Morgunblaðið - 02.07.1975, Page 2

Morgunblaðið - 02.07.1975, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JULI 1975 Hefur misst 100 kindur úr riðu — ÉG gæti bezt trúað, að ég væri búinn að missa yfir 100 kindur úr riðu á síðustu þremur árunum, og menn á öðrum bæjum hcr í sveit- inni hafa einnig misst fé úr þess- um ógnarlega sjúkdómi, en ekki f eins ríkum mæli og ég, sagði Jón Bjarnason, bóndi á Skorrastað í Norðfirði í samtali við Morgun- blaðið f gær, en Jón hefur misst 40—50 kindur úr riðu á þessu ári. Jón sagði, að veikinnar yrði ekki vart á öllum bæjum f Norð- fjarðarsveit, en bændur á Hofi, í Grænancsi og Miðbæ hefðu misst kindur úr riðu, cn nokkuð hcfði dregið úrsjúkdómnum í Miðbæ. Hann sagði, að hefði hann ekki kýrnar til að styðjast við væri hann löngu búinn að segja sig til sveitar, og nú væri reyndar svo komið að hann væri að hugsa um að lóga öllu fénu í haust. Sjúk- dómurinn stingur sér helzt niður í ungt fé, svona þriggja ára gamalt. Þá sagði Jón að einmuna blíða hefði verið á Norðfirði að undan- förnu, sól og brakandi þurrkur hvern dag. Gróðri hefði fleygt óð- fluga fram og færi nú að styttast í að menn gætu byrjað að slá. Menn væru helzt hræddir um að þurrkurinn yrði búinn þegar sláttur hæfist. Blaðamenn sömdu SAMKOMULAG varð milli launa- málancfndar Blaðamannafélags tslands og fulltrúa Félags blaða- útgefcnda á áttunda tfmanum í gærmorgun, en þessir aðilar höfðu þá setið á fundi hjá sátta- semjara, Torfa Hjartarsyni, frá þvf kl. 10 á mánudagskvöld. Sam- komulagið var sfðan samþykkt á félagsfundi hjá Blaðamanna- félagi tslands f gærdag með 23 atkvæðum gegn 4, en 35 félags- mcnn sátu hjá. Samningurinn er i meginatrið- um hliðstæður rammasamkomu- lagi ASl og VSl frá því í siðasta mánuði, þ.e. að 13.700 krónur koma á alla iaunaflokka frá 13. júni. Félagar i lægstu launafokk- um B.I. fá auk þess launajöfn- unarbæturnar, 4.900 kr., frá 1. marz, líkt og kveðið var á um i bráðabirgðasamkomulagi ASl og VSI og miðað við sömu launa- mörk og þar. Samningurinn gildir til áramóta. Helztu ágreiningsefn- um þessara aðila var að öðru leyti skotið á frest til næstu samninga- gerðar, en þau snúast einkum um skipun handritalesara í launa- fiokka Blaðamannafélags Islands Lýst eftir vitnum AÐFARARNÖTT sunnudagsins 11. maí sl., laust eftir kl. 02, varð umferðaróhapp á Suðurlands- braut við skemmtistaðinn Sigtún, er bifreið ók á opna hurð leigubif- reiðar, sem þar hafði staðnæmzt til að taka farþega. Nú óskar rannsóknarlögreglan í Reykjavík að ná tali af þessum farþegum leigubifreiðarinnar vegna máls- og umboð féiagsins til að semja fyrir prófarkalesara. Báðir þessir starfshópar hafa nýlega verið teknir inn í Blaðamannafélagið með lagabreytingum. Blaðamenn höfðu veitt stjórn félagsins verkfallsheimild, en verkfall hafði ekki verið boðað, þegar samningar tókust. Þó voru um tima horfur á að útgáfa dag- blaðanna frá og með miðviku- deginum stöðvaðist vegna yfir- lýsingar útgefenda um að þeir mundu ekki greiða blaðamönnum laun fyrirfram fyrir júlímánuð af ótta við verkfall af þeirra hálfu. Blaðamenn töldu þá, að þeim væri ekki skylt að vinna, þar eð ákvæð- ið um fyrirframgreiðslu væri i eldra samningi, sem lagður væri til grundvaliar launagreiðslum til blaðamanna í einu og öllu, þar til nýr samningur hefði verið gerð- ur. Landsvirkjun: Lítil saga um ökugjaldssvik SVO bar við um síðustu helgi i höfuðborginni, að ungur