágrenni
Reykjavíkur.
Á námskeiðinu verða haldnir 6
fyrirlestrar um margs konar
íslenzk efni og verða fyrirlesarar:
Sigurður Þórarinsson, Sigurður
Lfndal, Ólafur Jónsson, Jónas
Kristjánsson og Sveinn Skorri
Höskuldsson sem fly.tur tvo fyrir-
lestra.
Norræni menningarsjóðurinn
og menntamálaráðuneytið veita
fjárhagslegan stuðning til nám-
skeiðsins en ýmsir þátttakendur,
sérstaklega þeir frá Noregi,
kenna fslenzku í heimaiandi sínu.
Kennarar á námskeiðinu eru
Guðni Kolbeinsson B.A., Kristján
Árnason cand. mag. og Sverrir
Tómasson cand. mag.
(Fréttatilkynning frá Norræna
félaginu.)
— Ford
Framhald af bls. 1
halda að það gerði Bandaríkjun-
um greiða með því að vera í
bandalagi með þeim“ boðuðu ekki
nýja afstöðu til bandalaga og að
þeim væri ekki beint gegn Grikk-
landi eða Tyrklandi. Hann lét þó í
Ijós áhyggjur vegna þeirra deilu-
mála sem hefðu risið vegna erfið-
leikanna á Kýpur.
Ford sagði að ný hækkun á olíu-
verði mundi valda mikilli röskun
í bandarísku efnahagslífi og yrði
„algerlega óviðunandi". Hann
skoraði enn á þingið að sam-
þykkja tillögur sfnar í orkumál-
um sem stuðla eiga að þvf að
landið verði ekki eins háð olíu
erlendis frá.
Aðspurður um þau ummæli
James Schlesinger landvarnaráð-
herra að Bandaríkin „geti ekki
útilokað nokkurn valkost“ ef
Norður-Kóreumenn réðust inn í
Suður-Kóreu, sagði Ford að hann
teldi ekki viðeigandi að ræða á
þessum fundi hvernig Banda-
ríkjamenn hygðust beita kjarn-
orkuvopnum sfnum.
Hann sagði að ef efnahags-
ástandið batnaði ekki í ár mundi
hann fhuga að fara fram á það við
þingið að skattalækkanir giltu
eitt ár í viðbót. Hann kvað
„raunsæi" nauðsynlegt í barátt-
unni gegn atvinnuleysi þar sem
eitthvað afgerandi yrði að gera í
baráttunni gegn verðbólgunni en
taldi að draga mætti úr atvinnu-
Ieysi sem er nú 9,2%.
Ford kvaðst fljótlega gefa kost
á sér til forsetakjörs en kvaðst
ekkert vita um áform John Conn-
ally fv. fjármálaráðherra sem er
nefndur sem forsetaefni.
Hann neitaði að ræða fréttir um
að Rússar hefðu hlerað sfmtöl í
Washington. Aðspurður hvort
Rússar hefðu brotið Saltsamning-
inn sagði hann að þeir hefðu
„notað gloppur til að gera vissa
hluti“ en þeir hefðu ekki brotið
samninginn. Hann sagði að enn
stæðu yfir viðræður sem miðuðu
að þvf að haldin yrði ráðstefna um
öryggi Evrópu í Helsinki í sumar
með þátttöku æðstu manna, en
samkomulag hefði enn ekki náðst.
Leiðrétting
I minningargrein um Gunnar E.
Kvaran stórkaupmann eftir
Magnús Guðbjörnsson, sem birt-
ist í Mbl. þriðjudaginn 24. júní s.l.
slæddust inn nokkrar prentvillur
og á einum stað féll eitt orð úr
málsgreininni, sem gerir hana
torskilda og leiðréttist það hér
með. Rétt er málsgreinin svona:
Það hefur áreiðanlega ekki verið
auðvelt að blekkja Gunnar, bar
sem enginn, sem þekkti hann,
efaðist um dómgreind hans og
skarpskyggni.
— Vopnahlé
Framhald af bls. 1
svæði kváðust ákveðnir i að skjóta
ekki og þó var skotið á þá á nokk-
urra mínútna fresti og sprengjur
sprungu rétt hjá þeim. Þeir sögðu
að þeim væri ekkert í nöp við
andspyrnuhreyfingu Palestfnu-
manna og voru sannfærðir um að
samtök Yasser Arafats, A1 Fatah,
væru ekkert viðriðin bardagana.
Einn af foringjum þeirra sagði:
„Við erum sannfærðir um að
öfgasinnaðir vinstrimenn skjóta á
okkur til að ýta okkur út í stór-
átök við Palestínumenn."
Hann kvaðst einnig sannfærður
um að nokkrir þeirra manna sem
stæðu að skothríðinni væru
„málaliðar Líbýumanna”.
Ótryggt stjórnmálaástand ríkir
í Líbanon og hefur versnað við
þessa siðustu bardaga. Nú er talið
enn brýnna en ella að skriður
komist á tilraunir Rashind
Karami til að mynda nýja stjórn.
