Morgunblaðið - 02.07.1975, Side 1

Morgunblaðið - 02.07.1975, Side 1
28 SÍÐUR 146. tbl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 2. JULl 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Karami og Arafat krefjast vopnahlés Beirut 1. júlí —AP, Reuter. Forsætisráðherra Líbanon, Rashid Karami, og leiðtogi Palestínuskæruliða, Yasser Ara- fat, komust á þriðjudagskvöld að samkomulagi um að framfylgja tafarlaust vopnahléi um allt land- ið. 1 opinberri tilkynningu, sem lesin var upp í Beirut útvarpinu sagði að leiðtogarnir tveir hefðu orðið sammála um að „óeirðar- öfl“ yrðu handtekin og dregin fyrir dómstðla. Leiðtogarnir komust að þessu samkomulagi aðeins örfáum klukkustundum eftir að ný 6 manna stjórn hafði tekið við völd- um sem lokatilraun til að binda endi á borgarastríðið, sem virðist vera að kljúfa landsmenn i tvær stríðandi fylkingar. Götubardagar í Beirut, höfuð- borg Líbanons, hafa síðustu átta daga kostað næstum 250 mannslíf og fleiri hundruð hafa særzt. Það eru aðallega sveitir kristinna hægrisinnaðra falangista og vinstrisinnaðra múhameðstrúar- manna sem berjast. Leiðtogarnir tveir kröfðust þess að hætt yrði þegar i stað að skjóta og að öryggissveitir mundu sjá til þess að hver sá er færi ólöglega með skotvopn eða stæði að manndrápi yrði handtekinn. Öll þung vopn yrðu gerð upptæk og að herinn mundi opna vegi fyrir umferð. Vopnahlé, sem átti að ganga í gildi klukkan 11 í morgun að ís- lenzkum tíma, var ekki virt og kenndi stjórnin „uppreisnaröfl- um“ um það. Á mánudagskvöld þurftu höfuðborgarbúar að þola Framhald á bls. 26 Flótti lögreglumannanna: „Grófleg móðgun við byltinguna Lissabon 1. júlí —AP. Reuter. SEXTlU fyrrverandi leynilög- reglumenn léku enn lausum hala á þriðjudagskvöld, en kröfur urðu æ háværari um harðar refs- ingar þegar þeir nást. Flóttj 89 leynilögreglumanna gömlu hægri einræðisstjórnarinnar úr fangelsi hefur verið lýst af blöð- um og vinstriflokkum, sem gróf- legri „móðgun við byltinguna.“ Hefur herstjórnin verið harð- lega gagnrýnd fyrir að geta ekki haldið pynturunum inni, eins og lögreglumennirnir hafa verið kallaðir, og segja sum blöð að þetta sér merki um að öryggis- eftirlit sé í lágmarki, ekki aðeins við Alcoentre fangelsið heldur á öllum öðrum sviðum. Síðdegis á þriðjudag hafði tek- izt að ná 29 flóttamönnum en talið er að hinir leynist í skógivöxnum hæðum í grennd við fangelsið. Hermenn lögreglumenn með hunda og óbreyttir borgarar vopnaðir lurkum vinna að því að fínkemba svæðin. Kommúnistaflokkurinn sagði á þriðjudag að flótti lög- reglumannanna væri merki um að gagnbyltingaröflin héldu vöku Um 50 eiginkonur leyni- lögreglumannanna söfnuðust saman framan við forsetahöllina til að mótmæla þeim töfum, sem orðið hafa á því að mál eigin- manna þeirra verði tekin fyrir af Framhald á bls. 26 LÍBANON — Unglingur í Beirút kastar handsprengju (efri myndin) skjóls þegar reykur stígur upp eftir sprenginguna (neðri myndin). Símamynd AP og leitar Brezka stjómin setur há- mark á launahækkanir London 1. júlí AP-Reuter. Brezka stjórnin fyrirskipaði á þriðjudag að allar Iaunahækkanir eða hækkanir á arðgreiðslum, skuli þegar takmarkaðar við 10% og kvaðst hún reiðubúin til að framfylgja þessari skipun með lögum ef nauðsyn krefði. Er þetta gert í því skyni að draga úr verð- bólgu í landinu og að stöðva fall pundsins á