Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULl 1975 29 VELVAKAINIDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl. 2—3, frá mánudegi til föstu- | dags.' 0 Birkibeinar med konungsbarnið Lesbók Morgunblaðsins Iætur þess getið, að frásögn um málverk þetta í síðustu Lesbók var ekki skrifuð sem eiginleg blaðagrein, heldur voru þetta fróðleiksmolar, sem þáverandi starfsmaður i fjár- málaráðuneytinu, Sigurður Óla- son hrl., hafði tekið saman og fest við málverkið þar sem það er nú, í skrifstofu fjármálaráðherra (áð- ur geymt i kjallara Arnarhvols). Hins vegar tókst ekki að ná til höfundarins áður en Lesbókin fór í prentun. 0 Kapall eða dufl? „Öryggisvörður" bað okkur fyr- ir þennan pistil: „„Velvakandi sæll. Sem ég settist niður með laug- ardagsblöðin og var að velta því fyrir mér, hvað þau væru nú ósköp rýr i roðinu svona yfir há- sumarið, þá rakst ég á skrýtinn samsetning á forsiðu Þjóðviljans. Þar var fjallað um kapal, sem menn hafa verið að vandræðast með að undanförnu. Fyrst datt mönnum náttúrlega i hug, að kap- allinn hlyti að vera rússneskur, þvi að i kringum landið er allt morandi í rússneskum njósna- maskínum, eins og allir vita. Það skrýtna við þennan kapal reynd- ist vera, að hann er alls ekki rúss- neskur, heldur af meinlausu þjóð- erni — sumsé bandarískur. Upp- lýst hefur verið, að kapallinn sé tengdur einhvers konar eftirlits- kerfi NATO hér við land og Bandaríkjamenn, sem við höfum fengið til að sjá um varnir okkar, hafi lagt hann. Það stórkostlega við Þjóðvilja- fréttina er, að birt er mynd og myndatextinn er á þessa leið: „Varnarliðið hefur nú játað að eiga þennan kapal“. En á mynd- inni er bara alls enginn kapall — hvorki bandariskur, rússneskur, úgandiskur eða annað. Myndin er af hreinræktuðu, ekta rússnesku dufli. Maður ætti nú að vera far- inn að þekkjarússnesktdufl þegar maður sér það — ekki hafa verið birtar svo fáar myndir af rúss- neskum duflum I Islenzkum blöð- um að undanförnu. Það vita allir, að Þjóðviljinn er ekki vandur að meðulum, en ég er bara hissa á því, að blaðið skuli ekki hafa meira álit á lesendum sínum en þetta dæmi ber vitni um. Annars er ég dálítið undrandi á þvi, hvað þessi kapalfundur hefur þótt merkilegur, a.m.k. eftir að I Ijós kom, að hann tilheyrir varn- arliðinu. Það er ekkert merkilegt, að hér skuli finnast einhver tæknilegur útbúnaður frá varnar- Iiðinu að öðru leyti en því, að auðvitað er ólán þegar svona dót kemst á flæking og fer að flækjast fyrir skipum. En það er mál, sem hægt er að leysa. Það, sem gæti hins vegar verið fréttnæmt og merkilegt væri, ef bandarísk tæki af þessu tagi væru ekki þar sem þau eiga að vera. „Öryggisvörður“. % Ferðagjaldeyrir og læknisvottorð tris Ingibergsdóttir, Háaleitis- braut 135, skrifar: „Ég varð svo hissa þegar ég sá að þeir i gjaldeyrisdeildinni eru farnir að fetta fingur út í læknis- vottorð fyrir exemssjúklinga, að ég varð að fá útrás og settist niður við að skrifa. Maðurinn minn er búinn að vera með exem i 25—30 ár, og nú er ég komin með þessi ósköp líka. Hann er búinn að ganga á milli lækna, reynandi alls konar m'eðul og sprautur, en það hefur verið gagnslaust. Svo ákváðum við að fara til Kanarieyja (eðra réttara sagt, ég ákvað að fara og hann átti að koma með) fyrir þremur árum, ásamt fleira fólki. Hann var mjög slæmur um þetta leyti og fimm dögum áður en leggja átti af stað kom hann heim frá lækninum og sagði, að læknin- um fyndist það ekki koma til greina, að hann færi svopa á sig kominn. Hann var svo til skinn- laus á höndum og fótum og mátti ekki vinna, þótt hann væri að reyna það.