Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.07.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULl 1975 75 KEPPENDUR A OPNU SUNDMÓTI Á AKUREYRI NOKKUÐ er að verða um liðið sfðan stór sundmót hafa verið haldin á Akureyri. Um s.l. helgi var þó þráðurinn að nýju upp tekinn, þegar Sundfélagið Óðinn á Akureyri gekkst fyrir opnu móti. Þátttakendur I mótinu voru 75, þar af voru 49 keppendanna Valbjórn Þorláksson er enn meðal fremstu tugþrautarmanna okkar og verður meðal keppenda á Evrópumótinu þótt kominn sé yfir fertugt. aðkomnir. Bezta sundfólk lands- ins gat ekki tekið þátt i þessu móti, þar sem átta-landa-keppnin fór fram á Mallorca á sama tfma. Arangur sundfólksins var þokkalegur, einkum yngsta fólks- ins, og er svo að sjá sem ný kyn- slóð öflugs sundfólks sé að rísa upp. Mikil veðurblíða var á Akur- eyri um helgina og tókst öll fram- kvæmd mótsins hið bezta og von- andi verður þess ekki langt að bíða að annað og fleiri stór sund- mót verði haldin á Akureyri. ORSLIT URÐU ÞESSI: 100. metra fiugsund kvenna. 1. Björg Halldórsdóttir SH. 1:29,2 2. Sigrfóur Finsen K.R. 1:32,2 3. Guórún Reynisdóttir A. 1:46,1 100. metra bringusund karla. 1. Sigmar Björnsson t.B.K. 1:17,5 2. Mrinó Steinarsson Óðinn 1:20,7 3. Þorgeir Þ<»rgeirsson K.R. 1:21,0 50 metra skriðsund telpna. 1. C*uðný Guðjónsdóttir. Á. 34,9 2. Kolhrún Olafsdóttir SII. 35,1 3. Regína ólafsdóttir KR. 35,6 50 metra baksund sveina 1. Sveinbjörn Gizurarson UMFN 36,2 2. Kristbjörn Guðmundsson SII. 39,4 3. Axel Arnason KR. 40,7 50 metra bringusund telpna 12 ára o.y. 1. Þórunn Magnúsdóttir UMFN 43,1 2. Eygló Birgisdóttir óðinn 47,4 3. Regína Ólafsdóttir KR. 47,5 100 metra skriðsund kvenna. 1. Sigrfður Finsen KR. 1:16,5 2. Elva Aðalsteinsdóttir Óð. 1:18,0 3. Þðrey Tómasdóttir Óðinn 1:19,8 100 metra baksund karla. 1. Marinó Steinarsson óðinn 1:17,0 2. Hafliði Halldórsson Ægir 1:17,1 3. Halldór Ragnarsson KR. 1:18,5 50 metra flugsund telpna. 1. Regfna ölafsdóttir KR. 39,5 2. Sólveig Sverrisdóttir óð. 40,1 3. Kolbrún Ólafsdóttir SH. 41,5 50 metra bringusund sveina. 1. Kristbjörn Guðmundsson SH. 38,5 2. Sveinbjörn Gizurarson UMFN. 38,9 3. Eiríkur A. Sigurðsson UMFN. 40,0 50 metra skriðsund sveina 12 ára o.y. 1. Ingimar Guðmundsson óðinn 34,2 2. Jón B. Sigurðsson Á. 36,2 3. Róbert Bjarnason SH. 41,7 200 metra fjórsund kvenna. 1. Sigrfður Finsen KR. 3:13,0 2. Þórunn Magnúsdóttir UMFN 3:13,6 3. Björg Halldórsdóttir SH. 3:19,0 4x100 metra fjósund karla. 1. Sveit óðins 5:17,1 2. Sveit Armanns 5:42,9 3. Sveit SH. 5:43,5 4x100 metra kvenna. 1. Sveit Óðins 5:36,9 2. Sveit Ármanns 5:52,2 3. Sveit K.r. 6:42,1 100 metra flugsund karla. 1. Halldór Ragnarsson KR. 1:12,0 2. Marinó Steinarsson Óðinn 1:13,2 3. Hafliði Halldórsson Ægir 1:19,6 100 metra bringusund kvenna. 1. Hólmfrfður Traustadóttir Óð. 1:27,8 2. Björg Halldórsdóttir SH. 1:30,5 3. Þórunn Mgnúsdóttir UMFN 1:30,7 50 metra skriðsund svcina. 1. Kristbjörn Guðmundsson SH. 29,0 2. Axel Árnason KR. 30,4 3. Sigurður Brynjólfsson Óðinn 31,1 50 metra baksund telpna 1. Sólveig Sverrisdóttir óðinn 42,6 2. Ólöf Jónsdóttir óðinn 42,9 3. Regfna ólafsdóttir KR. 43,1 Framhald á bls. 18 VALBJ0RNILANDSLIÐINU SEM KEPPIR í TUGÞRAUT Undankeppni Evrópubikar- keppninnar f tugþraut fer fram dagana 19. og 20. júlí n.k. Is- lendingar eru þar í riðli með mjög sterkum þjóðum, m.a. Aust- ur-Þjóðverjum og Frökkum sem eru í fremstu röð í þessari fþrótta- grein. Stjórn