Morgunblaðið - 02.07.1975, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLI 1975
Heppnismark breytti
leiknum Fram í hag
Fram - Valur 3:1
FRAM sigraði Val 3:1 I 1. deild
Islandsmótsins í gærkvöldi. Leik-
ið var í Laugardalnum við erfiðar
aðstæður á hálum og gljúpum
velli. Með þessum sigri hafa
Framarar tekið forustu í 1. deild
með 10 stig.
Sigur þeirra í gærkvöldi var
hálfgerður heppnissigur. Vals-
menn voru mun sterkari í fyrri
hálfleik og áttu fjölda marktæki-
færa en nýttu aðeins eitt þeirra.
Guðmundur Þorbjörnsson skoraði
fallegt mark á 35. mínútu eftir
góðan undirbúning Harðar Hilm-
arssonar. Á 45. mínútu jafnaði
Fram metin. Eggert Steingrims-
son tók aukaspyrnu inni í vitateig
Vals, Bergsveini Alfonssyni mis-
tókst að hreinsa frá, og barst bolt-
inn til Jóns Péturssonar sem nýtti
vel mistökin i vörn Vals og jafn-
aði 1:1. Þannig var staðan í hálf-
leik.
I byrjun seinni hálfleiks héldu
Valsmenn áfram ákafri sókn og
Hermann Gunnarsson átti þá m.a.
skot i stöng, en hann fékk ótal-
mörg marktækifæri í leiknum.
Svo var það að Fram fékk horn-
Ekið á bíl
á stæði
Á TlMABILINU frá kl. 18.20 til
kl. 19.40 á mánudag var ekið á
brúna Cortina-bifreið, árgerð
1973, R-10022, þar sem hún stóð á
stæði við Borgarspítalann og
dælduð vinstri hliðarhurð og yfir-
byggingin fyrir aftan hana. Var
líkast því sem bílstuðari hefði
strokizt þar utan í. Þeir, sem
kynnu að geta gefið upplýsingar
um ákeyrsluna, eru beðnir að láta
rannsóknalögregluna í Reykjavik
vita.
Stolið úr veskjum
NÆR 18 þúsund krónum var stol-
ið úr veskjum starfsfólks í tveim-
ur fyrirtækjum i Morgunblaðs-
húsinu um miðjan dag á þriðju-
dag á meðan starfsfólkið var í
kaffi.
Sáttafundur
SÁTTAFUNDUR hófst i gær kl.
16 í deilu Verkalýðsfélaganna í
Rangárvallasýslu og verktaka við
Sigöldu. Þegar Mbl. fór i prentun
stóð fundurinn enn og sagði Logi
Einarsson sáttasemjari að óvíst
væri hvenær honum lyki. Sigurð-
ur Óskarsson formaður Verka-
lýðsfélagsins Rangæings sagði, að
lítið hefði míðað i samkomulags-
átt.
— Grófleg
Framhald af bls. 1
dómstólum og fjölskyldur þeirra
fái ekki nægilega fjárhagsaðstoð.
Konurnar sögðu fréttamönnum
að mótmælin hafi verið
skipuiögð áöur en menn þeirra
flýðu. Þær virtust taugaóstyrkar
og hurfu á braut áður en þær
höföu afhent forsetanum mót-
mælaskjal eins og ráðgert hafði
verið.
Herstjórnin gerði á þriðjudag
nýja tilraun til að ná samkomu-
lagi á milli prentara og ritstjórnar
dagblaðsins Republica. Kom
stjórnin á fundi milli deiluaðila,
en ekkert hafði fréttzt á þriðju-
dagskvöld um úrslit fundarins.
Utgáfa blaðsins var bönnuð 19.
maí, en leyfð svo aftur fyrir 2
vikum. Þá lögðu prentarar, sem
styðja kommúnista, blaðið undir
sig og neituðu að hleypa ritstjór-
um og blaðamönnum inn í
byggingu blaðsins.
spyrnu á 56. mínútu sem Eggert
Steingrímsson tók. Hann gaf lág-
an bolta fyrir markið og enn urðu
mistök i vörn Vals. Varnarmaður
hitti ekki boltann þegar hann
ætlaði að hreinsa frá og Marteinn
Geirsson ýtti boltanum inn fyrir
marklínuna án fyrirhafnar. Við
þetta tók leikurinn nýja stefnu,
Valsmenn skiptu inn á tveimur
mönnum en það stoðaði lítið, þeir
misstu alveg móðinn og Framarar
tóku leikinn í sínar hendur og
héldu undirtökunum til loka.