maður hitti tvær álitlegar dömur á skemmtistað og fór vel á með þeim. Bauðst hann að lokum til að aka þeim heim, sem þær þáðu. Kallaði hann á leigubil — og segir ekki af ferðum þeirra fyrr en komið er að heimili annarrar stúlkunnar, eftir að hinni hafði verið ekið heim. Þarna stigu stúlkan og herramaðurinn út og var leigubílstjórinn beðinn að hinkra við, á meðan herrann fylgdi stúlkunni inn. Leið nú nokkur stund og ekkert bólaði á herranum. Fór þá bil- stjórinn á stúfana og spurði um hann í húsinu. Varð stúlkan þá meira en litið hissa og sagði herr-. ann hafa farið fyrir löngu. En hún bauðst þó til að taka á sig helminginn af ökugjaldinu, sem ógreitt var. Bílstjórinn ók síðan leiðar sinn- ar og skammt þar frá, á Hring- brautinni, sá hann mann, sem veifaði eftir leigubil. Var þar kominn „herramaðurinn“ sem læðzt hafði í burtu án þess að borga. Bilstjórinn stanzaði, tók hann upp í — og ók svo beina leið niður á lögreglustöð. Lýkur þar lítilli sögu um öku- gjaldssvik! Þessi klæðnaður hæfir vel um þessar mundir. ÍNæsl kaldtisli júramánuðurinn SÁ júnímánuður, sem nú er rétt liðinn, reyndist vera sá næst kaldasti í Reykjavík á þessari öld, en meðalhitinn mældist 7,9 stig. Júnímánuð- urnir f kringum 1920 voru reyndar mjög kaldir og sá kald- asti var 1921, en þá mældist meðalhitinn 7,8 stig, og árið 1922 var sama hitastig f mánuð- inum og í þeim sem nú er nýlið- inn. Knútur Knudsen veðurfræð- ingur, sagði í gær, að úrkoman f mánuðinum hefði Ifka verið yf- ir meðallagi, þannig að þessi mánuður hefði verið óhagstæð- ur f marga staði. Orgeltónleikar I KVÖLD, miðvikudag 2. júlí kl. 20.30, verða orgeltónleikar i Fila- delfiu, Hátúni 2. Arni Arin- bjarnarson mun leika orgelverk á hið nýja orgel Fíladelfíu, sem tekið var í notkun s.l. sunnudag. A efnisskránni eru verk eftir Pál Isólfsson, Buxtehude og Bach. Allir eru velkomnir á þessa tón- leika og er aðgangur ókeypis, en þeim, sem vildu styrkja þessi orgelkaup safnaðarins, gefst kost- ur á þvf í lo.k tónleikanna. Tungnaárvirkjun þarf að vera tilbúin eigi síðar en 1980 A STJÖRNARFUNDI Lands- virkjunar, sem haldinn var f gær, voru lagðar fram endurskoðaðar áætlanir um virkjun Tungnaár við Hrauneyjafoss og upplýst, að útboðslýsingar yrðu fljótlega til- búnar miðað við virkjun f áföng- um. — Orkuspár Landsvirkjunar sýna að til að fullnægja almennri orkuþörf á orkuveitusvæði Lands- virkjunar þurfi ný virkjun að vera komin þar f gagnið eigi sfðar Laxá í Aðaldal Helga Halldórsdóttir ráðs- kona í Vökuholti sagði okkur að þar væri aflinn aðeins að glæð- ast og veiddist vel fyrir neðan fossa í gær og dag, en veiði í uppánni er ennþá treg. Mjög mikið vatn er f ánni og fylla, og það svo að vanir veiðimenn telja sig vart muna eftir Laxá svo stórri, og er þá mun erfið- ara að fást við laxinn því að hann færir sig af hinum hefð- bundnu tökustöðum. Mikil veð- urbliða hefur verið nyrðra undanfarna daga, en þó kóinaði aðeins í morgun. Rúmir 20fl laxar eru nú komnir á land á svæði Lax- árfélagsins. Þá höfum við þær fregnir frá veiðiheintilinu Á, þar sem l'A stöng er leyfð á svæðinu milli Laxárfélagsins og svæðis Hermóðar í Arnesi, að þær væru 15 laxar konnir á land. Norðurá Stefán Brynjólfsson i veiði- húsinu við Norðurá sagði okkur að í gær hefði verið að taka við fyrsti útlendingahópurinn og ERU ÞEIR / AÐ 1 FÁ’j verða útlendingar í meirihluta fram í ágúst. Um 550 laxar eru komnir á land og mikill lax