Frjálsíþróttasambands Islands hefur nú valið íslenzka landsliðið fyrir mót þetta og verð- ur það skipað þeim Stefáni Hallgrímssyni, Eliasi Sveinssyni, Valbirni Þorlákssyni og Hafsteini Jóhannessyni. Af þessum köpp- um hefur Stefán náð beztum árangri, 7589 stigum, og er það íslandsmet í greininni. Valbjörn á bezt 7354 stig, Elias 7212 stig og Hafsteinn 6543 stig. Það verða að teljast tíðindi í sambandi við val landsliðsins að Valbjörn skuli komast í liðið, en hann er nú kominn á fimmtugs- aldurinn, 41 árs, og verður örugg- lega aldursforseti þessarar Evrópukeppni, og er ékki ólíklegt að hann setji heimsmet öldunga (40 ára og eldri) í umræddri keppni. Valbjörn hefur Iítið keppt í tugþraut að undanförnu en sýndi hæfni sína með sigri í tveimur greinum á Reykjavíkur- leikunum á dögunum, þar sem hann náði bezta árangri ársins hérlendis í stangarstökki. Karl West Fredriksen, sem verið hefur þriðji bezti tugþrautarmaður landsins, meiddist sem kunnugt er á EÖP-mótínu í vor og hefur ekki náð sér fullkomlega enn, þannig að af vali hans gat ekki orðið. Islenzka tugþrautarliðið ætti að eiga möguleika á sigri yfir Irum og jafnvel Spánverjum og Bretum í keppni þessari, ef vel tekst til. Fararstjóri íslenzka landsliðs- ins verður Svavar Markússon, gjaldkeri FRl, og þjálfari verður Guðmundur Þórarinsson. íslandsmótið 3. deild Þróttur — KSH 6:1 Mörk Þróttar: Þorgeir Þorgeirsson 2, Sigurður Friðjónsson 2, Magnús Jónatansson 1, Árni Guðjónsson 1. Mark KSH: Einar Björnsson. Leikur þessi fór fram á Neskaupstað og var ekki spurning um það hvort liðið sigraði, Þróttararnir voru mun skárri aðilinn f þessum leik. Lið KSH, sem er sameinað lið frá Stöðvarfirði og úr Breiðdaln- um varð fyrst til að skora hjá Þrótturum f þessum leik og hefur liðinu farið fram upp á sfðkastið. Einherji — Höttur 4:1 Mörk Einherja: Skarphéðinn óskarsson 2, Steindór Sveinsson 1 og eitt markanna var sjálfsmark. Mark Hattar: Eyjólfur Skúlason 1. Einherji frá Vopnafirði hefur staðið sig mjög vel f leikjum sfnum f sumar, mun betur en búizt var við. Skarphéðinn Óskarsson handknattleiksmaður úr Vfkingi þjálfar liðið og stendur sig vel sem slfkur auk þess sem hann er iðinn við að skora.Gegn Hetti hafði lið Einherja frá Vopnafirði talsverða yfirburði enda vantaði bezta mann Hattar að þessu sinni, en það er Hermann Nfelsson sem þjálfar liðið. Þróttur — Huginn 1:0 Mark Þróttar: Magnús Jónatansson Þróttarar komust f þessum leik f krappari dans en f fyrri leikjum sfnum f sumar og máttu þakka fyrir bæði stigín í leiknum. Það var Akureyringurinn Magnús Jónatansson, sem nú þjálfar Þrótt sem skoraði eina mark leiksins og var það skorað úr vftaspyrnu. Huginsmenn léku þennan leik af miklum krafti, börðust vel og unnu saman betur en þeir hafa gert f fyrri leikjum sumarsins. Leiknir — Huginn 2:0 Mörk Leiknis: Stefán Garðarsson 2. Leiknir var greinilega betra liðið f þessum leik og fer liðinu fram með hverjum leik undir stjórn Sigurbergs Sigsteinssonar. Það var markakóngur þeirra Fáskrúðsfirðinga Stefán Garðarsson, sem skoraði bæði mörkin f leiknum og hefði hann ásamt félögum sfnum átt að geta skorað fleiri mörk f leiknum, einkum f sfðari hálfleikn- um. Enn met hjá Szewinsku Pólska hlaupadrottningin Irena Szewinska setti nýtt heimsmet i 300 metra hlaupi kvenna á móti sem fram fór nýlega i London, hljóp á 35,7 sek. Er það hálfri sekúndu betri timi en gamla metið var, en það étti Donna Murry, Bret- Iandi. Murry varð önnur í hlaupinu, 15 metrum á eftir Szewinsku. Meðal annarra afreka á móti þessu má telja eftirfanndi: 100 metra hlaup: D. Quarrie, Jamaica, 10,3 sek. 400 metra grindahlaup:' A. Pascoe, Bret- landi, 49,0 sek. 800 metra hlaup: M. Boi, Kenya, 1:48,6 min 300 metra hlaup: K. Randale, Bandarikjunum, 32,4 sek. 60 metra hlaup kvenna: A. Lynch, Bretiandi 7,3 sek. Stangarstökk: R. Boyd, Ástra- liu. 5,20 metrar. Spjótkast: Koshi Vahala, Svíþjóð 79,66 metrar. 