Égsagði að hann gæti þá alveg eins legið i rúminu á Kanaríeyjum og fengi þó alla vega hvildina út úr þessu. Svo birgðum við okkur upp með sára- umbúðum, alls konar kremi og ofnæmispillum. Minn maður fór, og hvað gerðist? Eftir þrjá daga höfðu sárin lokazt, þótt sárt væri að dýfa þessu svona opnu i saltan sjóinn. Heim var komið með heilt skinn og fulla tösku af sáraum- búðum, sem ekki þurfti að nota. Síðan hefur hann haldið sér nokkuð góðum með því að sækja sér sjó í fötur út á Álftanes og fara svo einu sinni á ári til Kan- arieyja. 0 Ekki sama hvernig gjaldeyrinum er komid í lóg Svo geta þeir verið að telja eftir þessa nánös í gjaldeyri, sem mað- ur eyðir i svona ferð, en það er ekki verið að fárast þótt eytt sé í meðul tugum þúsunda á hverju ári. Það þarf sko gjaldeyri fyrir þeim líka. Svo er nú annað atvik dálítið einkennilegt i sambandi við þetta. Rétt eftir að við komum heim úr umræddri ferð, ákvað sjúkrasam- lagið að borga kremin fyrir ex- ems-sjúklinga, svo að hann fór til húðsjúkdómalæknisins, sem hann gekk til, til að sýna honum árang- urinn af ferðinni og fá vottorð til sjúkrasamlagsins. Hann þarf að hafa kremin með sér, þótt hann fari i sjóinn. Þá segir sá góði maður sem hálfbannaði honum fjórum vikum áður að vinna og réð honum frá því að fara til suðurlanda vegna heilsuleysis: „Þig get ég ekki látið fá vottorð. Það væri misnotkun, þetta fá þeir einir, sem nota minnst eina túbu á dag.“ Sem sagt: engan sjó og bensineyðslu, — þá fær maður meðulin greidd úr sjúkrasamlagi. íris Ingibergsdóttir". svartur af bleki en 4 hinum voru ógreinilegir og ólæsilegir bók- stafir. — Utvegið mér spegii, Leroy! — Stóran? — Það sklptir engu máli, bara spegil sem ég get sett hér ð borð- ið. Þegar ungi maðurinn kom aftur stóð Maígret óti á svölunum, hafði stungið þumalfingrinum I vestisvasana og reyktí pfpu sfna með augljósri velþóknun. — Er hægt að nota þetta? Giugginn var lokaður. Maigret setti spegilinn upp á rönd á borð- ínu og reisti þerripappfrinn upp með þvf að láta kertastjaka styðja við hann að aftan. Bókstafirnir sem nú komu f ljós f speglinum, voru engan veginn læsilegir. Það vantaði marga stafi, meira að segja heilu orðin og sum voru þannig að geta varð sér til um merkingu þeirra. — Nú hef ég skilið þetta! sagði Leroy og var heldur drjúgur með sig. — Gott, farið þá niður og biðjið hóteistjórann um bækur sem Emma hefur fyllt út eða eitthvað annað sem hún hef ur skrifað... Hann skrifaði með blýanti á pappfrsblað nokkur orð. sem HOGNI HREKKVISI Engin verðlaun fyrir að hvolfa úr tunnum? 