Morgunblaðið - 02.07.1975, Page 13

Morgunblaðið - 02.07.1975, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JULl 1975 13 Portúgal: Vaxandi vanda spáð í efnahagslífinu EFNAHAGSASTANDIÐ f Portúgal hefur farið sfversn- andi sfðastliðið ár og frétta- skýrendur teija að svo kunni að fara að það verði ráðatnönnum byltingarráðsins öðru erfiðara úrlausnar. Birt hefur verið skýrsla byltingarráðsins um efnahagsástandið og kemur þar meðal annars eftirfarandi f ljós: Atvinnuleysi hefur þrefald- azt á síðustu sex mánuðum og eru nú 250 þúsund manns at- vinnulausir eða 8%. Ekki eru teknir með f skýrslunni þeir sem reiknað er með að snúi heim frá Mozambique og An- gola á þessu ári og án efa verð- ur mjög erfitt að útvega mörg- um þeirra atvinnu enda þar um tugi þúsunda manna að ræða. — Spáð er 6% samdrætti f framleiðslu á árinu. Ekki er af skýrslunni ljóst hvort samdrátt- urinn er reiknaður samkvæmt núgildandi verðlagi í landinu. Ef verðbólguþátturinn hefur ekki verið tekinn með í dæmið i skýrslunni getur samdráttur í framleiðslu orðið enn meiri og þá eru og líkur á auknu at- vinnuleysi. — Eftir að hafa i allmörg ár haft hagstæðan viðskiptajöfnuð virðist nú útlit fyrir greiðslu- halla að upphæð 1.2 milljarðar dollara. Gjaldeyrissjóðir lands- ins hafa rýrnað mjög verulega og verður Portúgal þá að grípa til þeirra ráða að selja af gull- forða sinum eða fá lán út á gullinnstæður sfnar. — Þá er Ijóst að meira en milljón Portúgala, sem hafa sótt vinnu til annarra landa, munu eiga erfiðara uppdráttar og er þetta talið tengt bæði efnahágs- og stjórnmálaástand- inu i landinu. Stjórnmáíasérfræðingar benda á að Portúgalir séu mjög háðir Vesturlöndum í sambandi við viðskipti sín út á við. Engu að síður er yfirlýst stefna byltingarráðsins að þoka land- inu á braut til sósíalisma og taka litið tillit til vestrænna skoðana varðandi málið og gæti þetta haft hinar afdrifaríkustu afleiðingar á utanríkisverzlun Portúgala. Bent er á að skýrsla þessi þyki ekki trúverðug í alla staði þar sem byltingarráðið leyni ýmsum staðreyndum, sem kunni að hafa í för með sér enn meiri erfiðleika i efnahags- og atvinnulífi Portúgala á næst- unni, þar sem ráðamönnum sé í mun að vekja ekki upp meiri ólgu meðal almennings í land- inu en þegar hefur gert vart við sig. Setjið inguí Moskvu 1. júlí — Reuter. Bandarískur öldungadeildar- þingmaður lagði á mánudag til við sovézku stjórnina að hún aug- Indira Gandhi lofar endur- bótum í efnahagsmálum F—16, bandariska orustuþotan, sem fjögur Evrópulönd, Danmörk, Noregur, Holland og Belgfa hafa ákveðið að kaupa fyrir flugheri sína, hefur sig á loft frá Værlöse flugvelli við Kaupmannahöfn. Eftir flugbrautinni skrfður Phantom F—1 orustuþota danska flughersins, en báðar flugvélarnar hófu flugtakið samtfmis. Nýju Deií 1. júli — AP. Reuter. INDIRA Gandhi, forsætisráð- herra Indlands skýrði I dag frá nýjum tillögum f efnahagsmál- um, sem aðallega miða að þvf að aðstoða fátæka I borgum og sveit- um og að draga úr skattsvikum, smygli og jarðabraski með harð- ari refsingum. Sagði hún frá til- lögunum I útvarpi eftir tveggja og hálfrar klukkustundar fund með miðstjórn Kongressflokks- ins. Þessar tillögur koma í kjölfar loforða hennar um endurbætur þegar stjórn hennar lýsti yfir neyðarástandi í landinu í síðustu viku. Hún sagði í þinginu I dag að lýðræðið I Indlandi væri illa sært af þeim, sem létust vera „bjarg- vættir