genginn I ána. Vatn fer nú minnkandi í Norðurá eftir mik- il flóð undanfarið og horfir vel með veiði. en á árinu 1980, en þar á að rfsa 170 MW virkjun. Var samþykkt að stefna að þvf, að gera tillögu til eignaraðila Landsvirkjunar um næstu virkjun á orkuveitusvæði fyrirtækisins eigi sfðar en á hausti komanda, en auk undir- búnings virkjunar Tungnaár við Hrauneyjafoss standa nú yfir á vegum Landsvirkjunar athuganir á virkjunarmöguleikum f Þjórsá við Sultartanga og;í samvinnu við Reykjavíkurborg, á jarðgufu- virkjun á Hengilsvæðinu. Fundurinn i gær var haldinn I tilefni þess, að þá voru 10 ár liðin frá stofnun Landsvirkjunar. Var Landsvirkjun stofnuð með sam- eignarsamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem undirrit- aður var hinn 1. júlí 1965 af þeim Ingólfi Jónssyni þáverandi orku- málaráðherra og Geir Hallgríms- syni þáverandi borgarstjóra. Var sameignarsamningur þess gerður með stoð í lögum um Landsvirkj- un nr. 59 frá 20. maí 1965. Sam- kv'æmt lögunum er fyrirtækið sjálfstæður rekstraraðili, er hefur sjálfstæðan fjárhag og reiknings- hald. Það er sameign rikisins og Reykjavíkurborgar og á hvor aðili um sig helming þe§s. Við stofnun Landsvirkjunar voru eftirtaldir menn skipaðir i stjórn: Formaður Jóhannes Nor- Hálendisvegirnir ófærir SEGJA má, að nær allir hálendis- vegir Iandsins séu enn lokaðir, en það er orðið mjög óvenjulegt að þeir séu ekki færir um þetta leyti árs, sagði Þórður Kristjánsson hjá Vegaeftirlitinu í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði, að frost hefði farið mjög seint úr jörðu og vfða væri landið ein for- arvilpa, en á næstu dögum og vikum yrði farið að reyna að opna þessa vegi. Þórður sagði, að Kaldidalur væri enn lokaður, en athuga ætti veginn í vikunni. 1 Kerlingarfjöll er fært á jeppum og framdrifabíl- um, en hinsvegar er Kjalvegur lokaður, en ætlunin er að reyna að opna hann þann 6. júlí. 1 Land- mannalaugar er svo fært úr Sigöldu og í Eldgjá er hægt að komast neðan úr Skaftártungu. Að sögn Þórðar er enn ekki vitað hvenær hægt verður að ópna Sprengisandsleið, en vonast er til að vegurinn verði fær í þessum mánuði. Þá er orðið fært úr Blöndudal að Hveravöllum fyrir bíla með drif á öllum hjói- um. dal, Árni Grétar Finnsson, Baldv- in Jónsson og Sigtryggur Klem- enzson kosnir af alþingi, og Birgir Isleifur Gunnarsson, Geir Hall- grimsson og Sigurður Thoroddsen kosnir af borgarstjórn. Framhald á bls. 26 Jósafat stefnir Seðla- bankanum JÖSAFAT Arngrimsson kaup- sýslumaður hefur höfðað mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn Seðlabanka íslands. Krefst Jósafat 1,4 milljóna króna í endurgreiðslu fyrir innheimtu- gjald ásamt dráttarvöxtum, sem hann telur Seðlabankann hafa haft ranglega af sér. „Opið hús” 1 Norræna húsinu „Opið hús“ er nú að taka til starfa á ný í I Norræna húsinu, en það gaf mjög góða raun s.l. sumar. 1 fyrra voru þessi kvöld á fimmtu- dagskvöldum og verður svo einn- ig i sumar. Á þessum kvöldum verður allt efni, sem flutt verður, af Islenzkum toga spunnið, en flutt á öðrum Norðurlandamál- um. Meðal efnis má nefna fyrir- lestra um land og þjóð, tónleika, þjóðdansasýningu, kvikmyndir og balletsýningar, og annað kvöld, 3. júli, hefjast kvöldstundirnar með frumflutningi dagskrár um islenzka þjóðtrú eftir Unni Guðjónsdóttur. Ennfremur verð- ur sýnd ný kvikmynd gerð af Magnúsi Magnússyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.