Sigur sinn innsigluðu þeir á 59.
mínútu er þeir Kristinn Jörunds-
son og Rúnar Gíslason Iéku saman
i gegnum götótta vörn Vais og
Kristinn rak endahnút með þvi að
lyfta boltanum yfir Sigurð
Haraldsson markvörð Vals og í
netið.
A morgun verður nánar sagt frá
leiknum.
—SS.
Leiknisfélagar
Aðalfundur handknattleiks-
deildar Leiknis verður haldinn í
kvöld kl. 20.30 í Fellahelli.
— Brezka
stjórnin
Framhald af bls. 1
togar þess hafa ekki viljað tjá sig
um hvar þeir telji að takmörkin
eigi að vera. Vinstrisinnaðir
verkalýðsleiðtogar eins og Hugh
Scanlon, formaður samtaka vél-
smiða, og Arthur ScargiII, formað-
ur samtaka kolanámumanna í
Yorkshire, hafa hins vegar for-
dæmt tillögur Healeys harðlega.
— Herferð
Framhald af bls. 1
manninn Simas Kudirka og
Alexander Dolgun, sem er
bandarískur ríkisborgari, en
var í sömu fangabúðum og
Solzhenitsyn.
Kudirka var sleppt úr
fangelsi eftir 4 ár en hann
fékk 13 ára fangelsisdóm fyrir
tilraun til að leita hælis i
bandarisku varðskipi árið
197).
Að sögn fundarmanna er
aðalatriði áætlunarinnar
„áróður, áróður og aftur
áróður“. Tilgangurinn er að fá
lausa pólitíska fanga i fanga-
búðum, geðsjúkrahúsum og í
fangelsinu i Vladimir, sem
gert er fyrir „sérstaka fanga“,
og er 160 km austan við
Moskvu.
— Vopnahlé
Framhald af bls. 1
verstu óeirðir í sögu borgarinnar,
og týndu 60 lífi.
A fundi leiðtoganna tveggja,
Karamis og Arafats, voru einnig
Khaddam, utanríkisráðherra Sýr-
lands, sem vill miðla málum í
Libanon, og háttsettir menn úr
her Líbanons og leiðtogar Pale-
stínu-Araba.
Meginverkefni nýju stjórnar-
innar, sem mynduð var með sam-
komulagi allra flokka, er að losna
við leyniskyttur og að friða höfuð-
borgina. Þó að bardagar síðustu
vikna hafi aðallega verið á milli
Líbanonbúa, þá snúast þeir að
miklu leyti um málefni Palestínu-
Araba, og hafa nokkrir þeirra
fallið í bardögunum.
Khaddam, sagði eftir fundinn,
áður en hann hélt heim á leið, að
fundurinn hefði verið gagnlegur
og að Palestínu-skæruliðar hefðu
fyrir sitt Ieyti lofað að virða
vopnahléð.
A þriðjudagsmorgun nötraði
Beirut af sprengingum. Ekkert
lát var á vélbyssuskothríð. Hvar-
vetna mátti sjá rústir verzlana og
hrundar byggingar.
— Loðnan
Framhald af bls. 28
andi fengist lítið sem ekkert lýsi
úr henni.
Páll Guðmundsson skipstjóri
sagði þegar Mbl. ræddi við hann,
að ef loðnuverðið gæti orðið þetta
hátt yfir sumartímann gjörbreytti
það þessum málum. Það hlyti líka
að vera þjóðhagslega hagstætt að
veiða loðnuna yfir sumartímann
þegar mesta og bezta hráefnið
fengist úr henni. Skipstjórar
og útgerðarmenn hefðu lítillega
rætt um loðnuveiðar I sumar og
vitað væri að Arni Friðriksson
færi bráðlega til loðnuleitar og
rannsókna, — og ég hef von um
að einhverjir bátar muni fá leyfi
til þessara veiða þá um leið, sagði
Páll.