lýðræðisins", en tillögur hennar væru tilraun til „að koma þjóðinni á sporið aftur", svo að landsmenn gætu búið við eðli- legar framfarir. Gandhi sagði að engir töfra- lyklar væru að lausn efnahags- vandamála Indlands og að tillög- Ur hennar væru f raunenginveru- leg nýjung. Það bar aðallega fólki til sveita sem hún lofaði endurbótum, sem felast meðal annars í hækkun lágmarkslauna, endurskiptingu ónotaðs lands, banni við nauðungarvinnu og hjálp til að grynna á skuldum landlausra, handverksmanna og fátækra bænda. Gandhi boðaði skattalækkun hjá hinum lægst launuðu i borg- unum og lofaði aukinni þátttöku starfsmanna í rekstri fyrirtækja. ára gamall, hefur barizt gegn spiliingu í landi sínu og var einn 676 stjórnarandstæðinga, sem handteknir voru. Hann mun vera hjartveikur. auglýs- Pravda lýsti í Pravda eftir Gyðingum, sem vilja flytjast til Israel. Charles Percy, sem er í hópi bandarískra öldungadeildarþing- manna, sem nú eru í iieimsókn í Sovétríkjunum til viðræðna um viðskiptasamning landanna, sagði að hann hefði lagt þetta til við sovézka embættismenn, þar á meðal ritara miðstjórnar Kommúnistaflokksins, Boris Panomarev, er til umræðu voru flutningar fólks frá Sovétríkjun- um. Hann sagði að hann hefði lagt til á fundinum að Sovétríkin stefndu að því að 35 þúsund Gyð- ingar fengju að flytja úr landi ár hvert eins og var þegar brott- flutningur þeirra náði hámarki 1973. I ár munu þeir verða færri en 10 þúsund. Percy sagði að Sovétmennirnir hefðu sagt að þeir gætu ekki fundið svo marga Gyðinga, sem vildu flytjast lir landi, svo að hann hefði lagt til að þeir settu auglýsingu í Pravda. Snemma á þessu ári riftuðu Sovétríkin verzlunarsamningi sínum við Bandaríkin, sem gerður var 1972, í mótmælaskyni við til- raunir Bandarikjaþings til að blanda málefnum sovézkra Gyð- inga við viðskiptakjör Sovét- manna í Bandarikjunum. Indira Gandhi fátækra. vill bæta kjör Narayan — f hungurverkfalli. Skattsvikarar fengu kveðju frá forsætisráðherranum og hótaði hún þeim harðari refsingum, svo og jarðabröskurum og smyglur- um. Lofaði hún þeim að meira yrði gert til að brjóta starfsemi þeirra á bak aftur. Bandaríkin hafa mótmælt því að blaðamanni Washington Post i Indlandi, Lewis Simons, var vísað úr landi á þriðjudag. Var ástæðan sú að Simons hafði neitað að beygja sig undir lögin um ritskoð- un. Frú Gandhi reyndi samdæg- urs að koma í veg fyrir að sambúð landanna versnaði vegna brott- reksturs Simons, og sagði i ræðu að Indlandsstjórn myndi kapp- kosta að eiga áfram góða sambúð við Bandaríkin og að Indverjar hefðu margt af Bandarikjamönn- um lært. Frá London berast þær fregnir að stjórnarandstöðuleiðtoginn Jayakrapash Narayan, sem hnepptur var í fangelsi er neyðar- ástandi var lýst, sé i hungurverk- falli og hafi verið fluttur þungt haldinn úr klefa sinum i fangels- issjúkrahús. Það var Alþjóðasam- band sósíalista, sem skýrði frá þessu. Sagðist talsmaður þess hafa þetta. eftir áreiðanlegum heimildum. Narayan, sem er 72 :OFNt>URRKAÐURi HARÐVIDUR 17 VIÐARTEGUNDIR ABAKKI ASKUR BEYKI EIK, japönsk EIK# Tasmania HNOTA amerísk HNOTA (afríka) IRAKO LIMBA MAHOGNY OREGON PINE PAU MARFIN RAMIN YANG TEAK WENGE Panga panga HARÐVIÐAR- GEREKTI GÓLFLISTAR á útíhurðir úr OREGON ÚR EIK, JELLUTONG MAHOGNY, TEAK OG WENGE PINE OG TEAK. Panell á útihurðir úr teak SOGIN HF.f HÖFÐATÚNI 2. — SÍMI 22184.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.