Morgunblaðið - 02.07.1975, Síða 11

Morgunblaðið - 02.07.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JULl 1975 11 Yfilitssýning Eyjólfs J. Eyfells náttúnumar Að vísu er undirritaður komin f sumarfrí og á förum af landi brott, auk þess sem hann hefur gert hlé á skrifum sínum varð- andi sýningar á Kjarvalsstöðum, þar til séð verður, hvort samning- ar takist um framtíðarskipan mála á þessum stað. En þegar um er að ræða yfirlitssýningu á verk- um elsta starfandi málara þjóðar- innar, Eyjólfs J. Eyfells, manns sem engan hefur áreitt af starfs- bræðrum sínum og hóglátur hef- ur gengið að starfi, ánægður með sinn hlut, er ekki nema réttlátt og sanngjarnt að gerð sé undantekn- ing. Þar að auki var þessari sýn- ingaraðstöðu fyrst og fremst kom- ið upp til að verða vettvangur kynningar á einstökum þáttum i list myndlistarmanna jafnt og æviverki þeirra og því hlýtur þes'si sýning framar flestum að falla undir tilgang og stefnuskrá byggingarinnar. Bðkmennllr eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Eyjólfur Eyfells er ótvírætt náttúrubarn í list sinni, hann mál- ar líkt og honum dettur f hug hverju sinni, öllum óháður. Óháð- ur skólum og stefnum og lætur sig litlu skipta álit og skoðanir starfs- bræðra sinna, og sem slíkur hefur hann skapað sér nokkra sérstöðu. Við getum líklega fyrir sumt skil- greint hann sem natúralista, a.m.k. að þvf leyti að hann um- skapar og stíliserar ekki náttúr- una, heldur málar hlutina eins og hann sér þá. Frumleiki kemst því naumast að, þegar slík viðhorf eru i öndvegi og er helst að örli á slíku f elstu myndunum á sýning- unni, sem eru um leið hreinar og gerskar f útfærslu svo sem nr. 124 og 125. Líkt og náttúran er marg- vísleg í smíð sinni, eru myndir Eyjólfs margvfslegar i útfærslu, og myndir hans geta bæði verið fastar sem lausar f formi, sumar eru klassískar í plastfskum vinnu- brögðum svo sem nr. 48, „Þjórsár- dalur“, og 98, „Fell í Skagafirði", svo skipamyndir hans, sem jafn- framt eru að mínu mati með þvi besta á sýningunni, einkum er myndin nr. 53, „Gullfoss", tær og vel formuð mynd og máski besta mynd sýningarinnar og ætti heima á Listasafni Islands, og sama mætti segja um áðurnefnd- ar myndir og nokkrar fleiri og kæmi styrkur og einkenni Eyjólfs sem málara þá betur til skila en nú er. Verður að harma það, að safnið skuli ekki hafa sýnt þess- um málara meiri áhuga um dagana. Sér á báti eru myndirnar „Þórsmörk, Utgönguhöfði" (3) og „Nautahúsagil" (4), og máski kemst Eyjólfur sjaldan nær safa- ríkri náttúrunni en í þessum grænu og sérstæðu myndum, þótt myndirnar séu ekki áberandi natúralistískar. Eyjólfi hefur látið vel að mála hinar smærri myndir og þær hafði ég féð bestar af hans hálfu fyrir þessa sýningu, og það eru margar og fjölbreytilegar slfkar myndir á sýningunni, og sérstaka athygli mfna vöktu í fljótu bragði myndir líkt og nr. 40, „Landrétt- ir“, 42, „Ur Þjórsárdal", nr. 90, „Þingvellir", sem er mjög sér- kennilega máluð mynd og svo loks nr. 97, „Þjórsárdalur". Allar þess- ar myndir eru málaðar með fölskvalausri natni og einlægni, sem hrifur. Myndirnar, sem Eyjólfur gerði á Spáni og vafalaust eru af nýrri