Hann sagði ennfremur að það
væri orðið sárgrætilegt að heyra
það að skipafélögin tækju nú
6600—7000 krónur fyrir að flytja
hvert tonn af mjöli frá tslandi til
næstu hafna I Evrópu og væri þó
miðað við það, að allt væri tekið á
einni höfn. Utgerðarmenn og sjó-
menn fiskiskipa myndu sennilega
hafa gott upp úr þvl að flytja
mjölið út sjálfir og til væru ágætis
skip í það.
— Landsvirkjun
Framhald af bls. 2
Kjörtímabil stjórnar Lands-
virkjunar er 6 ár og I stjórn henn-
ar sitja nú þeir sömu og í hana
voru kjörnir í upphafi, að þvi
undanskildu að Guðmundur Vig-
fússon tók sæti Sigurðar Thorodd-
sen á árinu 1969, en Sigurður lét
af störfum að eigin ósk, og nokkru
eftir fráfall Sigtryggs Klemenz-
sonar á árinu 1971 tók Einar Ág-
ústsson sæti hans i stjórninni.
Skömmu eftir að stjórn Lands-
virkjunar var skipuð á árinu 1965
réð hún Eirík Briem rafmagns-
verkfræðing sem framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins, en auk hans
eru nú helztu forstöðumenn fyrir-
tækisins þeir Hálldór Jónatans-
son aðstoðarframkvæmdastjóri,
Páll Flygering verkfræðingur,
Ingólfur Agústsson rekstrarstjóri
og Rögnvaldur Þorláksson bygg-
ingastjóri.
A fundinum í gær var lögð fram
skýrsla um þróun starfseminnar
fyrstu 10 árin. I upphafi tók
Landsvirkjun við orkuveitusvæði
Sogsvirkjunar og nær það frá Vík
I Mýrdal vestur um að Snæfells-
nesi, en á þessu svæði bjuggu í
árslok 1974 um 155.000 manns eða
um 71 % þjóðarinnar.
Á fyrstu 10 árunum E rekstri
Landsvirkjunar hefur orku-
vinnslugeta Landsvirkjunar auk-
izt úr 500 millj. kwst í 2150 millj.
kwst á ári eða um 330% og
ástimplað afl vatnsafls- og vara-
aflsstöðvar úr 108 MW í 353 MW
eða um 226%. Með tilkomu Sig-
ölduvirkjunar á árunum 1976 og
1977 eykst aflið í 503 MW og
árleg orkuvinnslugeta Lands-
virkjunar í 2900 millj. kwst.
— Slysavarna-
félagið
Framhald af bls. 3
11.200.000.00. Þannig leggja
deildirnar liðlega kr.
12.000.000.00 fram til starfsem-
innar, auk þess sem öll vinna
björgunarsveitanna er sjálf-
boðaliðsstarf.
I ræðu Gunnars Friðriksson-
ar kom og fram, að hann hefði í
byrjun júnímánaðar sótt al-
þjóðlega ráðstefnu sjóbjörgun-
arsamtaka, sem haldin var í
Helsinki í Finnlandi, en auk
hans sóttu ráðstefnuna af hálfu
S.V.F.I. þau Hulda Sigurjóns-
dóttir og Hannes Þ. Hafstein.
Var Hulda eini kjörni kvenfull-
trúinn á ráðstefnunni og vakti
það mikla athygli. Var af því
tilefni samþykkt sérstök álykt-
un á ráðstefnunni, þar sem þess
var farið á leit við forseta henn-
ar, að i tilefni kvennaárs kæmi
hann á framfæri innilegu þakk-
læti til allra þeirra kvenna, sem
með frjálsu og fórnfúsu fram-
lagi sínu hafa lagt svo mikið af
mörkum til að efla slysavarnir
á sjó.
Hannes Þ. Hafstein, fram-
kvæmdastjóri S.V.F.I., flutti og
erindi á aðalfundinum, þar sem
hann skýrði frá nýjungum f
björgunarmálum, er kynntar
voru á framangreindri ráð-
stefnu. Voru þar m.a. sýndir
nýir björgunarbátar, birtar
skýrslur um ýmis konar björg-
unartæki og sýndar kvikmynd-
ir um slysavarnir og sjúkra-
hjálp.