200 metra hlaup: D. Quarrie, Jamaica, 20,2 sek. 2000 metra hlaup: J. Walker, N- Sjálandi, 5:00,6 mín. 3000 metra hlaup: T. Staynings, Bandaríkjunum, 7:55,2 min. Miluhlaup: U. Högberg, Sví- þjóð, 3:57,1 mín. Kúluvarp: G. Capes, Bretlandi, 20,53 metrar. 800 metra hlaup kvenna: C. Rendina, Ástralíu, 2:04,9 mín. Sleggjukast: I. Chipcawe, Bret- landi, 63,72 metrar. Frá setningu landsmóts Ungmennafélaganna, sem sfðast var haldið á Sauðárkróki fyrir fimm árum. Gífurlegur fjöldi þátttakenda í landsmótinu GIFURLEGA mikil þátttaka verð- ur f landsmóti Ungmennafélags Islands sem hefst á Akranesi á föstudag. Að sögn Sigurðar Geir- dals, framkvæmdastjóra UMFl, verða keppendur f landsmóti nú fleiri en nokkru sinni fyrr, en keppnisgreinum á mótinu hefur einnig verið fjölgað nokkuð, og stendur nú keppnin yfir f þrjá daga í stað tveggja áður. Þátttöku- rétt í landsmóti UMFl eiga allir þeir sem félagar eru í aðildarfé- lögunum, og verða keppendur á Akranesi alls staðar að af land- inu. Samkvæmt keppnisskrá skiptast skráningar þannig milli hinna einstöku greina: Frjálsar íþróttir karla: 100 m hlaup: 30 keppendur 400 m hlaup: 26 keppendur 1500 m hlaup: 27 keppendur 5000 m hlaup: 25 keppendur 100 m grindahlaup: 12 keppendur 4x100 m boðhlaup: 13 keppnissv. 1000 m boðhlaup: 12 keppnissv. Langstökk: 33 keppendur Þristökk: 27 keppendur Hástökk: 23 keppendur Stangarstökk: 12 keppendur Kúluvarp: 14 keppendur Kringlukast: 19 keppendur Spjótkast: 28 keppendur Frjálsar fþróttir — konur: 100 m hlaup: 32 keppendur 400 m hlaup: 25 keppendur 800 m hlaup: 24 keppendur 100 m grindahlaup: 10 keppendur 4x100 m boðhlaup: 13 keppnissv. Langstökk: 30 keppendur Hástökk: 21 keppandi Kringlukast: 26 keppendur Kúluvarp: 23 keppendur Spjótkast: 24 keppendur Sund — konur: 100 m bringustund: 19 keppendur 200 m bringusund: 14 keppendur 100 m flugsund: 8 keppendur 100 m skriðsund: 14 keppendur 400 m skriðsund: 8 keppendur 100 m baksund: 10 keppendur 200 m fjórsund: 10 keppendur 200 m fjórsund: 10 keppendur 4xl00m skriðsund: 4 keppnissv. 4x50 m fjórsund: 5 keppnisssv. Sund — karlar: 100 m bringusund: 22 keppendur 200 m bringusund: 17 keppendur 100 m flugsund: 9 keppendur 100 m skriðsund: 21 keppandi 800 m skriðsund: 14 keppendur 100 m baksund: 15 keppendur 200 m fjórsund: 13 keppendur 4x100 m skriðsund: 7 keppnissv. 4x100 m fjórsund: 8 keppnissv. Starfsíþróttir: Gróðursetning: 22 kependur Jurtagreining: 12 keppendur Línubeitning: 24 keppendur Dráttarvélarakstur: 30 kepp- endur Kúadómar: 27 keppendur Hestadómar: 26 keppendur Vélsaumur: 24 keppendur Blómaskreyting: 22 keppendur Pönnukökubakstur: 25 kepp- endur Lagt á borð: 19 keppendur Knattspyrna: 6 lið í úrslitakeppni Handknattleikur kvenna: 6 lið í úrslitakeppni Körfuknattleikur: 8 lið í úrslita- keppni Glíma: 16 keppendur Skák: 4 keppnissveitir. Kynningargreinar—gefaekki stig: Blak: 6 lið Borðtennis: 36 keppendur Júdó: 14 keppendur Siglingar: 40 keppendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.