Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULl 1975 ef þig Mantar bíl Til að komast uppí sveitút á land eða i hinn enda borgarinnar.þá hringdu i okkur LOFTLEIDIR BÍLALEIGA Stæra^Haleiga landsins ® 21190 Ú BÍLALEIGAN- 51EYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIONEŒT2 Útvarpog sterec, kasettutæki Hópferöabílar 8—21 farþegar f lengri og skemmri ferðir Kjartan Ingimarsson Sfmi 86155 — 32716 — 37400. Afgreiðsla B.S.Í. Ferðabílar Bilaleiga, sími 81260 Fólksbílar — stationbilar — sendibílar — hópferðabilar. BÍLALEIGAN MIÐBORG hf. sími 19492 Nýir Datsun-bílar. Bíleigendur ath: Höfum á boðstólum mikið úrval af bilútvörpum, segulböndum, sambyggðum taekjum, loftnets- stöngum og hátölurum. ísetningar og öll þjónusta á staðnum. JÍÐNI H.F. Einholti 2 s: 23220 Fá síld á handfærin Siglufirði, þriðjudag. MIKLAR annir eru við höfn- ina ntína. Togararnir Sigluvfk, með 75 tonn, og Dagný, með 110 tonn, eru að ianda afla sfnum. Togararnir eru með 10 daga afla. Þá er frystiskipið Hofsjökull hér að lesta frystan fisk á Rússlandsmarkað. Þeir, sem reyna að fylgjast með veiðunum hér úti fyrir Norðurlandi, telja allar horfur á að mikið af loðnu sé víða að finna úti fyrir. Þá hafa Færey- ingar er hingað komu á línu- skipi sínu um helgina þá sögu að segja, að þeir hafi fengið síld á handfæri sín. — m. Ekið á bíl á stæði AÐFARANÓTT sl. þriðjudags var ekið á bláa Ford Escort- bifreið þar sem hún stóð við Skaftahlíð 7, norðanmegin göt- unnar, og hún skemmd á vinstri hlið, hurð og frambretti beygluð. t skemmdunum fundust máln- ingarleifar, sennilega af dökk- gráum lit. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ákeyrsluna, eru beðnir að láta rannsðknarlögregluna vita. . Útvarp Reykjavfk FIM41TUDKGUR 10. júlf. MORGUNINN 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og, forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu“ eftir Rachel Field (16). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. 10.25 Viðsjóinn Ræða Matthíasar Bjarnason- ar, sjávarútvegsráðherra við opnun Rannsóknarstofnunar Sjávarútvegsins á Isafirði 2. þ.m. Morguntónleikar kl. 11.00: Burghard Schaeffer og Norðurþýzka kammersveitin leika Konsert fyrir flautu og strcngjasveit í G-dúr eftir Pergolesi / Annie Challan og hljómsveitin Antiqua Musica leika Konsert fyrir hörpu og hljómsveit nr. 4 í Es-dúr eftir Petrini 12.00 Dagskráin. Tónleikar.Tlkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Á frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lífs og rnoldar" eftir Guðmund L. Friðfinnsson Höfundur les (11). 15.00 Miðdegistónlcikar Eberhard Wáehter, Margit Schramm, Lisa Della Casa, Rudolf Schock, Ingeborg Hailstein og Sinfóníuhljóm- sveit Berlínar flytja atriði úr óperettunni „Parísarlífi" eft- ir Offenbach; Franz Allers stjórnar. Hljómsveitin Philharmonfa leikur þætti úr ballettinum „Þyrnirós" eftir Tsjaikovsky; George Weldon stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatfminn Eva Sigurbjörnsdóttir og Finnborg Scheving fóstrur sjá um þáttinn. 17.00 Tónleikar 17.30 „Sýslað f baslinu", minningar Guðmundar Jóns- sonar frá Selbekk, Jón frá Pálmholti skráði og les (2). 18.00 Tónleikar og Tilkynningar. 18.00 Tónleikar og tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá Tilkynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Þættir úr jarðfræði Is- lands Páll Imsland jarðfræðingur talar um móberg og móbergs- rannsóknir. 20.00 Einleikur 1 útvarpssal. Símon H. tvarsson leikur á gítar verk eftir Bach, Tarrega, Villa Lobos og Albeniz. 20.25 „Hvolpur", smásaga eft- ir Ólaf Jóhann Sigurðsson Höfundur les 21.20 Hljómsveitarþættir úr óperum eftir Wagner NBC-sinfónfuhljómsveitin leikur; Arturo Toscanini stjórnar. 21.45 Norsk ljóð Hannes Sigfússon skáld les úr þýðingum sfnum. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér“ Martin Beheim-Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsson les þýðingu sfna (3). 22.45 Ungir pfanósnillingar Tfundi þáttur: France Clfdat. Halldór Haraldsson kynnir. 23.35 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDKGUR 11. júlf MORGUNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kí. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu“ eftir Rachel Field (17). