Morgunblaðið - 02.07.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 02.07.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JULI 1975 7 ll- Línan frá Moskvu Þegar úrslit urðu kunn í kosningum þeim til stjórnlagaþings Port- úgals, sem fram fóru í vor og Ijóst varð, að jafnaðarmenn undir forystu Mario Soares höfðu unnið mikinn sig- ur en kommúnistar beðið afhroð, upphófst samræmd tilraun af hálfu kommúnista um heim allan til þess að leyna þessum ósigri kommúnista i Portúgal og varpa allt öðru Ijósi á úrslit kosninganna en vera bar. Í Sovétrikjun- um var ekki skýrt frá ósigri komrnúnista heldur voru úrslitin lögð út á þann veg, að „hin sósíalísku öfl" hefðu unnið mikinn sigur i kosningunum og fengið mikinn meirihluta á hinu nýja þingi. Þessi túkun kosningaúrslitanna var auðvitað fáránleg af þeirri einföldu ástæðu, að hatrömmustu and- stæðingar i port- úgölskum stjórnmál- um frá byltingunni hafa einmitt verið komm- únistar og jafnaðar- menn og kosningar þessar voru eins konar einvigi þeirra i milli um fylgi almennings í Portúgal. Þess vegna var það blekking ein og fals að leggja úrslit kosninganna út á þann veg sem gert var austur i Moskvu. En að sjálf- sögðu endurómuðu áróðursöfl kommún- ismans um heim allan þessa linu frá Moskvu og gilti þá einu. hvort um var að ræða önnur kommúnistriki, kommúnistaf lokka á Vesturlöndum eða fréttaritara rikisútvarps- ins islenzka i Paris, sem túlkaði úrslitin i frétta- auka á sama veg og gert var austur i Moskvu. Á undanförnum árum hafa hinir svonefndu Alþýðu- bandalagsmenn hér á ís- landi gert itrekaðar til- raunir til þess að sann- færa almenning hér á landi um, að hin gömlu tengsl milli Sósíalista- flokksins og Rússa hefðu verið rofin, og i þvi skyni hefur verið beitt margvislegum að- ferðum til þess að fela þessi tengsl. En þeir Alþýðubandalagsmenn hafa átt ákaflega erfitt með að leyna hinu rétta hugarfari i ræðu og riti um atburðina i Portúgal. Þannig gerir einn af ritstjórum Þjóð- viljans i gær enn eina tilraun til að skýra af- stöðu blaðs sins til at- burðanna i Portúgal og segir að Þjóðviljinn „styður af einlægni framfarasókn sósialiskra flokka i Portúgal, sem hafa samanlagt hreinan meirihluta kjörfylgis. Af- staða Þjóðviljans fer þannig ekkert á milli mála." Það eru orð að sönnu. Linan frá Moskvu blífur! Óánægja skal það vera Enda þótt flestir eða allir togarar landsmanna hafi nú haldið úr höfn eftir 2Vz mánaðar stopp og atvinnulifið þar með að komast í eðlilegt horf eiga kommúnistar ákaf- lega erfitt með að sætta sig við þessi úrslit mála. I þessum dálkum var i gær gerð að umtalsefni sú óskhyggja Þjóð- viljans, að togara- samningarnir yrðu felld- ir. Þeir voru að sjálf- sögðu samþykktir og reiði kommúnista leynir sér ekki. I myndatexta með frétt Þjóðviljans i gær um samþykkt togarasamningana segir svo: „Þrátt fyrir mjög mikla óánægju togara- sjómanna, sem glöggt kom fram á fundi þeirra um togarasamninga s.l. föstudag, voru samn- “ --------------------1 ingarmr samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta."! Er það ekki furðulegt, að samningar skuli sam- þykktir með yfirgnæf- andi meirihluta, ef rétt er að „mikil óánægja " ríki meðai togarasjó- manna?! Útgáfa Repúblika Þjóðviljinn hafði lítinn áhuga á því að skýra frá fréttum um stöðvun út- gáfu málgagns jafnaðar- manna I Portúgal, Repúblika, fyrir nokkr- um vikum. Hins vegar hafa kommúnistar að sjálfsögðu mikinn áhuga á að veita skoðana- bræðrum sinum I Portú- gal stuðning i viðleitni þeirra til að koma i veg fyrir, að frjáls útgáfa og frjáls blaðamennska megi þroast i Portúgal. Þannig kemur einn af skriffinnum Þjóðviljans i gær fram með alveg nýja kenningu um það, hvers vegna útgáfa Repúblika var stöðvuð. Skv. henni urðu prentarar, sem unnu hjá Repúblika, óttaslegnir um að blaðið mundi hætta að koma út vegna fjárhagserfið- leika, og þeir þar af leiðandi mundu missa vinnu sína Niðurstaðan af aðgerðum þeirra varð hins vegar sú, að blaðið hætti alveg að koma út! Vill vekja athygli á karlmönnum sem vinna kvenmannsverk JAMES Levine svaraöi dyra- bjöllunni á heimili sínu um daginn og framan á honum hékk grænn barnapoki úr striga. Ut úr pokanum hékk pinulítill handleggur, klæddur flóneli, og litið dökkt höfuð, og tilheyrði hvort tveggja Joshua Levine, 19 daga gömlu yngra barni Levine og konu hans Joan. Uppi var 'Jessica, 4 ára gömul, að ljúka við hádegismat- inn, sem faðir hennar hafði matreitt fyrir hana. Móðir hennar var að heiman þennan morgun og var í tíma í skapandi ritsmíðum. Levine var ekki aðeins að gæta barnanna. Hannn var að sinna þeim störfum sem marg- ar mæður en nærri engir feður þurfa að inna af hendi á hverj- um degi þegar þær þurfa að hugsa um heimilið og tvö ung börn. Því hann er húsmóðir að hluta til. Levine fór smátt og smáttt að taka þátt í heimilisstörfunum og uppeldi barnanna. Það byrj- aði þegar hann fékk sér kennarastöðu við smábarna- skóla í Berkeley, Kaliforníu, og var jafnframt að búa sig undir doktorspróf í ensku. Þetta starf gerði það að verkum að hann fékk frest á því að gegna her- skyldu. En þegar sá möguleiki var ekki lengur fyrir hendi að hann yrði kallaður í herinn, þá hélt hann áfram samskonar störfum og tók síðan að sér stjórn barna- verndunar-áætlunar í Worcester, Massachusetts, og fluttist síðan til New Yourk og fór að vinna fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóöanna og gaf þar ráðleggingar um barnahjálp. „Ég held að það sem kom mér af stað,“ sagði Levine, sem er grannur maður með gleraugu og snyrtilegt dökkt skegg, „hafi verið allt fólkið sem spurði mig þegar ég var að kenna í smá- barnaskólanum: „Hvað er það eiginlega sem þú gerir?.“ Þegar Levine kom til New York hafði hann tekið tvær ákvarðanir. Hann ætlaði ekki aðeins að gera barnauppeldi að atvinnu sinni heldur einnig að taka virkan þátt i uppeldi sinna eigin barna. „Ég komst að þeirri niður- stöðu," sagði hann, „að maður hefur jafnmikla ábyrgð og kona á uppeldi þeirra barna, sem þau eiga saman." (Frú Levine , •NeUrJJorkSftmeia; Eftir Lisu Hammel sem áður var kennari, skrifar nú barnabækur.) Ennfremur ákvað Levine, eftir að hafa talað við fólk um allt land í sambandi við starf sitt hjá Barnahjálpinni, að athuga nánar þau fyrirbæri þegar karlmenn hafa annað- hvort af persónulegum ástæð- um tekið að sér barnauppeldi eða gert það að atvinnu sinni. I þessu skyni fékk hann styrk frá Fordsjóðnum síðastliðið vor. „Kvennahreyfingin hefur vakið athygli á konum, sem vinna kralmannsverk og ég vildi fara öfugt að og vekja athygli á karlmönnum, sem vinna kvenmannsverk,“ sagði hann. „Uppeldi annarra er grund- vallarþörf, sem karlmönnum er neitað um að uppfylla i okkar þjóðfélagi," bætti hann við. „Það er einn þáttur í mannlegu eðli, sem ekki er þroskaður til fulls.