Morgunblaðið - 02.07.1975, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLl 1975
Piltur óskar
eftir vinnu
Hefur stúdentspróf úr máladeild. Tilboð
sendist augl.d. Mbl. merkt: „Máladeild
— 2938" fyrir 7. júlí n.k.
Laus staða
Staða kennara i ensku við Menntaskólann ! Kópavogi er laus
til umsóknar.
Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um námsferil og
störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja-
vík, fyrír 27. júlí n.k. — Umsóknareyðublöð fást ! ráðuneyt-
inu.
Menntamálaráðuneytið,
27. júní 1975.
Byggingatækni-
fræðingur
Við óskum eftir að ráða byggingatækni-
fræðing til starfa frá og með 1. september
n.k.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna. Umsóknir sendist Fast-
eignamati ríkisins fyrir 1 0. ágúst n.k.
Fasteignamat ríkisins,
Lindargötu 46, Reykjavík.
Eitt af stærri iðnfyrirtækjum landsins,
staðsett í Reykjavík, óskar að ráða
innheimtustjóra.
Ábyrgðarmikið framtíðarstarf. Verslunar-
skóla- eða hliðstæð menntun áskilin.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Tilboð sendist Félagi íslenskra iðnrek-
enda, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, merkt
„innheimtustjóri".
Kröflunefnd
óskar eftir að ráða yfirverkfræðing til starfa við undirbúning og
framkvæmdir við Kröfluvirkjun. Starfinu fylgir m.a. eftirlit með
smíði véla, og tækja fyrir virkjunina og yfirumsjón með
uppsetningu, einkum vélbúnaðar. Þá er yfirverkfræðingnum
ætlað að fylgjast með og vera tengiliður Kröflunefndar við aðra
framkvæmdaaðila við virkjunina. Starfinu munu fylgja mikil
ferðalög bæði utanlands sem innan.
Starfið er laust til umsóknar strax. og er ráðningartími
óákveðinn. Umsóknir um starfið með upplýsingum um ævi og
starfsferil, skulu sendast til formanns nefndarinnar, Jóns G.
Sólnes, P.O. Box 5, Akureyri fyrir 1. ágúst n.k.
Æskilegt er að væntanlegir umsækjendur búi yfir starfs-
reynslu, góðum stjórnunarhæfileikum og málakunnáttu.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Páll Lúðvíksson, Álfheim-
um 25, Reykjavík, sími 37070.
Hjúkrunarkonur
Hjúkrunarkonur vantar að Fjórðungs-
sjúkrahúsinu Neskaupstað frá 1. sept-
ember 1975.
Uppl. gefa yfirhjúkrunarkona í síma 97-
7403 og forstöðumaður í síma 97-7402.
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað.
Starfsmaður
óskast
frá 1. ágúst n.k. til almennra skrifstofu-
starfa. Vélritunar og tungumálakunnátta
nauðsynleg.
Evrópuviðskipti h. f.
Tryggvagötu 4, sími 25366
Skrifstofustarf
Lögreglustjóraembættið óskar að ráða
mann til skrifstofustarfa. Starfið er við
bifreiðaskráningar o.fl. Umsóknir, ásamt
upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist fyrir 1 0. júlí n.k.
L ögreglus tjórinn í Reykja vík
2 7. júní 1975.
Viðskiptafræðingur
Fyrirtæki óskar eftir að ráða ungan og
efnilegan viðskiptafræðing til að annast
og hafa umsjón með eftirfarandi verkefn-
um:
Fjármálum
Bókhaldi
Kostnaðarreikningum
Áætlanagerð
Innflutningi
Birgðahaldi
Statistik
Launamál.
Umsóknir sendist Mbl. fyrir 4. júlí n.k.
merkt „Viðskiptafræðingur — 5107.
Með þær verður farið sem trúnaðamál og
þeim öllum svarað fyrir 31. júlí.
Framkvæmdastjóri
Æskulýðs- og félagsheimili Seltjarnarness
óskar að ráða framkvæmdastjóra.
Æskilegt er að viðkomandi sé framreiðslu-
maður eða matreiðslumaður. Umsóknir
og uppl. um fyrri ströf, ásamt launakröf-
um, sendist Mbl. fyrir 1 1. júlí n.k. merkt-
ar: Framkvæmdastjóri — 2936.
St. Jósefsspítali
Landakoti
Staða sérfræðings í geislagreiningum við röntgendeild Landa-
kotsspítalans er laus frá 1. ágúst 1975. Laun samkvæmt
samningi læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Um-
sóknir ásamt uppl. um námsferil og fyrri störf sendist starfs-
mannahaldi fyrir 20. júlí 1 975.
Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir röntgendeildar.
Rafsuðumenn
og píparar
Þekkt norskt fyrirtæki óskar að ráða
nokkra góða rörsuðumenn og pípulagn-
ingamenn strax til Stafanger.
Tekjumöguleikar ca. 8 —10 þús norskar
á mán. Þeir sem kynnu að hafa áhuga
leggi nöfn, heimilisfang og símanúmer
inn á Mbl. merkt: R — 5108.
Auglýsing
íslenzka Álfélagið óskar eftir að ráða
starfsfólk í eftirtalin störf í‘fjárhagsdeild
fyrirtækisins.
1 . Við áætlanagerð og kostnaðareftirlit
2. Við athugun og frágang á fyrlgiskjöl-
um og vélritun á skýrslum.
3. Við vélritun á greiðslubréfum á ensku
og íslenzku.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið
störf um miðjan ágúst.
Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri,
sími 52365.
Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík og
bókabúð Olivers Steins Hafnarfirði. Um-
sókr.ir óskast sendar fyrir 1 5. júlí 1 975 í
pósthólf 244, Hafnarfirði.
íslenzka Á/félagið h. f.,
Straumsvík
Kvenfólk ræður lands-
sambandi símstöðvarstjóra
— Kynlegar
kenningar
Framhald af bls. 15
skoðun sinni með fullri karl-
mennsku og er það þó virðingar-
vert. Hann segir: .. dauðinn,
tortíming einstaklingsins, út-
þurrkun sjálfsins, hefur það í för
með sér, að líf eínstaklingsins
verður gjörsamlega tilgangslaus
fífladans, sem hefst með mark-
lausu áræði og óraunsæum fram-
tíðarórum dauðadæmdrar æsku,
en lýkur með því, að allt það sem
okkur dreymdi, allt okkar starf og
stríð verður að engu, þegar með-
vitundin slokknar að fullu, og það
sem eftir kann að liggja um
stundarsakir máist burtu,
hverfur, fer.“
Það er því næsta einkennilegt,
að þessi guðsmaður, skuli telja
það ómaksins vert að vera að eyða
hluta af þeim „tilgangslausa fífla-
dansi“ sem hann kallar líf sitt, til
þess að espa fólk til ofsókna á
hendur meðbræðrum sínum.
En séra Heimir Steinsson lætur
sér ekki nægja að lýsa þessum
furðurlegu lifsskoðunum sjálfs
sín, heldur gerir hann einnig
grein fyrir þvi, hverju hann telur
kristna menn yfirleitt trúa í þess-
um efnum. Eg hygg að flestir Is-
lendingar hafi hingað til talið sig
fara nokkuð nærri um, hvað það
væri. En er þeir hafa heyrt út-
skýringar séra Heimis, má ætla að
það kunni að fara að koma á þá
nokkurar vöflur í þessum efnum.
Séra Heimir fullyrðir nefnilega:
„Kristnir menn... játa það... að
þeir ekki skilji þessa tilveru, að í
þeirra augum sé hún ekki aðeins
tilgangslaus, heldur einnig vit-
laus, í frummerkingu þess orðs,
að hún hvorki verði skilin með
raunvísindalegum aðferðum,
trúarheimspekilegum heilaspuna,
rökstuddum abstraktionum né á
nokkurn annan hátt. Svo langt
ganga kristnir menn í þessari
tómhyggju sinni, að þeir telja
þessa tilgangslausu og vk-lausu
tilveru illa. Þeir búa ýiir þeim
grun, að einhver ósköp — einnig í
frummerkingu þess orðs —
hneppi þessa tilveru í fjötur fá-
nýtis og tóms.“
Já, hvað segja kristnir menn
um þessa nýju trúarjátningu, sem
þeim er eignuð? Eða hafa menn
hingað tii ekki haft minnstu hug-
mynd um, hvað það er að vera
kristinn?
Á einum stað í timaritsgrein
sinni segir höfundur að við séum
„vitibornir menn“ samkvæmt
skilgreiningu. Er gott að fá það
viðurkennt. En sá er bara hængur
. á, að Heimir hefur sett beitingu
vitsmunanna alveg tvímælalaus
takmörk. Þegar komið er inn á
svið trúmálanna, þá er skylda að
afsala sér þegar í stað vitinu og
setja trú í staðinn. Skiftir engu
máli þótt beiting vitsmuna verði
til þess að styrkja þessa trú. Þeim
má alls ekki beita í þessu
sambandi! Á þeim sviðum er og á
allt að vera óskiljanlegt!
Þegar maður kynnir sér þá
óskiljanlegu hringavitleysu sem
trú séra Heimis Steinssonar
virðist vera, þá verður að
sjálfsögðu augljóst, hvers vegna
hann krefst þess að menn afsali
sér skynseminni.
Laugardaginn 28. júní 1975 var
haldinn fulltrúafundur Lands-
sambands símstöðvarstjóra á 2. og
3. flokks stöðvum. Á fundinum
voru rædd kjaramál og gerðar
voru ýmsar ályktanir um kjör
þess fólks, sem vinnur við Póst og
síma á þessum stöðvum.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt samhljóða: „Landsfundur
símstöðvarstjóra á 2. og 3. flokks
stöðvum haldinn á Hótel Sögu 28.
júní 1975 beinir þeim tilmælum
til samgönguráðuneytisins, að við-
ræðum verði haldið áfram hið
fyrsta um kjaramál stöðvarstjór-
anna á grundvelli tillagna sem
fyrir liggja, samkvæmt bréfi
ráðuneytisins til sambandsins
dags. 25.6. 1975, Fundurinn legg-
ur áherzlu á þá ósk sambandsins
að allir stöðvarstjórar á 2. og 3.
flokks simstöðvum verði viður-
kenndir sem opinberir starfs-
menn með þeim réttindum og
skyldum, sem því fylgi. Fundur-
inn felur stjórn sambandsins að
fylgja þessu eftir."
Fundurinn lagði áherzlu á úr-
bætur í mörgum atriðum kjara-
málanna og samvinnu á milli
svæða um ýmis efni. Ríkti mikill
samhugur á fundinum. I stjórn
eru Guðrún L. Ásgeirsdóttir,
Mælifelli, Bjarni Pétursson, Foss-
hóli, og Kristjana Vilhelmsdóttir,
Gerðum.
Stjórn landssambandsins var
falið að vinna áfram að úrlausn
þessara mála.
AUtiI.ÝSINOASÍMINN Ett:
2^22480
J 2H»rgtiní>I«t>it>