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25 Morguntónleikar kl. 11.00: Fflharmónfusveitin í Ósló leikur „Karnival í París“, hljómsveitarverk eftir Johan Svendsen / Luigi Ossoinak og kammersveit Ffl- harmónfusveitarinnar 1 Stokkhólmi leikur Lftinn konsert fyrir bassafiðlu og hljómsveit op. 45 nr. 11 eftir Lars-Erik Larsson / Danska útvarpshljómsveitin leikur Sinfónfu nr. 2 op. 16 eftir Carl Nielsen. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lífs og moldar" eftir Guðmund L. Friðfinnsson Höfundur les (12). 15.00 Miðdegistónleikar Ronald Smith leikur Píanóverk eftir Chopin. Jascha Silberstein og Suisse Romande hljómsveitin leika Sellókonsert 1 e-moil op. 24 eftir David Popper. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir Tilkynningar. (16.15 Veðurfergnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 „Sýslað 1 baslinu" eftir Jón frá Pálmholti. Höfundur les (3). 18.00 „Mig hendir aldrei neitt“ stuttur umferðarþáttur 1 um- sjá Kára Jónassonar. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Húsnæðis- og byggingar- mál Ólafur Jensson ræðir aftur við Reyni Vilhjálmsson garð- arkitekt. 20.00 Frá útvarpinu í Berlfn. Fflharmonlusveit Berllnar leikur Sinfóníu nr. 2 í B-dúr eftir Schubert; Karl Böhm stjórnar. 20.30 „Venus hátt 1 vestri skfn“ Umsjón Vilborg Sigurðar- dóttir, Flísabet Gunnars- dóttir, Þuríður Magnúsdóttir ogGuðrún Friðgeirsdóttir. 21.00 „Ljóð án orða“ op. 19 og 30 eftir Mendelssohn Daniel Adni leikur á píanó. 21.30 Utvarpssagan: „Móðir- in“ eftir Maxim Gorkf Sigurður Skúlason Icikari les 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Iþróttir Umsjón: Jón Ás- geirsson. 22.40 Áfangar Tónlistarþáttur 1 umsjá Ásmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnars- sonar. 23.30 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Hann dansar léttilega yfir hafflötinn þessi, eins og hann væri að hlusta á þáttinn Á frívaktinni með Iagið „polki með trukki". Á frívaktinni. Þátturinn A frívaktinni er á fimmtudögum kl. 1.00 undir stjórn Margrétar Guðmunds- dóttur. Við hringum til hennar og spurðum hvað mög bréf bær- ust til þáttarins vikulega. „Það er mjög misjafnt," svar- aði Margrét, „þetta datt alveg niður i verkfallinu, en er farið að blómgast aftur. Það hafa verið svona um 50 bréf á viku að undanförnu, en á loðnunni t.d. komust þau upp í 200—300 á viku. Yfirleitt er þetta mest til bátanna og togaranna, lítið á millilandaskipin, en hins vegar finnst mérskortaáað sjómenn sjálfir sendi nægilega mikið'til þáttarins. Skemmtilegt væri ef þeir tækju meiri þátt í þessu og sendu ættingjum í landi eða félögum áöðrum bátum.“ O Móbergsmyndun og íslenzk jarðfræði I kvöld kl. 19.35, flytur Páll Imsland jarðfræðingur þátt um jarðfræði Islands og að þessu sinni fjallar hann almennt um móberg og móbergsrannsóknir. „Ég rek hvað við vitum um móberg,“ sagði Páll, „og hvern- ig þær hugmyndir hafa þróazt. Á síðustu árum hefur orðið meiri samstaða fræði- og vis- indamanna um móbergsmynd- un en var áður fyrr. Móberg er mjög algengt í núverandi gos- beltum og jöðrum utan við þau. Á jökultímum hefur móbergs- myndun verið mjög algeng en sjaldgæfari á hlýindatímabilum á milli. Töluverður hluti af gos- beltum landsins er þakinn mó- bergi." O „Hvolpur“ kalda stríðsins Kl. 20.25 í kvöld les Ólafur Jóhann Sigurðsson skáld smá- sögu sína, „HvoIp“. Sagan var skrifuð um 1950 og hefur birzt i bókinni A vegamótum. Hún er skrifuð á kaldastríðstímabilinu og ber svolítinn svip af því en að sjálfsögðu skýrir sagan sig bezt sjálf, svo það er bezt að láta hana hlustendum eftir án frek- ari bollalegginga. O Norsk ljóð í þýðingu Hannesar Sigfússonar 1 kvöld kl. 21.45 les Hannes Sigfússon skáld norsk ljóð í eig- in þýðingu, en fyrir nokkrum árum kom út stór bók með norr- ænum ljóðum í þýðingu hans. Ólafur Jóhann Sigurðsson. Hannes býr í Stafangri í Noregi og vinnur þar sem bókavörður. Gunnar Stefánsson dag- skrárstjóri hjá útvarpinu kvað þá hafa fengið Hannes til þess að lesa inn fjóra lestra á ljóðum úr umræddri bók, en í henni eru norsk, sænsk, dönsk og finnsk ljóð. Einn lestur er búinn, með sænsku ljóðunum, og I kvöld eru þau norsku sem sagt á dagskrá. Hannes Sigfússon. Jökull Jakobsson les f kvöld kl. 22.15 þriðja lestur kvöldsög- unnar „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér“, en Jökull hefur þýtt söguna um þetta kunna norska skáld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.