Á aðalfundinum urðu miklar
umræður um slysavarna- og ör-
yggismál. M.a. voru umferðar-
slysavarnir ræddar sérstaklega
og hvert vera skyldi hlutverk
S.V.F.Í. á þeim vettvangi. Kom
fram eindregið álit féiags-
manna í þá átt að félagið hefði
þar jafnan veigamiklu hlut-
verki að gegna, bæði með aðild
sinni að Umferðarráði svo og
með sjálfstæðu starfi. Einnig
var rætt mikið um björgunar-
sveitir félagsins, aðstöðu þeirra
og skipulag á starfi þeirra.
Lagðir voru fram og sam-
þykktir reikningar félagsins
fyrir árið 1974, og einnig fjár-
hagsáætlanir fyrir síðari hluta
árs 1975 og árið 1976. Þá var
skýrt frá árangri deildahapp-
drættis, sem nýlokið er, en á-
góði af því reyndist rúmlega 3,5
milljónir króna. Var félags-
stjórn falið að efna enn til slíks
happdrættis á næsta ári svo
framarlega, sem ekki fyndust
aðrar vænlegri fjáröflunarleið-
ir.
Fundarstjórar aðalfundarins á
Blönduósi voru þeir Egill Júl-
íusson frá Dalvík og Hjálmar
Eyþórsson, . Blönduósi, en
fundarritarar Haraldur
.Henrysson, Reykjavík, og Guð-
mundur Sig. Sigurðsson,
Blönduósi.
— Viljum leggja
Framhald af bls. 19.
ýmissa tegunda frá fjarlægum
löndum auk fræs af islenzku
birki, og trjáplöntur gróðursett-
ar I Heiðmörk eru aldar upp af
fræi í gróðrarstöð Skógræktar-
félagsins I Fossvogi.
Gróðurfar á Heiðmörk hefur
tekið mjög verulegum breyting-
um við 25 ára friðun fyrir
ágangi búfjár. Blágresi og aðr-
ar blómjurtir setja svip sinn á
margar brekkurnar um
hásumarið. Birki og víðir fá nú
að vaxa óáreitt og hafa veru-
lega teygt úr sér á liðnum
aldarfjórðungi. Nokkrar er-
lendar trjátegundir eru smám
saman að nema land á Heið-
mörk, og virðast lofa góðu um
að verða fullgildir þegnar í ís-
lenzku gróðurríki, og það hér á
Reykjanesskaganum. Og
Alaskalúpfnan, sem skartar
með ljósbláum blómum
snemma sumars eins og sjá má
og gefur gránm melunum
hvanngræna ábreiðu fram á
haust, er jafnframt stórvirkt
landgræðslujurt.
Núverandi forustumaður
skógræktar á Islandi hefur sem
kunnugt er boðað, að hér á
landi séu skilyrði til skógrækt-
ar slík, að er tímar líði ætti
viður úr íslenzkum skógum að
mestu leyti að geta fullnægt
timburþörf landsmanna. Aðrir
hafa talið slfkt fjarstæðu, og er
ekki örgrannt um að deilur hafi
risið út af þessu.
Slíkar deilur snerta okkur,
sem leggjum stund á skógrækt
á Heiðmörk, harla lftið. Við er-
um ekki að rækta „nytjaskóg"
eða „gagnviðarskóg“, svo að ég
taki mér í munn þau fremur
hvimleiðu nýyrði. Við erum
einfaldlega að rækta skóg. Við
erum að rækta skóg á útivistar-
svæði Reykvíkinga.
Takmark okkar er, að Heið-
mörk megi, er fram líða stund-
ir, bera nafn með rentu, að hún
verði að verulegum hluta skóg-
lendi, mörk. Við viljum leggja
þá alúð í ræktunina, sem
við og aðrir okkar jafnfróðir
og fróðari menn höfum
bezt vit á. Við viljum
rækta þær trjátegundir,
sem reynslan leiðir í ljós að
geta þrifizt og dafnað. Þær eru
ekki svo ýkja margar, en geta
e.t.v. orðið fleiri þegar tfmar
líða og berangur hefur breytzt í
skjólgóðan skóg.