“ „Og,“ sagði hann, „eftir því sem fleiri konur fara út á atvinnumarkaðinn, þeim mun lægra er uppeldisstörfum gert undir höfði.“ Hann benti á að þetta væri furðuleg staðreynd, þegar tekið er tillit til þess að það sem um er að ræða er um- hyggja fyrir mannlegum verum — Kynslóð framtiðarinnar. Hjá þeim 100 karlmönnum, sem hann talaði við i sambandi við athuganir sínar, fann hann marga sameiginlega eiginleika. Þetta voru, sagði hann, yfirleitt menn’sem höfðu til að bera mikla þolinmæði, umburðar- lyndi, sjálfstæða hugsun, öryggi, allmikla sjálfsþekk- ingu og sterka sjálfsvirðingu. Þeir urðu að hafa nokkuð mikið sjálfsöryggi, bætti Levine við, „vegna þess þeir voru í mjög erfiðri aðstöðu”. Ekki aðeins vegna þess að í flestum tilfellum var um fjárhagserfið- leika að ræða, vegna þess að kvenfólk, sem að hluta eða að öllu er fyrirvinna heimilisins, fær einfaldlega ekki eins mikið kaup, heldur einnig vegna þeirra augljósu og ekki svo aug- ljósu erfiðleika sem verða á vegi þeirra, sem taka að sér hlutverk, sem ekki eru viður- kennd í þjóðfélaginu. Um eitt er Levine sannfærð- ur: „Ef allir litu á uppeldi, sem ánægjulegt, þroskandi og heil- brigt starf þá mundi þjóðfélag- ið smátt og smátt breytast." Öll uppbygging vinnu- markaðarins mundi breytast og bæði karlar og konur fengju tækifæri til að vinna hálf störf. Stjórnmálamenn myndu gefa rétti barna meiri gaum. Og að lokum, eftir þvi sem betri efnahagslegir möguleikar verða til fyrir kvenfólk — aðal- lega vegna kvennahreyfingar- innar, sagði hann — þeim mun meira frjálsræði fá karlmenn tilaðvelja. (Þýð:J.Þ.Þ.) A f alhug þakka ég öllum þeim, sem á margvís- /egan hátt stuðluðu að því að gera 75 ára afmælisdag minn, hinn W. júní s.l. ógleyman- /egan. Sérstakar þakkir færi ég skólast/óra kennara og starfsfólki Barnaskóla Keflavíkur fyrir góðar gjafir. Guð b/essi ykkur öll. Skú/i Oddleifsson, Kef/avík. Til sölu stór lóð undir einbýlishús á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar í síma 28719 í dag og á morgun kl. 9 —13 og 19—22. Frá Happdrætti Grensáskirkju Vegna þeirra, sem þegar hafa keypt miða, þykir okkur leitt að verða að tilkynna að sökum ónógrar sölu happdrættismiða er drætti frestað til 30. september n.k. Vacumpökkunarvél óskast Óskum eftir að kaupa vél til pökkunar í lofttæmdar umbúðir (Vacum- pökkun). Upplýsingar i slmum 28590, 1 2388 og 74575. Rowentðk Straujárn i mörgum gerðum og litum. Heildsolubirgðir Halldór Eiríksson & Co Simi 83422 a < I l l 1 I > 1 > Eigum nokkur stykki af þessum hljómfögru píanóum, á gömlu verk- smiðjuverði. Eins árs ábyrgð, mjög gott verð, staðgreiðsluafsláttur. Hljóðfæraverslun Pálmars Árna Borgartúni 29 sími 32845. TÆKIFÆRI Til að veita viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu óskum við eftir sambandi við duglega, áreiðanlega menn úti á landi, sem gætu tekið að sér kynningu og sölu á ýmsum vörum, sem við flytjum inn eins og. Hjólhýsum Tjaldvögnum Sumarhúsum Vélsleðum Kerrum og fleiru Æskilegt væri að væntanlegir samstarfsmenn gætu veitt einhverja þjónustu, þar sem flestir þessir hlutir eru í ábyrgð. Gís/i Jónsson & Co Hf Sundaborg, Klettagörðum 1 1 Sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.