gjaldeyrismörkuðum. Fjármálaráðherrann, Denis Healey, skýrði þinginu frá þessu og sagði að stjórnin vonaðist til að fá aðila vinnumarkaðarins til að fallast á að takmarka launahækk- anir við 10%, svo að draga megi úr verðbólgunni, sem nú er 25%. En gagnstætt þvi, sem forustu- menn Verkamannaflokksins hafa hingað til sagt, að þeir séu að móti lögboðnum takmörkunum á launahækkunum, þá segir Healey að stjórnin verði að setja lög um hámarkslaunahækkanir náist ekki samkomulag um þær á milli Amin náðar Hills Kinshasa 1. júli — Reuter IDI Amin Ugandaforseti náðaði í dag brezka lektorinn Denis Hills, sem taka átti af Iffi á föstu- dag, eftir að forseti Zaire, Mobuto Sese Seko, hafði miðlað málum. Amin — fyrir vináttu sakir. Amin, sem er í tveggja daga , heimsókn í Zaire, tilkynnti þetta á óvæntum blaðamannafundi, sem hann hélt f bústað Mobutus f N’Sele, 50 km utan við höfuðborg- ina. Azap, fréttastofa Zaire, hafði það eftir Amin, að hann hefði náðað Hills vegna vináttu sinnar við Mobutu hershöfðingja. Azap sagði að Ugandaforseti hefði sagt á blaðamannafundinum að hann hefði verið mjög í vafa um hvað gera skyldi, en hann hefði neyðzt til að breyta afstöðu sinni vegna einlægrar vináttu þeirra Mobutus. Hills var sekur fundinn um landráð, sem fólust í því að hafa í Hills — beið aftökusveitarinnar. handriti að bók líkt Amin við harðstjóra. Zaire var eitt fjöl- margra landa, sem boðizt höfðu til að miðla málum á milli Uganda og brezku stjórnarinnar í deilu þeirra um örlög Hills. samtaka launþega og vinnuveit- enda þegar í næstu viku. Yfirlýsing Healeys vakti ó- ánægju i þinginu, en hafði þegar góð áhrif á stöðu pundsins, sem náði sér verulega á erlendum gjaldeyrismörkuðum. Það hækk- aði um 2 cent gagnvart dollar og töluverð hækkun varð á því gagn- vart Evrópugjaldmiðlum. Undan- farna daga hefur gengi pundsins sigið verulega og i gærkvöldi var verð þess 27,8% lægra en í desem- ber 1971. Á tímabili var fall þess orðið 29,2%. Healey sagði þinginu að stjórn- in væri ákveðin i að koma verð- bólgunni niður i 10% um það bil sem gerð næstu heildarsamninga milli launþegasamtaka og at- vinnurekenda lýkur og niður fyr- ir 10% í lok ársins 1976. Undanfarið hefur verið samið um kauphækkanir til margra hópa launþega og eru þær yfir- leitt i kringum 30%. En um það leyti, sem Healey hélt sina ræðu í þinginu voru sjómenn á kaupskip- um að fella samninga, sem gerðu ráð fyrir 32% kauphækkunum þeim til handa. Vinstri armur Verkamanna- flokksins tók tillögum rikistjórn- arinnar illa. Talsmaður hans, Nor- man Atkinson, sagði að þær brytu i bága við stefnuyfirlýsingu flokksins frá þvi fyrir kosningar. Ihaldsmenn fögnuðu hins vegar tillögunum og sagði Sir Geoffry Howe að timi hefði verið kominn til að rikisstjórnin sneri sér að efnahagsmálunum. Brezka Alþýðusambandið, T.U.C., hefur þegar lýst því yfir að það telji að nauðsynlegt sé að takmarka launahækkanir en leið- Framhald á bls. 26 Solzhenytsin Herferð fgrir frelsi fanga Washington 1. júli — Reuter. NÓBELSVERÐLAUNAHÖF- HÖFUNDURINN Alexander Solzhenitsyn og tveir fyrrver- andi fangar C sovézkum fanga- búðum hafa uppi áform um mikla áróðursherferð I þií skyni að frelsa pólitíska fanga í Sovétríkjunum. Solzhenitsyn ræddi áa'tlun- ina fram undir morgun á mánudag við litháenska sjö- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.