6-2f <£) 1975 McNaught Synd.. Inr. Hefjast samn- ingaviðræður fyrir 17. júlí um herstöðvarnar í Tyrklandi og vopnasölubannið? Washington, 8. júlí AP TYRKNESKUR öldungadeildar- þingmaður, Kamuran Inan, sem staddur er f Washington, lét svo um mælt á blaðamannafundi þar f dag, að hann gerði ráð fyrir að staða bandarfsku herstöðvanna i Tyrklandi yrði „tfmabundin“ ieftir 17. júlí nk. — en þá rennur út sá frestur, er stjórn Tyrklands hefur gefið til að hefja samninga- viðræður um framtfð stöðvanna. Ekki fékkst Inan til að gefa neina skýringu á því hvað hann ætti við með „tímabundinni stöðu", — hvort hann ætti t.d. við að staðan yrði óbreytt um stundarsakir. Þetta er önnur ferð Inans til Bandaríkjanna á tveimur mánuð- um til að ræða við stjórnarfull- trúa og fulltrúadeildarþingmenn um vopnasölubannið, sem full- trúadeildin greiðir væntanlega at- kvæði um á ný siðar í þessari viku. Deildin samþykkti 5. febrúar sl. að taka fyrir vopnasöluna á þeirri forsendu, að Tyrkir hefðu notað bandarisk vopn til innrásarinnar á Kýpur sl. sumar, andstætt ákvæðum í vopnasölusamningum ríkjanna. Bandaríska stjórnin hefur beitt sér mjög gegn þessu banni og öldungadeildin samþykkti 19. maí sl. með 41 atkv. gegn 40 að hefja vopnasölu til Tyrklands á ný. í orðsendingu, sem Suleyman Demirel, forsætisráðherra Tyrk- lands, sendi Bandaríkjastjórn 17. júni sl„ mæltist hann til þess, að samningaviðræður um herstöðva- og vopnasölumálin yrðu hafnar eigi siðar en innan 30 daga — og í viðtali 1. júlí sl. sagði Demirel, að þessi orðsending væri úrslitakost- ir. Norrænir land- búnaðarráðherr- ar á Húsavík LANDBUNAÐARRÁÐHERRAR Norðurlandanna hafa setið á ár- legum fundi sinum á Hótel Húsa- vík síðustu daga. Af Islands hálfu situr Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, fundinn en auk hans Lundkvist, landbúnaðarráð- herra Sviþjóðar, Dalsöe frá Dan- mörku, og Træholt frá Noregi en embættismenn sitja fundinn af hálfu Finna. Fundir norrænu landbúnaðarráðherranna hafa nokkrum sinnum áður verið haldnir hér á landi en aldrei fyrr úti á landi. Hafa norrænu ráð- herrarnir orðið hins fegursta veðurs aðnjótandi og i fyrradag fór hópurinn til að mynda til Grímseyjar i kynnisferð. Fundur ráðherranna hér hefur sem fyrr einkum snúizt um að samræma afstöðu Norðurlandanna til ýmissa markaðs- og hagsmuna- mála landbúnaðarins, sem koma munu á dagskrá ýmissa alþjóða- stofnana er Norðurlöndin eiga aðiid að. kferndum reJÍÍ yotlendi VEIÐARFÆRI ALIS-HELLU- handfæravindur með sjálfvirkum hemlum. HANDFÆRASÖKKUR NÆLON- handfæri HANDFÆRAÖNGLAR SEGULNAGLAR, PIKLAR, margar stærðir KASTLÍNUÖNGLAR, LAXALÍNUR, SILUNGALÍNUR, LAX SILUNGSÖNGLAR, KOLAÖNGLAR, SILUNGANET, KOLANET. Björgunarvesti Árar • Ræði ★ GAS- FERÐATÆKI Olíu- ferðaprímusar Vasaljós —Rafhlöðulugtir Olíulampar — Steinolía ÚTI-GRILL Grilltengur — Gafflar Viðarkol — Spritttöflur. ★ H andsláttuvélar Garðslöngur og tilheyrandi Slöngugrindur — Kranar Garðkönnur — Fötur ★ ryðeyðir — ryðvörn. ★ Plastbrúsar Ahelliskönnur Trektar Kúluhamrar Múrhamrar Múrskeiðar Múrbretti Hverfisteinar Feitissprautur ★ Járnkarlar Jarðhakar Sleggjur Hakasköft Sleggjusköft Hamarssköft Skrúfuzink Múrboltar Vélatvistur Koparsaumur Þaksaumur Skipasaumur Bátasaumur Lóðtin Plötublý Tjöruhampur Hessíanstrigi Vélareimar Viðarkol Fernisolía Model-gibs Gólfmottur Ánanaustum, simi 28855, Hafnarstræti, stmi 14605.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.