Heiðmörkin á ekki að verða
neinn þaulskipulagður parkur,
svo að notað sé erlent orð, en
hinsvegar skal ávallt hafa í
huga við skógrækt og aðrar
framkvæmdir á þessu svæði, að
hér er um að ræða útivistar-
svæði fyrir fólk. Vissar reglur
hafa því verið settar með tilliti
til þess. Eru þær m.a. á þá leið,
að ekki skal gróðursetja trjá-
plöntur f hraunbolla eða skjól
góðar lautir, þar sem fólk vill-
gjarnan hafast við, og ekki á
grasflötum, þar sem börn og
fullorðnir gætu haft gaman af
að bregða á leik. Á stöku stað
kunna þessar reglur að hafa
verið brotnar fyrir mistök eða
slysni. Nærtækt dæmi um smá-
vegis slysni af því tagi er brekk-
an hér andspænis, þar sem þið,
góðir tilheyrendur, sitjið.
Þegar gróðursett var á þessu
svæði, var ekki vitað, að hér
yrði haldin útisamkoma á aldar-
fjórðungsafmæli Heiðmerkur,
annars hefði ekki verið plantað
í þessa brekku. En við tímdum
ekki f þetta sinn að fjarlægja
þessar fallegu plöntur.
Skógræktarstarfið á Heið-
mörk á ekki að taka enda, held-
ur taka breytingum er tímar
líða. Skógurinn á Heiðmörk
verður að verulegu leyti
ræktaður skógur, og hann á
ekki að fara f vanhirðu.
Eins og hér hefur aðeins ver-
ið drepið á, eru sumir vantrúað-
ir á, að sú viðleitni til skógrækt-
ar, sem fyrir þremur aldar-
fjórðungum hófst hér á landi og
lögð hefur verið stund á í einn
aldarfjórðung á Heiðmörk, beri
árangur. Okkur, sem ekki erum
haldnir slíkri vantrú, sýnist að
hér séu að gerast kraftaverk f
íslenzkri mold við íslenzkt
veðurfar. Þó er rétt að hafa í
huga, að einn aldarfjórðungur
er ekki nema brot úr æviskeiði
þeirrar tegundar gróðurs, sem
hér er um að ræða, og árangur
25 ára tilrauna þess vegna öllu
fremur vísbending um endan-
legt svar.
En þau fyrirheit sem felast í
þöglum vitnisburði, þar sem vel
hefur tekizt, eins og t.d. hér allt
í kring hvetja til þess að hik-
laust skuli fram haldið því
starfi, sem hér hefur verið unn-
ið á hverju ári undanfarinn
aldarfjórðung.
— Iþróttir
Framhald af bls. 27
anna enn þyngri, en Þróttarar
vörðust vel. Á 83. mín. opnaðist
vörnin illa, þannig að Magnús
Steinþórsson, sem kom inn sem
varamaður í síðari hálfleik, átti
auðvelt með að skora.
Fleiri urðu mörkin ekki í þess-
um skemmtilega baráttuleik og
hlutu Þróttarar þarna dýrmæt
stig, sem gerir það að verkum að
spenna er enn á toppnum í 2.
deild eftir 6 umferðir.
Þetta er fyrsti tapleikur Blik-
anna í 2. deild í ár. Vera kann að
leikmenn liðsins hafi verið tauga-
óstyrkir, því heföu þeir unnið
þennan leik væru þeir komnir
með 4ra stig- forskot, þannig að
erfitt hefði verið að ná þeim. Eng-
inn leikmaður bar af öðrum í
þessum leik, en greinilegt er að
Blikarnir hafa á að skipa
sterkasta liðinu i 2. deild. Flestir
leikmenn búa yfir talsverðri leik-
reynslu og það var hrein óheppni
eða klaufskapur að fara ekki
a.m.k. með annað stigið frá
þessum leik.
Lið Þróttar er að mestu skipað
ungum og lítt leikreyndum mönn-
um, ef frá eru taldir þeir Halldór
og Gunnar. Að þessu sinni vantaði
þá tvo menn, Guðmund Gislason
og Sverri Brynjólfsson, sem báðir
eru leikreyndir. Liðið er efnilegt
og ef rétt er á málum haldið, má
búast við að þeir verði ekki lengi i
2. deild.
Beztu menn Þróttar f þessum
leik voru þeir Halldór Bragason,
og Þorvaldur Þorvaldsson.
Leikinn dæmdi Einar Hjartar-
son og gerði það nokkuð vel, en
það var langt frá því, að auðvelt
væri að dæma hann, sérstaklega
þó undir lokin.
Hdan.