Fimm vikur eru sfðan hann hófst
handa um tilraunir sínar en þær
hafa strandað á úlfúð kristinna
falangista og vinstrisinnaðra mú-
hammeðstrúarmanna.
— 120 þús. gestir
Framhald af bls. 5
aðalhlutverk fara Magnús Jónsson
og Ingveldur Hjaltested. f leikhús-
kjallaranum er verið að æfa óperu-
gamanið Ringulreið eftir Flosa Ólafs-
son og Magnús Ingimarsson. Flosi
leikstýrir og í aðalhlutverkum eru
Sigrlður Þorvaldsdóttir, Árni
Tryggvason, Guðrún Stephensen,
Randver Þorláksson og Ingunn Jens-
dóttir.
Loks standa yfir æfingar 6 dagskrá
sem hópur frá leikhúsinu mun flytja
á 100 ára afmælishátfð fslendinga-
byggða I Kanada I sumar. Brugðið er
upp myndum úr sögu íslands,
einkum úr fslenzkum leikverkum.
Gunnar Eyjólfsson leikstýrir, en flytj-
endur eru 13 leikarar og Þjóðleik-
húskórinn.
— Bátur aftrar
Framhald af bls. 1
og Hollands reyna að komast
að samkomulagi við stjórnina í
Zaire um að önnur tilraun
verði gerð til að nálgast
stúdentana á næstunni, sam-
kvæmt áreiðanlegum heimild-
um.
Sjónarvottar segja að
Norman Hunt, faðir Carrie
Jane Hunt, hafi fylgzt með at-
burðinum f sjónauka frá hæð
skammt frá Kigoma og verið
sárgramur vegna aðgerða fall-
byssubátsins.
Auk dóttur hans rændu upp-
reisnarmenn Kenneth Stephen
Smith, sem er frá Stanford-
háskóla í Kaliforníu eins og
hún, og Emilie Bergman frá
Hoilandi. Þeir slepptu fjórða
gfslinum, Barbara Smuts, sem
afhenti bréf frá þeim með
kröfu um að Tanzaníustjórn
léti lausa skæruliða í skiptum
fyrir gíslana fyrir miðjan júlí.
Tanzanía hafnaði kröfunni
og bæði Tanzanía og Zaire
hafa litla aðstoð veitt banda-
rískum stjórnarfulltrúum sem
hafa reynt að komast að sam-
komulagi um að gíslunum
verði sleppt. Zaire-stjórn vís-
aði nýlega sendiherra Banda-
rikjanna úr landi og gaf hon-
um að sök að hafa verið viðrið-
in meint samsæri um að myrða
Mobutu forseta og kollvarpa
stjórn hans.
Mannræningjarnir eru úr
marxistískum stjórnmála-
flokki, Alþýðubyltingarflokki
Zaire (PRO).
— Eitur
Framhald af bls. 1
hafði tekið að sér verkefni fyrir
CIA.
Rosselli sagði að sá sem haft
hefði umsjón með verkinu, að
myrða Kastro, væri „Big Jim“
O’Connell, að sögn Andersons.
„Matheu kom Rosselli í sam-
band við O’Connel f New York
14. september 1960“, sagði
Anderson, og bætti við: „Síðan
flaug Rosselli til Miami og réð
aftökusveit. Fyrst ákváðu þeir
að eitra fyrir Kastro. Eiturtöfl-
ur fengust frá CIA. Þær voru
afhentar á hótelherbergi á
Miami af Maheu, samkvæmt
Rosselli.
„Maheu opnaði skjalatösku
og í ljós komu 10.000 dollarar f
reiðufé og eiturtöflurnar”. Pen-
ingunum var skipt á milli sam-
særismannanna. Roselli sór
þess eið að hafa ekki tekið við
neinum peningum frá CIA,
nema einhverjum smágreiðsl-
um, heldur hafi hann greitt
kostnaðinn úr eigin vasa.
Eiturtöflurnar áttu að virka á
þremur dögum. Nægur tfmi
yrði þá fyrir eitrið að hverfa úr
líkama Kastrós áður en hann
dæi, svo að líta myndi út fyrir
að hann hefði dáið eðlilegum
dauðdaga.
Roselli frétti aldrei um afdrif
félaga sinna né taflnanna, en
aftur var reynt og þá voru
notaðar sterkari töflur. Bárust
þá fregnir af þvi að Kastró væri
alvarlega veikur en „Roselli
vissi ekki hvort það væri af
eitrinu eða öðrum orsökum",
sagði Anderson.
Eftir Svfnaflóaárásina, hafði
Anderson eftir Roselli, var
Maheu kippt út úr samsærinu.
Upp frá þessu hafði Roselli
beint samband við Harvey,
starfsmann CIA.
„Fjórar morðtilraunir voru
gerðar í viðbót”, hélt Anderson
áfram. „Samsærismönnum var
Iaumað til Kúbu með háþrýsti-
riffla. Síðasti tilræðishópurinn
komst til Havanna og upp á
húsþak, þar sem hann var
handtekinn. Þetta var f kring-
um 1. marz 1963. Eftir það voru
ekki gerðar frekari tilraunir til
að myrða Kastró.