gerð, eru lifandi, léttar og artis- tískar og er mjög áhugavert að fylgjast með því, hve ferskur þessi maður er i andanum á gamals aldri, og ein er sú mynd máluð á sl. ári, sem mér varð starsýnt á fyrir ferskleika sakir, en það er nr. 34, „Þórsmörk". Þegar maður sér þessar myndir, liggur við, að maður óski þess, að listamaðurinn hefði komizt fyrr á þennan aldur! Eg þekki ekki æviverk Eyjólfs Eyfells það vel, að ég sé fær um að dæma"um það, hve glögga mynd sýningin gefi af honum sem listamanni um ævina, en ég veit, að myndir hans eru mjög dreifðar um land allt auk margra erlendis. Sýningarskráin gefur aftur á móti þær upplýsingar, að undirbúningi hafi að sumu leyti verið ábóta- vant, t.d. vantar öll ártöl í skrána, Athugasemd við frétta- bréf úr Stykkishólmi I MORGUNBLAÐINU 13. þ.m. er alllangt fréttabréf úr Stykkis- hólmi, ritað að ég hygg af vini mínum Árna Helgasyni, síma- og póstmeistara þar. Bréfi þessu er efnislega skipt í 10 kafla. Er í níu þeirra fjallað um ýmis málefni þeirra Hólmara, en í þeim tfunda lyftir andinn sér yfir fjallgarðinn og nemur staðar af föðurlegri umhyggju hér hjá okkur sunnan fjalls. Að áliti bréfritara eru prestar hér í sveitum of margir og verk- efnalitlir, og nú á tímum erfið- leika ríkissjóðs sé þeim fjármun- um sem til þeirra renna illa varið. Ekki skal ég um þetta dæma, en tel þó að bréfritari hefði átt að lita sér nær, ef hann meinar eitthvað með tali sínu um sparnað og hag- kvæmni í meðferð opinberra starfsmanna. Þess vegna verða prestar oft af nauðsyn að leita tekna utan sins embættis, ekki hvað sfst með kennslustörfum, og hafa þannig einnig oft leyst úr mikilli þörf og vanda hinnaýmsu staða. Ættum við hér, og raunar Snæfellingar allir, að minnast fórnfúsra menningarstarfa margra okkar ágætu leiðtoga í prestastétt fyrr og síðar. Þá vona ég, að áhyggjur bréf- ritarans um framtíð Staðastaðar sem prestsseturs séu ástæðu- lausar. Þörf okkar í hinum dreifðu byggðum fyrir mennta- menn og leiðtoga er jafnvel brýnni nú til dags en áður, þrátt fyrir breyttar aðstæður á ýmsum sviðum. Þetta eiga þeir e.t.v. erfitt með að skilja sem miða alla hluti við höfðatölu þéttbýlis. Hugleiðingar bréfritarans um eyði Staðastaðar í vetur eru held- ur ekki raunhæfar með öllu. Hið sanna er, að kona sóknar- prests okkar tók á s.l. hausti að sér skólastjórn i öðru héraði. Á heimili sínu, Staðastað, hafa þau hjón eígi að síður dvalið öilum þeim stundum sem þau máttu ásamt fjölskyldu sinni, og þjónaði sóknarpresturinn söfnuðum sínum og kirkjum á venjulegan máta. Hitt er svo annað mál, að eðli- legra væri að starfskraftar þessara ágætu hjóna, m.a. til kennslustarfa, væru nýttir i þeirra heimabyggð. Til þess hygg égþau áreiðanlega reiðubúin. Að endingu vona ég að bréf- ritari „fréttabréfs úr Stykkis- hólmi" kynni sér alla málavöxtu betur, áður en hann skrifar annað fréttabréf um þessi málefni. Formaður sóknarnefndar St að ast að arsök n ar, Þórður Gíslason, Ölkeldu II í júnfm. ’75. sem er mjög bagalegt, þar sem listamaðurinn áritar sjp'dnast myndir sínar með ártölum. Þetta gerir skoðendum erfitt fyrir, ef þeir vilja fylgja þróuninni, sem nær næstum yfir 7 