Yfirmaður CIA, William
Colby, fór í dag fram á það við
þingið að haldið yrði leyndum
ýmsum upplýsingum, sem þing-
nefndin kann að fá um starf-
semi leyniþjónustunnar. Sagði
hann ýmsar upplýsingar vera
þess eðlis að það væri hagsmun-
ir þjóðarinnar að þeim yrði
haldið leyndum.
John G. Tower, sem á sæti í
CIA-þingnefndinni, sagði eftir
yfirheyrslurnar yfir Roselli að
samsærið gegn Kastró væri
eina tilfellið, þar sem vart hefði
verið við samstarf CIA við
undirheimana.
— Amin
Framhald af bls. 1
Bæði Bretar og Kenyamenn
neituðu þeim fullyrðingum
Ugandamanna f dag að brezkt
herlið væri í Kenya og Bretar
kváðust ekki hafa f hyggju að
grípa til hernaðaraðgerða gegn
Uganda. Samkvæmt brezkum
heimildum hefur freigátan Salis-
bury verið í Mombasa siðan
snemma í þessum mánuði í venju-
legri heimsókn og hjálparskipið
Tidesurge kom þangað fyrr í
vikunni.
Skipin eru úr flotadeild sem
Bretar hafa við strendur Austur-
Afrfku til að framfylgja viðskipta-
banninu á Rhódesíu, samkvæmt
þessum heimildum. Engir her-
menn eru í skipunum, segja
þessar heimildir, og þau komu
aðeins til Mombasa til að fá elds-
neyti. Utvarpið í Uganda segir
að nærvera brezkra herskipa og
hermanna hafi verið „staðfest" og
komi heim við það sem Sir
Chandos Blair hershöfðingi, sem
hefur reynt að bjarga Denis Hills,
hafi sagt Amin forseta i sfðustu
viku, að Bretar muni beita herliði
sinu í Kenya gegn Uganda ef
Hills verði tekinn af lifi.
Brezka stjórnin bar til baka í
dag frétt Lundúna-blaðsins Daily
Mail þess efnis að fjórar
flutningaflugvélar flughersins
væru hafðar til taks til að flytja
Breta frá Uganda ef ástandið
versnar. En diplómatar í London
segja að endurskoðaðar hafi verið
áætlanir um að flytja á brott þá
700 Breta sem enn búa f Uganda
ef það reynist nauðsynlegt.
Embættismenn í London leggja
á það áherzlu að fulltrúar brezku
stjórnarinnar í Kampaia hafi ekki
gefið Bretum þar nokkur sérstök
fyrirmæli. I hópi Bretanna eru
trúboðar, kennarar, læknar,
kaupsýslumenn og aðstandendur
margra þeirra. Að sögn Uganda-
útvarpsins „stendur Amin á sama
þótt allir Bretarnir fari frá
Uganda. Uganda blómstrar án
þeirra og getur tekið örari fram-
förum án þeirra.“
SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM 2%
Flestir leiðtogar okkar lifa f munaði. Haldið þér, að það sé
ástæðan til þess, að kommúnisminn hefur færzt í aukana?
Öskapleg fátækt rfkir víða f heiminum. Er ekki syndsamlegt
að eiga ofgnótt, þegar aðrir búa við örbirgð?
Það fer ekki á milli mála, að margs konar ranglæti
þrífst í lýðræðisskipulagi okkar. En leiðtogar
kommúnista sækjast engu síður en aðrir eftir að lifa
í allsnægtum. Blaðið Parade Magazine sagði á sínum
tíma frá Kim II Sun, drottnara í Norður-Kóreu, sem
stjórnaði að hætti Stalíns. Hann lét taka Púebló.
Blaðið sagði, að þessi maður væri milljónamæringur.
Aðsetursstaður hans í Pyongyang var sagt vera
skrauthýsi, umlukt varðstöðvum. Blaðið sagði, að
hann ætti sex jarðir. Hverjir borguðu þær? Fólkið,
„sem hann arðrænir“, sagði blaðið.
Forsenda kommúnismans er jöfn eignaskipting.
En kommúnisminn er langt frá þessu. Hann hefur
þróazt í stéttakerfi, þar sem ríkir menn verða ríkari
og fátæklingar fátækari. Það er eins og Sókrates
sagði: „Sæluríkið verður aldrei stofnað á þessari
jörð vegna ágirndar mannanna. Fullkomið þjóðfélag
er ekki til nema þar sem fullkomnir menn eru.“
Stjórnmálakerfið sjálft skiptir ekki eins miklu
máli og hugarfar fólksins, sem lifir í þessu kerfi.
Margir landar okkar eru ruglaðir í ríminu vegna
áróðurs þeirra, sem telja, að siðferðiskröfurnar eigi
ekki við okkar tíma. Siðferðisbylting á sér stað um
þessar mundir í landi okkar. Þetta er hreyfing,
skipulögð og óskipulögð, sem miðar að því að láta
fyrir róða erfðavenjur, sem margt hugsandi fólks
telur vera undirstöður lífhátta okkar. Tíminn leiðir í
ljós, hvort þær muni standast.