áratugi. Slík möstök mega ekki kona fyrir: Eyjólfur J. Eyfells er spiritisti og telur sig muna glefsur úr fyrri jarðvist. Hann telur sig m.a. hafa stigið það skref til þroska að hafa að fullu og öllu skilið við hinn leiða löst mannkynsins ágirndina. Eg veit ekki, hvað til er í þessu, en a.m.k. bera myndirnar á sýningunni þess vott, að höfundur þeirra er algjör- lega laus við hroka og ágirnd. Og sem slíkar eru þær opnar og ljúf- ar í viðkynningu. Bragi Asgerisson. Lög um almannarétt verði endurskoðuð NÁTTURUVERNDARÞING 1975 f jallaði allmikið um endurskoðun á lögum um náttúruvernd, um náttúruverndarmiðstöðvar og um- hverfisfræðslu. Og fara ályktanir um þetta efni hér á eftir: Náttúruverndarþing 1975 felur Náttúruverndarráði að beita sér fyrir endurskoðun gildandi lög- gjafar um náttúruvernd með til- liti til æskilegra breytinga og leggja tillögur þar að lútandi fyrir næsta Náttúruverndarþing. Þá telur Náttúruverndarþing, að tryggja þurfi með einhverjum hætti betri tengsl en nú er við Heilbrigðiseftirlit ríkisins og heil- brigðisnefndir I byggðarlögum, þar eð verkefni þeirra og náttúru- verndaraðila skarast í mörgum tilvikum. Náttúruverndarþing 1975 felur Náttúruverndarráði að leita eftir viðræðum við Búnaðarfélag Is- lands og Stéttasamband bænda um endurskoðun á Iagaákvæðum sem I gildi eru um rétt manna til umferðar, dvalar og landgæðanýt- ingar á annarra landi, með hlið- sjón af venjum, sem gilt hafa frá fornu fari um þau efni. Vísast I þvf sambandi til álykt- unar Búnaðarþings 1975 um sama efni. UM nAttUruverndar- MIÐSTÖÐVAR SEGIR: Náttúruverndarþing ályktar að stefnt verði að því að koma á fót miðstöðvum fyrir náttúruvernd hið fyrsta, í þeim landshlutum, sem fjærst liggja höfuðstöðvum Náttúruverndarráðs. Eðlilegt er að þær verði tengdar náttúrugripasöfnum þar sem þau eru fyrir eða rísa á næstunni inn- an landshlutans, sbr. tillögur stjórnskipaðrar nefndar um það efni. Hlutverk miðstöðvanna yrði m.a. að annast hvers konar upplýsingasöfnun á sviði náttúru- verndar, að vinna skipulega að náttúruverndarkönnun og skrán- ingu náttúruminja I landshlutan- um og aðstoða við gerð landnýt- ingarskipulags. Náttúruverndarþing felur Náttúruverndarráði að fylgja því fast eftir að skólayfirvöld hraði undirbúningi að frekari um- hverfisfræðslu í grunnskólum, og að upp verði tekin hið fyrsta kennsla i vistfræði I framhalds- skólum landsins og hinum ýmsu sérskólum. Um gróðurvernd, landgræðslu og rannsóknir í þágu þess var samþykkt: Náttúruverndarþing fagnar þvi, að hafið er samstarf með nokkrum rannsóknastofnunum i náttúru- og landbúnaðarfræðum um rannsóknir í þágu land- græðslustarfsins. Þingið telur ástæðu til að vara við eyðingu kjarr- og kvistlendis, þar sem hætta er á uppblæstri, en telur vel farið að ekki skuli uppi áætlanir um meiri háttar áburðar- dreifingu á hálendi. Þingið álitur að stefna skuli að því að nota í rfkara mæli en verið hefur plönt- ur af.íslenzkum stofni til land- græðslu. Allir eru að tala um.................. Það nýjasta frá Jane Hellen sem er dedorant og cologne í senn H F Tunguhálsi 7 sími 82700. H . ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.